Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 2

Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 2
NÝTT ÍÞRÓTTA- LEIÐARI: GYLFI GUÐJÓNSSON F 'yrir 22 árum eða 1976 var tekið í notkun nýtt íþróttahús í þáverandi Mosfellssveit. Þetta var gífurlegt átak fyrir 1 tiltölulega fámennt sveitarfélag og ýmsar leiðir farnar til fjármögnunar. Meðal annars var farin sú leið að gefa út skuldabréf sem seld voru bæjarbúum, en sumir keyptu jafnvel bréf fyrir hvert barn sitt á heimilinu. Fæstir munu hafa óskað eftir innlausn þessara bréfa og skynjað mikilvægi þessa mannvirkis í þágu ungs fólks og þar með allra bæj- arbúa. I upphafi síðasta kjörtímabils lagði nýr meirihluti af stað með það samkomulag, að reist skyldi nýtt íþróttahús í Mos- fellsbæ. Brotalöm kom fram innan beggja flokkanna þegar að endanlegri ákvörðun kom. Sem betur fer varð öllum Ijós nauðsyn þess að húsið yrði reist og nú hafa bæjarbúar fengið nýtt glæsilegt íþróttahús, sem er til sóma, ekki síður þeim sem voru efins um réttmæti þessa framtaks, en studdu það að lokum. Hið nýja íþróttamannvirki er okkur bæjarbúum vörn gegn fíkniefnavanda nútímans, okkar virki fyrir heilbrigðar íþróttir fyrir alla og samastaður fýrir tómstundasam- tök þeirra sem ekki laðast að keppnisíþróttum. Glæsileg fjölskylduhátíð Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar innsiglaði allt þetta á vígsludegi hins nýja íþróttahúss. Reykjalundur. Sigur lífsins. Nýlega fór fram hápunktur landssöfnunar til styrktar endurhæfingarstarfseminni á Reykjalundi. Safnað var fyrir sund- laug og 1.500 ferm. þjálfunarhúsi. Þessi söfnun tókst með fádæmum vel, þrátt fyrir annmarka í símkerfi á örlagastundu og er til sóma SÍBS.framkvæmdastjóra og starfsfólki söfnunarinnar. Safnast hafa um 38 milljónir króna, enn er opinn reikningur nr. 2600 í aðalbanka Búnaðarbankans. - Reykjalundur er endurhæfingarspítali á heimsmælikvarða, vel rekinn, með afar góðu starfsliði alla tíð og á hug og hjarta íslensku þjóðarinnar. Það er heiður fyrir Mosfellsbæ að hýsa slíka starfsemi og skylda bæjarbúa að hlúa að Reykjalundi með öllum ráðum. imhverfisverðlaun l\orðurlanda veilt fyrír íslenskt Ólafur Arnalds ásamt Guðmundi Ara syni sínum íJyrsta snjó hausts- ins í nágrenni við heimilipeirra í Teigahverfi. um hér í bæjarfélaginu. - Ekki ónýtt íyrir Mosfellinga að hafa slíkan mann í héraði sínu. Umhverfisverðlaunin verða af- hent í Osló þann 11. nóvember n.k. við lokaathöfn á þingi Norður- landaráðs. Listaverk í nýju íþróttahúsi Menningarmálanefnd sá til þess að keypt var listaverk til prýðisauka í nýju íþróttahúsi. Keypt voru fjögur glerlistarverk úr sömu röð eftir Jón Jóhanns- son glerlistamann í Dalsgarði. Jón er borinn og barnfæddur Mosfellingur úr Mosfellsdaln- um, en vinnur að listsköpun sinni í Frakklandi á veturna. Eins og farfuglarnir kemur hann heim á vorin og vinnur að end- ursköpun rnóður náttúru, en Jón stundar umfangsmikla trjá- rækt að Mosskógum í MosfelJs- dal á sumrin. Umhverfisverðlaun Norðurlandaraðs vont í ár veitt Rann- sóknarstofnun Landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins fyrir jarðvegsverndarverkefni sem starfsmenn þessara stofn- ana hafa unnið undir stjórn dr. Ólafs Arnalds, jarðvegsfræð- ings.Verkefnið var unnið á árununt 1991 til 1997 og fólst í að kortleggja og rannsaka jarðvegsrof á íslandi í öllum sveitarfé- lögum. í viðtali við blaðið þarna mitt í snjógöngu þeirra feðga sagði Ólafur að í verkefni þessu hefði ekki eingöngu verið unnið fyrir skýrslugerðina, heldur einnig að vandamálalausn- um sem sýnilegar eru almenningi og mætti vísa þar til bók- arinnar Að lesa landið, sem hann gaf út til almenningsnota að loknu verkefninu. Ólaíur kvaðst starfa hér með Mosa, áliuga- fólki um umhverfismál og hafa mikinn áhuga á þeim málefn- NÝTT BLAÐ, NÝJAR ÁHBRSLUR Ritstjórar, ábyrgðarm., blaðam.: Helgi Sigurðsson og Gylfi G uðjónsson, s. 89-20042, fax 566 6815 Augl.: Freyja Ólafsdóttir, s. 566-6463 og Ólöf Björk Björnsdóttir s. 698 8338 íþróttir: Ólöf Björk Björnsdóttir, s. 698 8338 og Júlíana Viktorsdóttir, s. 566 8377 Dreifing: Niels Hansen, s. 566 6446 Útlit og umbrot: Leturval, s. 581 1080 og bókband: Prentkó 2. tbl. 1998 - 1. árgangur Q MosrellNblaðM

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.