Morgunblaðið - 01.11.1968, Side 14
14
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968
Útgefiandi
I'ramkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstj ómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgrei'ðsla
Auglý-singar
Askriftargjald kr. 130.00
í lausasölu
Hf. Árvakur, Rey-kjavík.
Haraldur Sveinsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árn-i Garðar Kristinsson,
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aða-lstræti 6. Simi 22-4-80.
á mánuði innanlands.
Kr. 8.00 eintakið.
HEFJUM NÝJA
FRAMFARASÓKN
að kemur æ betur í ljós
með hverjum deginum
sem líður, hve alvarlega
horfir í efnahags- og atvinnu-
málum íslendinga. Nú er tal-
ið, að útflutningstekjur lands
manna á þessu ári verði 42%
minni en á árinu 1966 og sjá
allir hvílíkt afhroð þjóðin
hefur beðið á þessum tveim-
ur árum végna verðfalls, afla-
brests og söluerfiðleika. Nú
er unnið að undirbúningi
óhjákvæmilegra efnahagsráð-
stafana og má fullvíst telja,
að landsmenn taki þeim af
skilningi.
En jafnvel þótt illa ári nú
og þjóðin verði að taka á sig
töluverða kjaraskerðingu af
þeim sökum mega erfiðleik-
arnir þó ekki verða til þess,
að landsmenn missi kjarkinn
og fyllist svartsýni á eigin
hag og framtíð þjóðarinnar.
Þvert á móti ber okkur að
snúa hinum miklu erfiðleik-
um í nýja sókn til aukinna
framfara og uppbyggingar í
landinu. Við getum margt af
þeim erfiðleikum lært, sem
nú hafa dunið yfir. í fyrsta
lagi leiða þeir í ljós réttmæti
þess, að breikka verði grund-
völl atvinnulífsins, þannig
að þjóðarbúið fari ekki úr
skorðum, þótt neikvæðar
sveiflur verði í einstökum
atvinnugreinum. í öðru lagi
undirstrika þeir nauðsyn
þess, að þjóðin safni sjóðum
í góðæri en eyði ekki öllu
því, sem þá aflast á samri
stundu.
Nú verður að gera ákveðn-
ar ráðstafanir til þess að
tryggja atvinnuvegunum
rekstrargrundvöll á nýjan
leik, tryggja næga atvinnu í
landinu og bæta stöðu lands-
ins út á við. En jafnframt og
samhliða ber að hefja nýja
stórsókn til uppbyggingar
nýrra atvinnugreina og efl-
ingar þeirra, sem fyrir eru.
Iðnaðarmálaráðherra hefur
þegar átt mikilvægar viðræð-
ur við forráðamenn Sviss-
neska álfélagsins um auknar
framkvæmdir í Straumsvík
og ýmsar aðrar stóriðjufram-
kvæmdir eru í athugun. Þá
líður senn að því, að ákvörð-
un verði tekin um umsókn
um aðild að Fríverzlunar-
bandalagi Evrópu og náist
samningar við það opnast ís-
lenzkum iðnaði tækifæri til
nýrrar framfarasóknar og
uppbyggingar stórfellds út-
flutningsiðnaðar. Nýlega hef-
ur verið birt skýrsla nefndar,
sem unnið hefur að athugun-
um á aukinni fjölbreyttni í
framleiðslu fiskafurða og
sýnir þessi skýrsla glögglega,
að miklir möguleikar eru í
þeim efnum.
Það er því engin ástæða til
óhóflegrar svartsýni, þótt
erfiðlega gangi um sinn.
Hvarvetna blasa við ný tæki-
færi á atvinnusviðinu og þau
tækifæri er hægt að nýta, ef
viljinn er fyrir hendi. Hver
og einn verður að vísu að
sætta sig við nokkra kjara-
skerðingu um sinn, en þeim
mun meiri ástæða er til að
takast á við þau verkefni,
sem úrlausnar bíða, með
djörfung og bjartsýni. Við
skulum herða upp hugann og
hefjast handa um nýja fram-
farasókn og láta stundarerfið-
leika engin áhrif hafa á vilja
og staðfestu þjóðarinnar í
þeim efnum.
VANDAÐ LAND-
KYNNINGARRIT
IT'yrir nokkrum árum hóf
* göngu sína tímaritið
„Iceland Review, sem gefið
er út á ensku og fjallar um
ísland, íslenzk málefni og ís-
lenzkar framleiðsluvörur. Síð
an útgáfa tímaritsins hófst
hefur útbreiðsla þess aukizt
stöðugt og er það einróma
álit allra þeirra, sem með
einum eða öðrum hætti starfa
að málefnum íslands og ís-
lenzkra atvinnuvega á er-
lendri grund, að tímarit þetta
sé svo vandað að frágangi og
efni, að mikill fengur sé að
því og útgáfa þess stuðli mjög
að aukinni þekkingu á íslandi
erlendis og aukinni sölu á ís-
lenzkum framleiðsluvörum á
erlendri grund.
Þar til fyrir tveimur árum
áttu útflutningsatvinnuvegir
þjóðarinnar í engum erfið-
leikum með að selja fram-
leiðsluvörur sínar erlendis en
síðustu tvö ár hefur sem
kunnugt er orðið mikið verð-
fall erlendis og töluverðra
söluerfiðleika hefur gætt á
sumum mörkuðum a.m.k.
Þegar þannig árar er þeim
mun nauðsynlegra að efla
allt sölustarf erlendis og
kynningarstarf, því að aukin
þekking erlendis á íslandi
stuðlar mjög að sölu ís-
lenzkra afurða.
Einn liður í slíku kynning-
ar- og sölustarfi er tvímæla-
laust útgáfa svo vandaðs rits
sem „Iceland Review” er og
þess vegna ber að leggja ríka
áherzlu á stóraukna dreifingu
þess. í þeim efnum geta bæði
utanríkisþjónustan og út-
UKYMSm
Læknar þurfa námskeið í
lyfjagjöfum og lyfjagreiningu
— á 10 ára fresti
NÝLEGA var haldin alþjóð-
leg ráðstefna lækna, lyfja-
fræðinga og lyfjasala í Genf
í Sviss. Þar var einkum rætt
um fyrirkomulag á lyfjagjöf-
um og aðferðir lækna við
greiningu sjúkdóma og lyfja-
gjafir í samræmi við það.
Próf. A. G. Gregor frá há-
skólanum í Aberdeen sagði á
ráðstefnunni, að það væri Vit-
að mál að eftir því sem lækn-
ar .gerðust eldri yrðu þeir
íhaldssamari í lyfjagjöfum.
Margir tóku undir mál pró-
fessorsins og var ein helzta
niðurstaða ráðstefnunnar, að
brýna nauðsyn bæri til að
skylda hvern lækni til að
taka aukanámskeið í lyfja-
meðferð og lyfjagjöfum á
fimm til tíu ára flesti. Að
vísu hefur verið reyn-t að
koma þessu á sumsstaðar, en
hefur ekki gefið jafn góðan
árangur og menn skyldu ætla
og var þar að sögn ráðstefn-
unar aðallega við læknana
sjálfa að sakast, þar sem þeir
sýndu málinu hvergi nærri
nógan áhuga.
Landlæknir Noregs hélt
ræðu á ráðstefnunni og vék
þá meðal annars að því, að
meðal notkunartími hver® ein
staks lyfs væri varla lengri
en fimm ár. Jafnan er til-
kynnt með faignaðarlátum og
lúðrablæstri þegar ný lyf og
árangursrík eru tekin í notk-
un, en á hinn bóginn er öllu
hljóðara um það, þegar lyfið
fer að gerast úrelt og er tek-
ið af lyfjaskrá. Landlæknir-
inn sagði, að venjulegur
læknir ætti raunar mjög örð-
ugt um vik að fylgjast með
því hvaða ný lyf kæmu á
markaðinn og því hylltust
sömu lyfin árum saman, jafn-
margir til að halda sér við
vel þó að mörg fullkomnari
væru þá löngu komin á al-
mennan lyfjamarkað. Margir
læknar eru svo störfum hlaðn
ir, að þeim gefst hvorki tími
né aðstaða til að fylgjast ná-
ið með nýjum lyfjum o-g þeim
framförum, sem hafa orðið í
lyfjaframleiðslu á allra síð-
ustu árum.
Því er ekki heldur að
leyna, að tröllatrú ýmissa
lækna á ákveðnum lyfjum
hefur staðið farsælli og eðli-
legri þróun nokkuð fyrir þrif-
um. Þar sem læknar verða
varkárari í lyfjagjöfum með
aldrinum ,ein/s og getið hefur
verið, blasir einnig sú hætta
við, að lyfjagjafir þeirra verði
alltof einhliða.
Á ráðstefnunni vakti ræða
prófessors Oheymols frá
París mikla atihygli, en hann
sagði ,að í Frakklandi væri
trú á hvers konar lyfjum að
verða nokkurskonar þjóðar-
sjúkdómur. Meðalfjölskylda í
Frakklandi eyðir mestum pen
ingum í lyf næst á eftir fæði
og fötum. Hann sagði, að
mörg lyf sem væru í umferð í
Frakklandi væru löngu talin
úrhelt og gagnlítil, en gefin
eingöngu vegna óihemju lyfja
löngunar fólks og til sefjun-
ar.
Prófessorinn sagði, að al-
menningsálitið í mörgum
löndum væri að þróast í þá
átt, að borgarar teldu það
sjálfsagða skyldu 'heilbrigðis-
yfirvalda viðkomandi landa
að ábyrgjast gott heilsufar
borgaranna. Góð heilsa er
ekki lengur guðsgjöf, heldur
sjálfsöigð krafa í velferðar-
ríkjum nútímans.
(Þýtt og endursagt)
Flugvélarnar voru heldur ófullkomnar á fyrstu dögum farþegaflugsins, eins og sjá má á þess-
ari mynd. Þessi vél er af gerðinni de Havilland DH 9, sem DDL hafði í þjónustu sinni 1920.
DDL - danska flugfélagið 50 ára
DDL — danska flugfélagið, sem
er eitt hinna norrænu flugfélaga,
er standa að SAS, átti 50 ára af-
mæli sl. þriðjudag, en það var
stofnað hinn 29. október 1918.
Mun það vera elzta flugfélag ver-
aldar. Fyrsta áætlunarflugið var
flutningssamtökin hver á
sínu sviði unnið mikið starf,
enda útgáfa tímaritsins bein-
línis í þágu þessara aðila.
Slík tímarit eru gjarnan gef-
in út af opinberum aðilum í
öðrum löndum, en hérlendis
hafa tveir ungir menn haft
frumkvæði um útgáfu þess
og er því þeim mun meiri
ástæða til að þeir aðilar, sem
hagsmuna eiga að gæta, taki
höndum saman um aukna
útbreiðslu og aukin áhrif
þessa vandaða landkynning-
arrits.
farið á sjóflugvél hinn 7. ágúst
1920 og flugleiðin var Kaup-
mannahöfn — Málmey — Warne
miinde. Litlu síðar voru svo tekn
ar upp samgöngur milli Kaup-
mannahafnar og Hamborgar.
Flutti flugfélagið alls 83 farþega
þetta fyrst ár áætlunarflugsins.
Framan af voru flugvélarnar
ákaflega ófullkomnar til áætlun-
arflugs, enda átti DDL í miklum
rekstrarörðugleikum í upphafi.
Um innanlandsflug var ekki að
ræða fyrstu árin, en tilraunir
það hófust árið 1936, er opnað
var áætlunarflug til Álaborgar.
En ekki hafði DDL þó bolmagn
til að ráðast í nein stórvirki á
þessu sviði strax. TVeimur árum
síðar var flugfélaginu kleift að
kaupa tvær vélar af gerðinni
Focke Wul'f „Condor“, enda hafði
hlutafé í félaginu verið aukið
stórlega skömmu áður. Fór starf-
semi flugfélagsins nú stórvax-
andi erlendis, og m.a var skrif-
stofa opnuð í Lundúnuím.
En það var fyrst eftir stríðið
að hagur DDL fór verulega að
vænkast. Skömmu fyrir stríðs-
lok tókst tveimur af yfirmönn-
um flugfélagsins að komas't úr
landi til Bandaríkjanna ,og tókst
þeim að verða félaginu út um
bæði DC-3 og DC-4 flugvélar svo
og lendingarleyfi í Bandaríkjun-
um. Á sama tíma fóru einnig
fram viðræður skandinavískra
flugfélaga um samstarf í áætlun-
arflugi, sem lyktaði með því að
SAS var stofnað hinn 17./9. árið
1946. Og rúmum hálfum mánuði
síðar flug fyrsta DC-4 vélin í
nafni SAS á leiðinni Kaup-
mannahöfn-New York. Árið 1961
tók þesisi sameiginlega starfsemi
flugfélaganna á sig fastara form,
og upp frá því fór flugleiðum
SAS ört fjölgandi.
Á fundi með blaðamönnum,
sem efnt var til í tálefni af af-
mæli danska flugfélagsins, gat
Birgir Þórhallsson, umiboðsmað-
ur SAS á íslandi, að ör þróun
hefði einnig orðið á innanlands-
leiðum í Danmörku. Heifur far-
þegum fjölgað á 10 árum úr 1®0
þúsundui i í 650 þúsund.