Morgunblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 19
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968 19 MINNING: Sigriður Guðný Jóns- dóttir frá Áiftanesi Takið eitúr Seljum í dag og næstu daga á hagstæðu verði rennilásakjóla, sloppa og fleira. Klæðagerðin Elísa, Skipholti 5. Sigríður var ftedd á Álftanesi á Mýrum 31.5 1885, dóttir hjón- anna Mörtu Níelsdóttur Eyjólfs sonar bónda að Grímsstöðum í sömu sveit og Jóns bónda Odds- sonar á Álftanesi. Ólst Sigríður upp hjá foreldrum sínum, þar til faðir hennir andaðist árið 1895, að hún var tekin í fóstur af frænku sinni Ingibjörgu Magnúsdóttur og manni hennar Júlíusi lækni Halldórssyni að Klömbrum í Húnavatnssýslu. Dvaldist hún hjá þeim hjónum til 15 ára aldurs, að hún sneri aftur suður á Mýrar til móður sinnar og stjúpa, Haraldar Bjarnasonar að Álftanesi. Dvel- ur hún þar að mestu til 1915, að hún ræðst til frænda síns Haraldar prófessors Níelssonar, sem þá var orðinn ekkjumaður og stóð uppi með fimm börn ung að aldri. Sigríður var ráðskona hjá honum um þriggja ára skeið, eða þar til hann giftist Aðal- björgu Sigurðardóttur 1918. Reyndist Sigríður frænda sínum og börnum hans frábærlega vel á þessum erfiðu tímum og það svo, að alla tíð síðan hefur ver- ið einstaklega kært með henni og börnum og barnabörnum séra Haraldar. Yngstu börnin hænd- ust eðlilega mest að frænku sinni og mátti segja að hún gengi yngstu dótturinni Guð- rúnu alveg í móður stað. Árið 1918 hefur Sigríður nám í yfir- setufræðum og lauk prófi í þeim 1919. Ekki stundaði hún þó ljós- móðurstörf að neinu ráði heldur | gerðist nokkrum árum síðar ráðs kona hjá frænda sínum Jóni | Dungal að Bæ í Hrútafirði. Var hún hjá honum allt til 1925 og I kunni vel að meta Hrútfirðinga og þeir hana. Hélt hún ávallt kunningsskap við vini sína nyrðra og heimsótti þá oft. Nú heldur Sigríður enn að Álftanesi og starfar á því heim- ili allt til ársins 1951. Það var á þessu tímabili, að ég átti því láni að fagna að heimsækja frændfólk mitt á Mýrunum og á margar ljúfar minningar frá dvöl minni á Álftanesi. Á sumr- um var þar ávallt stór hópur barna, bæði af frændaliði hús- ráðenda, svo og önnur börn vandalaus, sem þar hafði verið komið fyrir, því það var talinn hollur skóli börnum að dvelja þar á bæ, enda munu margir minnast dvalar sinnar þar með þakklæti og hrærðum huga og búa enn að því veganesti, er þeir höfðu með sér þaðan. Gest- risni var annáluð á Álftanesi og húsráðendur stórveitulir að forn um sið. — Sigríður Guðný dvaldi oft langdvölum á heimili foreldra minna og annaðist heim fli þeirra, er þau dvöldu erlend- is. Skiiaði hún ávallt heimilis- fólki öllu heilu og hressu í hend ur húsráðenda og var samband þeirra frænkna, m óður minnar og hennar svo náið sem systur væru. Féll þar aldrei skuggi á meðan báðar lifðu. Sigríður var kona vel í með- allagi há, fríð sýnum og hin föngulegasta. Hún var mjög skemmtileg í viðræðum, en mesta yndi hennar var kveðskapur og var hún mjög vel heima í þeim efnum, enda hagmælt sjálf og heitin eft- ir langömmu sinni, Guðnýju skáldkonu á Klömbrum. Síðustu æviár sín dvaldi Sig- ríður í Reykjavík og starfaði þar á ýmsum heimilum og var undravert þrek hennar til starfa, því bæði var að hún var 66 ára, er hún flutti í bæinn og heilsan þá þegar tekin að bila, en áfram var starfað með- an kraftar entust. Lengst átti hún heimili í Reykjavík hjá syst ur sinni Soffíu og manni hennar Ara Thorlacius endurskoðanda. Taldi hún sig seint fá full- þakkað þá frábæru alúð og um- hyggju sem þau hjón sýndu henni fyrr og síðar. Hún um- gekkst einnig mikið systkini sín önnur, börn þeirra og barna- börn, því hún var ættrækin í bezta lagi og lét sér einkar annt um allt sitt skyldulið og því um hana. Hún var alla tíð ógift og barnlaus, en mörg móð- ir gæti verið hreykin af þeirri umhyggju, sem Sigríður Guðný sýndi annarra börnum, svo sem fyrr er getið. Að lokum þraut heilsuna al- veg, svo hún dvaldist á elli- heimilum allra síðustu árin, fyrst á Sólvangi, síðan á Hrafnistu, en andaðist að Landakotsspítala 23. október. Sigríður hafði öðlast þá vissu, að jarðvist okkar væri aðeins áfangi á langri þroskaleið, og hún hugsaði til þess með fögn- uði, að mega taka til við ný störf að líkamsdauða loknum, þar sem allir hennar góðu hæfileik- ar nytu sín á ný, en fúnir fætur yrðu ekki lengur til trafala. Ró leg og æðrulaus bjó hún sig und ir þá ferð, sátt við Guð og menn, enda þess fullviss, að sín biðu vinir í varpa. Það var siður á Álftanesi að láta Ijós loga í glugga, ef von var á gesti. Því er það nú, þegar frænka mín stefnir til ljóssins hæða, að ég óska henni góðrar heimkomu og heilla í nýjum störfum. — Blessuð sé minning þín — Leifur Sveinsson. G.RENSÁSVEGI 22 - 24 SIIM0280-322S2 Gólfdúkur — plast- vinyl og línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7t4xl5, 11x11 og 15x15. Amerískar gólfflísar — Godd Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og SIipp- fél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. Bachtónleikar Bachtónleikar í Laugarneskirkju sunnudaginn 3. nóv. kl. 5 síðdegis. Aðgöngumiðar hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og við innganginn. Nemi í matreiðslu Duglegur og reglusamur piltur getur komizt að sem nemi í matreiðslu nú þegar. Upplýsingar gefur yfirmatsveinn í dag milli kl. 5—7. HÓTEL HOLT. Akranes Til sölu glæsilegt einbýlishús ásamt bílskúr á bezta stað í bænum. Höfum kaupendur að tveimur 3ja herbergja íbúðum. FASTEIGNASALAN á Akranesi s.f. sími 2244. A J. Þorláksson & Norðmann hf. Einbýlishús í Arnarnesi er til sölu. Selst annaðhvort uppsteypt og múrað utan eða tilbúið fyrir innréttingu. Kjallari er xmdir öllu húsinu. Tveir bílskúrar. Hagkvæmir greiðsluskihnálar. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14 sími 16223. Þorleifur Guðmundsson heima 12469. Vetrarsteypan verður jafngóð, ef þér notið SIKA frostvara í steypuna. Þolir allt niður í -- 10 C. enda eru þau falleg og vönduð. Breiddin er 365 cm. Engin samskeyti á miðju gólfi er gerir teppin mun fallegri og endingarbetri. Teppaleggjum, frá eigin lager, með stuttum fyrirvara og veitum góða greiðsluskilmála. Grensásvegi 3 Simi 83430

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.