Morgunblaðið - 09.10.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 196® 13 Æskulyðsheimilið að Ölver KRISTRÚN Ólafedóttiir ekkja Jótiis Ha 1 Igrímssonar kaiup- miarms „í Frón“ (Vesburgötu 35) á Akrane«i, hefir starfrækt dvalarheimili fyrir stúlkuböm á sumrum undanfarin 28 ár. — Hún hóf starfeemina árið 1940 í Skátaskálanum að Fossaitúni við Akrafjall, en síðar hafði hún j afnot af félagsheimili K.F.U.M. j í Vatnaskógi . — Áður hafði j Kristrún starfað hjá K.F.U.M. í Vatnaskógi, þar sem séra Friðrik Friðriksson rak sitt þýðingar- j mikla fræðslu og uppeldistarf. — Hún segir að það hafi einmitt verið hainn, sem vakti fyrst áhúg isnnar og hvatti hana til j að taka að sér kvenlegu hliðina á K.F.U.M. starfinu hér um slóðiir, með iíku fy-rirkomulagi Og verið hefur í Vatnaskógi, og það hefir hún raunar gert. Þess má einnig geta að drengir hafa einnig notið sumardvalar hjá hem Krisiiún keypti Ölver- skáiann af Sjálfetæðisfélögunuim á Akranesi árið 1953, og eru flestir sammála um að það hafi verið góð ráðstöfun. — I þau 15 ár sem liðin eru, hefir hún starf- að bar á hverju sumri og alið önn fyrir um 100 sitúlkum ár- lega, sem skipt hefir verið í fjóra dvalarflokka. — Hafa því fjöl- mörg bönn notið þessa góða and- rúmslofts, sem leikið hefir um þessa starfsemi. f fyrrasumar móluðu Rótary- félagar á Akranesi Ölversskál- ann að utan og gáfu málninguna í viðurkenningarskyni fyrir gott starf. — Við þessa viðleitni seg- izt Kristrún hafa öðlast nýjan þrótt til þess að auka við og endurbæta heimilið. Hún hófst 'líka handa í sum- ar, og nú er risið tveggja hæða hús við hlið þess eldra. Þetta er timburhús 8x10 m2. á steypt- um grunni, klætt með járni að neaðn en vatnsklæðningu á efri hæðinni. — f byggingunni verða 4 svefnskálar fyrir börnin á neðri hæð, en efri hæðin verður til afnota fyrir starfsfólk o.fl. — Stétt var steypt meðfram hús unum um 90 ferm og 120 m löng skólpleiðsla lögð í rotþró. — Raflögn er nú komin að Öl- ver, til mikilla þæginda við starfið. — Bygging hússins hófst þann 2. sept. s.l. og er það nú fokhelt og einangrun er hafin. Sex menn hafa unnið við það að jafn aði þessa 25 daga, og verður að telja afköst þeirra frábær. — Yfirsmiður er Stefán Guðlaugs- son, Stóragerði 24, í Reykjavík. Fréttaritari Mbl. á Akranesi skrapp nýlega upp að Ölvér til viðtals við Kristrúnu og yfir- smiðinn — Hún var afar ánægð með nýbygginguna og þann dugnað sem smiðirnir höfðu sýnt í verkinu, og ekki sízt með að v:ra búin að fá rafmagn inn í húsin. — Vongóð var hún einn ig um áframhaldið, innréttingar ofl. — Að gefnu tilefni tjáði hún okk ur að gæfan hefði leikið svo ljúft við sig á undanförnum fimmtán sumrum, að aðeins einu sinni hefði hún þurft að síma eftir lækni vegna hei'lsufars barnanna. Nýbyggingin að Ölver. Það hefir líka verið mikil I ar og eftirtektarvert, að nú hef gæfa fyrir Akurnesinga að hafa notið þessa ræktunarstarfs Krisit rúnar, og vissulega er það þakk SAMLEIKUR ir hún enn hafið framkvæmdir til bættrar aðstöðu fyrir börnin og stárfið. h.j.b. Kristrún með smiðunum á tröp um eldra hússins. Ekki hafa verið aðstæður til mikillar sérhæfingar í íslenzku tónlistarlífi hingað til. Menn hafa helzt orðið að geta spilað, sungið, dansað, leikið einir sér eða með öðrum, stjórnað flutn- ingi éða látið stjórnast, lært og kennt á víxl — og spjarað sig á þessu öllu saman! Samt hefur a.m.k. eitt atriði sérhæfingar skotið rótum og hald ið lífi í blóra við líkur um langt skeið, og það er „samleikur Árna og Björns,“ og þar er vitan lega átt við þá Björn Ólafsson og Árna Kristjánsson. Þessu at- riði fylgir reynslan um einlægt listrænt samstarf, sem er heilt og sjálfu sér fullkomið — um það eru líklega allir tónlistar- unnendur hér sammála, þótt þeim falli þessi samleikur á ýmsa vegu eftir eigin smekk og upp- lagi. Fyrir rúmum áratug var jafnvel klúbbur einn stofnaður m.a. um þetta „hugtak". Svo sem kunnugt er, héldu þeir Björn og Árni tónleika á i vegum Tónlistarfélagsins í Aust- urbæjarbíói sl. mánudags- og , þriðjudagskvöld. Á efnisskránni' var C-dúr Fantasía Schuberts, op. 159, G-dúr Sónata Brahms og „Kreutzer-sónata" Beethov- ens. í öllum þessum verkum var samleikurinn svo eftirminnilegur. Þegar hlutur hljóðfæranna var ' ójafn frá hendi höfundarins (t.d. j í Fantasíu Schuberts, þar sem stundum er svo mjög hallað á j fiðluna) var tillitssemi samleiks ins áberandi mótvægi. Hraðaval var yfirleitt asalaust, og sérhver hending komst vandlega til skila. Slík ró hefði vel getað „slitið í sundur“ þættina í höndum við- j vaninga, en hér var hún mark- viss og sannfærandi. Aðeins eitt skyggði á ánægju tónleikanna, og það var truflandi ókyrrð utan af götunni gegnum hálfopnar útidyr, eftir hléið. Þeg ar dynjandi lófatakið hófst að loknum leik „Kreutzer-sónöt- unnar" var svo rokið til og lokað, kannski af ótta við að umferðin úti truflaðist, eða hvað? Þorkell Sigurbjörnsson. Ný götunöfn Hjá byggingarnefnd hafa kom- ið fram tillögur að nýjum götu- heitum í Reykjavík. Byggingar- fulltrúi lagði til á fundi nefnd- arinnar, að nýjar götur við Sundahöfn fái eftirfarandi nöfn: Framhald Dalbrautar norðan Kleppsvegar heiti Sundagarðar, gata úr Sundagörðum, samhliða Kleppsvegi, heiti Vatnagarðar og gata suður úr Vatnagörðum heiti Klettagarðar. Þá hafa komið fram tillögur að nýjum götunöfnum í Breið- holti III, þar sem vestursvæðið hefur endinguna — berg, norður- svæðið endinguna — hólar og vestursvæðið endinguna — kamb Þessi félög hafa valið fulltrúa á Alþýðusambandsþing, auk þeirra sem áður eru talin: Félag kjötiðnaðarmanna: Geir M. Jónsson, Félag sýningar- manna í kvikmyndahúsum: Ósk- ar Steindórsson. Áætlunarflugvélin er ðruggari en 30.000 hafa farizt í flugslysum í USA frá 1927, en 1,4 milljónir í bílslysum SÍÐASTL. sunnudag voru 60 ár liðin frá því að ungur liðsforingi í bandaríska hem- um settist í sæti tilrauna- flugvélar af tvíþekjugerð við Fort Myer í Virginia. Flug- vélin hóf sig á loft og við stjórnvölinn sat Orville Wright. Fjórum mínútum síðar, er Wright haliaði vél- inni í beygju, brast ein skrúf- an og vélin, gerð af striga, tré og vír, steyptist til jarð- ar úr um 25 metra hæð. Wright slasaðist mikið en komst lífs af. Liðsforinginn, Thomas E. Selfridge, lézt þremur tímum eftir slysið. Sagnfræðingar telja þetta fyrsta banaslysið ‘ af völdum flugs í vélknúinni flugvél, sem þyngri er en andrúms- lofti'ð. Hins vegar er svo að sjá, að það hafi farið fram hjá sagnfræðingum að halda ná- kvæma skrá yfir þá, sem síð- an hafa farizt í flugslysum. Bandaríska stórblaðið New York Times sneri sér þann- ig nýlega til þeirra aðila, sem helzt eiga í fórum sínum upp lýsingar um flugmál í gegn- um árin, þar á meðal banda- risku flugmálastjórnarinnar, Flutningaöryggisráðsins, Smithsonian Institution og Öryggismálanefndar Banda- ríkjanna. í ljós kom að elztu fáanlegu skýrslur um þetta eru hjá flugmálastjórninni, en ná aðeins aftur ti'l ársins 1927. Engar skýrslur eru til um flugslys og mannadauða af völdum þeirra fyrir tíma- liilið 1908—1927. 30,000 Á 41 ÁRl Skýrslur bandarísku flug- málastjórnarinnar sýna, áð frá 1927 til og með 1967 biðu 3,884 menn bana í slysum, sem urðu á flugvélum flug- félaga á áætlunarleiðum. Á þessu 41 árs tímabili biðu hins vegar 25.665 manns bana í öðrum flugslysum, t.d. í flugvélum ' fyrirtækja eða öðrum einkaflugvélum. Ör- yggismálanefndin upplýsir, að 642 menn hafi farizt í flug- vélum bandarískra flugvéla á alþjóðaflugleiðum frá 1933. Þannig hafa um 30,000 manns farizt í flugslysum (tölurnar ná ekki til herflug- véla) í Bandaríkjunum frá því herrans ári er Charles Lindberghg fór hið sögufræga einflug sitt frá New York tii Parísar. Heildartala látinna í flug- slysum á þessu tímabili er verulega miklu lægri en heildartala þeirra, sem á sama tíma létu líf sitt í bíl- slysum í Bandaríkjunum, en þeír voru hvorki meira né minna en 1,470,992 talsins. Skýrslur um slys af völd- um mannflutninga, sem Ör- yggismálanefndin hefur gefið út, sýna að áætlunarflugvél- ar á innanlandsleiðum vestra eru öruggari en bílar og leigubílar, og er hér miða'ð við dauðsföll á hverja 100 milljónir farþegamilna. Hjá flugfélögunum var hlutfallið 0,29, en í fólksbílum og leigu bílum 2,4. Fyrir fólksbíla á hraðbrautum var hlutfallið 1,1. 1967 ÖRUGGASTA ÁRIÐ Samkvæmt því, sem Al- þjóða flugmálastofnunin, IC AO, segir var árið 1967 hið öruggasta í sögu reglubund- ins farþegaflugs. ICAO segir, að 674 farþegar hafi beðið bana i 29 flugslysum á sl. ári í 116 löndum. Tölur þessar ná ekki til Sovétríkjanna eða Rauða-Kína. Dauðsföll á hverjar 100 millj. farþega- mílur voru 0,39 sl. ár en voru 0,65 1966 og 0,56 1955, sem þá var metár í þessu tilliti. ICAO segir, a'ð þróun sú, að slysum fækki, sem hefur átt sér stað jafnt og þétt, en um tíma staðnaði, sé sú, að flugslysum fækki nú um 15% á ári og líkindi séu á því að sú þróun haldi áfram, þótt hún e.t.v. verði ekki jafn ör. Sumir flugmálasérfræðing- ar segja, að þrátt fyrir að flugslysum fækki á næsta áratug, séu líkindi á því, að tala þeirra manna, sem bíða bana, muni aukast sökum þess að flugvélar framtíðar- innar muni flytja miklu fleiri farþega, en nú er. Þannig má vitna til um- mæla eins forstöðumanna ICAO, A. M. Lester, en hann sagði fyrir tveimur árum, a'ð fjöldi þeirra, sem bana bíða í flugslysum mundi aukast hægt og bítandi í 1,000 manns á ári á fyrstu árum næsta áratugs og nálgast 1,500 á ár- inu 1980 nema því aðeins að fundnar verði upp öryggis- ráðstafanir „sem taka fram þeim, sem við þekkjum í dag.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.