Morgunblaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JAN'ÚAR 1969 Hafrannsóknir á skipum Eimskips Rannsaka sjávarhita, plöntu- og dýrasvif í sjónum EIMSKIPAFÉLAG íslands hef- Kristján Aðalsteinsson skipstjóri á Gullfossi við rannsóknar- tækið á Gullfossi, sem kemur til með að mæla sjávarhita niður á 500 metra dýpi: Ljósmynd Mbl. Á. J. ur nú tekið að sér að framkvæma ákveðnar rannsóknir fyrir skoskn Hafrannsóknarstofnunina í sambandi við söfnun sýnis- horna á plöntu og dýrasvifi í sjónum á siglingaleiðum skipa Eimskips. Þá verður auk þess sérstakt tæki um borð í Gull- fossi, sem kemur til með að mæla sjávarhitann í hafinu á siglinga- leið skipsins og mun sjávarhitinn mældur allt niður á 500 metra dýpi. í gær var unnið að því að ganga frá tækjunum um borð í Gullfoss. Á fundi með blaðamönnum í gær sýndi Guðmundur Jónsson að stoðarmaður hjá Hafrannsóknar- stofnun íslands tækin, en fulltrúi fré skosku Hafrannsóknarstofnun inni skýrði tilgang rannsóknanna. Kristján Aðalsteinsson skipstjóri á Gullfossi var einnig á fundinum, en eins og kunnugt er hafa skip Eimskipafélagsins um langt ára skeið aðstoðað við ýmiskonar rannsóknarstarfsemi á sjó. Frá 1957 hafa skip Eimskips siglt um 183 þús. mílur með ýmis haf- rannsóknartæki og þar af hefur Gullfoss siglt 58 þús. mílur. Tækið sem notað verður til þess að rannsaka plöntu og dýra svif í hafinu á siglingaleiðum skipa Eimskips verður dregið á eftir skipunum í taug. Þetta tæki mun einnig safna upplýsingum um átumagn og göngur fiskteg- unda. Tækið sem mælir hitastigið í sjónum er sérstakur hólkur, sem er skotið í þar til gerðri byssu í djúpið. Fremst í hólknum er hita mælirinn, sem er sjálfriti og send ir upplýsingar í gegn um 500 m. langan vírþráð, sem rekst út frá hólknum á leið hans niður í djúp- ið, en annar eradi vírsins er tengdur í mælitækið í skipinu, sem ritar niður hitastigið. Þeg- ar hólkurinn er síðan kominn niður á 500 metra dýpi slitnar vírþráðurinn og mælingunni í það skipti er lokið. Allar rannsóknirnar á skipun- um munu framkvæmdar af yfir- mönnum skipanna, en þær munu standa yfir í mörg ár. Hafrann- sóknarstofnun íslands mun að- stoða skosku Hafrannsóknarstofn unina eins og þarf. Fulltrúi skozku Hafrannsókn- arinnar gat þess að það væri ákaflega áríðandi og mikilvægt í sambandi við þessar rannsókn- ir að þessar tilraunir væru gerð ar í íslenzku skipunum þar sem þau sigldu á siglingaleiðum sem engin önnur skipafélög sigldu stöðugt á og kostnaður við að halda úti sérstökum rannsóknar- skipum væri svo gífurlegur að það kæmi vart til greina í þess- um rannsóknum einum. Hér er mesta áherzlan lögð á siglinga- leiðirnar frá Reykjavík til New York annars vegar og til Ev- rópu hins vegar, en auk veður- skipa eru íslenzku skipin svo til þau einu, sem framkvæma þess- ar rannsóknir á þessu svæði Norður-Atlantshafsins. Alls 6 þjóðir aðstoða Skota við þessar rannsóknir á Atlants- hafssvæðinu, en það eru: fslend- ingar, Danir, Hollendingar, Bandaríkjamenn, Bretar og Norð menn. Árið 1957 hófust ýmsar rann- sóknir á vegum skozku Hafrann- sóknarstofnunarinnar á Norður- Atlantshafinu og þá kom í ljós að mikið magn af t.d. karfalirf- um var á vissu svæði í hafinu. Árin 1961 og 1963 var svo gerð HANDBÓK bænda 1969 er kom- in út. Þetta er nitjándi ár- gang-ur bókarinniar. Mangir ráðu nautar og sérfræðinigar hafa lagt efni af mörkum í bókina. Helztu greinair að þessu sinini eru: Þróum landbúnaðarins, þar er skýrt fré helztu fraimleiðsluiþátt- um búgkaparins, tl skýringa eru biintar litmyndir af töfkum, sem sýndar voru í þróumardeild Landbúnaðarsýningarinn.ar ’68. Haigfræðákaifla bókarirmar akrif- ar Ketill Hanmesson, þar eru birtar niðunstöður búreikminga frá árimu 1967. Þar sést hvað bændur höfðu í kaup, og reksír- araflkoma búanma og kostnaður við eimdtalka búgreinar, ftarlegar leiðbeiningar eru um færslu bú- reikninga. Þá eru áburðarleið- beiningar, þáttur um niðursttöður ti'lrauma. KaÆli er um tækni- ur út víðtækur leiðangur frá mörgum þjóðum til þess að kanna þetta til hlítar og á svæð inu frá 300-500 mílur suðvestur af Reykjanesi fundust mestu karfalirfur, sem hafa fundist á Atlantshafinu, en ekki hafði áð- ur verið vitað með vissu um hrygningarsvæði karfans. Um þetta svæði er einmitt siglinga- leið Eimskipafélags-skipanna til Ameríku og því er eru rannsókn ir frá þessum skipum svo mikil- vægar í þessu efni. Eins og fyrr getur eru þessar rannsóknir á vegum skozku Haf- rannsóknarstofnunarinnar, en Hafrannsóknarstofnun íslands hefur milligöngu um þær að nokkru marki. Los Angeles, 23. janúar. AJP. RÉTTARHÖLDIN yfir Sinhan Sirhan, ganga fremur seint og í dag var enn ekki búið að velja í kviðdóminn. Að vísu var búið að velja tólf manns fyrir notkkru, en verjendur og sækjendur hafa haft ýmislegt við það val að athuga og neitað nokkrum. Báðir aðilar eru mjög varkárir við val kviðdómenda og spyrja þá margra spurninga um álit þeirra á málinu. Ef þeir virðast hafa einhverjar fastmótáðar skoð anir, með eða gegn sakbomingn um, fá þeir ekki sæti í kvið- dómnum. nýjungar. Stutbur kafli er fyrir garðynkjubændur, síðan er ítar- leg grein um fóðrum mjól'kuirkúa og önnur um ræktum á ailhvítu fé og fleiri greiinar um búfjár- rækt. Fyrir húsmóðurina er grein um frystimgu grænmetis. Birt er regiugerð um elátrum, mat og meðferð sláturafurða. Þessa reglugerð þurtfa bændur nauðsynlega að kymma sér til hlítar. Auk efnisins, sem að framam greinir em margar stuttar greinar í bókimmi. Handbkkin er 384 blaðsíður, þar af eru 32 litmyndasíður. Ritstjóri er Agmar Guðmasom. Prentun anmaðisit Prentsmiðja Jóns Helgasomar. Bókin fæst hjá Búnaðarfélagi fslamds í Bænda- höilinni og hjá fiiestum búnað- arfélagsfonmönmum. (Frá Búnaðarfélaigi íslamds). skipum Eimskipafélagsins og mun svifið siast í tækinu frá sjón um og lenda í sérstakri grisju sem vefst upp á hólk, en hólk- urinn er í formalíni. Þannig mun svifið geymast án þess að rotna. Á meðfylgjandi mynd sést tækið í sjónum tengt við skip. Handbók bænda komin út Áiit Trudeaus í hættu Hann virðist ekki eins kaldur og rólegur og áður og vill nú vera í friði FYRSTA opinbera utanlands- ferð hins nýja forsætisráð- herra Kanada, Pierre Elliott Trudeau, hefur valið almenn- um vonbrigðum. Stjórnarand- stæðingar hafa gagnrýnt hann harðlega fyrir að hafa látið lítið að sér kveða á samveld- isráðstefnunni í London. Blaðamenn, sem hafa verið honum mjög vinsamlegir, hafa snúizt öndverðir gegn honum. Síðast en ekki sízt hefur hann lækkað í áliti hjá mörgum Kanadamönnum, sem hafa haft mikið dálæti á honum vegna frjálslegrar og óþving- aðrar framkomu hans. Trudeau hefur haft orð fyr ir að vera „kaldur og rólegur menntamaður”, sem berst mik ið á í klæðaburði sem öðru. Blaðamenn hafa átt hvað mestan þátt í því að hann hef ur fengið þessa sérstæðu frægð, sem hefur aflað honum gifurlegra vinsælda og átti hvað mestan þátt í sigri hans í þingkosningunum í Kanada í fyrra. Nú hefur Trudeau veitzt að blaðamönnum fyrir ósæmilega framkomu, og þessi frægð hans er í hættu. Að sögn fréttaritara New York Times í Ottawa hafa landar hans mestar áhyggjur af því, að hann virðist hafa glatað þeim hæfileika sem hann hefur verið dáðastur fyr ir, að vera alltaf kaldur og ró- legur. Á síðasta blaðamanna- fundi sínum í London úthúð- aði Trudeau blaðamönnum, sem fylgt höfðu honum hvert fótmál úr einni veizlunni í aðra af mikilli þrautseigju. Hann neri þeim því um nasir, að þeir hefðu verið dónalegir við stúlkur, sem hann átti stefnumót með á sama tíma og hann hafði lofað að tala við blaðamenn. Að sögn fréttaritarans hafa hugsandi Kanadamenn mestar áhyggjur af því, hversu mjög honum virðist nú annt um að einkalíf hans sé látið í friði. Mörgum finnst einkennilegt, jafnt vinum hans sem andstæð ingum, að hann virðist nú vilja slökkva á ljósunum, sem lýstu upp braut hans til frægð ar og frama. Fyrir aðeins einu ári datt fáum í hug, að Tru- deau yrði forsætisráðherra. í kosningabaráttunni í fyrra vor börðust stjórnarandstæð- ingar fyrst og fremst fyrir mál efnum, en Trudeau vann geysimörg atkvæði með fram komu sinni. Hann hugsaði ekk ert um borgaralegan virðu- leik og gerði það sem honum datt í hug: klæddist leðurjökk um, dýfði sér í sundlaugar of an af háum stökkpöllum og dansaði við fallegar stúlkur. ★ Hann efndi til þingkosn- inga upp á von og óvon og veðjaði rétt á þann möguleika, að Frjálslyndi flokkurinn, sem kjörið hafði hann leiðtoga sinn eftir að Lester B. Pear- son sagði af sér, fengi hreinan meirihluta. Litríkur persónu- leiki hans kom af stað„tru- deaumaníu", sem stuðlaði að sigri frjálslyndra. Á þeim tíma átaldi hann blaðamenn fyrir að taka sig of hátíðlega. Eftir heiimkomuna varð Trudenau að stríða í ströngu á þingi. En hann hefur ekki fengizt til að gera nánari grein fyrir þeim reiðilegu ummælum gínum, að ef blaðamenn haldi áfram að rannsaka einkalíf sitt, ætti hann ef til vill að safna upp- lýsingum um ^inkalíí þeirra. Vafasamt er að Trudeau geti haldið einkalífi sínu leyndu og aðskildu frá opinberu lífi. Þar vegur hann að undirstöð- um vinsælda sinna. Hvað sem því líður stendur Tr.udeau andspænis erfiðum ákvörðunum. Þagar mikilvæg vandamál hafa borið á góma, hefur hann alltaf vikið sér undan að svara á þeirri for- sendu, að athugun fari fram á stefnu stjórnarinnar. Pierre Elliott Trudeau: Hann á nú ekki upp á pallborðið lengur hjá blaðamönnum. 1 einu mikilvægu máli, þátttöku Kanada í Atlants- hafsbandalaginu, hefur hann aðeins heitið því, að engin fækkun verði í herliði því, sem Kanada leggur til banda- lagsins, um eins árs skeið. Um framlag landsins til bandalagsins eftir þann tíma verði tekin ákvörðun, þegar ríkisstjórnin hafi lokið rann- sókn sinni á utanríkisstefn- unni, sennilega í vor. Hann vill, að Kanada við- unkenni Peking-stjórnina, en hefur augsýnilega ekki á- kveðið hvernig koma eigi því til leiðar. f utanlandsferð sinni gekk Trudeau á fund Páls páfa og lagði til við hann, að Kanada og Vatíkanið skiptust á sendi- herrum, en hann tók skýrt fram að hann yrði fyrst að ræða málið við ríkisstjórn sína. ★ Síðan samveldisráðstefn- unni lauk hafa þær grun- semdir andstæðinga Trude- aus út röðum íhaldsflokksins aukizt um allan helming, að hann sé í raun og veru fylgj- andi því að Kanada verði gert að lýðveldi þrátt fyrir það lof, sem hann hefur borið á samveldið þess efnis, að það sé „klúbbur“, þar sem 28 forsætisráðherrar geti skipzt á skoðunum. Andstæð- ingar hans hafa einnig heyrt íiann láta í ljós aðdáun sína sem lögfræðingur á stjórnar- skrá Bandaríkjanna, einfcum því valdi, sem hún veitir hæstarétti. Erfiðasta viðfangsefni Trud- eaus er að leysa Quebec- vandamálið, sem alltaf er ná- lægt. f næsta mánuði iheldur hann fund með forsætisráð- herrurn hinna 10 fylkja Kan- ada, og þá mun reyna á alla hæfileika hans sem sérfræð- ings í stjórnlögum, þegar hann verður að mæta kröf- um um sérstök völd til handa frönskumælandi Kanadamönn um, sem eru sterkastir í Quebec, en um leið að varð- veita einingu Kanada. Ský- lausasta skuldbindingin, sem Trudeau hefur tekizt á hend- ur, er að varðveita þjóðar- einingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.