Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 5

Mosfellsblaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 5
RIT OG RÆKT \ÝIT FVRIRTÆW í MOSFELLSBÆ Rit og rækt eltf er nýtt fyrirtæki í Mosfellsbæ.Fyrirtækið er til húsa í Háholti 14 og virtist tíðindamanni Mosfellsfrétta að starfsgrundvöllur þess væri mjög víðtækur og öflugur. Starfsmenn eru fjórir en fyr- ir fyrirtækinu fant Páll Pétursson og Auður I. Ottesen, en hún er menntaður garðyrkjufræðingur. Fram kom hjá Páli að hann hefði starfað sjálfstætt við bókhaldsþjónustu síðastliðin 10 ár m.a. í Vík í Mýrdal. Fyrirtækið heftir verið að færa sig rneira yfir í útgáfustarfsemi, auglýsingar og ýmsa grafíska hönnun. Fyrirtækið býður upp á bókhaldsþjónustu s.s. vinnslu bókhalds fyrir fyrirtæki og einstaklinga, launa- útreikninga og vsk-uppgjör. Þá er boðið upp á tölvu- og ljósritunarþjónustu. Þá er grafísk hönnun að verða viðamikill þáttur í vexti fyrirtækisins en Páll starfaði um skeið við hönnun auglýsinga á DV. Ahersla er lögð á hönnun auglýsinga og rnerkja (logo) fyrir fyrirtæki og félög, hvers konar dreifibréf, blaðaauglýsingar, skjáauglýsingar, útgáfa blaða og bæklinga og þannig mætti lengi telja. Rit og rækt chf er útgefandi tímaritsins Sumarhúsið og ferðamálabæklings fyrir Mýrdalshrepp.Rit- stjóri tímaritsins Sumarhúsið erAuður I.Ottesen. LEDIIRSNI IARS ST \ýl l fyrirtæki í Mosfell Leðursmíði Lars Stáhl er nýtt fyrirtæki í Háholti 14 sem opnaði um miðjan ágúst. Eigandi þess er sænskur og menntaður söðlasmiður fni Svíþjóð. Dirs fluttist til landsins í sumar og starfar í fyrirtækinu ásamt konunni, Kristínu Eiríksdóttur við hvers konar leðursmíði. Hann srníðar ekki linakka en býr til reið- fygi, höfuðleður, múla, töskur, belti og seðlaveski. Þá sérsmíðar hann eftir óskum hvað sem er úr leðri. Einnig flytja þau inn fatnað úr leðri, veski, húfur og magatöskur. Þá tekur Leðusmíði Lars að sér að hrein- sa og gera við leður og sagðist Lars smyrja leðrið með mjög góðri leðurfeiti. Fyrirtækið er opið frá 11-18 alla virka daga og frá 9-13 á laugardögum. Iíjósin Á döfinni er að byggja upp veginn meðfram Meðalfells- vatni að norðanverðu og hafa hann tvíbreiðan með bund- nu slitlagi. Vegurinn liggur frá Meðalfelli að Eyjum, þarna er nokkuð af sumarbústöðum og því þröngt fyrir vegstæð- ið, en mun ganga samt. Verður farið í þetta verkefni á næstu dögum og því lokið í haust. Haustið byrjar kuldalega finnst Kjósverjum, eftir mjög gott sumar og snemmt að fá vetur strax. Fallþungi dilka var með betra móti þrátt fyrir margt tví- lembt á bæjum og skepnuhald er gott, að sögn Guðbrand- ar Hannessonar í Hækingsdal. Mosfelllngar - athugið! Oska eftir fasteign í Mosfellsbæ í skiptum fyrir fasteign í Keflavík, 130m2 einbýli m/50m2 bílskúr. Pétur Sævarsson Sími 566 8117 SMTW Yálrygglngamiðlun ehf. í júlí s.l. var Samstarf vátryggingamiðlun ehf. stofn- uð og er hún til húsa að Þverholti 3 í Mosfellsbæ. Eig- endur eru Hilmar Vilhjálmsson lögg. vátrygginga- miðlari og Sigurvin Bjamason viðskiptafræðingur sem báðir eru búsettir í Mosl'dlsbæ.Vátryggingamiöl- un er tiltölulega ný atvinnugrein hér á landi en umfangsmikil erlendis. Hlutverk vátryggingamiðlunar er að korna á viðskiptum milli trygginga- taka og vátryggingafélaga, og koma fram fyrir hönd sinna viðskiptavina gagnvart tryggingafélögum ef tjóns- atburður á sér stað. Samstarf elif. miðlar m.a. fyrir tvö bresk vátryggingafélög, Sun Life International og Friends Provident International, sem hafa á boðstóluni lífeyrissparnaðar- og sjúkdóma- tryggingar. Þessi félög vom stofnuð um og eftir 1810 og eru með þeim stærstu í heiminum. Þær tr}'ggingar þessara félaga sem mestan áhuga hafa vakið em lífeyrisspamaðartrygg- ingar, þar sem einstaklingum gefst kostur á að leggja ákveðna upphæð að eigin vali til hliðar í ávöxtun til ákveðins árafjölda og em um leið líftry'ggðir. í lok samningstímans greiðist höfuðstóll út ásamt vöxtum í einu lagi og er sú eingreiðsla tekju-og eignaskatts- frjáls hafi sparnaður staðið lengur en 10 ár. Þessi sparnaðarleið veitir gífurlegt fjárhagslegt önggi á efri ámm þegar tekjuöflun skerðist verulega. Samstatf - Siguruin og Hilmar við útreikninga á vátryggingatilboðum. Með stofnun Samstarfs ehf. hefur enn aukist fjöl- breytni þeirrar þjónustu sem Mosfellingar eiga kost á í sinni heimabyggð. EKKI TRUFLA RENNSU HEITA VATNSINS - GREIDDU REIKNINGINN! Með hlýrrí hveðju. II1IV\III\ MOSFELLSBÆJAR llnsfiilslilaðið e I

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.