Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 8

Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 8
Félagsmiðstöðin Félagsmiðstöðin Ból er nú loksins komin í framtíðarhúsnæði, en núna í haust fengum við gamla læknisbústaðinn fyrir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.Við fengum húsið til afnota um mánaðamót- in ágúst/september og tókum þegar til óspilltra málanna við að rífa niður veggi, henda úr gömlu drasli og mála svo og gera endurbætur þannig að hægt væri að heíja hefðbundna starfsemi. Þessi vinna var í höndum starfsmanna félagsmið- stöðvarinnar ásamt okkur unglingunum og tók það talsverðan tíma eins og gefur að skilja og þess vegna fór hefðbundinn starfsemi seinna af stað en ella hefði orð- ið. í dag er starfsemin liins vegar komin á fullt skrið og er opið hjá okkur alla virka daga fríi kl. 9 á morgnana og ýmist til kl 18 síðdegis eða 22 á kvöldin. Það er rennerí af unglingum allan dag- Tekið tii hendinni viö aö koma félagsmið- stöðinni í gang. I!v. Guöjón, Eyþór ogAron Jarl Við erum að stækka Ný sending af Folk Art akrýllitum og fleiri föndurvörum. *Z/esrcJcl inn að spila billiard, horfa á sjónvarp eða leika sér í tölvu svo eitthvað sé nefnt. Eitt ;if því fyrsta sem við gerum á hver- ju ári er að kjósa „Ból-ráð", en þar kjósa unglingarnir sér 6 fulltrúa sem vinna með starfsmönnum að skipulagningu á starfi félagsmiðstöðvarinnar. í kringum þessar kosningar myndast oft mikil spenna og þurfa þeir sem gefa kost á sér til setu í ráðinu að kynna sig á sérstökum fram- boðsfundi sem haldin er nokkrum dög- um fyrir kosningu. Síðan er haldin kosn- ingavaka þar sem úrslit em kynnt. í Ból-ráði veturinn 1998-1999 eru: Davíð Ásgeirsson, 10. B og Magnús Sig- urðsson 10. B. Andri Reynisson 9. B og Elín Lóa Bald- ursdóttir 9. B. Halldór Halldórsson 8. B og Páll Ingi Guðmundsson 8. B. Einnig erum við með klúbbstarf og eru farnir af stað 7. bekkjarklúbbur, stráka- klúbbur og stelpuklúbbur, leiklistarklúbb- ur, vídeóklúbbur, 8. bekkjarklúbbur og eiga þeir jafnvel eftir að verða fleiri. Föstudaginn 16. okt. héldum við svo fyrsta diskóið í nýjum diskósal félagsmið- stöðvarinnar og tókst það mjög vel, en alls mættu þar 80 til 90 unglingar. Yfir veturinn eru haldin nokkur mót imian félagsmiðstöðvarinnar og má þar t.d. nefna billiardmót, en við sendum síð- an þátttakendur á Reykjanesmeistaramót félagsmiðstöðva, og sigurvegarar þar taka Jsátt í íslandsmeistaramóti félagsmið- stöðva. Þess má til gamans geta að sl. vetur varð Bólið Reykjanesmeistari í billiard. Á döfinni eru diskótek ca. amian hvern föstudag. Miðvikudaginn 25. nóvember verður svo hið árlega Date-ball, sem er einn af stærri viðburðum í starfseminni. Við látum þetta duga í bili en verðum með fréttir héðan af Bólinu hér í blaðinu í vetur. Á góöri stwul í Bálinu. Ev. Guðbrandur, Georg, Aöalsteinn, Magnús, Páll og Gísli. VIII íyrir velsluna Veislugarður ehf. í Hlégarði býður upp á árshátíðir, jólahlaðborð, fermingar- veislur, þorrablót o.fl. Einnig útbúa þeir hjá Veislugarði snittur, brauðtertur, pinnamat og senda veisl- una heim. Á myndinni eru Hans Helgi Stefáns- son og Vignir Krist- jánsson matreiðslu- meistarar að störf- um við undirbún- ing afmælisveislu. Pöntunarsími hjá Veislugarði er 566- 6195 og faxið er 566-6097 Q Moslcllsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.