Morgunblaðið - 01.11.1968, Síða 1
28 SIÐUR
Yfirlýsing Johnsons Bandaríkjaforseta r nótt:
Loftárúsum ú N-Vietnam hætt
Friðarráðstefna í París 6
og Saigonstjórnarinnar
JOHNSON forseti tilkynnti í ávarpi til bandarísku þjóð-
arinnar í nótt að öilum loftárásum á Norður-Vietnam yrði
hœtt frá og með kl. 13 í dag að íslenzkum tíma. Forsetinn
kvaðst hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við helztu sér-
fræðinga sína í hermálum og ríkisstjórnir allra þeirra landa,
sem berjast við hlið Bandaríkjamanna í Vietnam í þeirri
trú að þessi ráðstöfun gæti stuðlað að friðsamlegri lausn
Vietnamdeilunnar.
Hanoi-stjórninni hefur verið skýrt frá þessari ákvörðun
og samningaviðræður munu hefjast á þessum grundvelli í
París 6. nóvember með þátttöku ríkisstjórnar Suður-Viet-
nam. Viet Cong verður einnig boðið að taka þátt í þessum
viðræðum, en þar með komast tilraunirnar til að binda enda
á styrjöldina á nýjan grundvöll.
. nóvember
Johnson forseti
Forsetinn sagði í ræðu
sinni, að þess væri að vænta
að skjótar, árangursríkar og
alvarlegar samningaviðræður
gætu hafizt í andrúmslofti,
sem hlyti að stuðla að því að
áfram miðaði í samkomulags-
átt. Johnson sagði, að þegar
hefði nokkur framför átt sér
stað og ýmislegt benti til þess
að Hanoi-stjórnin væri reiðu-
búin til viðræðna um áþreif-
anleg atriði.
En forsetinn sagði að enn væri
þörf róiegrar festu og þolin-
mæði, og hugrekkis, staðfestu og
þrautseigju heima fyrir til jafns
við það sem hermenn Banda-
ríkjamanna sýndu í Vietnam.
Forsetinn flutti ávarp sitt frá
Hvíta húsinu. Skömmu áður
hélt hann eins og hálfs klukku-
tíma fund með helztu ráðunaut-
um sínum í öryggismálum, varn
armálum og utanríkismálum.
Áður en hann hélt ræðu sína
skýrði hann frambjóðendunum í
forsetakosningunum, Hubert
Humphrey varaforseta, Riehard
Nixon og George Wallace frá
ákvörðun sinni. Einnig skýrði
hann þingleiðtogum beggja
flokka frá ákvörðuninni i sima.
Ezra Pound. T. S. Eliot.
ri’iimhnnrlritift o? i Thn U/ooto
rrumnanoniio ai i „1116 wasie
Land“ eftir Elliol t komið fram
með þátttöku Viet Cong
Forsetinn hyggst skýra sigur-
vegaranum í forsetakosningunum
sem fram fara á þriðjudaginn
nákvæmlega frá atburðum þeim
sem leiddu til ákvarðanarinnar,
strax eftir kosningarnar, ef til
vill á búgarði sínum í Texas.
Flestir stjómmálafréttaritarar
hafa spáð algerri stöðvun loft-
árása og auknum friðarvonum í
kjölfarið. Þeir telja, að ákvörð-
unin muni óefað bæta vígstöðu
Hubert Humphreys í forsetakosn
ingunum, en þar sem hann stend
ur enn verr að vígi en Nixon er
spumingin sú hvort hún nægi til
að tryggja honum sigur.
VARAR VI® HÆTTU.
f ræðu sinni sagði Johnson að
öllum sprengjuárásum á Norð-
ur-Vietnam, loftárásum, stór- j
skotaárásum og árásum herskipa
yrði hætt. Hann tók fram að
nokkur áhætta væri samfara á-
kvörðuninni og sagði að ef Norð-
ur-Vietnamar brytu í bága við
skilmála Bandaríkjamanna yrði
gripið til gagnráðstafana, t.d. ef
vopnlausa svæðið yrði misnot-
að, ef ráðizt yrði á borgir eða
fylkishöfuðborgir eða ef Norður-
Vietnamar neituðu að hefja fljótt
alvarlegar viðræður. Það skilyrði
var einnig sett að Suður-Viet-
namstjórn ætti aðild að viðræð-
unum. Ekki er ljóst hvernig þátt
töku Viet Cong verður háttað.
G/eð/ og léttir
BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins
Ingvi Hrafn Jónsson, símaði í
nótt frá Madison I Wisconsin:
Þegar Johnson forseti flutti sína
mikilvægu sjónvarpsræðu í nótt ,
hafði maður á tilfinningunni, að !
hann væri að flytja þjóð sinni
mikilvægustu ákvörðunina i
stjórnartíð sinni. Hann virtist
mjög einlægur, og þó fannst okk-
ur allan tímann, að hann væri
að ávarpa þjóð sina í síðasta sinn.
í ræðu sinni lagði forsetinn á-
herzlu á það, að hann hefði í allt
sumar eytt verulegum tíma emb-
ættisstarfa sinna í að berjast fyrir
árangri samningaviðræðna í Viet
nam-málinu. En hann varaði samt
fólk við of mikilli bjartsýni, því
að enn væru ýmsir farartálmar
framundan.
Strax í gær voru rniklar vanga
veltur hér um boðskap forsetans
því að fréttastofur höfðu áður
birt fregnir um fyrirhugaða sjón
varpsræðu Johnsons og að hann
mundi e.t.v. skýra frá stöðvun
loftárása á N-Vietnam. Þá strax
kenndi Iéttis og gleði meðal hinna
almennu borgara, því að Viet—
nam-stríðið hefur verið sá mar-
traðarbaggi, sem þyngst hefur
hvílt á bandarisku þjóðinni.
Og nú talar fólkið um að þetta
hafi verið kraftaverkið sem
Humphrey var að bíða eftir, og
hann hafði talað um að kæmi
5. nóvember. En hvað um það
— trúlegt þykir mér að nú hugsi
Bandaríkjamenn hlýlega til frá-
farandi forseta, sem svo mikill
styrr hefur annars staðið um.
Blaðtunenn í
Prng bera
fram kröfur
Prag, 31. október. NTB.
Blaðamannasamband Tékkó
) slóvakíu krafðist í dag betra
I sambands við yfirvöld og auk
ins aðgangs að upplýsingum
' um atburði um leið og þeir
| gerast. Blaðamenn hafa ákveð
, ið að skipa nefnd til að rann-
, saka • „hvíta bók“ sovézkra
Framhald á bls. 27
RISASKIP
Bantry Bay, írlandi, 29. okt.
(AP).
STÆRSTA skip heimsins, oliu-
flutningaskipið „Universe Ire-
land“ kom í dag til Bantry Bay
á írlandi með hráolíufarm frá
Kuwait. Skip þetta er 312.000
tonn, og smíðað í Japan fyrir
Gulf olíufélagið. Á skipinu er
52 manna áhöfn.
Njósnamálið í Bonn:
Var keypt ásamt fleiri handritum
skáldsins með leynd fyrir tíu árum af
The New York Public Library
Fréttaritari Ceteka
neitar sakargiftum
KOMIÐ er í ljós, að frum-
handriti T. S. EHots að ljóði
hans, „The Waste Land“, sem
hefur að geyma umfangsmikl
ar útgáfubreytingar af hálfu
Ezra Pounds, hefur verið
haldið leyndu í The New
York Public Library í tíu ár.
James W. Henderson, yfir-
maður rannsóknarstofnan-
anna bókasafnsins, skýrði frá
því fyrir nokkrum dögum, að
handritið, sem margir fræði-
menn héldu, að hefði verið
eyðilagt samkvæmt ósk Eli-
ots, hefði verið keypt ásamt
ýmsum öðrum upprunalegum
verkum eftir skáldið fyrir
18.000 dollara.
Það var frú Thomas F.
Conroy, frænka Johns nokk-
urs Quinns, sem er látinn, en
var lögfræðingur í New York,
er komst yfir þessi verk, en
á meðal þeirra eru að minnsta
kosti 36 kvæði, sem ekki hafa
verið gefin út áður.
A laugardaginn var gaf frú
Conroy ofangreindu bóka-
safni persónulegt bréfasafn
frænda síns, en hann hafði
skrifazt á við marga fræga
rithöfunda og listamenn, þar
á meðal Eliot og Pound.
Frú Conroy vildi, að ofan-
greint bókasafn fengi bréfa-
safnið, en fór fram á það, að
það yrði fyrst notað í sam-
bandi við að semja ævisögu
Quinns, frænda hennar. —
Leyfði hún aðeins, að safnið
yrði notað af B. L. Reid, próf
essor við Mount College í
Massachusetts, unz hann
hefði lokið bók sinni „The
Man From New York — John
Quinn and His Friends", en
sú bók kemur út hjá Oxford
University Press 7. nóvember.
SKÝRIR LEYNDINA
Henderson skýrði frá þvi,
að bókasafnið hefði ekki til-
kynnt um kaupin á handrit-
um Eliots 1958, sökum þess,
að það hefði orðið til þess,
að fræðimenn hefðu þá farið
að forvitnast um annað, sem
bókmenntalegt gildi hefði og
Quinn hefði safnað.
„Við vissum, að safn Quinns
barst safninu í hendur með
ákveðnum skilyrðum“, sagði
Framhald á bls. 5
Bonn, 31. október. NTB.
Yfirheyrslum yfir aðalfrétta-
ritara tékkóslóvakísku frétta-
stofunnar Ceteka, dr. Otakar
Svercina, sem grunaður er um
njósnir, var haldið áfram í dag,
en hann heldur fast við það að
hann sé saklaus. Hann sagði
blaðamönnum að loknum yfir-
heyrslum í dag, að vestur-þýzka
öryggislögreglan hefði sakað
hann um að hafa staðið í nánu
sambandi við stjórnmálamenn í
Bonn, en sagði að það gætu
ekki talizt njósnir heldur liður í
blaðamannsstarfi hans.
4 Grunur hefur fallið á Sver-
china vegna handtöku Josef Ad
amek, starfsmanns austurrísku
blaðaþjónustunnar, sem talið er
að Svercina hafi ráðið til njósna
starfa, þegar hann var fréttarit-
ari Ceteka í Vín. Rannsóknin í
máli Svercina er liður í umfangs
miklum aðgerðum vegna fjölda
njósnamála, sem komizt hefur
upp um í Vestur-Þýzkalandi að
undanförnu og leitt hafa til
margra sjálfsmorða. Njósna-
hneykslin náðu hámarki þegar
upp komst um þjófnað á Side-
winder-eldflaug, sem send var i
pakkapósti til Moskvu.
Framhald á bls. 27