Morgunblaðið - 01.11.1968, Síða 10

Morgunblaðið - 01.11.1968, Síða 10
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968 fl LANOSFUNDI fllÞÝDU- „SKlRNARATHOFN BflNDfllAGSINS” Skipt um natn á Sósialistaflokknum og stefnt út i jbröngo pólitiska einangrun — segir Hannibal Valdimarsson, sem sagt hefur af sér formennsku Alþýðu- bandalagsins Landsfundur Alþýðubanda lagsins hefst í dag kl. 2. Svo sem lesendum Mbl. er kunn ugt hafa mikil átök átt sér stað innan Alþýðubandalags ins um langt skeið, en gera má ráð fyrir, að línurnar skýrist mjög á þessum lands fundi. Síðustu vikur hefur for- maður Alþýðubandalagsins, Hannibal Valdimarsson, gef- ið ítrekaðar yfirlýsingar um það, að hann hyggðist ekki sækja þennan landsfund og birtist slík yfirlýsing síðast í viðtali við dagblaðið Vísi í gær. Mbl. sneri sér til Hanni- bals Valdimarssonar í gær og óskaði eftir því, að hann gerði lesendum blaðsins grein fyrir viðhorfum sín- um til Alþýðubandalagsins, bæði fyrr og nú. Hannibal Valdimarsson varð við þeirri ósk og í viðtalinu við hann, sem hér fer á eftir, kemur m.a. fram, að hann hefur í dag sagt af sér formennsku Alþýðubandalagsins. f upphafi viðtailsins kvaðst Hannibal Valdimarsson vilja segja þetta um orsakir þess, að hann féllst á að veita þetta við tal: Ég ræð ekki yfir neinu dag- blaði. Hins vegar hafa máletfni Alþýðutoandalagsins aldrei ver- ið neitt feimnismál, þau hafa verið rædd fyrir opnum tjöld- um og mætti það verða öðrum stjórnmálaflokkum tfil fyrir- myndar. Með því móti myndi hinn almenni liðsmaður kynn- ast imnri vandamáilum flokks- ins betur. Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að ræða við hvað folað sem er, um þetssi mál. — Hvert var uppUafi þess, að Alþýðubandalagið var stofn- að? — Miðstjórn Alþýðusamtoands íslands gekk árið 1966 frá mjög ítfarlegri atvinnumála- stefnuskrá, sem samþykkt var á ASÍ-þingi. Þiá var atvinnu- ástandið á Vestfjörðum, Norð- urlandi og Austfjörðum mjög alvarlegt, ekki ósvipað því, sem það er nú, og miðstjórn ASÍ vildi kanna alla möguleika á því að fá aðstöðu til að fram- kvæma þessa stefnuskrá í at- vinnumálum. >á var samþykkt í miðstjórn ASÍ að rita öllum vinstri flokk unum bréf, þ.e. Framsóknar- flokknum, Alþýðuflokknum, Þjóðvarnarflokknum og Sósíal- istaflokknum, og leita eftir stuðningi þeirra við að fram- kvæma þessar tillögur í at- vinnumálum gegn því, að verkalýðssamtökin veittu þeim allt það traust og þann stuðning, sem þau gætu, tfil þess að hrinda þessum tillögum í framkvæmd. Má segja, að þetta hafi nánast verið tilboð um það, að þessir flokkar mynd- uðu ríkisstfjórn með verka- lýðssamtökin að bakhjarli, eink um þó að því er snerti fram- kvæmd atvinnumálatillagna okkar. Allir þessir flokkar svöruðu neitandi, nema Sósíalistaflokk- urinn. Hann kvaðst reiðutoúinn tfil þess að beita sér af a.lefli fyrir framkvæmd þeirra að- gerða í atvinnumálum, sem ASÍ hefði á sinni stefnuskrá Um þetta leyti samdi svo Al- þýðuflokkurinn við Framsókn- arflokkinn um kosningabanda- lag í kosningunum vor|i 1956. Það kosningabandalag vildi ég ekki styðja, taldi það engan lýð ræðislegan grundvöll hafa, þar sem allar áætlanir þess mið- uðu að því að fá þingmeiri- hluta, þótt menn gerðu sér ekki vonir um stfuðning nema rúm- lega þriðjungs kjósenda. Með þessu fannst mér Alþýðuflokk- urinn líka stíga allstórt spor til hægri, en áður en þetta gerð- i’st hafði það einmitt verið ágreiningsefni milli mín og for- ustumanna Alþýðuflokksins, að hann væri orðinn of hægri sinn aður. Um vorið 1956 var Al- þýðutoandalagið svo stfofnað, sem eins konar mótle.ikur gagnvart hræðslubandalaginu, með samkomulagi nokkurra vinstri jafnaðarmanna og for- ustu Sósíalistaflokksins. — Voruð þið ekkert hræddir við reynslu Héðins Valdimars- sonar af samstarfinu við kommúnista 1938? — Það hafði svo margt breyzt síðan þá. Sósíalistfaflokk urinn sjálfur var farinn að lið- ast sundur í þrjá eða fjóra ’hluta og við gerðum okkur því vonir um að takast mundi að ná betra samstarfi við ein- hvern hluta hans en Héðni hafði tekizt. — Siðan gengur Alþýðu- bandalagið í fyrsta sinn til kosn inga 1956, og vinstri stjórnin er mynduð upp úr því. — Já, sá breiði grundvöllur vinstri manna í landinu, sem ég hafði talið æskilegan hafði að vísu ekki fengizt en undir- tekfcír kjósenda við málflutn- ing Alþýðubandalagsins voru góðar og sönnuðu, að það var hljómgrunnur fyrir aukinni samstöðu og nánara samstarfi vinstri manna í landinu. Fyrir kosningamar 1966 var málefnagrundvölkir Alþýðu- bandalagsins fyrst og fremstf atvinnumálastefnuskrá ASÍ. En við hverjar kosniragar, sem fram fóru frá 1956 til 1967 var alltaf gert málefnalegt sam- komulag fyrir hvert kjörtímábil fyrir sig. Einar Olgeirsson hef- ur bæði í grein í tímaritinu Rétti og í viðtali í Ríkisútvarp- inu lýst kröfuhörku og ófoil- girni okkar Alfreðs Gíslasonar í þessum málefnasamningum, og hygg ég, að hvorugur okk- ar telji ástæðu til að vera óánægðir með þann yitnis- burð. Það er vissulega rétt, að við héldum oft fast á málum en þó vildi Sósíalistaflokkur- inn alltaf heldur ganga að kröf um okkar, en slítfa samstarfinu. Sú afstaða byggðist auðvitað á þeirra mati, en ekki okkar. Ef ekki hefði verið gengið að kröfum okkar hefði samstarf- inu verið slitið. — Hvenær var svo farið að tala um myndun stjómmála- flokks úr Alþýðubandalaginu? — Þegar menn höfðu átt slíkt samstarf alllengi, voru ýmsir þeirrar skoðunar, bæði innan Sósíalistaflokksins og meðal okkar, að eðlilegast væri að breyta þessum kosningasam tökum í formlegan skipulags- bundinn flokk. Mig minnir, að það hafi verið á árinu 1965, sem nefndir voru skipaðar til að hefja viðræður um þessi mál. Það kom fljótt í ljós, að forusta Sósíalistaflokksins var mjög á verði um það, að sá skipulagsbundni flokkur, sem til yrði, hlyti undir öllum kring umstæðum að verða marxíst- ískur flokkur, og það má því segja að í full tvö ár, hvorki gekk né rak í þessum samn- ingum. Það mátti þó öllum ljóst vera, að hér þurfti að finna flokkslegt form, þar sem svo væri hátt tfil lofts og vítt til veggja, að rúm væri fyrir vinstri sinnað fólk með ýmis Hannibal Valdimarsson konar skoðanablæforigði. Að öðrum kosti væri tilgangi okk- ar a.m.k. ekki náð. Þegar borgarstjórnarkosning- ar fóru í hönd 1966 var auð- fundið, að Alþýðulbandalagið átti ríkan og góðan hljómgrunn í Reykjavík og var þá stofnað með mikhim glæsitorag, Alþýðu bandalagið í Reykjavík, sem fékk á skömmum tíma .geysi- marga meðlimi, og sérstaklega var áberandi mikið af ungu fólki, sem nú kom inn í rað- irnar. Félagið starfaði af mikl- um þrótti, og úrslitin í borgar- stjórnarkosningunum urðu all- glæsilegur sigur fyrir Alþbl. Við þetta óx mönnum mjög bjartsýni um það, að það væri þess vert að breyta kosninga- samtökunum í fastmótaðan flokk og var þá gengið í það að stofna Alþýðutoandalagsfélö'g víðs vegar um landið. — Hvemig var aðstaða ykk- ar samstarfsaðila Sósíalista- flokksins í þeim efnum? — Aðstaða okkar og Sósíal- istaflokksins var auðvitað gjörólík að því leyti, að þeir höfðu sinn flokk bæði í Reykja vík og víðs vegar um landið en við vorum nokkrir óskipu- lagsbundnir einstaklingar. Þetta leiddi til þess, að mjög mikill hluti af því fólki, sem stofnaði félögin var að megin- uppistöðu foru'stulið Sósíalista- flokksins á hinum ýmsu stöðum út um land. — Hvemig gekk svo sam- starfið innan Alþýðubandalags- félaganna? — Það kom fljótt í Ijós, t.d. í hinu fjölmenna og blómlega fé- lagi í Reykjavík, að erfitt var að starfa vegna sífelldra og þreytandi málamiðlunarstarfa, sem forustumenn félagsins urðu að standa í, auk þess að halda uppi lífræn’U félagsstarfi. Samt sem áður var boðað til landsfundar, þar sem fulltrúar voru komnir frá öllum Alþýðu bandalagsfélögum og gengið tfrá lögum og stefniuskrá fyrir Alþýðubandalagið sem stjórn- málasamtök, þó þannig, að heimilt var, að menn væru áfram í Sósíalistaflokknum eða Þjóðvarnarflokknum og öðrum stjórnmálasamtökum, sem menn höfðu verið í. Þetta var að sjálfsögðu mjög óvenjulegt ákvæði í lögum stjórnmálasam taka. — Þú varst kosinn formaður Alþýðubandalagsins á þessum landsfundi. — Já, ég var einróma kosinn formaður Alþýðubandalagsins og Lúðvík Jósepsson, varafor- maður þess. Þegar flokksþing Sósíalistaflokksins hófst skömmu eftir landsfund Al- þýðubandalagsins gekk ég á fund Lúðvíks Jósepssonar og beindi þeim tilmælum til hans, að hann gæfi ekki kost á sér til að verða endurkjörinn vara formaður Sósíalistaflokksins, þar sem hann væri nýkjörinn varaformaður Alþýðutoandalags ins. Við þessum tilmælum varð hann ekki. Hann hefur síðan verið varaformaður tveggja stjórnmálasamtaka, Alþýðu- bandalagsins og Sósíalistaflokks ins. Ýmsir fleiri af forustu- mönnum Alþýðutoandalagsins hafa jafnframt gegnt ábyrgðar- miklum trúnaðarstörfum fyrir Sósíalistaflokkinn. Þetta tvö- falda kerfi tel ég, að ihafi gefizt mjög illa. — Hver varð svo framvinda mála að loknum landsfundin- um? Strax eftir landsfundinn kom það í ljós, að mjög var haldið fast á því, að réttir menn úr Sósíalistaflokknum fengju í hendur alla valdaaðstöðu í Alþýðutoandalaginu. Guðmund- ur Hjartarson, sem lengi hefur verið leiðandi maður, sérstak- lega í fjármálastarfi hjá Sósíal- istaflokknum, var gerður að formanni framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins og Lúðvík Jósepsson kjörinn formaður þinigflokksins. Einnig var hald ið mjög fast á því, að til laun- aðra áhrifastarfa, sem Alþingi kýs til, svo sentf til bankaráð- anna, væru einungis valdir menn úr innsta hring Sósíal- istaflokksins, Einar Olgeirsson í bankaráð Landsbankans, Ingi R. Helgason í bankaráð Seðlabankans, Lúðvík Jóseps- son í bankaráð Útvegs- bankans, og um skeið var Guðmundur Hjartarson í banka ráði Búnaðarbankans. Þetta er aðeins sýnishorn af því hvern- ig öllum áhrifa- og trúnaðar- störfum var haldið til haga fyr- ir ráðandi menn Sósíalista- flokksins. í rauninni má segja, að eftir að málin voru komin á það stig að mynda skyldi skipulagsbund inn stjórnmálaflokk fara þeir í Sósíalistaflokknum að gæta þess vandlega, að í öllu sé stefnt að þeim markmiðum, sem fyrir þeim vaka, og það er fyrst og fremst myndun marxistísks flokks, sem arftaka Sósíalista- flokksins. Og í rauninni þarf engan að undra þó að þeir menn innan Alþýðubandalags- ins, sem frá öndverðu höfðu gert það upp við sig, að þeir ættu ekki heima í Sósalista- flokknum, snerust til varnar gegn því að Alþýðubandalagið yrði slíkur flokkur, í raun og veru aðeins Sósíalistaflokkurinn undir nýju nafni. Öll þróun mála innan Alþýðubandalags- ins hefur stefnt í þá átt að þrengja sviðið. Ef skipulags- bundinn flokkur yrði myndað- ur skyldi það vera harðsoðinn sósíalistaflokkur með sfcerku miðstjórnarvaldi. Þessar línur skýrðust fyrir mönnum í einu vetfangi, nokkru fyrir síðustu alþingiskosningar, þegar lang- varandi starfi uppStillinga- nefndar í Reykjavík, lýkur með því, að kommúnistum einum var raðað í svo til hvert ein- asta sæti á þeim framboðslista, sem þá sá dagsins ljós. Það var strax bent á það, að þetta væri ekki listi Alþýðubandalagsins, þetta væri einvörðungu fram- boðslisti Sósíalistaflokksins. Og það var síður en svo, að allir innan þess flokks ættu þar full trúa, til þess var hann alltof einstrengingslegur. — Og þá kemur I-listinn fram. — Já, þessi vinnubrögð leiddu til þess, að fjöldi Alþýðubanda lagsmanna í Reykjavík, bæði innan og utan Sósíalistaflokks- ins, skoruðu á mig að taka sæti á lista fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík. Ekki þarf að lýsa þeirri hatrömmu baráttu, sem Þjóðviljinn og forusta Sósía- listaflokksins yfirleitt hófu gegn því framboði. Það voru þeir, sem kröfðust þess af yfir- kjörstjórn í Reykjavík, að fram boðslistinn yrði úrskurðaður utan flokka, og það voru lög- fræðingar Alþbl. í Sósíalista- flokknum, sem fengu því fram gengt aS ég hef kjörbréf sem utan flokka þingmaður, þrátt fyrir það, að Landskjörstjórn og síðar Alþingi staðfestu, að framboð mitt væri skv. lands- lögum framboð Alþýðubanda- lagsins. Úrslit kosninganna í Reykjavík, þar sem I-listinn fékk hálft fjórða þúsund at- kvæða sýndu enn sem fyrr, að sameining vinstri manna undir forustu annarra en kommúnista á víðtækan hljómgrunn og er sízt ástæða til að ætla, að þau viðhorf hafi breytzt síðan. Allt frá því, að þessi atburð- ur gerðist og fram til dagsins í dag hefur málgagni Sósíalista flokksins, Þjóðviljanum, verið beitt þannig gegn mér, sem væri ég fjandmaður Sósíalista- flokksins númer 1, en ekki sam starfsmaður þeirra í skipulags- bundnum stjórnmálasamtökum, Alþýðubandalaginu. Öll vinnu- brögð ráðandi manna Sósíalista flokksins innan Alþýðubanda- lagsins gagnvart mér hafa í flestu verið í fullu samræmi við afstöðu Þjóðviljans. En það skiptir þó ekki megin máli. Hitt er aðalatriði málsins, að hversu blítt, sem að mér hefði verið látið, hefði ég aldrei gerzt þátttakandi í stjórnmálaflokki af sömu gerð og Sósíalistaflokk urinn, sem allir vita að frá önd verðu hefur verið í reynd kommúnistaflokkur. Ég hef aldrei farið leynt með það, að ég aðhyllist lýðræðissósíalisma enda hef ég aldrei látið mig nokkru skipta ásakanir um ann að, og Mbl. hefur ekki tekizt að breyta þessari staðreynd. — Og hvernig horfa svo mál in viff í dag, þegar nýr lands- fundur Alþýffubandalagsins kemur saman? — Mér var fyrir alllöngu ljóst, að hið endurskipulagða Alþýðubandalag mundi ekki verða stjórnmálaflokkur að mínu skapi, og ráðamenn hans slíkir, að ég kysi ekki að eiga náið samstarf við þá. Ég tel það augljóst, að í stað þess, aff ég vildi stefna aff frjálslyndu og víðtæku samstarfi vinstri sinn- affra manna og afla í landinu sé nú stefnt af ráðandi mönn- um Alþýffubandalagsins og Sós íalistaflokksins út í þrönga póli tíska einangrun, sem ég vona aff engir fylgi þeim út í affrir en þeir, sem í slíkri liðssveit eiga heima sökum sameigin- legra lífsskoffana. Margir bíða nú átekta, og ekki aðeins sam- starfsmenn Sósíalistaflokksins innan bandalagsins, heldur einnig mikill fjöldi fólks, sem fylgt hefur Sósíalistaflokknum, treystir sér nú ekki til að hefja með þeim eyðimerkurgönguna. Ég hefi tekið ákvörðun um það að eiga engan hlut að þeim landsfundi Alþýðubandalagsins, sem hefst í dag. Ég tel aug- Ijóst, að þar verði ekki stofn- aður neinn nýr stjórnmálaflokk Framliald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.