Morgunblaðið - 01.11.1968, Side 27

Morgunblaðið - 01.11.1968, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968 27 CALLAS OG ONASSIS UNNU MÁL GEGN GÖMLUM VINI London 31. október —AP — ARISTOTELES Onassis hefur unnið mál fyrir brezkum dóm stólum, gegn fyrrverandi vini sínum Panaghis Vergottis, en þeir voru að deila um hluta- bréf í skipafélagi, að verð- mæti l.í milljón sterlings- pund. Og það er óperusöng- konan Maria Callas, sem deil- ir sigrinum með Onassis. Þannig var mál með vexti, að skipafélagið var keypt árið 1964 fyrir 240 þúsund pund í reiðufé og afganginn með áfborgunum. Onassis gaf Maríu 26 hlutabréf og frænda sínum 24. Hin 50 vorVí eigu Vergottis. Nokkru eftir kaup- in sendi Maria Vejgottis 60 þúsund pund. í réttarhöldunum héldu þau María og Onassis því fram, að þessi 60 þúsund pund hefðu verið borgun fyrir 25 hluta- bréf sem María átti að fá, en Vergottis sagði hins vegar, að þetta hefði verið lán til fé- lagsins sem ætti að greiðast með vöxtum. Þau unnu mál- ið. Vergottis áfrýjaði, tapaði áfrýjaði aftur, tapaði aftur og varð að greiða 70 þúsund pund í málskostnað. Hvorki María né skipakóng urinn voru viðstödd síðustu dómsuppkvaðninguna, hann er í brúðkaupsferð með Jackie, en hún í söngferð. OL-skák- mótiö ÍSLENZKA skáksveitin tapaði í 6. umferð, í B-úrslitum á Ol- skákmótinu í Lugarno. Andstæð- ingar íslendinga að þessu sinni voru Austurríkismenn og fengu landarnir aðeins einn vinning úr þeirri viðureign. Það var Guð- mundur Sigurjónsson sem vann Prameshuber á 2. borði. Annars fóru leikar þannig að Ingi R. Jóhannsson tapaði fyrir Duck- stein, Jón Kristinsson tapaði fyr- ir Stoppel og Björn Þorsteins- son tapaði fyrir Niedermeyer og var þetta fyrsta tap Björns á mótinu. Önnur úrslit urðu: Brazilía— Svíþjóð 3—1 Holland — Mon- golia 2V2 — 1%. England — Cuba 2% — Yz (1) Spánn — Sviss 2 Y2 — 1Y2. Belgía — Skot- land 2V2 — 1Y2. ísrael — Finn- land 2Y2 — 1 %. I sjöundu umferð tefla fslend- ingarnir við Belgíumenn. arfirði með 2456 lestir. Sunnanlands eru hæstu bátar: Hafrún frá Bolungarvik með 560 lestir, Höfrungur ni. frá Akra- nesi með 554 lestir og Örn RE með 339 lestir. Sjá síldveiði- skýrslu yfir þau skip, sem hafa fengið 100 lestir eða meira á 'bls. 7. Norður og Austurland: Lítið var um að vera á miðun- um austur af landinu síðastliðna viku. Það litla sem fékkst af síld veiddist á svæðinu 70—75 sm. SA af Gerpi. Allmörg skip héldu á Hjaltlandsmið, því það- an höfðu borizt fregnir um gó’ð- an afla. Tilkynntur vikuafli til Fiski- félags'ins nam 1.765 lestum. Voru það 6.612 upps. tunnur, 146 lestir í frystingu, 542 lestir í bræðslu og 112 lestir sem landað var er- lendis. Heildaraflinn er nú 75.494 lest- ir og hagnýttur þannig: 1 salt 66.484 tunnur saltaðar á sjó, 58.684 tunnur uppsaltaðar, samtals 125.168 tunnur eða 17.011 lestir. í frystingu hafa farið 551 lest, í bræðslu 48.345 lestir og landað erlendis 9.587 lestum. Á sama tíma í fyrra var aflinn þessi: 1 salt 166.059 uppsaltaðar tunnur, eða 24.245 lestir, í fryst- ingu 1.007 lestir, í bræðslu 271. 141 lest, til innanlandsneyzlu 15 lestir og erlendis var landað 6.734 lestum. Alls voru þetta 303.142 lestir. Hæsti löndunar- staður er Siglufjörður me'ð 24. 158 lestir. Suðurland: Vikuaflinn við Suðurland var 1.370 lestir og vikusöltun 4.117 tunnur. Heildarsöltun Suður- landssíldar er nú 11.706 tunnur og heildaraflinn frá 1. júní 7.767 lestir. Hæsti löndunarstaður er Kefla vík með 1888 lestir. Á sama tíma í fyrra var heild- araflinn 27.385 lestir. Bragi Kristjánsson teflir á 3. borði. Staðan í B-úrslitaflokki er nú þessi: Holland 16% vinning, Austurríki 16 vinninga, England 15 vinninga (1), Sviss 14% vinn ing, Finnland og Spánn 14 hvor sveit, fsrael 13%, ísland 11, Sví- þjóð 10, Cuba 9 (1), Brazilía 9 vinninga,, Mongolía og Belgía 8% hvor sveit og Skotland rek- ur lestina með 7% vinning. SIGRUÐU BELGA Samkvæmt síðustu fréttum frá Lugano sigruðu islenzku skák- mennirnir sveit Belga með 3 vinningum gegn 1. Ingi gerði jafntefli við O’Kelly, Guðmund- Hr gerði jafntefli við Boey, Bragi vann Rooze og Jón vann Comelis. - SÍLDIN Framhald af bls. 28 með 2634 lestir og Fífill frá Hafn - BLAÐAMENN Framhald af bls. 1 blaðamanna um hernám Tékkóslóvakíu og krefjast þess að gerð verði grein fyrir dreifingu áróðursrita frá her- námsliði Varsjárbandalagsríkj anna. Þá er þess farið á leit að útvarpsstöð Rússa í land- inu, Útvarpi Vltava, verði lok að. Verkamenn hafa gripið til mótaðgerða vegna dreifingar pólskra og sovézkra blaða og flugrita um innrásina. Verka- menn í Brno hafa endursent áró'ðursrit til pólsku menning- armiðstöðvarinnar í Pnag og vísað á bug því sem haldið er fram í ritunum. Verkamenn í Usti nad Labem í Norður-Bæ heimi hafa sent verkamönn- um í Czedstochowa í Póllandi, er hvöttu þá til kappræðna, harðort svar. Flotnælingor d Miðjnrðorhafi Napoli, 31. október. NTB. Tilkynnt var í aðalstöðvum Mið jarðarhafsherstyrks NATO í Na poli í dag, að haldnar yrðu um- angsmiklar flotaæfingar á Mið- jarðarhafi frá og með 5. nóvem- ber og standa þar í tvær vikur. 50 herskip frá Bretlandi, Frakk- landi, Grikklandi, ítalíu taka þátt í æfingunum. Æingarnar eru haldnar á sama tíma og Rússar hafa sent mikinn flota til Miðjarðarhafs- ins og telur hann nú 60 her- skipa eða 20 fleiri en eftir styrj- öld Araba og Israelsmanna í fyrra, að því er áreiðanlegar heimildir herma. Fyrir um það bil 10 dögum sást til ferða 52- 54 sovézkra herskipa og voru þar á meðal 10-12 kafbátar, eitt þyrlumóðurskip, tvö beitiskip, 12 orrustuskip, þrír tundurdufla- slæðarar og 20 hjálparskip. Æfingarnar miða að því að auka og reyna samræmingu og viðbúnað flotadeildanna, sem taka þátt í þeim. Efling flota- styrks Rússa á Miðjarðarhafi hafa valdið vaxandi áhyggjum og hefur 6. bandaríski flotinn frestað venjubundnum æfingum úti fyrir ströndum Sardínu vegna nærveru fjölda sovézkra herskipa á þessum slóðum, að því er segir í fréttum frá eynni, en bandarískir talsmenn segja að ástæðan séu slæm veðurskil- yrði. Rauði Danny handtehinn Frankfurt, 31. október. NTB. FRANSKI stúdentaleiðtoginn Daniel Cohn-Bendit (Rauði Danny), var handtekinn og úr- skurðaður í þriggja daga gæzlu- varðhald í dag, fyrir að hafa tekið þátt í óeirðum við réttar- höld fjögurra þýzkra unglinga. Lögreglan varð að kasta táragas sprengjum inn í réttarsalinn til að dreifa hópnum sem lét öllum illum látum á áheyrendabekkj- unum. Unglingarnir fjórir voru dæmd ir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í stóru vöruhúsi í Frankfurt í apríl síðastliðnum. Ólætin byrjiíSu fljótlega eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. Dómarinn bað lögreglu- menn að ryðja salinn og kom þá til átaka milli þeirra og við- staddra stúdenta. Bergmálaði dómhúsið af ópum og blótsyrð- um bardagaaðilanna. Rauði Danny var handtekinn þegar hann var að reyna að tala við einn verjendanna. Lögreglu- þjónn sagði honum að það væri bannað og að hann væri hand- tekinn til bráðabirgða. Fyrir ein- um mánuði var hann dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum gegn Leopold Senghor, forseta Sene- gal. Samkvæmt þeim dómi verð ur hann fangelsaður ef hann heldur sig ekki frá mótmælaað- gerðum næstu þrjú árin. Egyptoi iaeð ögranir — segir Dayan um átökin við Súez Amman, Jerúsalem, 29. okt. AP. NTB. MOYSE Dayan, varnarmálaráð- herra tsraels sagði á þingi í dag að hernaðaraðgerðir Egypta á vestari bakka Suezskurðarins stefndu vopnahléssamningnum í bráðan voða og auknum viðbún- aði Egypta yrði tafarlaust mætt af hálfu tsraela. Þingið var að ræða atburði þá sem urðu við Suezskurðinn um helgina, en þá kom til meiri átaka en um margra vikna skeið. Odd Bull, eftirlitsmaður S. Þ. á því svæði hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni, að Egyptar hafi átt upp- tökin. I dag skiptust svo Jórdanar og ísraelar á skotum yfir ána Jór- dam í sýðri hluta Jórdandalsins. Stóð skothríðin í hálfa klukku- stund og svo sem venja er kenn- ir hvor aðilinn hinum um að hafa átt upptökin. - NJÓSNAMÁLIÐ Framhald af bls. 1 Umbóta krafist. Yfirmaður vestur-þýzku örygg isþjónustunnar og ráðuneytis- stjórnar innanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins hafa haldið sérstakan fund að skipun Kurt Georg Kiesingers kanzlara til að ræða möguleika á úrbót- um í gagnnjósnaþjónustunni. Komið hafa fram ásakanir um al- varlegar misfellur í störfum hinna ýmsu greina öryggisþjón- ustunnar, og er talin þörf á auk- inni samræmingu. f skýrslu, sem lögð verður fram í næstu viku, verða bornar fram tillögur um, hvernig auka megi samstarf lög- reglunnar, öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknaraembættisins til þess að efla öryggi landsins. í dag skýrði lögreglan í Bonn frá því að fundizt hefði lík Ger- hard Böhms, 61 árs gamals starfs manns varnarmálaráðuneytisins, sem saknað hefur verið síðan hann skrifaði fjölskyldu sinni bréf fyrir tíu dögum og kvaðst mundu svipta sig lífi. Líkið fannst í Rín skammt frá Köln og segir lögreglan flest benda til þess að hann hafi framið sjálfs- morð, en þó sé útilokað að það standi í sambandi við njósnamál- ið heldur hafi Böhm fallið þungt að hann fékk ekki stöðuhækkun. — Skírnarathöfn Framhald af bls. 10 ur á íslandi, heldur fari þar aðeins fram skírnarathöfn, þar sem skipt verður um nafn á Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalistaflokknum, vafalaust vegna þess, að slíkt heiti á aug ljóslega ekki við lengur. í fram haldi af þessari ákvörðun hef ég í dag sagt af mér formennsku í Alþýðubandalaginu. — Og hvað er svo framund- an? Til sölu 65 tonna fiskiskip í góðu ásigkomulagi. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fyrir 5. nóv. næstk. merkt: „6718“. — Þar er komið að máli, sem enginn einn getur svarað nema fyrir sjálfan sig persónulega. Vandamál okkair Björns Jóns- sonar og stuðningsmanna okk- ar, er ekki persónulegs eðlis. Það er vandamál allra vinstrí sinnaðra manna í landinu, og •frá mínu sjónarmiði er um þrjár leiðir að ræða: 1. Hætta afskiptum af stjórn- málum 2. Leita málefnalegrar sam- stöðu og samstarfs við aðrar pólitískar heildir í landinu. 3. Bjóða fram í öllum kjördæm um við næstu kosningar og gefa kjósendum þannig kost á að segja til um, hver hljóm grunnur er fyrir víðtæku vinstra samstarfi í nánum tengslum við málstað verka- lýðshreyfingarinnar. En auðvitað bíður það síns tíma, að teningunum verði kast að. Suðurlandssíld til Kefiovíkur ALLS eru nú komnar á land í Keflavík 1009 lestir af síld, sem hefur að jöfnu farið í söltun og frystingu. f dag komu aðeins tveir bátar, Eldey með 54 lestir og Ingiber Ólafsson með 30 lest- ir og var það allt saltað. Veð- ur hefur að undanförnu haml- að mjög veiðum. 5 línubátar eru nú byrjaðir veiðar og var afli þeirra í dag tregur, 5 lestir og niður í tvær. Óvíst er nú hvort bátar fari út í nótt" vegna veð- urs, en hér er nú helvítis garg i hafinu H.S.J. 3d mynd Rússar efla landbúnað Moskvu, 31. september. AP-NTB. LEONID Brezhnev, aðalleiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, viðurkenndi í dag, að samyrkju- búskapur í Sovétríkjunum ætti enn við að striða óleyst vanda- mál, en sagði að þrátt fyrir það yrði uppskera svo góð í ár að hún nálgaðist fyrri met. Brezhnev gerði grein fyrir stefnu þeirri sem fylgt hefur verið í landbúnaðarmálum sfðan Nikita Krúsjeff var steypt af stóli í ræðu sem hann hélt á fundi miðstjórnarinnar og sagði að mikilvægasta verkefni so- vézks landbúnaðar á næstu ár- um væri að auka hveitiuppskeru um allan helming. í því skyni yrði framleiðsla tilbúins áburðar aukin úr 47 milljónum lesta í 95 milljónir lesta á árunum 1969— 72. t Móðir mín Arndís Andrésdóttir frá Hrafnsey, Samtúnl 20 andaðist í Borgarspítalanum 31. okt. Magnea Sigurjónsdóttir.. t Útför, Helga K. Jónssonar frá Vatnsenda, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 2. nóv. kl. 10.30 fyrir hádegi. Sigmundur R. Helgason og f jölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.