Morgunblaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1969. á efri árum sínum og eyddi pen- ingum gegndarlaust. Þér hafið allitaf verið hrædd við örbirgð- ina frú Serre. — Ekki mín sjálfrar vegna, heldur aðeins vegna hans sonar míns. En það þýðir ekki sama sem, að ég hafi... — Seinna kvæntist sonur yð- ar. Önnur kona fór að eiga heima í húsinu, kona sem var allt í einu farin að bera yðar nafn og var eins rétthá og þér sjálf. — Þessi kona, sem einnig var veil fyrir hjarta, var rík, ríkari en sonur yðar og ríkari en þér og öll Serre-fjölskyldan saman- lagt. — Þér haldið, að ég hafi drep- ið hana á eitri, eftir að hafa gert manninum mínum sömu skil? — Já. Hún rak upp vandræðalegan hlátur. — Og svo hef ég náttúrulega eitrað fyrir síðari tengdadótur mína? — Hún var að fara að heim- an í öngum sínum, eftir að hafa átt heima í húsi, þar sem farið var með hana eins og ókunnuga. r > r ' HfiPPDRÆTTI Eftir tvo daga verður dreg- ið. Vinningslíkur í happ- drætti SÍBS eru óviðjafn- anlegar, og verð miðanna er óbreytt. Dregið föstu- daginn 10. janúar. MEIRfi EN FJÓRÐI HVER MIÐIVINNUR Sennilega hefur hún ætlað að taka peninga með sér. Og svo vildi svo til, að hún var líka vei'l fyrir hjarta. — Þér skiljið, að það vakti strax forvitni mína, að lík henn- ar skyldi hafa horfið. Hefði hún bara dáið af eitri, þurfti ekki annað en kalla á lækninn, sem hefði úrskurðað hjartabilun, ef hann hefði þekkt heilsufar henn ar. En kannski hefur slaginu verið ætlað að koma seinna, til dæmis í leigubílnum eða þá í lestinni. — Þér virðist nokkuð viss í yðar sök, hr. Maigret. — Ég veit það eitt, að eitt- hvað hefur komið til skjalanna, sem neyddi son yðar til að skjóta konuna síná niður. Við skulum ganga út frá því, að María hafi fundið kast nálgast rétt þegar hún var að stíga upp í bílinn, eða þó öllu heldur þeg- ar hún ætlaði að fara að hringja eftir honum. Hún þekkti ykkur bæði eftir hálfs þriðja árs sambýli. Hún var víðlesin kona, á mörgum sviðum og mig skyldi ekki furða þótt hún hefði einnig vitað eitt- hvað í læknisfræði. Og þegar henni var það ljóst, að eitrað hafði verið fyrir hana, fór hún inn í lesstofuna mannsins síns, meðan þér voruð þar inni hjá honum. — Hversvegna segið þér, að ég hafi verið þar inni? — Af þúí að hún var svo ó- heppin að kenna yður um þetta. Ef þér hefðuð verið uppi hjá yður, hefði hún farið þangað. — Ég veit ekki, hvort hún ógn aði yður með skammbyssunni, eða hvort hún hefur seilzt eftir símanum til þess að kalla á lög- regluna. . . — Og þá áttuð þér ekki ann- ars úrkosta en skjóta hana nið- ur. — Þér viljið þá halda því fram, að það hafi verið ég, sem. . . — Nei. Ég hef þegar sagt yð- ur, að ég tel líklegra, að það hafi verið sonur yðar, sem skaut eða, ef þér viljið það heldur, sem lauk verkinu fyrir yður. Dauf morgunbirtan blandað- ist rafljósinu. Hrukkumar í and litum þeirra dýpkuðu. Síminn hringdi. — Ert þú þarna, stjóri? Ég er búinn með þessa tilraun. Það eru tíu móti einum, að þessi mylsna, sem fannst í bílnum er þarna frá Billancourt. — Þá geturðu farið í háttinn, drengur minn. Þú hefur lokið þínu verki. Hann stóð upp aftur og gelfk í hring í herberginu.. — Sonur yðar, frú Serre, hef ur ákveðið að taka á sig alla sökina. Við því get ég ekkert gert. Ef hann hefur getað þagað hingað til, getur hann þagað fyr ir fullt og allt. Nema... — Nema hvað? — Ég veit ekki. Ég var víst að VATNSRÖR Svört og galvanhúðuð stœrðir frá 3/8" — 4" J. Þorláksson /J-N\ & Norðmann hf. hugsa upphátt. Fyrir tveimur ár- um hafði ég álíka þveran mann héma hjá mér, og eftir fimmtán klukkutíma höfðum við ekki feng ið orð upp úr honum. Hann hratt upp glugganum, rétt eins og hann væri bálvond- ur. — Það tók tuttugu og sjö klukkustundir og hálfa betur, að fá upp úr honum játninguna. — Og játaði hann þá? — Já, hann bunaði öllu út úr sér, rétt eins og honum væri létt ir að losna við það. — Ég eitraði ekki fyrir neinn. — Svarið er ekki hjá yður. — Er það þá hjá syni mínum? — Já. Hann er sannfærður um, að þér hafið gert það hans vegna, sumpart af hræðslu við, að hann yrði blásnauður, en sumpart af afbrýðisemi. Hann varð að stilla sig um að lyfta hendi gegn henni, þrátt fjrrir aldur hennar, því að varir gömlu konunnar höfðu kiprazt saman, eins og í ósjálfráðu brosi. — En það er lygi, sagði hann með áherzlu. En svo gekk hann nær henni horfði beint í augu hennar og andaði framan í hana, um leið og hann hreytti út úr sér: — En það er ekki hans vegna, sem þér hræðist örbirgðina, held ur sjálfrar yðar vegna! Það er ekki hans vegna, að þér frömduð 47 morð, og ef þér hafið komið hing að í kvöld, þá var það aðeins vegna þess, að þér voruð hrædd um, að hann segði ofmikið. Hún reyndi að hörfa undan og ýtti sér aftur í stólinn, en and litið á Maigret fylgdi henni eft- ir, hörkulegt og ógnandi. — Yður má vera sama þó að hann fari í fangelsi eða undir fallöxina, ef þér bara getið sjálf verið viss um að sleppa. Þér haldið, að þér eigið mörg ár enn ólifuð, þar sem þér getið verið kyrr í húsinu yðar að telja maur ana yðar. . . Hún varð hrædd. Hún opnaði munninn, rétt eins og til þess að kalla á hjálp. En allt í einu brá Maigret snöggt við og hrifs- aði úr höndum hennar í töskuna sem hún hélt dauðahaldi í. Hún rak upp óp og reyndi að ná í hana aftur. — Setjizt þér niður! Hann opnaði silfurlásinn. Nið- ur undir botni, undir hönzkum og seðlaveski og púðurdós fann hann bréfpoka, sem hafði inni að halda tvær hvítar töflur. Dauðaþögn, rétt eins og í kirkju, umlukti þau. Maigret stillt ist, settist niður og hringdi bjöllu Þegar dyrnar opnuðust, sagði hann hægt við manninn, sem inn kom: — Segðu Janvier að sleppa honum. Og þegar maðurinn stóð kyrr mállaus af undrun, bætti hann við: — Þessu er lokið. Hún er bú- in að játa. — Ég hef ekki neitt játað. Hann beið meðan dymar lok- uðust aftur. — Það er sama sem. Ég hefði lofað yður að eiga þetta einka- samtal við son yðar, sem þér ósk uðuð efti.r En finnst yður ekki þér hafa valdið nógu mörgum dauðsföllum á yðar aldri? — Þér eigið við, að ég hefði. . . Hann var að fitla við töflur- nar. — Þér munduð hafa gefið honum meðalið hans, eða það sem hann hélt vera meðalið sitt, og þá hefði engin hætta verið á því, að hann talaði af sér framar. Sólin var tekin að skína á húsamænana úti. Síminn hringdi aftur. — Maigret fulltrúi? Þetta er árlögreglan. Við erum við Billan court. Kafarinn er búinn að kafa einu sinni og er búinn að finna stóra ferðakistu. — Já, hitt kemur á eftir, svar aði hann, eins og honum stæði alveg á sama. Janvier kom nú í dymar, kúg uppgefinn og steinhissa. — Mér var sagt. . . — Farðu með hana í fanga- klefa. Og manninn líka, sem með sekan., ég skal tala við saksókn- arann, undir eins og hann kemur. Hann átti ekkert erindi lengur við hvorugt þeirra mæðgina. — Þú getur farið að hátta, sagði hann við þýðandann. — Er þetta búið? — Já, í bili. Tannlæknirinn var ekki leng- ur á sínum stað, þegar hann kom þangað inn, en öskubakkinn var fullur af svörtum vindlastúfum. Hann settist í stólinn sinn og ætlaði rétt að fara að móka, þeg ar hann mundi eftir Lengjuni. Hann fann hana í biðstofunni, þar sem hún hafði sofnað, hristi öxlina á henni, og eins og ó- sjálfrátt lagaði hún á sér græna hattinn. — Þetta er allt í lagi. Farið þér nú. — Hefur hann játað? — Það var hún. — Hvað? Var það sú gamla, sem . . .? — Þetta getur beðið, tautaði hann. En svo sneri hann sér við, rétt eins og hann væri gripinn einhverri iðrun. — Og þakka yður fyrir. Þeg- ar Alfreð kemur heim, þá ráð- leggið honum að. . . En til hvers var það héðan- af? Ekkert gat læknað þann dapra af ástríðunni til að brjóta upp peningaskápa, sem hann hafði áður gengið frá, né held- ur gera hann afhuga þeirri hugsun, að þetta væri í síðasta skiptið og hann gæti raunveru- lega flutt sig upp í sveit. Sökum aldurs síns var frú Serre ekki tekin af lífi og hún gekk út úr réttarsalnum með ánægjusvip þess, sem ætlar nú loksins að koma skipulagi á kvennafangelsin. Þegar sonur hennar kom út úr Fresnes-fangelsinu, að tveimur árum liðnum, fór hann beint heim í húsið í Bæjargötu og sama kvöldið fór hann sömu hringferðina sem áður, er hann hafði hund til að liðka. Hann hélt áfram að drekka rauðvín í litlu kránni, en áður en hann fór þar inn, leit hann vandlega til beggja handa. (Sögulok). 8. JANÚAR Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Ef þú leggur þig aðeins meira í líma, verður það þakklátt starf Nautið 20. aptíl — 20. maí Leitaðu ráða og styrks hjá ráðamönnum. Það borgar sig að fara yfir fjárhaginn í kvöld Tvíburarnir 21. mai — 20. júm Mörg eru rannsóknarverð mál á dagskrá. Ef þú skýrir yfir- mönnum þínum frá þv£, sem þú hefur grafið upp, kann svo að fara að þú hljótir ríkulega umbun fyrir. Farðu þínar eigin götur þótt skrafað sé. Krabbinn 21. júní — 22 júli Samkeppnin kemur æ betur I ljós, og þér er bezt að svara því með auknum framlögum á vinnumarkaðinum. Ljúktu því, sem þú áttir eftir að gera í hádeginu. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Reyndu að ijúka dagsverkinu snemma, seinni hlutinm verður þér ódrjúgur. Það leggst töluverður gestagangur á heimilið. Meyjan 23 ágúst — 22. september Það er engin ástæða til þess að drepa sig úr kröfuhörku. Ef þú slakar á munu aðrir gera slíkt hið sama. Sinntu menningar- störí'om í kvöld. Vogin 23. september 22 október Vertu léttari og frjáislegri en þú hefur verið. Þú getur gert gott úr einhverju, ef þú vilt, og nú er einmitt tíminn til þess. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Þér finnst kannske vinimir vera léttúðugir, en það er full ástæðr. til þess að slást í hópinn. Kauptu ríflega inn, og snemma. Bog’naðurinn 22. nóvember — 21. desember Taktu samkeppninni með karlmennsku, og þá getur það orð- ið þér happadrjúgt. Vertu þolinmóður við fjölskylduna. Merk tímamót virðast vera í uppsiglingu. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Alhr heimta og heimta, og þá venjulega eitthvað, sem þér er óhægt um að láta af hendi nakna. Vertu þolinmóður. Gerðu aðeins hið nauðsynlegasta, án þess þó að það skyggi á fram- vindu málanna síðar. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar Þér gengur illa að ná þér niðri á þeim, sem alla sök eiga á vandamálum þínum, og reyndar sem þú átt mikið undir að sækja. Bezta lausnin er þrautseigja og íhaldsemi. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz Reyndu að gefa þér tíma til líkamsræktar, því meiri ákafa, sem þú sýnir í starfi og leik, því betur vegnar þór. Gakktu eftir pví sem þitt er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.