Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 9

Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 9
Reykjagarður h/f hefur nýlega fest kaup á jörðinni Mið-Fossum í Anda- kílshreppi í Borgarfirði og hefur þar með tekið nýja stefnu í rekstri sínum. í samtali við Bjarna Ásgeir Jónsson, fram- kv.stj. Reykjagarðs h/f réði nokkrum úr- slitum með kaup á þessari jörð, að þar er heitt vatn til staðar, ágætar byggingar fyr- ir íbúð og uppeldi fugla, en nokkurra breytinga og bygginga þarf við. Ennfrem- ur er tilkoma Hvalfjarðarganga afar hag- stæð tenging milli starfssvæða Reykja- garðs h/f, einnig von um nýjan Hafra- vatnsveg fni Suðurlandsvegi að Mosfells- bæ, þannig að Mosfellsbær verður vel staðsettur gagnvart höfuðborg og öðrum landshlutum. Framleiðslugeta fyrirtækisins t dag er um 1300 tn.,en verður 1900 tn. með 500 ferm. nýju húsi að Ásmundar- stöðum i Ásahreppi þar sem yrði 100 tn. viðbót og hreyttu húsnæði að Mið-Fossum í Andakíl 3.300 ferm. með 500 tn. viðbót, eða um 1.900 tonna framleiðsla af kjúklingum á næsta ári. Á Ásmundarstöðum er hústjóri Ríkharður Bragason frá Mosfellsbæ. Sláturhús fyrirtækisins á Hellu slátraði árið 1997 1600 tonnum ;tf fuglakjöti, sem er um 10 % af kjötframleiðslu landsins. Á þessu ári stefnir í 2.100 tn. slátrun, sem er um 30 % aukning milli ára. Fyrirhugað er að byggja nýtt sláturhús við ltlið hins gamla að Hellu sern þýðir veru- lega aukna afkastagetu og rnikla hagræðingu. Árið 1999 má gera ráð fyrir um 500 tn. aukningu í slátrun, sem þá yrði um 2.600 tonn. Ráðgert er að reisa nýja útungunar- stöð í Mosfellsbæ, um 600 ferm. hús. Höftiðstöðvar Reykjagarðs h/f eru og verða áfram við Álafossveg í Mosfellsbæ.Þar em skrifstofur, frystigeymsl- ur og dreifingarstöð, ásamt fyrirhugaðri nýrri útungun- arstöð og kjúklingaeldi á Teigi. Frekari uppbygging í Mosfellsbæ hefur ekki svigrúm vegna vaxandi íbúða- byggðar. - Rekstrarferillinn verður síðan sá, að ungarnir fara daggamlir úr útungunarstöðinni í Mosfellsbæ til Sigrún Rós tveggja ára ásamt foreldrum stnum, Helga Gissurarsyni biístjóra aö Mið- Fossum og Rósu Emilsdóttur að heimili þeirra viö Skeljatanga. uppeldisstöðva sinna að Teigi í Mosfellsbæ, Ásmundar- stöðum í Ásahreppi og Mið-Fossum í Andakílshreppi svo og annarra bænda, sem taka að sér uppeldishlut- verk. Þegar fuglarnir em 5-6 vikna gamlir er þeim ekið að sláturhúsinu að Hellu jiar sem slátmn og vinnsla fer fram. Að þessu loknu kemur kjötið allt til baka í dreifing- arstöðina í Mosfellsbæ, það- an er því dreift um land allt, en t.d. er vaxandi eftirspurn á Keflavíkurflugvelli eftir Holtakjúklingi, sem þykir af- bragðsfæða. Ráðinn hefur verið bú- stjóri að Mið-Fossum, er það Helgi Gissurarson og í'htur hann þangað næstu daga ásamt fjölskyldu sinni, hest- unum og hundinum Snata. Þau munu búa í 170 ferm. hæð í íbúðarhúsinu,en leigja út hesthús sitt á Varmár- bökkum. Reykjagarður h/f leigir af þeim húsið við Skeljatanga, en í það flytja 2 ungir Akureyringar, svo ekki verður fólksfækkun í Mosfellsbæ við þessar breytingar. Annar þeirra mun leika með HandknattleiksdeildAftureldingar í vetur. Heykja« með nýj FeðgamirAtli og Bjarni Ásgeir horfafram á veginn viö höf- uðstöövar Reykjagarðs h/f í Mosfellsbœ. VEQMERKINQ EHF. Grænumýri 5 • 270 Mosfellsbæ • Sími 566-7259 VERTU VIÐBUINN VETRINUM Mikiö úrval af vetrardekkjum Umfelgun - Smurþjónusta MICHELIN NO:9DEKK RIKEN • Langatanga 1a - Mosfellsbæ - Sími 566 8188 MoslellKlilíKMð (£)

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.