Morgunblaðið - 09.10.1968, Side 14

Morgunblaðið - 09.10.1968, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1968 Magnús Kristjánsson — Minning 1 haustblænum falla laufin af trjánum og fyrsti vetrarsnjórinn hylur jörðina, sem býr sig undir svefninn, eins og allt sem lifir. — Mannsævin er tímanum háð, — og við eignumst viturt hjarta me'ð því að þekkja þá takmörk- un, sem okkur er ásköpuð. — Lífið sofnar og ljómi þess er líkt og litskrúðs hins hverfandi sum- ardags. Á það minna þessir dag- ar, þegar við erum að kveðja góðan vin, sem Guð hefir kallað til sín. Magnús Helgi Kristjánsson fæddist á ísafirði 12. júní 1916. Hann var sonur hjónanna Kristjáns Hannesar Magnússonar úr Króksbæ og Rannveigar Salóme Sveinbjömsdóttur, og var af Amardalsætt. Foreldrar hans eru báðir dánir og hvíla í kirkjugarðinum á ísa- firði. Kristján andaðist 1961, en Salóme dó í vor rétt á bak pásk- um. — Þau eignuðust sjö böm og var Magnús þeirra elztur. Ár fð 1945 dó Ester systir hans — og eru systkinin fimm búsett á Isa- firði, Bolungarvík og í Reykja- vík. Magnús sýndi það snemma, að hann var vaskur og góður dreng- ur. Við skólafélagar hans úr bamaskóla, gagnfræðaskóla á Isafirði munum vaskleik hans og íþróttaáhuiga, enda átti hann eftir að verða landskunnur á því sviði. ísafjörður var á þeim ámm vagga skíðaíþróttarinnar. Þangað komu erlendir þjálfarar og þar bjuggu hvatamenn útilífs á snævi þökktum fjöllum Vestfjarða. Magnús var í skátafélaginu „Einherjar“ og á vegum þess var oft farið á skíði, en foringi okkar þá Gunnar Andrew var lífi'ð og sálin í íþróttimum og undir hand arjaðri hans raddi Magnús sér braut sem mikill skíðamaður. Á Túle-mótinu 1937 í Reykjavík var Magnús annar í röðinni í 17 km skíðagöngu, en árið 1938, '39 og ’40 var hann íslandsmeistari í sömu grein. Ég sá Magnús oft, þegar hann kom að endamark- t Maðurinn minn, Helgi Helgason Brekkustíg 1, anda'ðist 7. október. Guðrún Guðmundsdóttir. t Innílegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför konu minnar og móður okkar, Klöru Jóhannsdóttur. Jakob Gunnlaugsson, börn og aðrir aðstandendur. inu með sigurljómann í kring um sig. Hann reyndi á kraftana til hins ýtrasta og dró hvergi af sér, — hann var bæði stæltur og sterkur og var vel að sigrinum kominn. Magnús gekk í Samvinnuskól- ann og fór eftir 1940 frá ísafirði. Um tíma vann hann hjá Kaup- félagi Ámesinga við skrifstofu- störf, — og nú seinast hjá Véla- verkstæðinu Dynjandi. Hann var kvæntur Bergþóru Þorbergsdótt- ur, Guðmundssonar bónda í Við- ey og höfðu þau eignast níu börn. Yngsta barn þeirra er ný- fætt. Er þa'ð drengur, Helgi Þór, og var hann skírður við kistu- lagninguna, elzta bamið Svava er nú 23 ára og gift á Sikiley við Miðjarðarhaf. Hér er sorgin mikil, að þurfa að kveðja Magnús á miðri ævi. Hann hafði ekki gengið heill til skógar hin síðari ár og kenndi hjartabilunar. Aðfaranótt 1. okt. veiktist hann snögglega og kom þá kallið til hans, — á heimili hans Þinghólsbraut 20, Kópavogi. Það eru þung spor fyrir hi'ð unga heimili hans, eiginkonu og böm, — að þurfa að kveðja hann. Með línum þessum vil ég votta ástvinum hans innilega samúð í sorginni og bið Guð að gefa þeim huggun og styrk. Það geri ég í nafni vina og félaga Magnús ar frá liðnum árum. Við urðum hljóð við fregnina um fráfall hans og biðjum nú Drottin Guð, föður miskunn- semdanna að hugga og blessa heimili Magnúsar og systkini hans. „Aldrei er svo svart yfir sorginni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ — Guð gefi ykkur Ijós trúarinnar, sem boðar líf eftir dauðann, hjálp Guðs. Hugsið um, að hjá dauðanum verður ekki komizt. Magnús er farinn á undan ykkur brautina, ■t Maðurinn minn og faðir okkar, Wilhelm Vedder Emilsson úrsmiður, Ránargötu 32, verður jarðsettur frá Fossvogs kapellu fimmtudaginn 10. október kl. 10.30. Steinunn Kristinsdóttir, Anna Wilhelmsdóttir, Emil Wilhelmsson. t Eiginkona mín og móðir, Else Pálsson Asgarði 24, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 9. október kl. 1.30. Árni Pálsson, Kristín Árnadóttir. t Konan mín, Björg Stefánsdóttir Skólavörðustíg 29a, verður jar’ðsun.gin frá Foss- vogskirkju fimmtudagiiin 10. okt. kl. 3 e.h. Árni S. Bjarnason. sem við öll verðum að ganga. Óttist ekki. Guð er með honum í dauðanum og hann vakir yfir ykkur ófarna ævibraut. Minningin um Magnús verður okkur vinum han», ætfð hug- stæð. Hann var fullhugi, tilfinn- inganæmur drengskaparmaður, og hjartahlýr. í haustfölvanum eram við minnt á hverfleik lífsins, en yftr lifinu vakir Guð ofar hverfleik- ans straumi, þangað sem förinni er heitið. — Treystum honum. Pétur Sigurgeirsson. HERNÁMSÁRIN „1940-1945 ' 67/68 HVAÐAN ER MYNDIN? KVIKMYND REYNIS ODDSSONAR Hér birtist þriðja myndin í getrauninni, sem hófst í Morgun- , blaðinu á sunnudag. Lesendur eiga að þekkja hvaðan myndin " sé. Myndin er eins og allar fjórar myndir samkeppninnar úr kvikmynd Reynis Oddssonar um hernámsárin. 1. verðlaun eru ; frímiðar á frumsýningu kvikmyndarinnar í Reykjavík og Pola- roid-myndavél. 2. verðlaun eru frímiðar og Kodak Instamatic- myndavél. Báðar vélarnar eru frá Hans Pedersen. — Svör eiga ’ að berast Mbl. fyrir mánudaginn 14. október nk. merkt „Get- raun/Hernámsárin. J -XTZ--^ ^ HEFILBEKKIR lengd 200 cm era nýkomnir. Einnig segulverkfærahaldar- ar, 2 stærðir, sporjárnasett og karlmannaklossar. LÁRUS jónsson Laugarnesvegi 59 - Sími 37189 WITTENBORG búðarvogir 2ja og 15 kg. fiskvogir 15 kg. ÓLAFUR CÍSLASON &CO HF íngólfsstræti la — Sími 18370 PILTAR. EF ÞlÐ EIGIP UNNÚSTUNA /f/ ÞÁ Á ÉC HRINMNfl //// / f| fákrfán ZlsmvMsso/)\ Húsgögn klæðningor Þar sem salan er mest eru blómin bezt. Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22822 og 19775. Verzlið í stærstu blómaverzluninni. Gróðurhúsinu Svefnbekkir, sófar og sófasett Klæðum og gerum við bólstr- uð húsgögn. Bólstrun Samúels Valbergs. Efstasundi 21. - Sími 33613. GÍJSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmí ður Laufásvegi 8 - Sími 11171 Ítalskar angórapeysur GLUGGINN, Laugavegi 49. Skrifstofustúlka óskust nú þegar eða 1. nóvember til skrifstofu- og einka- ritarastarfa. Sjálfstætt *g ábyrgðarmikið starf. Eiginhandarumsóknir sendist afgr. Mbl. merktar: „Teiknistofa — 2068“. GROÐURHUSIÐ við Sigtún, sími 36770.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.