Morgunblaðið - 01.11.1968, Síða 3
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968
3
Ingvar Ágústsson við kranann. Rétt hægra megin við manninn til vinstri á myndinni sviðn'
aði jörðin og sjá má loftlausa hjólbarða kranans.
Framhald á bls. 7
LU
Samtal v/ð
Helga Gestsson,
félaga hans
og rafmagns-
öryggiseftir-
litsmann
— Ég gæti trúað því að
tilfinningin væri eitthvað í
líkingu við að vera aflífaður
í rafmagnsstól. Ég hef einu
sinni séð slíkt atriði á kvik-
imynd ©g eflaust er það eitt-
hvað svipað — sagði Helgi
Gestsson er við heimsóttum
hann í Landsspítalann í gær,
en þar lá hann eftir raflost
sem hann fékk í fyrradag, er
bómuvír á krana slóst í há-
spennuvír.
— Þetta mun ekki hafa
staðið nema í nokkrar sek-
úndur. Hemlarnir frusu fastir
og kraninn rann að raflín-
unni. Ég gerði mér grein fyr-
ir þvi, sem var að gerast og
hljóp út, en þegar vírinn kom
aðeins í annan háspennu-
strenginn hélt ég mér væri
Helgi Gestsson á sjúkrahúsinu í gær. Hjá honum situr móðir hans, Elsa Guðmundsdóttir.
Ljósm. Ól. K. M.
'óhætt og ætlaði aftur í kran-
ann. Þá fékk ég lostið.
Ég fann fyrir straumnum
töluvert áður en ég greip í
handfangið. Við lostið bogn-
aði ég í keng og datt á jörð-
ina. Ég man að ég kallaði til
Ingvars Ágústssonar, sem
vann þarna með mér og bað
hann um að draga mig frá
kassanum. Það fór undarleg-
'ur fiðringur um mig allan og
ég get ekki ímyndað mér að
það líkist neinu öðru en því
að vera settur í rafmangs-
stólinn. Ég var á leðurkloss-
um og brenndist á iljum, svo
að flytja verður til hú'ð og
'græða við fæturna.
— Þegar Ingvar dró mig
frá fékk hann einnig raflost.
Það er skrítið ,en ég er sann-
færður um að ófeigum verð-
ur ekki í hel komið. Það er
skrítið hvað menn sleppa oft.
Móðir Helga, Elsa Guð-
mundsdóttir, er var í heim-
sókn hjá syni sínum í sjúkra-
húsinu greip nú fram í og
sagði
— Þetta er heldur ekki í
fyrsta skipti, sem þú hefur
lent í hættu. Fyrir nokkrum
árum, er þú vannst á Vellin-
um straukst málmkrókur rétt
við 'höfuðið, svo að þú fannst
þytinn af honum.
Þessu tali eyðir Helgi. —
Hann er augsýnilega hlédræg
ur og vil'l ekkert láta tala
um sig að ráði. Eftir kynni
okkar af honum virtist hann
aðeins kappkosta að komast
sem fyrst á fætur, svo að
hann gæti farið að vinna fyr-
ir konu og fimm ungum börn
um.
Þá hittum við Ingvar
Ágústsson að máli, þar sem
hann var að vinna á svæði
Þungavinnuvéla — á slys-
stað. Kraninn stóð í námunda
við slysstaðinn. Honum hafði
'aðeins verið snúið við. Hjól-
barðar voru sprungnir, en að
öðru leyti sagðist Ingvar
halda að kraninn væri í lagi.
Ingvar sagði:
— 1 fyrstu vissi ég vart
hvað var að gerast. Ég fann
skyndilega að ég festist við
jörðina. Ég reyndi að koma
mér úr sporunum, en fiðring-
ur fór um mig allan og þó
■sérstaklega fæturna. í raun-
inni veit ég ekki hvað gerð-
ist. Ég man að ég dró Helga
frá krananum, en hann lá í
um Iþað bil eins r/ieters fjar-
lægð frá honum l hnipri. I
fyrstu hélt ég að ég hafi
'hrokkið aftur á bak og í hring
og jörðin virtist titra. Síðan
heyri ég hvernig hver hjól-
barðinn á fætur öðrum
sprakk og hvinur heyrist, þeg
•ar loftið lak út. Ég sljóvgað-
ist svo, að ég man ekki hvort
Helgi fór úr krananum og í
hann aftur og persónulega
held ég að hann hafi blátt
áfram dottið út úr honum.
— Rafveitumenn voru að
vinna hér rétt hjá og komu
þeir strax, hringdu niður í
Elliðaárstöð, en hvað þeir
voru að gera veit ég ekki, lík-
legast að biðja um að straum
urinn jrrði rofinn. Þá var ég
svo máttfarinn að ég gat ékki
staðið upp. Ég hef unnið við
þetta allt frá því er ég var
13 ára og oft hef ég fengið
raflost, en þetta á engan sinn
TAKIÐ VEL EFTIR.
OPIÐ TIL KL. 4
Á MORGUN
LAUGARDAG.
HLJÓMAR OG
SHADIE OWENS
AFGREIÐA E. H.
Á KJÓLAR FRÁ
LEE CECIL, LONDON
★ hettukápur
m/LOÐKRAGA
★ KÁPUR ÚR TWEED
★ STAKAR BUXUR
ÚR TWEED ALLAR
FÓÐRAÐAR
Á BUXNADRAGTIR
M/STUTTJAKKA
★ PEYSUR í ÚRVALI
<§>KARNABÆR
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — SÍMI — 12330.
HVAÐA VÖRUR ERU TEKNAR UPP í DAG ??!
★ FÖT Á DRENGI
í ÚRVALI
★ FÖT Á HERRA
★ BUXUR ÚR TWEED
EFNUM, ALLAR
FÓÐRAÐAR
ic STUTTJAKKAR
I MIKLU ÚRVALI
★ STAKIR JAKKAR
NÝ SNIÐ.
DOMUDEILD HERRADEILD
STAKSTEINAR
Húsnæðismál og
velferðarríki
Sl. miðvikudagskvöld sýndi
sjónvarpið kvikmynd, sem sögð
er byggð á sannsögulegum at-
burðum í Bretlandi og sýndi
hlutskipti ungra hjóna, sem lentu
í húsnæðiserfiðleikum. Mynd
þessi var mjög áhrifamikil og
sýndi fram á ógnarlegt ástand í
húsnæðismálum í Bretlandi.
Raunar má fullyrða, að það sé
ekki verra þar en víðast hvar
annars staðar í stórborgum. Það
er vissulega gagnlegt fyrir ís-
lendinga að kynnast með þess-
um hætti vandamálum fólksins
í stórborgunum. Vafalaust hafa
margir þeir, sem hafa verið óspar
ir á gagnrýni á ástand húsnæðis-
mála hér á landi varpað önd-
inni léttar og fagnað því að búa
á landi eins og Islandi, þar sem
vandamál eins og þau sem mynd
in sýndi þekkjast varla. Það er
einnig fróðlegt fyrir íslendinga
að sjá hvernig lífið í stórborg-
unum raunverulega er og kom-
ast að raun um, að stórborgim-
ar hafa ýmsar aðrar hliðar en
þær sem snúa að íslenzkum
ferðamanni, sem þangað kemur,
oftast í verzlunarerindum. Fá-
mennið hér á landi hefur sína
galla, en það hefur einnig sína
kosti eins og sjá mátti í um-
talaðri kvikmynd. En þessi kvik
mynd leiddi einnig hugann að
öðru.
Hvar er „velferðin?"
Þessi kvikmynd gaf nefnilega
fyllilega í skyn, að hjálparkerfi
velferðarrikisins hefði annars
vegar stuðlað að því að eyði-
leggja hjónaband þeirra ungu
hjóna, sem myndin fjallaði um
og einnig valdið stórskaða á per-
sónu og skapgerð unga fólksins
ekki sízt konunnar. Vafalaust
er þessi kvikmynd töluvert ýkt
mynd af þeim raunverulegu at-
burðum, sem hún átti að sýna,
en engu að síður vaknar sú
spurning, hvort velferðarstarf-
semi í nútimaþjóðfélagi verði
raunverulega til þess að skapa
„vandræða“fólk úr ungu fólki,
sem aðeins hefur lent í erfið-
leikum eins og svo margir aðrir
á lífsleiðinni. Er velferðarríkið
og „hjálpar“starfsemi þess að-
eins hjartalaust færiband, sem
smátt og smátt eyðileggur fórn-
ardýr sín — þau sem kerfið átti
að bjarga? Þetta er að vísu ekki
raunhæf spurning fyrir okkur á
þessu landi. Félagslegt starf er
smátt og smátt að taka á sig nú-
tímalegt snið og fámennið gerir
það að verkum, að betur er hægt
að sinna hverjum og einum sem
aðstoðar leitar. Samt sem áður
er þarna augljós hætta, sem hafa
verður í huga og varast. En fyr-
ir stórþjóðirnar með hið gífur-
lega mannhaf hlýtur þetta að
vera hrennandi spurning og hætt
er við, að þegar málið er skoðað
ofan í kjölinn sé ekki allt sem
skyldi í velferðarríki nútímans.
Húsnæðisvandamál
hérlendis
Húsnæðisskortur í þeirri
mynd„ sem við kynntumst í fyrr
nefndri kvikmynd er svo til
óþekktur hérlendis nú. En gleym
um því ekki að það eru ekki
ýkja mörg ár síðan fólk bjó í
hröggum í stórhópum og enn býr
fólk í Höfðáborg og öðru hús-
næði, sem ekki getur talizt íbúð-
arhæft skv. þeim kröfum, sem
gerðar eru hér á landi nú. Vanda
málið er þó orðið svo takmark-
að, að okkur hættir til að
gleyma því. Látum hina átakan-
legu kvikmynd, sem sjónvarpið
sýndi verða til þess að minna
okkur á, að enn eru óleyst verk-
efni í þessum efnum á okkar
landi.