Morgunblaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1969. Útaefiandi H.f, ATváfctr, Uey&javiic. Fxamkvasmdastj óri Haraldur Sveinsaon, 'Ritsfcjórar Sigurður Bjarnason frá ViguaP, Matithías Jo'hannessföm, Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjómarfullfcrúi Þorbjöm G uðmundsson. Eréttaistjóri Björn Jóhannssoir, Auglýsingiajstjóri Arni Garðar Krisfcinssom. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sínai IO-IjOiO1. Auglýsingar Aðialstræti 6. Sími 22-4-80, Aisikxiftargijald fcr. 100.00 á mónuði innanlands. í lausasölu kr. 10.00 eintakið. ÖFLUG FRAMLEIÐSLA ER EINA LEIÐIN k stæða er til að fagna þeirri staðreynd, sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær að gjaldeyrisstaða landsmanna hefur batnað um 650 millj. króna sl. tvo mán- uði. Hins vegar versnaði gjaldeyrisstaðan í heild á sl. ári nálægt 1300 millj. króna miðað við núverandi gengi. Komu þessar upplýsingar fram í stuttu samtali, sem blaðið átti við Jóhannes Nor- dal Seðlabankastjóra. Jafn- framt skýrði hann frá því að útflutningsverðmæti hefði á árinu 1968 minnkað um 25% frá árinu 1967 en um 45% miðað við árið 1966. Tekjutap útflutningsframleiðslunnar hefur þó orðið meira á þess- um tveimur árum. Þrátt fyrir þessar uggvæn- legu tölur um útflutninginn og gjaldeyrisafkomuna sl. ár er þó aðeins tekið að rofa til. Gjaldeyrisstaðan hefur eins óg áður er sagt batnað um 650 milljónir króna sl. tvo mánuði. Er þar tekið að gæta áhrifa gengisbreytingarinnar, sem fyrst og fremst hefur haft í för með sér, að mjög hefur dregið úr gjaldeyrissölu bankanna. Það sem nú skiptir mestu málí er að útflutningsfram- leiðslan komist í fullan gang. Öflug útflutningsframleiðsla er eina leiðin til þess að halda uppi nægri atvinnu í landinu annars vegar og hins vegar að treysta gjaldeyris- stöðuna út á við. Nú má þéss vegna ekkert gera, sem tor- veldar þróttmikinn rekstur atvinnutækjanna. Ef nýjar byrðar yrðu nú lagðar á út- flutningsframleiðsluna hlyti það að draga úr þeim áhrif- um, sem gengisbreytingunni var ætlað að hafa henni til hagsbóta. Þegar hafa verið gerðar nokkrar ráðstafanir til þess að koma í gang þeim hraðfrystihúsum, sem stöðv- ast höfðu af völdum halla- reksturs og erfiðleika. Jafn- framt hefur verið rætt um verulega útlánaaukningu til ýmsra greina framleiðslunn- ar. Á því má engin bið verða Nú ríður lífið á því að rösk- lega sé unnið. Verulegt at- vinnuleysi hefur þegar skap- ast, bæði hér í höfuðborginni og í einstökum öðrum byggð- arlögum við sjávarsíðuna. Það ástand má ekki verða varanlegt. Þvert á móti verð- ur að leggja höfuðáherzlu á að fá hverri starfsfúsri hönd atvinnu og tryggja þar með afkomu almennings í landinu. En frumskilyrði þess að hjól framleiðslunnar snúist, að atvinnuleysi verði útrýmt að gjaldeyrisstaðan haldi áfram að batna er að vinnu- friður haldist í landinu. Hann verður að tryggja með sam- eiginlegu átaki verkalýðs og vinnuveitenda. Þegar fram- leiðslan er kominn í full- an gang þegar tekizt hefur að auka útflutninginn og þar með þjóðartekjurnar er tími til þess að tala um kjarabæt- ur. Nú má umfram allt ekki hefja nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. Slíkt atferli væri visasti vegurinn til þess að koma í veg fyrir já- kvæðan árangur af gengis- breytingunni og öðrum ráð- stöfunum, sem gerðar hafa verið til þess að mæta hinum geigvænlegu erfiðleikum, sem spretta af verðfalli afurða og aflabresti. Reynum þess vegna umfram allt að draga úr tortryggninni milli stétta og starfshópa. Leggjumst á eitt um að útrýma atvinnu- leysinu og auka útflutnings- framleiðsluna. Það eitt er þess ari framsæknu og dugmiklu þjóð samboðið. NIXON OG VIETNAM Oamningaviðræður um Víet- ^ nam í París ganga treg- lega. Það var Lyndon John- son Bandaríkjaforseti, sem forustu hafði um að þessar viðræður voru hafnar. Er ástæðulaust að draga í efa að forsetinn hafi haft einlægan áhuga á að binda endi á stríð- ið í Víetnam. Vitanlega gerðu allir sér ljóst fyrirfram að þessar viðræður mundu taka langan tíma, áður en árang- ur kæmi í Ijós. En fulltrúar Norður-Víetnam hafa reynzt jafnvel enn tregari til sátta en gert hafði verið ráð fyrir. Nú hefur talsmaður Ric- hards Nixons lýst því yfir að Henry Cabot Lodge fyrrv. sendiherra Bandaríkjanna í Saigon muni taka við af Av- erill Harrimann, sem aðalfull- trúi Bandaríkjanna á Parísar- fundinum um Víetnam. Hefur þeirri ráðstöfun ekki verið tekið illa. Vitað er að Henry Cabot Lodge þekkir Víetnam vandamálið betur en flestir aðrir. Hann er hófsamur og raunsær stjórnmálamaður, sem gerir sér það áreiðanlega ljóst fyrirfram að þetta vanda Lögreglan flytur einn mótmælendanna á brott. Við fánastöngina í forgarði kínverska sendiráðsins. „MAO, MA0, MAO, FARÐU TIL FJANDANS Oeirðir við kínverska sendiráðið í Nýju Delhi KÍNVERSKA stjórnin sendi þeirri indversku mómæli um síðustu helgi vegna óeirða, sem urðu við sendiráð Kína í Nýju Delhi rétt fyrir áramót- in. Segir kínverska stjórnin að mótmælin hafi verið skipu- lögð, en yfirvöldin ekkert gert til að koma í veg fyrir þau. Að óeirðunum stóðu flótta- menn frá Tíbet, sem búsettir eru í sérstökum flóttamanna- búðum í Nýju Delhi, og auk þeirra tóku þátt nokkrir Ind- vcrjar, aðallega félagar úr Jan Sangh flokknum, sem er þjóðemisflokkur Hindúa. Var efnt til mótmæla við kín- verska sendiráðið vegna fram komu kínverskra verkamanna í Nepal gagnvart indverska blaðamanninum Frank Mora- es. Lögreglan skarst fljótlega í leikinn þegar mannfjöldinn, um 300 manns, safnaðist sam- an við kínverska sendiráðið, og handók 48 menn, sem ruðzt höfðu inn í forgarð sendiráðs- ins. Meðal þeirra handteknp var M. L. Sondhi þingmaður Jan Sangh flokksins. Svo virðist sem Sondhi þingmaður hafi verið einn helzti ihvatamiaðurinm að mót- mæLuinuim, en hann er þeiklkibux andkommúnisti. Þegar hann var hand'tðkinn var hann að reyna ag festa mótnæilaorð- sendingu upp á vegg hjá sendiráðinu. í orðsendingunni mómælir þinigmaðurinn meint um móðgunum við Frank Moraes, þegar kínverskir verkamenn stöðvuðu biifreið hanis um 80 kim. fyrir norðain Katmand'U í Nepal um jóliin. Með Moraes var Marilyn Framhald á bls. 17 111 'AN IÍR HFIMI U 1 Vi ur w 1 Mli ui\ nuiYii mál er torleyst og umræð- urnar um það hljóta að taka langan tíma. En hver er stefna hins ný- kjörna forseta Bandaríkjanna Richards Nixons í þessu máli? Hann hefur margsinnis lýst því yfir að hann vilji binda sem fyrst enda á styrjöldina í Víetnam. En í kosningabar- áttu sinni þótti hann slá mjög úr og í, þegar hann var spurð ur um það, hvaða leið hann vildi fara til þess. Ætlar Nix- on sér að standa í einu og öllu við skuldbindingar Bandaríkjanna við banda- menn sína í Asíu í sambandi við Víetnamdeiluna, eða vill hann leysa málið, hvað sem það kostar? Eisenhower batt enda á Kóreustyrjöldina á sínum tíma. Repúblikanar segja að Nixon muni binda endi á Ví- etnamstríðið. Það væri vissu- lega vel farið ef honum tæk- ist það, án þess að ofurselja Suður-Víetnam harðstjóm kommúnista. Hinn frjálsi heimur vill að sjálfsögðu að Suður-Víetnam verði samein- að í eitt sjálfstætt ríki með lýðræðisskipulagi. En engan þarf að undra þótt tortryggni gæti gagnvart kommúnista- stjórninni í Hanoi, sem rauf Genfarsamninginn frá 1954 og hóf árásarstyrjöldina í Suður- Víetnam. HAFÍSINN ITafísinn nálgast landið hröð um skrefum. Nefnd hef- ur starfað til þess að undir- búa þá landshluta, sem haf- ísinn þjarmar að undir komu hans. En hvernig er þeim undirbúningi háttað? Hafa nægilega snör handtök ver- ið höfð á í þessum efnurn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.