Morgunblaðið - 08.01.1969, Side 5

Morgunblaðið - 08.01.1969, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 1969. 5 j Frá álfabrennunni á íþróttav^llinum: Á milli 4 og 5 þús. tóku þátt í leiknum. ofan af fjallinu. Þcgar komið var niður bergið slógust álfar, þursar og alls kyns skrípitrÖU í lið með jólasveinunum og „Jólasveinar einn og átta“.... kveðja mannanna börn og halda til fjalla. Ljósm. Mbl. Sigurgeir Jónsson. ' Skrípitröll og marghöfða þurkar fóru með undarlegum látum. Ljósm. Mbl. Sigurgeir Jónsson, ÁLFADANS í BJÖRGUM VESTMANNAEYJA á þrettándanum ÞAÐ hefur löngum verið glatt á hjalla í Vestmannaeyjum á þrettándanum. Fyrr á árum Molda, sem er í um 200 metra hæð yfir bænum. Þar kveiktu þeir á blysum sínum og einnig í stnengdum olíubleyttum köðl um, sem mynduðu orðið Týr í fjallshlíðinni. hélt hópurinn saman á ferð sinni um bæinn. í broddi fylk ingar fóru álfadrottning og álfakóngur á konunglegum vagni, sem var dreginn af dráttarvél, þá kom álfur sem var það fastur siður að halda þrettándann með brennum, álfadansi og blysförum vætta og jólasveina. Þessi siður lá niðri um hrið, en var tekinn aftur upp fyrir nokkrum ár- um af íþróttafélaginu Tý. Á þrettándanum sl. mánudag var mikið um að vera í hamraborg um Vestmannaeyja. íbúar bjarganna gengu í byggð manna með söng og dansi. Fóru þar galvaskir álfar, jóla sveinar, skrípatröll, marg- höfða þursar, púkar og alls kyns undarlegheit. Veður var eins og bezt verður á kosið, logn og stjarnlogandi himinn. „Enginn veit og enginn veit hvað bláa bergið geymir, blær inn lokar krónunum og hamravættin dreymir. Alda, alda, alda bláa alda, út við bergið kveður ljóðin sín“, seg ir í einu Eyjaljóðinu, en á þrettándanum opinberast að nokkru leyndardómar klett- anna með heimsókn íbúa þeirra í mannabyggð, sem í björgun- um búa. Jólasveinarnir komu ofan úr Blysför farin um bæinn. Flugeldum var skotið ofan af Molda og síðan var haldið þandi nikku af öllum mætti, jólasveinar og heill her álfa og skrípitröll. Alls munu um 200 álfar, jólaisveinar og skrípi tröll ásamt söngvurum, hafa tekið þátt í dansinum, sem Týr stóð fyrir. Mikið var sungið og víða var stanzað í bænum og skot- ið upp flugeldum. M.a. var stanzað við sjúkrahúsið um stund. Mikill fjöldi barna og full- orðinna fylgdi skrúðgöngunni, sem hélt til íþróttavallarins eftir þrammið um bæinn, en félagar í Tý og Þór® og Skát- ar ásamt nemendum úr gagn- fræðaskólanum höfðu gengið í gervi álfa og púka. Þar fór álfadansinn fram með mikilli viðhöfn, dans var stiginn af álfum og skrípi- Stjarnlogandi himinn var og sá til Eyjafjallajökuls. tröllum, Lúðrasveit Vest- mannaeyja lék, Samkórinn söng og flugeldum var skotið upp við snarkandi bál. Hver Eyjabúi, sem vettlingi gat valdið fór á álfadansinn og var eins og Þjóðhátíð Eyja manna, að fáir hiafa verið í húsum inni á meðan dansinn fór fram og var hressilega sungið af þessum 5 þúsund 'manna kór sem var saman •'kominn á íþróttavellinum. Eins og fyrr segir var veð- ur með fádæmum gott, stilli- :.logn, stjarnbjart. og reykurinn tfrá húsunum liðaðist tígulega Supp frá Eyjunum. Undirtónn- ‘inn í söngnum var hafið, en 'frá mönnum, álfum og öðrum 'vættum glumdi söngur, svo (undir tók í fjöllunum. Eftir álfadansinn á íþrótta- 'vellinum hélt allt liðið aftur í bæinn með söng, dans’i og undarlegheitum. Gekk svo 'fram eftir nóttu. Um síðir 'kyrrðist og jólasveinar, huldu 'fólk og þursar gengu aftur í tbjangheima, en menn í draum Iheima. — á. j. "i Hjólbarðar Norskur aðalumboðsmaður fyrir þekktum hjólbörð- um getur boðið fyrirtæki á íslandi einkaumboð með öllum réttindum. Söluáætlunin nær yfir fólksbíla- hjólbarða, vörubíla-hjóíbarða og traktor-hjólbarða. Mjög samkeppnishæft verð. Þar sem vikulegar skipaferðir eru milli Noregs og íslands er hægt að tryggja fljóta afgreiðslu. Vinsamlegast sendist ailar upplýsingar um kröfur yðar og áætlanir og við munum senda yður tiltooð vor með póst. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Swiss quality ■— 2413“. muniö að endurnýjq HflPPOR/ETTI HÁSKÚLfl ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.