Morgunblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.11.1968, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968 Nýtt afbrigði infldenzu VÍSINDAMENN fylgjast nú með útbreiðslu inflúenzu, sem fyrst varð vart í Hong Kong í sitmar. Er hér um að ræða nýtt afbrigði af „Asíu-inflúenzunni“ svo- nefndu, sem gekk víða um heim árið 1957. Eftirfarandi grein um inflú- enzu birtist nýlega í tímaritinu „The Economist". Er hún laus- lega þýdd og endursögð. Margt nýtt hefur komið fram varðandi inflúenzu frá því að Chesterfield lávarður skrifaði syni sínum í júlí 1767: Hér ríkir nú pestarfaraldur nefndur því kurteisa nafni inflú enza. Honum fylgir vægur hiti, sem verður varla nokkrum að bana. Fjarar hann venjulega út með smávegis slappleika. Chesterfield lávarður hafði á réttu að standa. Inflúenza er lát- laust en algerlega óviðeigandi nafn á þeim verkjum og kvöl- um, þeirri vesæld, sem fylgja sóttkveikjunni. Betri hugmynd um sóttina gefur franska nafn- ið la grippe. Það var einnig rétt hjá Chest- erfield lávarði, að varla nokkur deyr úr henni, hvorki þá né nú, að tveimur faröldrum undan- teknum. Fjöldi sjúklinga lézt í faraldrinum 1890—92 í Englandi, og var svo að sjá sem lands- menn hefðu glatað ónæmi sínu vegna þess hve langt hafði liðið miili faraldra. Og svo var það alþjóða drepsóttin 1918—19, sem varð um 25 milljónum manna að bana, en meðal hinna látnu var margt ungra manna og kvenna. Venjulega eru það aðallega aldr að fólk og ungbörn, sem látast úr inflúenzu. Enginn veit af hverju sótt- kveikjan varð svona skæð 1918. Það var ekki fyrr en árið 1933 að fyrst tókst að einangra inflú- enzuveiruna (í Hampstead), og var hún þá merkt AO. Afbrigði B var einangrað árið 1940, og afbrigði C á sjötta tug aldarinn- ar. Að þvl er faraldra varðar, hefur A-afbrigðið mesta þýð- ingu. Það tekur stöðugum breyt- ingum, og birtist sem undir-af- brigði eða breytt útgáfa af áður þekktum afbrigðum ,og kemur þá ónæmi gagnvart fyrri faröldr um að engum notum. Nýjasta veiran fannst í Hong Kong í júlílok, og var hún í fyrstu talin það frábrugðin þekktum afbrigðum, að henni bæri sérstakt heiti (það er A3). Nú er hinsvegar Ijóst, að hér er urn undirafbrigði að ræða af A2, sem olli „Asíu-inflúenzunni“ 1957. Þessi nýja veira hefur fengið kennitáknið A2/HK/68, og er það frábrugðin uppruna- legu A2 veirunni að dr. Pereira, forstöðumaður alþjóða inflú- icnzustofnunarinnar (World In- fluenza Centre) í Mill Hill, hef- ur spáð faraldri í Bretlandi á komandi vetri — þótt hann reikni ekki með jafn víðtækum faraldri og 1957. Inflúenzumiðstöðin í Mill Hill hefur um 20 ára skeið unnið að því á vegum Alþjóða heilbrigðis málastofnunarinnar (W.H.O.) að rannsaka veirur, sem sendar eru þangað frá 80 löndum, og fylgjast með nýjum afbrigðum og breytingum. Upplýsingar þessar gera stofnuninni kleift að fylgjast með útbreiðslu veir- anna um heiminn. A2/HK/68 fannst í Singapore og Bandaríkj unum (sennilega þangað komin með heimkomnum hermönnum) í ágúst, í Japan, Manila, For- mósu og Bangkok í september, í Teheran, Bombay, Madras og Vancouver (eitt tilfelli) í sept- emberlok, og í Höfðaborg og Jó- hannesarborg í október. Vart varð við þrjú tilfelli í London í september. Það er mjög mikil hjálp í því að geta sagt fyrir með nokkurri vissu um væntanlegan faraldur, og gefur það heilbrigðisyfirvöld um, sjúkrahúsum, læknum og ÞJÓÐA- KVÖLD í KVÖLD Austurrískir og skozkir réttir matreiddir af austurrískum mat- reiðslumeistara. Reynið þá strax í kvöld. KVOLDVERÐUR Shrimps Coctail Scottish Broth Braised Beef and Onions —0— Roast Chicken With Bread Sauce Blueberry Pie, Custard-Pudding Austurrísk og skozk hljómlist og söngur. Doppelte Kraftbrúhe mit Gemsíése Wúrfeln —0— Renntierkeule gebraten Saint-Hubert Dansað til kl. 1. Borðpantanir í síma 20221 eftir kl. 4. Huhn am Roast mit Sauce Tartar Lammkeule nach Gastronomen Art —0— Wienerapfelstrudel mit Vanille Sc. Caramel Pudding. Skozka þjóðlaga- söngkonan skemmtir. lyfjaiðnaði tækifæri til nokkurs undirbúnings. Enn heppilegra væri þó ef unnt reyndist að beita bólusetningum til að stöðva faraldurinn algerlega. Því miður er það svo, að bólu- efnið, sem nú er fyrirliggjandi, er miðað við A2 veiruna, og hef- ur aðeins takmörkuð áhrif á Hong Kong 68. Inflúenzumið- stöðin hefur sent þremur lyfja- gerðum, Beecham, British Drug Houses og Crookes, nýju veir- una, og vonast lyfjagerðirnar til að geta framleitt bóluefni fyrir nóvemberlok. Bólusetningarefnið er ræktað í eggjum, og fara tugir þúsunda eggja í framleiðsluna á degi hverjum. Takmarkasl framleiðsl an ekki af skorti á eggjum — eins og stundum hefur verið — heldur á veiruuppskerunni úr hverju eggi. Þegar bóluefnið kemur á markaðinn, er reiknað með að hver skammtur kosti um 10 shillinga, en 8 shillinga ef um mikið magn er að ræða. Þar sem erfitt er að útvega verulegt magn af bóluefninu, og það verður dýrt ,er óhugsandi að bólusetja alla íbúa Bretlands. Verður því reynt að fara eftir sömu reglu og 1957, það er að bólusetja fyrst þá, sem mest eiga á hættu, aldrað fólk og ungbörn, og starfsfólk í lykil- stöðum. Aðrir verða að bíða þar til nóg verður af bóluefni á mark aðnum, en þá verður faraldur- inn væntanlega genginn yfir. Þarf nokkur að hafa áhyggjur af fimm daga veikindum, sem engin eftirköst fylgja undir venjulegum kringumstæðumP Inflúenzufaraldurinn 1957 leiddi til þess að 29 milljónir vinnu- daga töpuðust, og um 10 milljón- ir sterlingspunda voru greiddar í tryggingarbætur. Að þessu sinni verður faraldurinn varla svo kostnaðarsamur. En þegar tekið er tillit til þess að venju- lega tapast 5 milljónir vinnu- daga á ári vegna verkfalla, er sá aukakostnaður, sem stafar af inflúenzufaraldri ekkert smá- ræði. Athugosemd í EFTIRMÆLUM um Halldór Jónsson, fyrrum bónda á Arn- gerðareyri í Nauteyrarhreppi við Djúp, rituðum af Hávarði Friðrikssyni frá Hallsstöðum í sömu sveit og birt voru í Morg- unblaðinu löngu eftir lát Hall- dórs, er komist svo óheppilega að orði, að fjöldi ókunnugra manna hefir lagt þann skilning í grein þá, að Halldór heitinn hafi verið annað hvort dóttur- eða sonarsonur Jóns Halldórs- sonar á Laugabóli, afa míns, þar sem Jón Halldórsson sé talinn „afi“ Halldórs. Ég bjóst við að eitthvert barna Halldórs heitins mundi láta leiðrétta þessa missögn, eða þá enginn taka mark á henni. — En nú hefur það gerzt, áð nokkrir ókunnugir menn hafa lagt trún- að á þetta. — Ég held að Hall- dór sál. þurfi ekki á því að halda, að vera rang-feðraður. Foreldrar hans voru Jón og Guðný og áttu heima vestur á Dýrafirði og bjuggu þar við fátækt með barnahóp sinn. En fátækt verður aldrei talin blett ur á nokkrum manni eða konu. Guðný tók sér þá ferð á hendur með yngsta son sinn, Halldór, þá 2ja ára gamlan, innst inn í Isafjarðardjúp, að Laugabóli. Bað hún Guðrúnu ömmu mína, sem hún þó þekkti ekkert og um skyldleika var heldur ekki að ræða, að hjálpa sér nú og taka drenginn sinn í fóstur. Var það auðsótt mál og þar sem þama var um stórbýli að ræða, með allt um 40 manns í heimili þá munaði litlu að fylla einn barnsmunn í viðbót. Halldór sál. var rúmlega 2 árum eldri en ég og ólumst við upp saman, þar til Halldór fór í Hvanneyrarskólann en ég til Kaupmannahafnar í verzlunar- skóla. Halldór vandist því snemma að taka til hendi, annað þekktist ekki þar. Þegar afi minn missti heilsuna, varð Halldór ráðsmaður hjá ömmu minni, þar til hún hætti bú- skap. Halldór varð mjög laghentur og verkhagur eins og hann sá alls staðar fyrir sér á Lauga- bóli. Halldór sál var að mörgu leyti lánsmaður. Hann var stálhraustur fram á efri ár sín. Það var líka mikið lán fyrir hann að komast svo ungur á eitt af fremstu stórbýlum Vest- fjarða í bernsku og eignast síðan óvenjulega góða konu og með henni fjö'da barna, er öll hafa reynzt sérlega myndar- legir og góðir borgarar. Sig. Þórðarson frá Laugabóli. Klassik ensk húsgögn eiu eitt af því sérstæða hjá Georg Kofoed. Lítið inn og sjáið þau, snertið á þeim .... hver hlutur geislar af gæðum. Látið húsgagnasérfræðing vorn aðstoða yður í vali og koma fyrir reynsluupp- stillingu á heimili yðar. GEORG KOFOED M0BELETABLISSEMENT AS Store Kongensgade 27-Telefon158544 Köbenhavn, ..

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.