Morgunblaðið - 09.10.1968, Side 16

Morgunblaðið - 09.10.1968, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1968 - SVAR TRYGGVA Framhald af bls. 11 verð skipa hf. Júpiters og Marz hins vegar er borið saman, að meðalkostnaðarverð skipanna er næstum því alveg hið sama. Þ.A. getur því ekki grætt neitt á vaxtareikningi sínum í þessu til felli. Sá varasjóður, sem Þorstein Arnalds reynir að mikla í aug- um lesenda að T. Óf. hafi átt í stríðsl'ok nægði ekki fyrir nema fyrstu útborgun í eitt skip. A'ilt annað hefur verið aflafé og láns fé, alveg eins og hjá BÚR. Sama er að segja um saltfiskverkunar hús, þurrkhús, frystihús, ísfram- leiðslu allar vélar og tæki tii frystihúss og hvers konar fisk- vinnslu. Allt hefur þetta verið byggt upp eftir 1950 eins og hjá BÚR og allt fyrir alfafé og láns fé. Það hefur aldrei vafizt fyrir stjórn hf. Júpiters og hf. Marz, að félögin urðu að borga vexti af lánum. Ef félögin tapa, breyt- ir það ekki neinu fyrir þau, hvart tap stafar meðfram af vöxt um af lánsfé. Vextir eru óhjá- kvæmilegur hlutur rekstrarkostn aðar alveg eins og afskrift. Dýrasti togari BÚR kostaði innan við 16 milljónir. Dýrasti togari hf. Júpiters kostaði yfir 20 milljónir, keyptur fyrir láns- fé með fullum vöxtum. Þorsteinn kvartar undan því, að BÚR hafi engan heimamund haft nema borgarsjóðinn. Enga auðuppsprettu auðugri gat BÚR fengið. Það getur Þorsteinn Arn alds bö'lvað sér upp á. Enginn sjóður gat reynzt BÚR betri mjólkurkýr. Öðrum löndum er ek til að dreifa. Ekkert land hefur orðið svo vitlaust að reka bæjar útgerð nema íslendingar. 1,3 tog araverðs var sú upphæð, sem þurfti til þess að festa kaup á nýsköpunartogara, eða ca. 1200 þúsund krónur. Glóra sést hjá Þorsteini Arn- alds, þegar um er að ræða 5,6 milljóna skakkafall á hvern tog- ara vegna mismunar á móti bát- um, en heyr á endemi, þegar hann minnist á A'lliance og Kveld úlf. Því að það var bæjarút- gerðarfarganið, sem drap annað og hálfdrap hitt félagið og meira til. Um það efni segir Auðunn Auðunsson: „hagur togaranna versnaði, þegar bæjarútgerðirn- ar komu til skjalanna. Þá tóku stjórnmálaviðhorf að hafa áhrif á reksturinn og það hvað tog- uirunum var skammtað*. Þetta segir hinn frægi aflamað ur og útgerðarmaður Auðunn Auðunsson í Mbl. 7. 4. 1985. Þorsteinn ber sig aumlega út af aðstöðumun vegna nýrra, dýr ari togara. Hann tók skipin á dagsverði eins og aðrir menn. Það undir hverjum og einum komið, hvort hann er maður til að reka skip. Þorsteinn Arnalds ber það í munni sér, að vélstjórarnir á Hallveigu og Jóni Þorlákssyni hafi ekki verið starfi sínu vaxn- ir. Ósannindi eru það. Báðir voru það ágætismenn og situr sízt á Þorsteini Arnalds að kasta steini að þeim. Ósannindi eru það hjá Þor- steini Arnalds, að BÚR hafi gert fyrstu reynálu með diseltogara hérlendis. Það gerði merkismað urinn Sveinbjörn Einarsson á b.v. fslendingi. f órum sínum um diseltogara lætur Þorsteinn Arn alds fyígja töflu um viðgerðar- kostnað á b.v. Hallveigu Fróða- dóttur, Jóni Þorlákssyni og Þor- keli mána. En Þorsteinn, á ekki BÚR einn diseltogara í viðbót Af hverju fylgir hann ekki töfl- unni? Er eitthvað í sambandi við hann, sem gerir það að verk- um, að ekki þykir rétt viðeigandi að draga fram í dagsljósið? Voru það vélstjórarnir af Hallveigu og Jóni Þorlákssyni, sem völdu vélina í hann? STARFSMENN TOGARAAF- GREIÐSLUNNAR Starfsmenn þessa fyrirtækis eru margir gamlir togaramenn. Um þá sagði ég í Morgunblað- inu 21. 6. 1967: „Enginn síldveiðibátur er vel menntur, ef góðir togaraneta- menn eru ekkr meðal skipshafnar. Ekkert hafnarafgreiðslufyrirtæki í landi er vel sett án reyndra togaramanna. Ekkert frystihús getur án góðra togaramanna ver ið.“ Þessi ummæli endurprentaði Sjómannablaðið Víkingur. Bull Þorsteins um, að ég hallmæti löndunarmönnunum er hans eigin heilaspuni. Hitt er sannleikur, að 20—30 menn, þótt þeir séu eins og ég sagði í Morgunblað- inu, geta ekki afkastað vinnu 100 manna eins og þeir þyrftu að vera, þegar fleiri en einn togari er til losunar. Það vantar 60 Þorsteina á togarabryggjuna, en þeir fá sitt eftir öðrum leið- um — af sama alfa þó — án áhættu. Mér þykir leitt að þurfa að segja það um Þorstein Arnalds, að hann lofi ódýrt, en íiggi í léttu rúmi, hvort Togaraafgreiðslu menn fá kaupið sitt, sem komið hefur fyrir, að þurft hefur að sækja á skrifstofu hf. Júpiters og Marz þegar peninga vantaði í umslögin og vitanlega þótti mér vænt um að geta hlaupið undir bagga með Bæjarútgerð- inni, þó að ég yrði að fá það að láni! Þegar Þorsteinn Arnalds gleymdi því, að uppskipunar- mennirnir þurftu líka mat! Skuld ir BÚR við Togaraafgreiðsluna hafa verið þessar á ýmsum tím- um: 1100—1200 þúsundir, mest mannakaup. Dæmið um Egil Skallagríms- son er sláandi. Kisuþvottur Þor- steins Arnalds dugar ekki. Sú bölvun sem BÚR hefur gert öðr- um skipum á þennan hátt og margt fleira, orsakar réttmæta skaðabótakröfu á Borgarsjóðinn vegna BÚR. Klókindi eru þó í þessu hjá Þorsteini Arnalds. Það hækkar viðskiptareikning hans sem hann svo bendir á til fram- dráttar sínum málstað. Þorsteinn Arnalds talar um sölu Úranusar í Bretlandi. Þannig stóð á, að sá sem út- hlutaði levfum fyrir FÍB var orð inn lítt viðmæ>anlegur eftir lang varandi tímabundna vanheilsu. B.v Júpiter var með góðan fisk fyrir Bretlandsmarkað, en leyfi fékkst ekki til stórskaða fyrir fdand. Sá markaður nýttist aldrei. Það hefur gripið Þorstein Arn alds óvenjuslæmt hysterikast út af löndun Júpiters í Cuxhaven 16. nóvember 1965, og er það kannski þeim að kenna, sem hef ur lagt þessa tuggu í munn Þor- steins. Bann leyfisveitinganefnd ar var óvitaskapur og fannsit okkur félögum að skyldu bæri til að koma í veg fyrir slíkt. Með því að áskorun kom frá Cuxhaven um að fá síldina og sömuleiðis fiskinn. Það er kúnst sem Þorsteinn Arnalds gefur lít ið fyrir, enda þekking lítil. Það er lygi Þorsteins Arnalds, að yfirlýsing félaganna hafi ekki verið afturkölluð. Það var gert með ábyrgðabréfi til ráðherra 9. marz 1968. Það ætti Þarsteinn Arnalds að vita og veit, því að kærleikssamband er á milli hans og FÍB og FÍB vissi alveg áreið- anlega um afturköl'lunina. Af hverju gengur þú vitandi vits fram hjá staðreyndum eða snýrð þeim við Þorsteinn Arnalds? Þótt Júpiter og Marz yrðu að gefa yfirlýsingu um að gera ekki skynsamlega hlut, þá gat slík yfirlýsing ekki gilt til langframa. Síðasta löndun. Neptunus. Það góða skip er frægasta skip fs- íenzku þjóðarinnar og setti heims met 1948 og hélt því í 13 ár. Þá tók við Fýlkir og svo Marz. Hann heldur því enn. Neptunus hefur í sumar siglt á erlendan markað að einum túr undanitekn um. Hann fór fyrstur á veiðar. Hann kom fyrstur á markað og seldi bezt. Út af honum var eng- in rekistefna í Þýzkalandi, enda fékk hann löndunarleyfi hjá rétt um yfirvöldum. Hin 4 skipin, sem lönduðu þá viku vegna ofsa ufsaveiði reyndu að útiloka Nept unus en það tókst ekki SAMSKIPTI VID AÐRA TOGARAEIGENDUR. Mikið lof ber Þorsteinn Arn- alds á mig í þessum kafla. Tog- araeigendur hafa nefnliega verið kúskaðir eins og kvikindi í flest um samningum. Tií þess hefur öll um brögðum verið beitt. f þeim hafa bæjarútgerðirnar verið vog arlóðið — sem náttúrlega áttu aldrei að hafa atkvæðisrétt, þar sem þær voru niðursetningar bæjanna og gjaldfrjálsar. f því sambandi vil ég benda á, að enginn togaraeigandi væri á móti því, að lögð væru á hann að- stöðugjöld, og þess háttar, ef hann þyrfti a'ldrei að borga eins og BÚR. Sbr. ennfremur um- mæli borgarstjórans um 5—6 milljóna króna skuld BÚR, sem ekki hefðu verið krafðar í Mbl. 27. 1. ‘66. Borgarstjóri sagði að samningsbundnar gjaldfallnar skuldir BÚR næmu 20 milljónum króna, en af þeirri upphæð væri helmingur lán, sem ekki hefði verið gengið eftir. Morgunblað- ið 2. 12. 1966. Svona lagað hefði komið sér vel fyrir þau togara- félög, sem eru nú búin að vera. Reyndar fyrir fleiri og fleiri og fleiri. Þorsteinn Arnalds segir, að FÍB hafi haldið mjög vel á öll- um hagsmunamálum togaraeig- enda. Þetta er að villa mönnum sýn. Það er háttur sumra að gera öðrum bö'lvun og gera svo grín að þeim, sem þeir hafa hlunnfar ið og jafnvel hæðst um á eftir. Sannleikurinn er sá að togar- arnir hafa verið jetnir upp úr skinni eins og ég sagði í grein minni í Mbl. 21. júní 1967. Því hefur enginn í móti mælt, enda ekki hægt. Þorsteinn Arnalds minnist & endurgreiðslu ríkisstjórnarinnar á broti af rangskráðum gjald- eyri og kaílar það. styrk. Svo samdauna er hann orðinn niður- setningarkjörum af útsvörum bæjarbúa til sinnar bæjarútgerð ar. Þessi endurgreiðála ríkis- stjórnarinnar er tilraun til þess að ekki fleiri togarar stöðvisit af þessum 20, sem í gangi eru. Þegar Magnús Jónsson varð fjár málaráðherra spurði ég hann, hvort þessi greiðsla héldi áfram. Hann gaf skírt og gott svar, eins og hans var von og vísa, að svo mundi verða á meðan togararn- ir yrðu gerðir út. Það væri sín skoðun. Þegar b.v Marz var að stöðvast vegna fjárhagsvandræða í ársbyrjun 1967 eftir 19 ára stanzlaust úthald, enda eitt af mestu happaskipum þjóðarinnar um fjölda ára, þá sagði ég þeg- ar kom fram á vertíð og kosn- ingar framundan við formann fjárveitingarnefndar. Jón Árna- son hvort endurgreiðsla frá stjðrninni færi ekki a'ð koma, svo að við kæmum Marz út. Hann spurði ráðherra um málið og fékk svar sem dugði. Þessir menn réðu en ekki FÍB, en vitaskuM hefur FÍB kennt þurftar félagsmanna. Þá er vitað, að sjávarútvegsmála ráðherra er mjög hlynntur tog- araútgerð þeirra og hefur ekki látið hafa sig til óhæfuverka. „TRUFLUN“ Á ENSKA M ARK- AÐNUM, SAMNINGAR VID ÞJÓÐVERJA íslenzkt stjórnarfar hefur um áratugi byggzt á þessu lögmáli: „Ef þú á kjördegi setur kross fyrir framan elsku nafnið mitt, þá ertu heilög kýr“ — eins og Þorsteinn Arnalds gerir kröfu til að vera — „en ef þú reynir að vera maður á eigin spítur, þá ertu kvikindi og átt ekki til- verurétt". Sbr. minningargrein um Magnús Magnússon frá ísa- firði, skrifaði af hinum mikla ritsnillingi Sigurði Kristjánssyni í Mbl. Fyrir nokkrum árum, þegar Faxaflóasíldn var í algleymingi voru mikil vandræði að koma síldinni á markað í Þýzkalandi vegna skorts á flutningaskipum. Togararnir komu sér þá vel eins og svo oft áður og gerðu sitt bezta. Hf. Marz keypti þá b.v Keili, sem var til sölu í Hafnarfirði, — nú Síríus — með þeim ásetningi að bæta úr mjög brýnni þörf bátanna, sem lágu oft með ful'lfermi af síld og neyddust til að leggja í bræðslu. Því að skip voru ekki til flutnings nema að takmörk- uðu leyti. Tveir réðu þá útflutn ingsleyfum, þeir Ingimar Einars- son hjá FÍB og svo annar álíka. Jón Héðinsson. Er skemmst frá að segja, að við fengum aídrei útflutningSleyfi. B.v Síríus hefur legið í Reykjavíkurhöfn siðan að undantekinni einni netavertíð sem orsakaði niðurbrot á vél. Þar grotnaði hann niður sem minnisvarði lagsmannanna. Umboðsmaður okkar í Þýzka- landi áleit, að við mundum geta fengið nýja vél í skipið gegn síldargreiðslu. Á hinn bóginn vor leyfisveitingar í höndum staðl- ara og það reið baggamuninn. Þegar hér var komið sögu höfðu við félagar ákveðið að láta ekki stöðva rekstur okkar 4 togara, meðan nokkur kostur væri. En fjárhagsgetu ráðum við ekki. frek ar en aðrir, sem ekki hafa bæjar útgerðarhhmnindi. LOKAORÐ Ég hefi haft náin kynni af brezka markaðinum í há'lfa öld og hef fylgzt með þýzka markað- inum í áratugi. Ég ætti ekki að þurfa að standa í því að leið- rétta sofandi sauði í markaðs- málum, fávísa blýantanagara. Þorsteini Arnalds stæði nær að líta til rekstrar BÚR, þar sem skuldir umfram eignir eru talid- ar yfir 158 milljónir króna og árviss rekatrarhalíi um 30 millj- ónir, heldur en skrifa 4 metra grein í Morgunblaðið um mig. Geymsluhúsnæði 100—200 ferm., óupphitað óskast til leigu. Upplýsingar í síma 24105 og 52684. Bridgefélng kvennn Tvímenningskeppni hefst mánudaginn 14. október í Domus Medica. — Alilar konur velkomnar. Þátttaka tilkynnist fyrir sunnudagskvöld í síma 32073, 37098 og 14213. STJÓRNIN. Dngur Leifs Eiríkssonnr Árshátíð íslenzka-ameríska félagsins verður haldin að Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 11. október 1968 kl. 20.30. Borðapantanir í síma 20221 fimmtudag milli kl. 5—7, og föstudag eftir kl. 4 e.h. — Dökk föt eða smoking. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Nauðungaruppboð annað og síðasta á v.s. Garðari GK-61 fer fram við eða í skipinu í Grindavíkurhöfn, föstudaginn 11. októ- ber 1968, kl. 4.00 e.h. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og fleiri kröfu- hafa, verða ýmsir lausafjármunir seldir á opinberu uppboði í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði, fimmtu- daginn 17. október kl. 17.00. Seld verða sjónvarpstæki, útvarpstæki, ísskápar, þvottavélar, bækur og húsgögn. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 7. október 1968. Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Borgarfossi við Árbæ (Árbæjar- bletti 4), þingl. eign Ingibjargar Sumarliðadóttiur fer fram á eigninni sjálfri, föstudaginn 11. október 1968, kl. 11 f.h. Borgarfógetacmbættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 26., 28. og 31. tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 á hluta í Lindargötu 41, hér í borg, talin eign Ásbjörns Þorgilssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimit- unnar í Reykjavik, á eigninini sjálfri, föstudaginn 11. okt. 1968 kl. 10.30 f.h. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.