Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 3

Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 3
r SIYSAIIIXIV - KLUÐUR Verulegir annmarkar eru á vegteningu Vesturlandslandsvegarins við Lágafell. Hér er einfaldlega urn stórhættulega teng- ingu að ræða og deginum ljósara að hún mun valda slysum. Þetta er mat fjöl- margra sem Mosfelisblaðið ræddi við. Tengingin er í lagi fyrir þá sem koma úr Hlíðartúni eða bænurn en hörmuleg fyrir þorra Mosfellinga. Að þurfa að hægja á sér á þessum stað og beygja til vinstri íyr- ir þunga gagnstæða umferð er að æra óstöðugan á miklum umferðatímum. Þá kemur til að þurfa að fara upp brekku sem getur orðið mjög hættuleg í hálku. Einlivers staðar virðast þeir sem séð hafa um endaniega útfærslur á vegtengingum við Vesturlandsvegimi hafa misstigið sig hrapalega. Málið var tekið upp á skipulagsfundi þann 6. október að beiðni Péturs U. Fen- gers, þar sem hann taldi að bæjarbúum hafi ekki verið k\ nnt máiið með þeim tengingum sem nú er verið að frarn- kvæma. Fulltrúar D-listans lögðu frarn bókun á fundinum þar sem þeir átelja bæjaryfirvöld um að fara ekki að skipu- lagslögum, en í þeim er kveðið á um að hafa heilbrigði og öryggi bæjarbúa að leiðarljósi. Þar sem ekki hefur verið við- haldið þverun á Vesturlandsveginn til að komast að Lágafelli, leggur D-listinn til við skipulagsnefnd að nefndin fái bæjar- stjórn til að stöðva framkvæmdirnar nú þegar og viðræður hafnar við Vegagerð- ina að umrædd framkvæmd verði unnin. Meirihlutinn lagði til að rnálinu yrði frestað. Ljóst er að þetta er ekki pólitískt mál heldur er þetta aðeins spuming um ör- yggi vegfarenda og til lítils að byggja nýj- an og hættuminni Vesturlandsveg gegn- urn Mosfellsbæinn ef svona slysagildrur eru látnar viðgangast. Lárus Jonsson fylgir Aftureldingu eins og skugginn. Hér situr hann í íþróttahúsinu á leik KR/Gróttu í sínum hjólastól og lýsir leikmönnum og mörkum. Lárus hefur af þessu hina bestu skemmtun og léttir það honum glímuna við erfiðan sjúkdóm. Hann gat þó ekki mætt í síðasta Ieik móti Val, en þá var hann upptek- inn við kvikmyndaleik á Snæfellsnesi og Beggó leysti hann af. Lárus er ómissandi þáttur í umgjörð heimaleikjaAftur- eldingar og hans er saknað ef hann getur ekki mætt. Við hlið Lárusar voru þeir Haraldur Guðjónsson, sem er rit- ari leikjanna og Ingi Már, sem er tímavörður. Þeir félagar hreinlega mynduðust ekki, svo rnikið var aðdráttarafl Lalla. Rauðvínslegin lambalæpi nnexíkó kpvöóuð lambaiæri NOATUN 20 % AFSLÁTTUR VIÐ KASSANN NOATUN MOSFELLSBÆ ■ Verslanip Nóatúns eru opnar “ til kl. 21,011 kvöld. tloslrllshl;ii)i<> ^

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.