Morgunblaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 1
24 SIÐUR 22. tbl. 56. árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. JANUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fjölda- handtökur á Spáni /yrif íi-aman kistu Jans Palachs. — Myndin sýnir fólk ganga fram hjá kistu Jans Palachs, þar sem hún var látin liggja á við- hafnarbörum fyrir framan Karlsháskólann í Prag. Við kistuna stóð heiðursvörður og til hægri sézt hluti af þeim mikla fjölda minningarkransa, sem borizt höfðu frá fólki í Prag og alls staðar að i Tékkóslóvakíu til þess að minnast piltsins, sem 21 árs gamall hafði brennt sjálfan sig til bana til þess að mótmæla hernámi Sovétríkjanna í landinu. Fjöldahandtökur í Prag um helgina Madrid, 27. janúar. NTIB. í OPINB'ERUM tilkynningum á Spáni segir, að tæplega 100 manns hafi verið handteknir síð- an Franco einvaldur lýsti yfir neyðarástandi síðastliðinn föstiu- dag. í óstaðfestum fréttum var hinsvegar talið að millli 200 og 1000 hefðu verið handteknir. Mikið er rætt um hvort Franco muni segj a af sér á mæstumni, og Juan Carlos, prins, þá krýndur til konungs. í óstaðfestum fréttum se-gir, að rithöfundurinn Ajlfonso Comin og Ramon Rubial, formaður verka- mannasambandsins, séu meðal þeirra handteknu. Einnig er þvi haldið fram, að fjöldi presta og stúdenta sitji nú í fangelsi. Lötg- reglan virðist fara fremur róflegia að störfum sínum og reýna að komast hjá því að velkja athygli. Har&ar aðgerdir boöa&ar gegn uppþotum og mótmælaa&ger&um Mörgum erlendum blaðamönnum visað úr landi Prag, 27. janúar. NTB-AP £ Lögreglan í Prag yfir- heyrði í dag 199 manns, sem handteknir hafa verið eftir útför Jans Palach. Kom til mikilla óeirða á Wenceslas- torgi á sunnudagskvöld, þar sem lögreglan beitti táragasi til þess að dreifa stúdentum, en þeir hrópuðu á móti „Rússneskir þorparar“ og „Gestapo, Gestapo.“ Áttu þessar óeirðir sér stað, eftir að lögreglan hafði hindrað stúdenta í að kveikja á kert- um til minningar um Jan Fimmtán hafa fallið í Pakistan Lögreglan beitir skotvopnum, táragasi og bareflum — Óeirðirnar breiðast út Karachi, Pakistain, 27. jan. AP TUTTUGU og fjögurra srtunda útgöngubann gekk í gildi á stór- um svæðum í Karachi þegar mótmælaaðgerðir gegn rikis- stjórninni breiddust út í þessari stærstu borg Vestur-Pakistan. Það hafa einnig orðið óeirðir í öðrum borgum og margir fallið eða særzt í viðureign við lög- regluna, sem hefur beitt skot- vopnum. Herflokkar hafa verið kvaddir út henni til aðstoðar. Vandræðin byrjuðu sl. hausit þegar stúdentar kröfðust endur- bóta á menntamálum og ýmsu öðru, sem stjómin þykir hafa staðið sig slælega í. Stjómarand- stöðuflokkarnir hafa rekið harð- an áróður gegn ríkisstjórn Ayuibs Khan, síðan nokkrir stjórn málaleiðtogar voru handteknir ihinn 13. nóv. sl., og ákærðir um að hafa hvatt til óeirða. Kosning ar eiga að fara fram í sept. nk. Stjómarandstaðan krefst þess, að stjórnin fari frá og fordæm- ir harðlega þær skipanir til lög- reglumanna að beita skotvopn- um gegn þeim sem standa að mótmælum. Verkfötl hafa verið boðuð til að mótmæla aðger’ðum stjórnarinnar og fleiri og fleiri taka þátt í mótmæla-aðgerðum gegn henni. Öryggissveitir hafa verið kall- aðar út í mörgum borgum Pak- istan og þær ganga að því með mikilli hörku að bæla niður alla andstöðu við ríkisstjórnina. — Beita þær bæði táragasi, byss- um, kylfum og stöfum með stál- oddum. Talfð er að minnsta kosti 15 manns hafa þegar lá.tið lífið og tugir sœrzt. Palach á styttu heilags Wen- ceslas og við gosbrunn þann, sem Palach brenndi sig til bana en lögreglan var þar að framkvæma fyrir- mæli um, að öllum samúðar- aðgerðum vegna Jan Palach skyldi ljúka nokkrum klukkustundum eftir að útför hans hefði farið fram. 0 Útvarpið í Prag skýrði frá því í gær, að verkamað- urinn Josef Hlavaty, sem borið hefði eld að sjálfum sér í Plzen fyrra mánudag, væri Framhald á bls. 3 Rifu göt ú himininn' ANKARA 27. janúar, AP. — Fimm tyrkneskir bændur hafa hótað að grýta sendiráð Bandaríkjanna og Rússlands hér, ef löndin greiði þeim ekki skaðabætur fyrir tjón af völdum flóða, sem þeir segja hafa orðið vegna þess, að Franlhald á bls. 16 Mikil reiöialda í Israel — þegar fréttist um aftökurnar — Óttast að þeir hefni sín grimmilega Jerúsalem, Beirut, París, SÞ, 27. jan., AP-NTB. • Geysileg reiði ríkir í ísrael vegna aftöku mannanna fjórtán, sem hengdir voru í írak, ásakað- ir um að h«fa stundað njósnir og skemmdarverk fyrir ísrael. Níu hinna líflátnu voru Gyðingar. • I.evi Eshkol, forsætisráðherra sagði, að heimurinn allur bæri ábyrgð „á þessum svívirðilegu morðum“ og krafðist alþjóða hjálpar til handa Gyðingum, sem einangrazt hafa í löndum Araba. • Mörg blöð í ísrael, svo og al- menningur, krefst hefnda og ótt- ast er að ísraelsmenn grípi til einhverra harkalegra ráðstaf- ana. Bent er á að ísraelsmenn hafi aldrei dæmt arabiska njósn ara eða skemmdarverkamenn til dauða. Þegar fregnir bárust til ísra- el um að mennirnir fjórtán hefðu verið hengdir, voru fánar dregn- ir í hálfa stöng og mikil reiði- aida reis meðal ibúanna. Eshkol, forsætisráðherra sagði, að heim- urinn allur bæri ábyrgð á verkn aðinum og að aftökiurnar sýndu ljóslega hvaða örlög Arabar ætl uðu ísraelsmönnum ef þeir fái frjálsar hendur og nú notuðu þeir sér það að geta hefnt sín á varnarlausum gtelum. Hann líkti stjórnum Araba við stjórn na*>- ista í síðari heimsstyrjöldinni og sagði, að ekki væri nema von að réttarhöldin hefðu farið fram fyr ir liu'ktum dyrum, allir hinna látnu hefðu verið saklausir. Þeirra eini glæpur hefði verið að þeir voru Gyðingar. Framhald á bls. 16 Spáir gdöri síld- veiöi við Noreg Síldin mun koma upp að ströndinni um miðjan febrúar — segir Finn Devold Bergen, 27. janúar, NTB. — Sildin mun koma upp að ströndinni um miðjan febrúar og sjávarhitinn meðfram strönd- inni, sem stendur, er það heppi- legur, að útlit er fyrir, að sildin komi nálægt landi í ár, segir í viðtali, sem NTB átti vlð Finn Devold, forstöðumann norsku síldarleitarinnar sl. laug- ardag, en þá kom hann inn til Bergen með rannsóknarskipinu „Johan Hjort“. Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.