Morgunblaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1969.
3
— Tékkóslóvakía
Framhald af bls 1
látinn. Áður hafði innanrík-
isráðuneyti landsins skýrt frá
því, að þrír menn að minnsta
kosti hefðu gert tilraun til
þess að fremja sjálfsmorð til
viðbótar nú síðustu daga. Var
því bætt við í tilkynningu
ráðuneytisins, að persónuleg-
ar ástæður lægju að baki öll-
wm þessum sjálfsmorðstil-
raunum. Nú hafa tíu manns
alls gert tilraun til sjálfs-
morðs, síðan Jan Palach
brenndi sig til bana. Hlavaty
er annar í röðinni, sem bíð-
ur bana af þessum völdum.
• Þá tilkynnti innanríkis-
ráðuneyti landsins í dag, að
sex erlendir blaðamenn, flest
ir bandarískir, hefðu fengið
fyrirmæli um að yfirgefa
landið, en áður hafði 16 öðr-
um erlendum blaðamönnum
verið sagt að fara á brott úr
landinu.
0 Svo virðist, sem stjórn-
arvöld í Tékkóslóvakíu hygg
ist nú beita harðari aðgerð-
um en áður gegn götuupp-
þotum og muni herða enn á
eftirliti með fjölmiðlunar-
tækjum. Þá telja ýmsir, að
Novotny-sinnuð öfl í landinu
muni notfæra sér ástandið
Þessi mynd sýnir stúdenta standa með fána í hálfa stöng á fótstalli heilags Venseslas, en þar
tjáðu borgarbúar í Prag einkum sorg sína vegna láts Jans Palachs fyrir útför hans.
þar til þess að brjóta á bak
aftur þá, sem þau nefna
„öfgasinnaða gagnbyltingar-
menn“.
Haft er etftir árei'ðanlegum
heimildum í Prag, að hinir at-
hafnasamari úr hópi stúdenta
muni nú auka á áróður sinn fyr
Ungir stúdentar leggja blóm hjá líkkistu Jans Palachs.
ir því, að almennar þingkosning
ar verði látnar fara fram í land
inu og ritskoðun aflétt. Meiri
h'luti stúdenta er þó talinn fylgj
andi því að reyna að hafa áhrif
á gang mála með tilstuðlan fé-
iaga og samstarfshópa en hætta
ekki á, að til átaka komi úti á
götum.
Þessi mynd er einnig tekin við Veneceslasstyttuna, en þar var
komið fyrir mynd af Jan Palach og greiptri málmplötu tO minn
ingar um hann. í kring loga kertaljós.
Talið er, að sovézk stjórnvöld
reyni að hafa þau áhrif á stjórn
Tékkóslóvakíu, að hún beiti sér
fyrir því að binda enda á ó-
kyrrðina á meðal stúdenta. Orð
rómur hefur verið á kreiki, að
Leonid Brezhnev, leiðtogi sov-
ézka kommúnistaflokksins, hafi
sent orðsendingu til leiðtoga í
Tékkóslóvakíu og einnig hefur sá
orðrómur verið á kreiki, að Kos
ygin, forsætisráðherra Sovétríkj
anna hafi átt fund með Alex-
ander Dubcek í fyrri viku. Hvor
ugt hefur þó verið staðfest. Blað
ið The Times í London skýrði
frá því í dag, að Kosygin hefði
verið í Tékkóslóvakíu um fyrri
helgi og hafði þar fyrir sér á-
reiðan'legar heimildir, að því er
það segir í Prag.
Endurbótasinninn dr. Ota Sik,
sem fyrir skömmu kom í stutta
ferð til Tékkóslóvakíu, sagði í
Basei í Sviss í dag, að hann
hafi í hyggju að búa þar í landi
í eitt eða tvö ár. Hann tók það
fram,‘ að hann myndi einungis
fást við fræðistörf en ekki stjórn
mál.
Mörg hundruð þúsund manns
stóðu meðfram leið þeirri, sem
kista Jans Palachs var borin sl.
laugardag og í líkfylgdinni, sem
fór á eftir kistunni voru margir
kunnir stjórnmálamenn, sem orð
stír gátu sér í fyrra, en urðu
að láta af embætti sínum _ eftir
innrásina í Tékkóslóvakíu. í hópi
þeirra voru m.a. Jiri Hajek fyrr
verandi utanríkisráðherra, Ed-
ward Goldstucker, formaður rit
höfundasambands landsins og fyrr
verandi prófessor við Karlshá-
skóla og Vladimir Kadlec, fyrr-
verandi menntamálaráðherra, er
nýtur mikilla vinsælda á meðal
stúdenta.
Hvorki Alexander Dubcek né
aðrir leiðtogar frjálslyndisstefn
unnar, sem enn eru við völd,
tóku þátt í líkfylgdinni. Á með-
an líkfylgdin gekk á eftir kist-
unni um götur borgarinnar, voru
haldnar minningarathafnir vegna
Jans Palachs í háskólum, verk-
smiðjum og opinberum samkomu
stöðum um gjörva'llt landið.
Ákveðið að gefa
úf 4 frímerki í ár
1 FRÉTTATILKYNNINGU frá
Póst- og símamálastjórninni seg-
ir, að fjórar frimerkjaútgáfur
hafi verið ákveðnar á þessu ári.
í fyrsta lagi mun væntanlega
verða gefið út Norðurlandafrí-
merki hinn 28. febrúar að verð-
gildi 6,50 og 10 kr. Þá er Evrópu-
frímerki væntanlegt 28. apríl að
verðgildi 13,00 og 14,50 kr. Enn-
fremur verður gefið út frímerki
17. júní í tilefni af því að aldar-
fjórðungur er liðinn frá stofnun
lýðveldisins.
Loks hefur verið ákveðin út-
gáfa á frímerfci í tilefni þess, að
hálf öld er liðin frá því að flug-
vél hóf sig fyrst á loft á ís-
landd, 3. september.
Auk þess má gera ráð fyrir
að gefin verði út almenn frí-
merfci síðla árs með myndum úr
náttúru landsins, og verður nán-
ar tilkynnt um þetta síðar.
Spilokvöld oð
Garðaholti
SPILAKEPPNIN hefst að nýju
hjá Sjálfstæðisfélagi Garða- og
Bessastaðahrépps miðvikudaginn
29. janúar kl."'8.30 í samkomu
húsinu að Garðaholti. Sjálfstæð
isfólk mætið stundvislega og tak
ið með ykkur gesti. Utanlands
ferð er í boði.
(Frá Sjálfstæðisfélagi Garða- og
Bessastaða'hrepps).
STAKSTEIMAR
„Tilveia félagsins
er staðreynd"
Kommúnistablaðið birti ít
sunnudag svohljóðandi yfirlýs-
ingu frá stjórn Sósíalistafélags
Reykjavíkur: „Hinn 23. þ.m.
birti Þjóðviljinn frétt frá fundi
Sósíalistafélags Reykjavíkur. En
í stað þess að birta fréttina
óbrenglaða, eins og hún var send
frá félaginu, fléttar ritstjórinn
inn í hana bollaleggingum um
það, að Sósíalistafélag Reykja-
víkur sé ekki lengur til. — í til-
efni af þessu vill stjóm Sósíalista
félagsins taka fram eftirfarandi:
Það er ekki á valdi ritstjóra
Þjóðviljans — eða nokkurs ein-
staklings — að úrskurða um til-
veru Sósíalistafélags Reykjavík-
ur, heldur byggist tilvera þess
einvörðungu á ákvörðunum fé-
lagsfólksins sjálfs. Fregnin, sem
um er rætt var einmitt um það,
að fjölmennur fundur í félaginu
tók einróma ákvörðun um það
áð halda starfsemi félagsins
áfram, enda þótt samþykkt hafi
verið á öðrum stað, að Sósíalista-
flokkurinn hætti störfum. Til-
vera félagsins er þannig stað-
reynd, sem ekki þýðir að mæla
gegn. Og í félaginu er allt það
fólk, sem í því hefur verið —
á meðan það ekki segir sig úr
félaginu og uppfyllir félagslegar
skyldur sínar við það“. Undir
þessa yfirlýsingu ritar Stein-
grímur Affalsteinsson fyrir hönd
stjómar Sósíalistafélags Reykja-
víkur. Meff henni er endanlega
staðfest, aff engin breyting varð
á félagaskrá Sósíalistafélags
Reykjavikur um áramótin, þegar
Sósíalistaflokkurinn var lagffur
niffur, nema félagsmenn hafi sagt
sig úr félaginu. Mbl. hefur áður
skýrt frá því, að tveir félags-
menn, þeir Guðmundur Vigfús-
son og Sigurffur Guffgeirsson,
sögffu sig úr félaginu um áraanót-
in. Nú liggur hins vegar fyrir
skjalfest í kommúnistablaffinu,
aff a.m.k. einn miðstjómarmaffur
í Kommúnistaflokknum, Ólafur
Jensson, læknir, er enn félags-
maffur í Sósíalistafélagi Reykja-
víkur og hefur því veriff frá ára-
mótum ólöglegur meðlimur
Kommúnistaflokksins. Kommún-
istablaðiff skýrði nefnilega frá
því fyrir nokkru aff Ólafur Jens-
son hefði talaff á fundi Sósíalista
félags Reykjavíkur nú í janúar,
en þaff geta ekki affrir gert en
þeir, sem eru meðlimir í félaginu.
Þá er enn ástæða til aff spyrja,
hvort menn á borff viff Magnús
Kjartansson, Effvarð Sigurðsson
og Guðmund J. Guffmundsson
séu enn félagsmenn í Sósíalista-
félaginu. Hinar furffulegu skýr-
ingar kommúnistablaffsins á
þessu máli benda ótvírætt til
þess aff svo sé, og eru þessir
menn þá augljóslega ólöglegir
mefflimir Kommúnistaflokksins.
Ætlar forusta Kommúnista-
flokksins aff láta þá komast upp
með aff þverbrjóta lög flokksins
með þessum hætti?
„Gamanmál"
Magnúsar
Magnús Kjartansson segtr t
blaffi sínu sl. föstudag: „Væri
ekki ráff aff Morgunblaðiff léti
þýffa þessar greinar á tékknesku
til þess aff leiða ungu fólki í
Tékkóslóvakíu fyrir sjónir, að
það á að heimta meiri rússnesk-
an her og fleiri rússneska vegi
og nægar rúblur í staff þess að
breyta sér í eldstólpa af fast-
heldni viff þær úreltu hugmyndir
aff smáþjóffir eigi rétt á því aff
lifa einar og frjálsar í löndum
sinum". Ekki er ofsögum sagt af
því, að kýmnigáfa mannsins er
einstaeð.