Morgunblaðið - 01.11.1968, Side 24

Morgunblaðið - 01.11.1968, Side 24
24 MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1»68 — Nei, það gerum við ekki, á- kvað Graham. — Ykkur hefur ver ið lofað veizlu og hana skuluð þið líka fá. Við skulum fara á Afizh og taka þar borðið okkar. Oliver veit hvar hann á að leita okkar, ef hann kemur. — Já, ef hann kemur. En það er ekkert gaman að vera þrjú, efskan. Ég hef vitanlega þig, en hún Jill verður herralaus. — Mér er alveg sama um það, ætlaði Jiil að fara að segja, en Sandra þaggaði ni’ur í henni. — Vissulega er þér ekki sama. Það er engin ástæða til að vera neitt að fórna sjálfum sér. Hversvegna bjóðum við ekki honum Davíð að koma með okkur í staðinn. Hann getur dansað og venjulega er hann skemmti'legur. Tíu mínútum seinna voru þau á hraðri fer ðinn í borginam Graham við stýrið, en Sandra sat við hliðina á honum og Jill aftur í ásamt jarðfræðingnum. — Ég gæti ekki hugsað mér neitt, sem g vifdi heldur, hafði hann sagt, er hann þá boð þeirra. f gistihúsinu var amerískur bar og vestrænn matsalur, sem Jill gat séð tilsýndar, en Gra- ham gekk á undan þeim upp í skrúfustiga, sem var allur gyllt- ur og skrautlegur. — Við förum þangað sem erlendir menn sækja skemmtanir sínar, sagði hann. þau komu inn um önnur fagur- 'lega skreytt bogagöng, þar sem tveir þjónar drógu flauels- dyra tjöld frá og þau gengu inn í langan sal með allskonar vegg- tjöldum, en si'lkidúkar voru und ir loftinu og koparlampar báru daufa birtu. Miðjan af gólfinu var auð, eintómar marglitar góff- hellur en út við veggina voru legubekkir alsettir koddum, og borð við hvern legubekk. Hör- undsdökkir þjónar komu með stóra bikara af ávaxtadrykkjum og silfurker með ávöxtum og sæt indum. — Þetta er bara til að dunda við þangað til maturinn kemur, sagði Graham þeim. m Sandra hló. Það er engin furða þó að konurnar í kvenna- búrinu fitni, sagði hún. — Hér eru engar kvennabúrs- konur, sagði Davíð. — Þetta eru nútíma Arabar og Múhameðs- menn, sem sennilega eru uppald ir í Evrópu. Konurnar þeirra hafa varpað frá sér andlitsdúkn um fyrir löngu. Og sumar þeirra eru meira a ð segja farnar að vinna fyrir sér. Flestir gestirnir voru karl- menn — sýrlenzkir, Líbanons- menn, Tyrkir, Egyptar og Mar- okkómenn — velbúnir og sumir þeirra með rauðu kollhúfuna á svörtu sléttu hárinu. Og þarna voru meira að segja nokkrar skrautbúnar stúlkur, en kjólar þeirra og skartgripir voru í ein- kennilegu ósamræmi við umhverf ið. Graham talaði við þjónana á arabisku og að undanteknum tveim rosknum mönnum, sem töl- uðu frönsku, heyrðist þarna ekk ert annað tungumál. Jill kom sér þægilega fyrir á silkisætinu og víssi með sjálfri sér, að í kjóln- um sínum þoldi hún samanburð við allar aðrar konur, sem þarna voru. Máltíðin tók þrjár klukku- stundir. Milli réttanna voru löng hlé, en þetta þótti sjálfsagt, og þá voru líka skemmtiatriði. Einn trúður lék ótrúlegustu listir með marglita hnetti og fjarðrir. Slöngutemjari settist á mitt gólf og höggormarnir hlykkjuðu sig eftir hljóðpípublæstri hans. Enginn klappaði eða lét á ann- an hátt velþóknun sína í ljós, en við lok hvers atriðis, gengu CRENStóVIGI 22-24 SJMAfi: 30Z80-3226Z LITAVER NYTT - NYTT POSTULÍfíSVEGGFLISAR Nýir litir — Glœsilegt úrval UMBOÐ UM ALLT LAND M V M ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 JEa Jj Æjk ML ■ ■ REYKJAVIK SIM113404 ALAFOSS GOLFTEPPI listamennirnir í kring með skál, sem gestirnir létu peninga falla í. Það var eins og Davíð sagði: — Maður verður að vera heldur betur fær til þess að geta lifað á Skemmtanastarfsemi hér. Á- horfendurnir borga ekki meira en þeim finnst skemmtunin vera virði. Loks voru bornir fram ofur- litlir arabiskir kaffibollar. Með- an Jill dreypti í sinn bolla, datt henni í hug, að enn væru hér samankomin fjögur hjörtu, enda þótt eitt þeirra væri nýtt í hópn um. Davíð sat í sætinu, sem Oli- ver hafði verið ætlað. Hún tók að velta því fyrir sér, hvað orð- ið hefði af Oliver. Það var ekki honum líkt að láta sig vanta, nema þá af einhverri góðri og gildri ástæðu, og áreiðanlega hefði hann haft gaman af svona kvöldi, eftir allt tilbreytingar- leysið í eyðimörkinni. — Getum við nú farið að dansa? spurði Sandra. Það er þó væntanlega einhver hljómsveit hérna? — Nei, ekki hér, sagði Gra- ham. — Menn faðma ekki kon- ur að sér á almannafæri í Ara- bíu. Það væri ósiðlegt. En við getum bráðum farið upp í dans- salinn. Þar er nýtízku hljómsveit vegna ferðamannanna, og ég er viss um, að hún kann öll nýj- ustu lögin. — Það er dásalegt, elskan. Við skulum drekka út og fara svo og reyna það í nokkrar mín- útur. Mig sárlangar í snún- ing. — Fyrst verðum við að sjá að- alsýninguna hérna, sagði Gra- ham. — Asia Jashar. Hún er að- al-skemmtikrafturinn í Iran og hefur verið fengin hingað með miklum tilkostnaði. Þarna koma stúlkurnar. Sittu kyrr og hvíldu þig, Jill, sagði Davíð. — Þú átt eftir að pad er leikur. með H0IE KREPP rúmfataefninu, sem ekki þarf að strauja. H0IE KREPP rúmfataefni fást í helztu vefnaðarvöruverzlunum um land allt. hoie KREPP EINKAUMBOÐ: MATS WIBE LUND jr. HRAUNBÆ 34, REYKJAVÍK, SÍMI 81177 r Þér getið ekki gert betri kaup 'i 4 gerðir, verð frá kr. 1185.— til 1929.— kúlulegur, loftfylltir hjólbarðar. CAR-FA farangursgrindur í úr- vali, ódýrar.. ELECTOR strokjárn með hitastilli, kr. 405.00. Málningarvörur. Topplyklasett frá kr. 238.00, stjörnulyklasett frá kr. 124.00, stakir toppar, stakir lyklar, sérverkfæri. VERZLIÐ ÁÐUR EN KRÓNAN LÆKKAR OG VÖRUR HÆKKA! Grensásvegi S — Símí 84845

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.