Morgunblaðið - 08.01.1969, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1969.
Jökulsá á Fjöll-
um flutti sig
— í 57 ára gamlan farveg sinn
— Tók 30 metra katla af þjóðveginum
JÖKULSÁ á FjöIIum flæddi á
mánudag úr farvegi sinum,
skammt frá Ásbyrgi, en í hon-
um hefur áin runnið síðan 1912
eða í 57 ár. Fór áin í gamla far-
veginn og tók hún af þjóðveg-
inn á 30 m. kafla. Er þarna mik-
ið fljót yfir að sjá núna.
Gunnar Indriðason í Lindar-
brekku gaf fréttaritara blaðsins
upplýsingar um þetfta. Flóðið
byrjaði með því að krapastífla
myndaðist í ánni skammt frá
Syðri Bakka, þar sem farevgur
Jökulsár er fremur grunnur. Hef
ur krapið svo haldið áfram að
hlaðast upp, þar til komið er á
móts við Asbyrgi. f>á brýst áin
í vestur, og fer að mesrtu leyti
í gamla farveginn, sem fyrr er
nefndur. Þetta kom einnig fyrir
í fyrravetur, en þá hélt áin í
ausrturátt, í svokallaða Brunná.
Árið 1912 fór hún sjálfkrafa yfir
í þann farveg, sem hún hefur
verið í sl. 57 ár.
Bændur á Keldunesbæjum
eiga ræktað land, sem nú er kom
ið austur fyrir farveginn og eiga
því yfir Jökulsá að sækja að
landi sínu. En þrír bæir eru í
býggð milli gamla og nýja far-
vegarins, Syðri Bakki, Þórseyri
og Nýibær. Telur Gimnar, að
vel geti orðið fært austur yfir á
ísum, ef farið sé á skíðum. En
flóðið lokar veginum niður að
þessum bæjum.
Vegurinn yfir gamla farveginn
á þessum slóðum hefur verið
Minningorothöfn
í gær fór fram í Dómkirkjunni
minningarathöfn um frú Hiltrud
Thomsen, eiginkonu þýzka sendi
herrans í Reykjavík, en hún lézt
á nýjársdag. Frú Thomsen hefur
dvalið á Islandi með manni sín-
um, Henning Thomsen, sem verið
hefur sendiherra hér síðan 1965.
Frú Thomsen var ættuð frá
Darmsrtad í Hessen. Hún hlaut
menntun sína á Spáni og lauk
prófi í byggingarlist í Berlín.
Hún giftist Henning Thomsen
1936 og fylgdi honum viða um
lönd við störf í utanrikisþjónust-
unni.
Vegagerðinni all erfiður í vor-
leysingunum og undanfarin ár
verið mikið lagaður með því að
fjölga ræsum. Þau báru þó ekki
árvatnið, sem tók veginn af á 30
metra kafla í þessusm farvegi.
Einnig hefur hækkað um 1 metra
í svolítilli tjörn við Keldunes-
bæi, en ekki er talin hætta að
öðru leyti.
Er hæftan sú að áin haldi sig
áfram í gamla farveginum, en ef
breytir til sunnan áttar, er bú-
izt við að hún nái sér fram í fyrri
farveg sinn.
Þó oft blási hressilega í Eyjum, heyrist ekki oft um að skemmdir hljótist af. Líklegabyggja
Vestmannaeyingar svona vel. Þó eru undantekningar á þessu. Hér eru eftirstandandi kjallari af
Pálsborginni, sem fauk í norð anroki sl. laugardag og er brakið á víð og dreif. Ljósm. Sigurgeir.
Sirhan gœti hlot-
ið dauðadóm
Los Angeles, 7. janúar — NTB —
RÉTTARHÖLDIN gegn Sirhan
Bishara Sirhan, hófust í dag og
hinn meinti morðingi Roberts
Kennedy gekk inn í réttarsalinn
i fylgd margra lögreglumanna.
Enn fleiri umkringdu dómshúsið
og stálplötur voru fyrir glugg-
um. Hálftíma áður hafði móðir
Sirhans komið í réttarsalinn
ásamt yngri bróður hans.
Rétt eftir að rétturinn var sett
ur bað Grant B. Cooper, einn af
þrem lögfræðingum Sirhans um
að fá að tala einslega við Walk-
er dómara og þeir drógu sig í
hlé. Nokkrir viðstaddm töldu að
hann væri að reyna að fá rétt-
arhöldunum frestað, því hamn
átti að mæta í öðru máli síðar
um daginn. Cooper hefur sagt að
allar truflanir á gangi réttarhald
anna gætu skaðað skjólstæðing
hans.
Ef það var erindið hefur hon-
um verið synjað því réttarhöldin
héldu áfram. Ef Sirhan verður
sekur fundinn um morð af fyrstu
gráðu getur svo farið að hann
verði dæmdur til lífláts í gasklef
anum. Undanfarin ár hefur verið
reynt að fá dauðadóm afnuminn,
en það hefur ekki verið gert
ennþá. Hins vegar hefur enginn
verið tekinn af lífi í Kalifomíu
síðasta árið, vegna þessara til-
rauna.
Rússar gagnrýna Nixon
Moskvu 7. janúar AP-NTB.
RÚSSNESKA verkalýðsblaðið
Trud, gagnrýnir Richard Nixon
harðlega i dag og er það talið
nndanfari gagnrýni í hinum stóru
opinberu málgögnum sovétstjóm
arinnar. Rússnesku blöðin hafa
annars lítið minnzt á Nixon frá
því hann var kjörinn forseti,
nema hvað þau hafa látið að
því liggja öðru hvoru að hann
sé ekkl mikið skárri en aðrir
kapitalistar og heimsvaldasinn-
ar, sem ráðið hafi ríkjum vestan
hafs. Hins vegar hefur ekki verið
um beina gagnrýni að ræða fyrr
en nú.
í grein Trud er mikið fjasað
'Um fyrirhugaðar æfingar NATO
við landamæri Tékkóslóvalkíu, og
Nixon kennt um allt saman þótt
Johnson forseti hafi að sjálf-
sögðu tekið ákvörðunina fyrir
hönd Bandaríkjanna. Sagt er að
nú sé augljóst að Nixon hyggist
auka spennuna í Evrópu
Skógerö á Egilsstööum
Hlutatélag þar keypti vélakostinn í gœr
Mun veita um 80 manns vinnu þar eystra
SKÓVERKSMIÐJA verður
reist á Egilsstöðum. Var í gær
gengið frá kaupum á öllum
vélnm í hana, og er ætlunin
að hef ja skógerð í bráðabirgða
húsnæði strax og hægt verður
að flytja vélamar austur.
Þama er um að ræða allum-
fangsmikið fyrirtæki, sem get-
ur veitt vinnu allt upp í 80
manns.
Mbl. náði í gærkvöldi tali
af Bergi SigurbjömssyTU. fram
kvæmdastjóra Sambands sveit
arfélaga í Austurlandskjör-
dæmi, en hann var í höf-
uðborginni ásamt fuUtrúum
stjómar skóverksmiðjunnar
til að festa kaup á vélum. Var
það gert í gær og greidd
fyrsta afborgun af vélunum,
sem eru nýlegar, en hafa verið
notaðar í Reykjavík áður.
Hlutafélag hetfur verið
myndað um skóverksmiðjuna.
Hafa á annað hundrað manns
úr Egilsstaðakauptúni og ná-
grannahreppunum lotfað hluta
fjárframlagi, en einnig eru
verkalýðsfélagið og iðnaðar-
mannafélagið í Egilsstaða-
kauptúni og sveitafélagið
sjálft hlutíhafar. Sagði Bergur
mjög mikinn og almennan
áhuga á málinu hjá Egilsstaða
buum og í nærsveitum.
Um stærð verksmiðjunnar
sagði hann, að hún yrði ekki
eins stór og Iðunn, til að byTja
með, en þó hátt í það. Væri
I undirbúningi að byggja yfir
starfsmennina 450 ferm. hæð
og er platan tilbúin. En ætl-
unin er þó að hefja starfsem-
ina í bráðabirgðahúsnæði með
an byggt er. Á aðallega að
framleiða þama karlmanna-
skó, unglingaskó og barnaskó
Úr hráefni, sem fyrst verður
erlent, en ætlunin er að kaupa
síðar hráefni af Iðunni, sem
hefur látið öllum fyrri skó-
verksmiðj.um hér í té hráefni.
Við eðlileg afköst murru 50-
60 manns starfa í verksmiðj-
unni í fullu starfi, en með því
að taka upp 4 tíma vaktir fyr-
ir húsmæður, gætu um 80
manns fengið þar starf. Er
ætlunin að ráða í fýrstu eitt-
hvert þjálfað starfsfólk, en
fyrst og fremst er þetta gert
til að koma í veg fyrir at-
vinnuleysi á Egilsstöðum og
því verður þjálfað upp heima
fólk.
Um kostnað sagði Bergur að
með velvilja allra, sem við-
skipti þarf að hafa við, verði
þessi verksmiðja ótrúlega ó-
dýr miðað við núgildandi verð
lag.
í_______
Norræna fréttastoian heldur
nómskeið hér í sumar
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt fréttatilkynning frá „Norrænu
fréttastofunni á íslandi“, sem rek
in er að Dananum Christian
Bönding. Segir í tilkynningunni,
að ea. 150 blöð á Norðurlöndum,
svo og útvarp og sjúnvarp, hafi
notað fréttir fyrirtækisins um ís-
land. Samanlagt upplag þessara
blaða s'é yfir 2 milljónir eintaka.
í tilkynningunni segir, að Nor-
ræna fréttastofan munj gangast
fyrir námskeiði á íslandi í sumar
og rouni 10 blaðamenn rá Norð-
urlöndum taka þátt í því.
Norræna fréttastofan hefur áð-
ur efnt til námsskeiða á íslandi
og hafa tekið þátt í þeim nor-
rænir blaðamenn, kennarar og
rithöfundar alls 75 talsins.
Undarlegt Ijós sést
á Vestfjörðum
Að undanförnu hafa þrisvar
sinnum sézt undarleg ljós í lofti
yfir syðsta hluta Vetfjarðankjálk
ans. Mbl. átti tal við Þórð Jóns-
son á Látrum, en þar sást þetta
ljósafyrirbrigði á lofti í hálfan
annan tíma á mánudagiskvöld.
Þórður sagði, að þetta ljós
hefði sézt frá Bíldudal einn dag-
inn eftir jólin og farið yfir Otra-
fjall. Þá sást það seinna úr Kolls-
vík og horfðu menn þá á það í
15 mínútur og loks sáu menn
þetta frá Látrum í fyrrakvöld.
Er lýsingin á þessu fyrirbrigði
eins hjá öllum, frá þessum þrem-
ur stöðum.
Þórður lýsir fyrirbrigðinu svo,
að þetta sé ljósgult en breytilegt
Ijós, kemur út hárauður litur og
einnig grænn. Ef horft er á það
í sjónauka, skírast litimir. Þetta
er nokkuð stórt um sig, stærra
en þeir gervihnettir er sést hafa
á himni, að stærð milli tungls
og stjörnu. Er þetta ljós á hreyf-
ingu, fór á mánudagskvöldið frá
austri til vesturs, eins og vindur
var þá.
Þegar þetta sást frá KoUsvík,
var það um 15 mínútur á lofti.
Ekki var þá tungl á lofti, og
sýndist fólki ljósfð koma á 20—30
m bletti á sjóinn. Á mánudags-
kvöldið sást það í hálfan annan
tíma frá Látrum. Þá var tungl
í fyllingu og heiðskírt, telttr Þórð
ur, að ef dimmt hefði verið á
lofti, hefði fyrirbrigðið lýst vel
frá sér. Segir hann útilokað að
þetta séu neyðarblys, en það
líkist neyðarrakettu. Þetta fer þó
svo hægt og sígur yfir himininn.
Sagðist Þór'ður hafa hringt í
Slysavamafélagið, þar sem mjóg
fróðlegt væri að fá einhverja
skýringu á þessu fyrirbrigði.
í gærkvöldi hringdi Þórður á
Látrum svo aftur, en þá var
ljósfyrirbrigðið á lofti og sýnd-
ist nú stöng upp úr því og var
eins og þetta ylti til. Áður en
tunglið kom upp, Iýsti þetta svo
mikið að ljósrák var á sjónum.
Stundum var þetta gulur bjarmi,
rtundum eins og stjarna og mjög
failegt, en misjafnt í lögun.
Mbl. spjallaði um þetta við
Jónas Jakobsson veðurfræðing,
sem sagði að ekki væri hægt að
segja hvað þetta væri, en mikið
væri nú orðið af rannsóknar-
belgjum í geimmun. Virtist
þetta vera einhvers konar loft-
belgur, sem hefði sigið niður í
neðri lög, er hann hefði lokið
hlutverki sínu og væri farinn að
tæmast. Væru stundur spaglar
eða málmhúð á slíkum belgjum
til endurkasts og gætu þeir end-
urkastað tunglsljósinu, þó það
sé ekki sjáanlegt frá jörðu. í
Dananörku komust menn fyrir
skömmu að raun um að ljós-
fyrirbrigði, sem sást á þennan
hátt, var einn af útblásnu gervi-
hnöttunum, sem notaðir eru til
sjónvarps, svokallaðir Eccobelg
ir. Er þeir fara nær jörðu, hægir
loftmótstaðan á þeim og þeir
dragast saman og verða ílangir.
Má minnasit þess að t.d. Frakkar
sendu hér upp heilmikið af rann
sóknarbelgjum í sumar. Ekkert
kvað Jónas þó hægt að segja um
slíkt, en þessi skýring dytti sér
í hug.
Ummæli ársins 1968
Morgunblaðið hefur valið eftirminnilegustu
umrnæli ársins 1968. Þau eru úr Pravda og
hljóða svo: Tékkóslóvakíska þjóðin elskar
Rauða herinn.