Morgunblaðið - 01.11.1968, Side 28
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1968
Heimilistrygging
er nauðsyn
ALMENNAR
TRYGGINGAR £
Herskip lýsti upp Málm-
ey að nœturþeli
Líkur benda til, að
verið á ferð
Bæ, Skagafirði, 31. okt.
SKAGFIRÐINGAR urðu varir
við einkennilegar ferðir her-
skips út af Skagafirði fyrir
nokkru. Stanzaði herskipið þar
og beindi sterkum ljóskösturum
Stormur d
síldarmiðunum
Við höfðum samband við síld-
arleitarskipið Árna Friðriksson
í gær. Jakob Jakobsson, fiski-
fræðingur, sagði, að það hefði
verið stormur á miðunum síðan
á mánudag og ekkert veður til
leitar. Þeir hafa margoft farið
af stað í leit, en alltaf orðið að
snúa aftur vegna veðurs. Þegar
við töluðum við Jakob, hélt skip-
ið sjó í minni Reyðarfjarðar, en
eitthvað af síldarskipunum hélt
sig í vari á Breiðamerkurdýpinu.
Nokkur íslenzk skip hafa fengið
síld að undanförnu við Hrollaugs
eyjar, sagði Jakob okkur, en síld
inni hefur verið sleppt jafnóðum
vegna smæðar.
Síldarsjómenn og sildarleitar-
menn biða nú átekta þar til
veðrinu slotar.
þar hafi Rússar
til lands. Lýstu herskipsmenn
einkum upp Skaga og Málmey.
Virtust herskipsmenn hafa sér-
stakan áhuga á því að kanna að
stæður í Málmey.
Þegar herskipið hafði verið
þarna góða stund hélt það á-
fram ferð sinni vestur á bóginn.
Er það mál manna I Skaga-
firði, að þarna hafi verið á ferð
eitt rússnesku herskipanna, sem
þessa daga héldu sig uppi í land
steinum annars staðar við fs-
land.
— Bjöm.
Morgunblaðið hafði í gær sam .
band við yfirmann varnarliðsins,
Frank B. Stone, aðmírál, og
spurðist fyrir um það, hvort
nokkur bandarísk herskip eða
annara þjóða Atlantshafsbanda-
lagsins hefðu verið á fyrrgreind
um slóðum að undanförnu. Svar
aði aðmírállinn því til, að svo
hefði ekki verið.
Þá spurðist Morgunblaðið fyr-
ir um það hjá Pétri Sigurðssyni,
forstjóra Landhelgisgæzlunnar,
hvort varðskipin hefðu verið
þarna að verki. Pétur sagði, að
sér væri ekki kunnugt um, að
varðskip Landhelgisgæzlunnar
hefðu lýst upp Málmey að næt-
urþeli.
Heildarsíldaraflinn
um 75 þúsund lestir
— 23 prósent aflans í salt
t síldarskýrslu frá Fiskifélagi
Islands um yfirlit um síldveiðar
norðanlands, austan- og sunnan-
lands vikuna 20—26. október eru
upplýsingar um aflatök i heild
fyrir síðasta ár og það sem af
Islenzkt kvöld í
finnska sjónvarpinu
fslenzk kvölddagskrá verður í
finnska sjónvarpinu seint í nóv-
ember. Verður dagskránni sjón-
varpað á rás 2, en finnska sjón-
varpið sendir út á tveim rásum.
Á vetrardagskrá finnska sjón
varpsins var áætlað að hafa eitt
kvöld í viku frá Norðurlöndun-
um og verður íslenzka kvöldið
það þriðja í röðinni. Pétur Guð
finnsson, framkvæmdastjóri ís-
lenzka sjónvarpsins tjáði okkur
í gær, að íslenzka kvöld-
dagskráin fyllti kvölddagskrá
finnska sjónvarpsins á rás 2 út-
sendingarkvöldið og eina efnið
annað en íslenzkt það kvöld
verða finnskar fréttir. Pétur,
sagði fyrirhugað að kvölddag-
skráin yrði í eftirfarandi formi:
Dagskráin hefst kl. 7 og lýk-
ur laust eftir kl. 9. Lúðrasveit
Reykjavíkur mun hefja þáttinn,
þá mun Valli víkingur láta ljós
sitt skína, myndsjá verður með
íslenzku efni, sem er ofar-
lega á baugi um þessar
mundir. Þá mun gam-
anþátturinn Örlagahárið verða
sýndur, stóðréttarmynd úr Þver
árrétt, Litli Barokk kórinn mun
koma fram og sýnd verður kvik-
myndin frá Patreksfirði um And
rés fiskimann. Síðustu dagskrár
liðirnir verða svo þáttur með
hljómsveitinni Óríon og Sigrúnu
Harðardóttur og kvikmynd, sem
íslenzka sjónvarpið lét gera um
Surtsey.
Finnska sjónvarpið bauð ís-
lenzkum sjónvarpsþul til Finn-
lands í tiiefni íslenzka kvölds-
ins og mun væntanlega ein af
íslenzku kvenþulunum fara ut-
an.
er þessu ári.
Heildaraflinn nú er 75,494 Iest-
ir, en var á sama tíma í fyrra
303,142 lestir. Hlutfallslega hef-
ur þó verið saltað mun meira í
ár en í fyrra. Hæstu bátar við
Norður- og Austurland eru Örn
RE með 2656 lestir, Guðbjörg ÍS
Framhald á hls. 27
Tjörnin er nú ísi lögð og athafnasvæði fuglanna hefur brengzt
en krakkarnir fara að taka fram skautana og renna sér á gljá-
andi svellinu. Ólafur K. Magnússon tók þessa mynd í gær al
Tjarnarfuglunum þar sem þeir voru að svamla í vökinni við
hitaveiturörið.
Hannibal Valdimarsson segir af sér
formennsku Alþýðubandalagsins
— en landsfundur þess hefst í dag
r
Karl Guðjónsson ehki Inlltrúi ó
landsfund Alþýðubandolagsins
SVO sem kunnugt er, eru all- og spurðist fyrir um það
miklar víðsjár í sambandi við hvort hann mundi sækja
landsfund Alþýðubandalags- landsfundinn. Karl Guðjóns-
ius, sem hefst í dag. Hanni- son svaraði á þann veg, að
bal Valdimarsson hefur sagt hann væri ekki kjörinn full-
áf sér formennsku Alþbl. og trúi á landsfundinn. Af þeim
Alþýðubandalagsfélagið á Ak orðum Karls leiðir væntan-
ureyri, sem Björn Jónsson lega að hann munj ekki sitja
alþm. er meðlimur í hefur landsfundinn og hlýtur það
ákveðið að senda enga full- að vekja töluverða athygli og
trúa á landsfundinn. 'bendir enn til þeirrar sundr-
Mbl. sneri sér í gærkvöldi ungar, sem er í röðum Al-
til Karls Guðjónssonar, eins þýðubandalagsmanna um
af alþm. Alþýðubandalagsins þessar mundir.
HANNIBAL Valdimarsson
hefur í dag sagt af sér for-
mennsku í Alþýðubandalag-
inu. Þetta kemur fram í við-
tali við Hannibal, sem birt er
á 10. síðu Mbl. í dag og fjallar
um viðhorf hans til fram-
vindu mála í Alþýðubanda-
laginu frá stofnun þess og
fram til þessa dags.
I viðtalinu segir Hannibal m.a.:
Þingfundir í gær
STUTTIR fundir voru í báðum
deildum Alþingis í gær. í efri
deild mælti Emil Jónsson, utan-
ríkisróðherra, fyrir frumvarpi
um fyrirmæli Sameinuðu þjóð-
anna. Var frumvarpinu síðan
vísað til 2. umræðu og alisherj-
arnefndar. Þá mælti Ólafur
Björnsson fyrir nefndaráliti fjár
hagsnefndar efri deildar um
frumvarp um Happdrættj fyrir
ísland. Nefndin var sammála um
að mæla með samþykkt frum-
varpsins, og var það afgreitt til
3. umræðu.
í neðri deild mæltu tveir þing
menn fyrir frumvörpum sínum.
Hannibal Valdimarsson fyrir
frumvarpi um vinnuvernd og
Skúli Guðmundsson fyrir frum-
vrapi um tekjustofna sveitarfé-
laga. Voru frumvörpin afgreidd
til 2. umræðu og nefnda.
„Ég tel það augljóst, að í stað
þess, að ég vildi stefna að frjáls
lyndu og víðtæku samstarfi
vinstri sinnaðra manna og afla
í landinu sé nú stefnt af ráðandi
mönnum Alþýðubandalagsins og
Sósíalistaflokksins út í þrönga
pólitíska einangrun, sem ég vona
að engir fylgi þeim út í áðrir en
þeir, sem í slíkri liðssveit eiga
heima sökum sameiginlegra lífs
skoðana. Ég hef tekið ákvörð-
un um það að eiga engan hlut að
þeim landsfundi Alþýðubanda-
lagsins, sem hefst í dag. Ég tel
augljóst, að þar verði ekki stofn-
aður neinn nýr stjórnmálaflokk-
ur, heldur fari þar aðeins fram
skírnarathöfn, þar sem skipt verð
ur um nafn á Sameiningaflokki
alþýðu — Sósíalistaflokknum,
vafalaust vegna þess að slíkt
heiti á augljóslega ekki vi’ð leng
ur. í framhaldi af þessari ákvörð
un hef ég í dag sagt af mér for-
mennsku í Alþýðubandalaginu."
Viðtalið í heild birtist sem fyrr
segir á bls. 10 í Mbl. í dag.
Endastöðvor Kópavogs- og
Hainarfjarðarvagna fluttar
Á BORGARRÁðSFUNDI s.l.
þriðjudag var tekið fyrir og sam
þykkt umsögn lögreglu- og borg
aryfirvalda varðandi endastöðv-
ar Hafnarfjarðar- og Kópavogs-
strætisvagna í Reykjavík. Upp-
haf málsins er að skólastjóri
Gagnfræðaskólans í Vonar-
stræti kvartaði um truflun á
kennslu í skólanum frá umrædd-
um endastöðvum, sem um lang-
an tíma hafa verið í Lækjar-
götu.
Nú hefur verið ákveðin sú
breyting að innan tíðar verði
teknar upp nýjar endastöðvar.
Hafnarfjarðarvagninn mun
aka óbreytta akstursleið um
borgina, en endastöðin verður
flutt upp á Laufásveginn við
Bókhlöðustíg, en Kópavogs-
vagnarnir munu aka inn í mið-
borgina um Hringbraut, Sóleyj-
argötu, Fríkirkjuveg og Lækjar-
götu að nýrri endastöð sem nán
ar á eftir að ákveða um, en síð-
an aftur til Kópavogs um Skúla
götu og Snorrabraut.
Fjögur félög
senda ekki fulltrúa
Skv. upplýsingum sem MbL
hefur aflað sér munu fjögur Al-
þýðubandalagsfélög ekki senda
fulltrúa á landsfund Alþbl. sem
hefst í dag. Eru það félögin 1
Bolungarvík, Akureyri, Eyja-
firði og á Húsavík.