Morgunblaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBJjAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1969.
giftast henni, verður bún und-
arleg í framan og stingur af við
sólarupprás.
Hún flækist til Mexikó, hittir
þar mann sem kemst að því hver
hún er. Hún fer með honum til
New York, þar sem hann hyggst
kúga fé út úr eiginmanni henn-
ar. Og þarna er það sem mynd-
in hættir að vera vinnukonu-
róman og stígur niður á við.
Konan vill ekki að sonur henn
ar komíst að því hvað hún er
orðin, í stað þess að vera lík
eins og sonurinn hélt, svo hún
skýtur fjárkúgarann. Hún er tek-
ín föst, neitar að segja hvað liún
heitir og gerir ekkert til að verja
sig. Rétturinn skipar henni lög-
fræðing, og vi'ti menn, það er
einmitt sonur hennar, en það vita
þau hvorugt. Þetta er fyrsta mál
sonarins, svo að faðirinn mætir
í réttinum, nú orðinn ríkisstjóri
og á von á útnefningu sem for-
setaefni þá og þegar. Einnig mæt
ir tengdamóðirin. Ryrja nú allir
að átta sig á hver er hver og
verða allir ósköp vandræðalegir
nema illa tengdamóðirin, sem
grætur, sennilega til að maður
sjái að hún er ekki eins ill og
maður hélt. Sonurinn ver kvinn-
una af snilli og lítur út fyrir að
hann sé að vinna málið, þegar
kviðdómur fer út.
Nú er vandi á höndum höf-
undum kvikmyndahandrrtsins.
Ekki getur forsetaaefnið tekið
aftur við eiginkonu, sem týnd
hefur verið í tuttugu ár og c\S-
in illa fair naf ólifnaði, og ekki
er heldur hægt að láta hann
kasta henni út í yztu myrkur.
Þeir leysa málið á einfaldan og
snjallan hátt. Hún deyr á með-
an kviðdómurinn er frammi.
L/eikur í myndinni er afleifur,
með tveimur undantekniwgum.
Eru það Burgess Meredith sem
fjárkúgarinn og Keir Dullea sem
sonurinn. Leikur beggja er langt
framar því sem algengt er, enda
báðir kunnir leikarar. Enginn
sem sá Davíð og Lísa hefur
gleymt leik Keir Dullea í því
hlutverki.
Senn má búazt við, að Ross
Hunter verði að fá sér aðra leik-
konu, þar sem Lana Turner er
ekki lengur sérlega sannfærandi
sem ung stúlka. Eigi hún sér
einJhverja aðdáendur, skal þeim
bent á að sjá þessa mynd, því að
hún er með þeim seinustu . f
þessu tagi.
JOIS - MWILLE
glerullareinangrunin
Fleiri og fleiri nota Johns-
Manville glerullareinangrun-
ina með álpappírnum,
enda eitt bezta einangrunar-
efnið og jafnframt það
langódýrasta.
Þér greiðið álíka fyrir 4”
J-M glerull og 2W’ frauð-
plasteinangrun og fáið auk
þess álpappír með!
Jafnvel flugfragt borgar sig.
Sendum um land allt —
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121. - Sími 10600.
AÐALUMBOÐ: O. JOHNSON OC KAABER
Skyrtan sem er straufrí og
framleidd úr 50°Jo kodel
og 50°]o bómull, meb Zip-
Clean i kraga og liningum
sem gerir þvottinn auðveldari.
5 mismunandi ermalengdir.
ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM:
Laugarásbíó:
MADAME X
Lana Turner er farin í hund-
ana einu sinni enn. Fyrir þá, sem
þekkja Ross Hunter og fram-
leiðslu hans, þarf ekki að segja
neitt meira. Fyrir hina, sem ekki
eru þessu fyrirbæri kunnugir, er
rétt að lýsa helztu einkennunum.
Án undantekninga er um að
ræða ríka konu, venjulega gifta
góðum manni, sem hún fer að
halda framihjá og lendir við það
í gílfurlegum vandræðum. Venju-
lega er þjóðfélaglsleg úttskúfun af
einlhverju tagi erfiðust þessum
persónum. Allt skeður í háStigi.
Hús eru ótrúlega íburðarmikil,
karlmenn ganga helzt ekki í
öðrum fötum en smoiking eða
rauðum flauelts-innijökkum, til-
finningar eru annað hvort ægi-
legt ha'tur eða eldiheit ást, menn
drekka helzt ekki annað en
kampavín á meðan vel gengur,
þegar illa gengur nægir ekkert
minna en absinth, bílar eru fín-
ir ag dýrir, skemmtanir eru svo
fínar, að teknar eru myndir nið-
ur í gegnum kristallsljósakrónu
af dansandi fólki, grátur er sár,
bros eru sæt og hlátrar skærir
sem klukknahljómur.
Ef einhvern er nú farið að
gruna, að hér sé um dæmigerðan
eldlhúsróman að ræða, kemur
mér það ekki á óvart. Og ekki
bætir söguþráðurinn úr. Lana
Turner giftist frægum og rík-
um manni að nafni Clayton
Anderson (John Forsythe). Eins
og honum og ætt hans er lýst,
minnir hann helzt á samsetningu
úr Kennedy, Harrimann, Rocke
feller, Cabo't og Lodge.
Maðurinn er svo mikilvægur,
að hann er stöðugt að sendast
um allan heim fyrir utanríkis
ráðuneytið, til að bjarga málun-
um. 9ökum einmanaleika fer
frúin að halda við vin hans sem
leikinn er af Ricardo Montalban,
sem tákn allra „gigoloa". Þegar
hún svo ákveður að hætta við
elskihugann, tekst ekki betur til
en svo, að hann dettur niður
stiga og deyr. Hún „flýr af stáðn
um, en skilur hálsklút sinn eftir“
eins og komizt er að orði í pró-
gramminu.
Nú kemur illa tengdamóðirin
spilið. Hótar Lönu að hún
muni hengd, auk þess sem hún
eyðileggi með því framtíð eigin-
manns og sonar, nema hún fall-
'ist á að týnast og skipta um
nafn. Er látið í veðri vaka að
hún hafi drukknað, og greiðir
kerlingin henn laun í fjarver-
unni. Flækist hún um 9vilssland
og Danmörku. Taka karlmenn
henni almennt vel. En ef þeir
vilja gera eitthvað meira en
að sofa hjá henni, svo sem að
dura-smooth™
Skyrtublússan sem er straufri
og aldrei krumpast og er fram-
leidd úr 65°]o dacron poíyester
35°]o bómull
Fœst á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík:
Dömudeild London
Akureyri:
Markaðnum
KVIKMYNDIR