Morgunblaðið - 08.01.1969, Side 3

Morgunblaðið - 08.01.1969, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1969. 3 Veiðisvæðin innan 12 mílna mark- anna sem opnuð voru um áramdtin FRÁ og með áramótum til 30. apríl n.k. verður vélbátum, allt að 300 brúttó-rúmlestum að stærð leyfð togveiði innan fiskveiðilandhelginnar á tak- mörkuðum svæðum. Er heim- ild þessi veitt samkvæmt lög- um, er Alþingi samþykkti skömmu fyrir jól. Nefnd al- þingismanna, landhelgisnefnd- in, vinnur jafnframt að nán- ari könnun málsins, og er ætlunin að byggja framtíðar- úrlausn þessa máls, á niður- stöðum hennar. Svæðið, sem togveiðar eru heimilaðar á, fram til 30. april eru þessi: Svæði, sem takmarkast að vestan af línu, sem dregin er réttvísandi í nor'ður frá Homi (grunnlínupunktur 1), og að austan af línu, sem dregin er réttvísandi norður frá Rauðu- núp (grunnlínupunktur 6) ailt að 4 sjómílum frá grunn- línupunktum. Þá skal við útgáfu veiðileyfa verða tekið tillit til nauðsynlegrar friðun- ar fyrir botnvörpu á svæðinu frá Rauðanúp vestur að Gjög urtá. Svæði sem takmarkast að vestan af línu sem dregin er réttvísandi í suður frá Stokks nesi (grunnlínupunktur 19) allt a’ð 3 sjómílur frá strand- len.gju. Ráðherra er þó heimilt að veita frekari heknild til botnvörpuveiða á svæði, sem takmarkast að austan af lengd arbaug 21° og 57 mín., og að vestan af lenig.darbauig 22° og 32 mín. vesturlengdar. Tog- veiðar verða þó ekki heimilað ar á svæðinu frá Stokksnesi að Skaftárósum á tímabilinu frá 1. marz til 30. apríl. Þá var ennfremur heimildar ákvæði í lögunum, þess efnis að leyfi til togveiða mætti að öðru leyti takmarka hverju sinni vfð tíma og svæði, m.a. til þess að florða frá árekstr- u.m á veiðisvæðum við báta með önnur veiðarfæri, svo sem linu og net. Hrygningar- svæði sdldar og önnur svæði sem Hafrannsóknarstofnunin telur nauðsynlegt að vernda, skulu firiðuð fyrir botnvörpu þann tíma sem nauðsynlegt er talfð. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið, 7. janúar 1969. Veiftisvœ&i somkv. r iglugerftum fró ll.morz 1961 09 ZO.des. 1968. 4«1 1A A > * h \ nutAnði • t MoOMmr 1 ítCLUNtS f rtðTtv « LMCV • HAuoiuönm f HIVSTANCI • HRAUNMAFNARTAN8I •« . LANCANES . . •»*LCtTINGANES » hOOCTJAROARHOHN ta OCRRIN O HÓLMUR H SCTUSKCN » MMCASKCft n YZTIÍ004 17 SCLSKER • HVlTmOAft (• STOKKtNEð W HftOLLAUQSCrjAft rfCYKJAVfK M TvtíKEft 32 M6ÖLFSH0FM t» HVAL6ÍKI » MEOALLANOStANOUft * tð MCOALLANCSSANCUft X M MfftNATANCI * *T HÖTLUTANOI SLUNDAORANGUft QCIflFUOLASKEft M CLOCYJARORANOUft M •CmrUSLADftANOUR 9JF SKÍLASNAGI »S QJAftGTANGAft 84 KÓPANES 93 BAftDl M 8TRAUMNE9 37 l(0«Uft •3» NOftN ■ 3» KOLftEINSCV 40 HHM4AKUR ÍSLAND FISKVEIÐITAKMÖRK ■Mi OpiS jonúar og fobrúor Meðfylgjandi kort, sem Landhelgisgæzlan hefur gert, sýna veiðisvæði þau innan 12 mílna fiskveiðimarkanna, sem heimiluð eru fyrir togveiðar báta allt að 200 rúmlestum á tímabilinu 1. janúar til 30. apríl 1969, samkvæmt lögum frá 20. desember 1968, um breyting á lögum um bann gegn veiðum með flotvörpu og botnvörpu, sbr. reglugerð útgefin sama dag. Kennsla hefst aÖ nýju í Lindarbœ fimmtudaginn 9 janúar. Upplýsingar og innritun daglega milli kl. 3-7 r síma 83082 STAKSTEIilAR „Sérstök ástæða tU bjartsýni" I viðtali við Alþbl. í fyrradag um brunann á Akureyri sagði Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, m.a.: „Mikillar bjartsýnl gætti einmitt nú, þar sem geng- isfellingin hafði losað mjög til fyrir framleiðslu- og sölumögu- | leikum. Skóverksmiðjan var starfrækt af fullu kappi og hafði verkefni langt fram á árið. Fyr-, ir dyrum stendur að gera stór- felldan samning við Sovétríkin I um sölu á peysum og ullartepp-' um, væntanlega stærsta samning til þessa — fyrir einar 80 millj- 1 ónir íslenzkra króna. I sútunar- 1 verksmiðjunni var ekki hægt «ð hafa undan við sútun á tryppa- skinnum á erlendan markað og ! ráðgert var að súta á árinu 65 í þúsund gærur til útflutnings. j Þar var semsagt mikil ástæða til bjartsýni í ár.“ Þetta voru ' ummæli Erlendar Einarssonar, forstjóra StS, um horfumar í framleiðslu- og sölumálum verk- smiðja SÍS á hinu nýbyrjaða ári. Óneitanlega stinga þessi ummæli mjög í stúf við þá mynd, sem j forustumenn Framsóknarflokks-1 ins ,sem jafnframt eru helztu forvígismenn SÍS, hafa reynt að draga upp af horfunum í at- vinnumálum, ekki sízt hjá iðn- aðinum. Erlendur Einarsson vek ur sérstaka athygli á, að „geng- isfellingin hafi „losað mjög til fyr ir framleiðslu og sölumöguleik- um“. í áramótagrein sinni segir Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, hins veg- ar: „Eins og nú stendur, hendir allt til þess, að hún (þ.e. geng-j islækkunin) renni út í sand-, inn.... Það er sýnilegt, að gengiislækkunin ein út af fyrir j sig leysir ekki vanda atvinnu-J veganna ....“ Bldsum á barlóminn i Það er sérstök ástæða til að j vekja athygli á ofangreindum I ummælum forstjóra SÍS. Það fyrirtæki hefur átt við mikil vandamál að etja en greinilegt1 er af ummælum forstjórans í við talinu við Alþbl., að hann er bjartsýnn á horfumar á næst- unni. Sérstaklega virðist hann telja, að byrlega blási fyrir út- flutningi. Og það er einmitt eitt j höfuðmarkmið gengisbreytingar- innar að örva útflutningsfram-^ leiðsluna, bæði framleiðslu sjáv- arútvegs og fiskiðnaðar og einn- , ig verksmiðjuiðnaðarins. Þeim iðnfyrirtækjum fer nú fjölgandi, sem leita fyrir sér um útflutn- ing á framleiðsluvörum sínum, , og þegar hefur mörgum iðnfyrir- j tækjum orðið vel ágengt í þeim efnum. Samtök iðnaðarins hafa ráðið sérstakan starfsmann til þess að vinna að þessum málum og er þvi greinilegt, að iðnrek- endur gera sér þess grein í vax- andi mæli, að framtíðin liggur I framleiðslu til útfiutnings. En til þess þarf að opna iðnaðinum greiða leið inn á nýja og stóra markaði og það verður, ef samn- ingar takast um aðild íslands að EFTA. Á þeim erfiðu tímum, sem nú ganga yfir, gætir bölsýni og barlóms hjá mörgum. f því ( sambandi er rétt að minna á um- mæli hins mikla þingskörungs, Péturs Ottesens, skömmu áður en hann dó er hann kvaðst blása á allan barlóm. Með því hugar- fari eiga íslendingar að takast á við erfiðleikana, og varla mundi það verða leiðtogum Framsókn- arflokksins til sálutjóns, þótt þeir veltu fyrir sér þeim ummæl- um forstjóra SÍS, að nú sé „sér- : stök ástæða til bjartsýni“, í iðn- j rekstri. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.