Morgunblaðið - 09.10.1968, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1968
P
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlau;ave;i 12. Siml 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Simi 22-0-22
Rauðarárstíg 31
Ilverfisfötu 103.
Siml eftir lokun 31160.
MAGINiÚSAR
4KIPHOUI 21 «mar21190
eftir lokun •' 4Q3S1 í
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaffastræti 11—13.
Hagstaett leifuejald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eOa 81748.
Sigurður Jónsson.
Balastore
gluggatjöldin \
Balastore gluggatjöldin
eru í senn þægileg og
smekkleg. Uppsetning er
afor auðveld, og létt verk
að halda þeim hreinum.
Fóanleg í breiddum fró
40-260 sm (hleypur á 10
sm). Margra óra ending.
Vindutjöld
Framleiðum vindutjöld í
öllum stærðum eftir móli.
Lítið inn, þegar'þér eigið
leið um L'augaveginn!
Húsgagnaverzlun
KRISTJÁNS
SIGGEIRSSONAR HF.
Laugavegi 13, sími 13879
0 Fyrirspurn til Flug-
félags íslands og
Póstmálastjórnarinnar
P.G. s'krifar:
„Kæri Velvakandi!
Viltu gera ferðafólki á Aust-
urlandd þann greiða að fá upp-
lýst hjá póststjóminni og Flug-
félagi íslands eftirfarandi mál-
efni, sem menn velta vöngum yf-
ir:
Sérleyfisbfll, sem fer milli
Homafjarðar og Egilsstaða tek-
ur sætisgjald milli Breiðdalsvik-
ur og Egilsstaða, Csem er 86 km.
leið), — kr. 135.00.
Annar bfll, sem fer eina ferð
í viku frá Breiðdalsvík til Eg-
ilsstaða, tekur kr. 250.00 fyrir
sætið (aðra leið og kr. 500.00 báð
ar leiðir).
Nú er spurt:
1. Hvaða aðili ákveður sætis-
gjaldið?
2. Hvaða rök eru fyrir þessum
mismuni á sætisgjaldi á sömu
leið?
3. Hvaða greiðslur fá þessir
bílar, hvor fyrir sig, frá póst-
stjóminni og Flugfélagi íslands
fyrir hverja ferð?
Með fyrirfram þökk fyrir birt
ingu og svör.
B.G.“.
Svör frá viðkomandi aðiljum
yrðu birt hér í dálkunum.
§ Ósamræmi í ljósastill-
ingum á bílaverk-
stæðum?
P. O. Þ. gkrifar:
„Sómakæri Velvakandi!
Eigi alls fyrir löngu lét ég
stilla ljósin á bílnum minum á
Ljósastillingarverkstæði F.Í.B. Ég
ákvað samt að notfæra mér hina
óvæntu þjónustu bifreiðaverk
stæða — ókeypis ljósaathugun —
og fór með bílinn minn á verk-
stæði Sveins Egilssonar h.f. Fékk
ég þann úrskurð þar, að stilla
þyrfti ljósin á nýjan leik. Að
vonum var ég ekki sáttur við
þessa afgreiðslu, þar sem svo
nýlega var búið að stflla ljósin
á öðmm stað. Ók ég því rakleitt
sem leið lá að Ljósastillingar-
stöð F.Í.B. og éftir nokkra bið
þar fékk ég ljósin athuguð. Og
viti menn! Allt var í stakasba
lagi, og ég fékk minn miða á
framrúðuna.
Hús til Hutnings
Til sölu er nýlegt 200 ferm. verzlunarhús (verzktn
P & Ó, Laugavegi 95). Húsið er á sterkri stáligrind
og sérstaklega byggt með flutning fyrir augum. Húsið
verður laust fljótlega. Það er mjög vandað að altri gerð.
Tilvalið fyrir: Veitingarekstur. — Léttan iðnað.
Félagasamtök. — Verzlunarrekstur o. fl.
Mjög góðir greiðsluskilmálar.
FASTEIGNAÞJÓNUSTAN.
DALE CARNEGIE
NÁMSKEIÐIÐ
Vegna mikillar eftirspurnar er nýtt námskeið að hefjast.
Námskeiðið muin hjálpa þér að:
★ Öðlast hugrekki og sjálfstraust.
★ Tala af öryggi á fundum.
ic Auka tekjur þínar, með hæfileikum þínum að um-
gangaist fólk. 85% af velgengni þinni, eru komin und-
ir því, hvemig þér tekst að umigangast aðra.
★ Afla þér vinsælda og áhrifa.
Verða betri sölumaður, hugmynda þinna, þjónustu
eða vöru.
ic Bæta minni þitt á nöfn og andlit ag staðreyndir.
i( Verða betri stjórnandi vegna þekkingar þinnar á fólki.
i( Uppgötva ný áhugamál, ný markmið að stefna að.
ir Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða.
Námskeiðið hóf í Bandaríkjunum árið 1912 og hafa yfir
1.000.000 katrla og kvervna tekið þátt í því um allan heim.
Innriutn og upplýsingar í síma 82930 og eftir kl. 5 1
síma 30216.
KONRÁÐ ADOLPHSSON, viðskiptafræðingur.
En ekki get ég að því gert
samt, að i hugskotið læðist sá
grunur, að hér sé ekki um mikið
samræmi að ræða, og annar hvor
aðilinn hljóti að hafa haft rangt
fyrir sér! Þegar alltaf er verið
að brýna fyrir mönnum að vera
með vel stillt ljós í umferðinni,
má varla minna vera en að bif-
reiðaeigendur geti treyst þeirri
þjónustu, sem verkstæðin láta í
té, — hvort svo sem hún er
dýru verði keypt eða ókeypis.
P. O. Þ.“
^ Vörn og sókn fyrir
Sálarrannsóknarfélag
íslands
„Kæri Velvakandi!
Það er algerlega rangt, að starf
semi Sálarrannsóknafélags ís-
lands felist ekki í öðru en þvl
að halda nokkra skyggnilýsinga
fundi á ári. Þetta segir bréfrit-
ari í dálkum yðar 25. sept. sl.
Hann rekur þessa bamalegu
staðhæfingu ofan í sjálfan sig í
næstu málsgrein með því að
hrósa tímaritinu MORGNI, en
það er, eins og allir vita, gefið
út af Sálarrannsóknafélagi ís-
lands með miklum myndarbrag,
og liggur mikil vinna á bak við
útgáfu þess.
Sálarrannsóknafélag íslands tel
ur marga meðlimi, en þvi miður
er það svo, eins og oft vill vera
í hvers konar félagsstarfi, að til-
tölulega fáir karlar og konur
leggja hönd á plóginn við sjálft
félagsstarfið, og er það oft fólk,
sem er önnum hlaðið við dag-
leg störf, en vinnur að félags-
málum af hreinum áhuga í frí-
stundum sínum.
0 Starfsemi félagsins
Sálarrannsóknarfélag íslands
hefur haldið marga fundi á und-
anfömum árum, eins og auglýs-
ingar í útvarpi og dagblöðum
sanna bezt. Margt af því, sem
félagið framkvæmir, er ekki aug
lýst opinberlega. T.d. var ekki
talið óhætt að auglýsa fundi Ham
blings í tvö siðustu skiptln sem
hann kom hingað á s.l. ári, vegna
þess að full ástæða var til að ótt
ast, að aðsókn yrði svo mikil, að
við ekkert yrði ráðið.
Það liggur mikil vinna á bak
við móttöku erlendra miðla, bæði
hvað snertir skipulag á fundum
og allt í sambandi við sjálfa mót-
tökuna. Hefur forseti Sálarrann-
sóknafélags íslands, Guðmund-
ur Einarsson, fórnað miklum
tíma og beinlinis fjármunum til
þess að gera móttökur hinna er-
lendu gesta sem veglegastar. Það
er ekki eingöngu, að fundir hafi
verið haldnir í húsakynnum S.
R.F.Í., eins og vera ber, heldur
hefur núverandi forseti S.R.F.Í.
lánað heilan fundarsal í húsa-
kynnum sinum daglega langt
fram á nótt og veitt af mikilli
rausn bæði hinum erlendu miðl-
um og innlendum gestum bein-
linis í sambandi við alla þessa
fundi. Þetta má vel koma í ljós
þegar verið er að koma með
rakalausar áréisir á Sálarrann-
sóknafélag íslands fyrir slæleg
vinnubrögð.
Bókasafni félagsins er haldið
opnu allan ársins hring núna.
Verið er að gera miklar breyt
ingar á húsnæði félagsins að
Garðastræti 8 til þess að hafa
betri aðstöðu fyrir væntanlegt
félagsstarf í framtíðinni.
Undirbúningur hefur verið haf
inn fyrir þó nokkru að
minnast hálfrar aldar afmælis fé
lagsins á sem veglegastan hátt.
Einnig er unnið að því að minn-
ast aldarafmælis eins merkasta
kennimanns, sem þessi þjóð hef-
ur alið, en það er Haraldur Ni-
elsson prófessor, sem var ötul-
asti brautryðjandi sálarrann-
sóknanna á íslandi ásamt hug-
sjóna- og baráttumanninum Ein-
ari H. Kvaran, rithöfundi.
Það eru einnig mörg önnur
störf, sem unnin eru í kyrrþey,
en eru engu að síður þýðingar-
mikil.
0 Öllum opið
Sálarrannsóknarfélag íslands er
opið öllum, sem vilja gerast fé-
lagar í því, og er það því al-
rangt hjá bréfritara, að það þurfi
að gera félagið „opnara", svo að
ungt fólk geti unnið þar að á-
hugamálum sínum. „Reykvíking
ur“ ætti að taka þátt í félags-
starfinu og bera þar fram til-
lögur sínar um úrbætur, því að
enginn er gallalaus í þessari ver
öld, og hjálpa til við að stofna
félög út um landið, fremur en
að birta ómaklegar árásir í blöð
um á jafn-gamalt og virðulegt
félag og Sálarrannsóknafélag ís-
lands er.
M.G.“
Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík.
TIL SÖLU
þriggja herbergja íbúð í VI. byggingarflokki. Þeir
félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar að íbúð-
inni, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins Stór-
holti 16 fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 16. októ-
ber n.k.
STJÓRNIN.
Til sölu er fokhelt
einbýlishús við Sæviðarsund
Húsið er um 175 ferm. með fullfrágengnu þakL
Lóð sléttuð. Bíliskúrsréttur. Skipti á annarri fast-
eign eða bíl koma til greina.
FASTEIGNAÞJÓNUSTAN
Austurstræti 17, 3. hæð
Símar 16870 og 24645,
kvöldsími: 30587.