Morgunblaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1969 Rotuðu bjarndýr úti á miiri Aðalvík Guðmundur Snorri Finnbogason segir frá bjarndýradrápi sumarið 1906 GUÐMUNDUR Snorri Finn- bogason, sem nú er dyravörð ur í Breiðagerðisskóla í Reyk.ja vík lenti í viðureign við bjam dýr vestur í Aðalvík fyrir rúm um 60 árum. Hafði Mbl. spum ir af þessu og innti Guðmund nánar eftir bjamdýrsdrápinu, en hann vildi ekki mikið úr því gera. Sagði hann þó svo frá: Þetta var um mitt sumar 1906. Krakkar, sem voru að huga að kindum niður af kennileiti, sem kallað er Kyrfi innan við svokölluð Sæbólssker urðu varir við dýr ið, þar sem það lá undir bökk um í fjörunni. Þau vissu ekki hvað þetta var, en eftir lýs- ingu þeirra þóttumst við vita, að þarna væri um bjarndýr að ræða. Fórum við 3, Sveinn Sveinsson, Magnús Kjærne- sted og ég, en við Magnús heitinn vorum strákar, á 16. ári. Höfðum við byssu með- ferðis og fórum á bát með- fram fjörunni og lentum spöl frá staðnum þar sem björn- inn lá. Sveinn og Magnús gengu út bakkana til að kom- ast í færi og er dýrið varð þeirra vart stóð það upp og hélt út með fjörunni. Skaut Sveinn að þvi og hefur hæft það aftanvert, og sýndist mér það skjögra aðeins. Bjarndýrið stakk sér í sjó- inn og eltum við það á bátn- um. Náðum við því um 500- 600 metra frá landi, en pá stakk það sér og kom upp hin um megin við bátinn og lagði hrammana á borðstokkinn. Hallaðist þá báturinn það mik ið að við urðum að kasta okk ur út á hina hliðina, til þess að ekki hvolfdi. Orgaði dýrið ógurlega svo að heyrðist heim a bæ og vissi fólkið að eitt- hvað mikið hlaut að vera að gerast. Það var því áreiðan- legt að bjarndýr geta öskrað, þótt þau geri það ekki nú. Við strákarnir urðum dauð - skelfdir. f bátnum var ekki annað barefli en stýrissveif og með henni reyndum við að berja á dýrinu. En það gekk erfiðlega því að björn- inn kastaði til höfðinu og beit í stýrissveifina. Meðan við reyndum að snúa hana úr kjafti bjarnarins börðum við hann með svokallaðri skorðu — og um síðir tókst að rota björninn. Þetta var varla nema hálf- vaxið dýr, því að þegar búið var að flá það vó skrokk- urinn aðeins 150 pund. Héld- um við helzt að það hefði stokkið fyrir borð af norskum selfangara, en Norðmenn stunduðu þá mikið selveiðar. Var dýrið sært innan við bóg inn, eins og eftir bönd. Það var spikfeitt og undir húðinni var fitulag eins og á sel. Við gátum ekki tekið björn inn upp í bátinn, en bundum um afturfæturna og drógum það að landi. Síðan flógum Guðmundur Snorri Finnbogason. við af því belg, líkt og tófu, en létum klær og höfuð halda sér. Fórum við síðan með kjötið á hvalstöðina Heklu á Hesteyri og fengum 20 aura fyrir pundið og það þótti mik ill peningur. Feldinn þurrk- uðum við og seldum á fsa- firði og fengum 50 krónur fyr ir, sem var heldur lágt verð, en það var vegna þess að við höfðum ekki vit á að verka feldinn og var gul rák á hon um, eins og lýsisbrækja. Hjart að steiktum við og skrökvuð- um við strákarnir því síðan að eftir að við átum það, hefð um við ekki fundið til myrk- fælni. Ekki minnist ég þess að bjarndýr hafi oftar gengið á land í Aðalvík. Fró Kólfo- tjornarkirkju A ÁRINU 1967, hinn 7. júlí, var minnzt 75 ára byggingar- og víxluafmælis kirkjunnar með hátíðlegri messu. Sóknarprestur- inn, séra Bragi Friðriksson þjón- aði fyrir altari fyrir predikun og skírði eitt barn. Fyrrv. sókn- arprestur kirkjunnar séra Garð- ar Þosteinsson steig svo í stól- inn og flutti hátíðlega ræðu og þjónaði svo fyrir altari. Að aflokinni messu var farið í samkomuhús hreppsins og drukkið kaffi í boði kvenfélags- ins Fjólu, er var mjög mynd- arlega framreitt. Séra Bragi Friðriksson setti samkomuna og flutti ávarp, formaður sóknar- nefndar Erlendur Magnússon flutti stutt ágrip af sögu kinkj- unnar, Jón Helgason frá Litlabæ flutti ræðu. Kirkjukórinn söng undir stjórn organistans Guð- mundar Gíslasonar. Margt var af eldra safnaðarfólki og setti þetta allt hátíðlegan og virðu- legan svip á daginn og minntisrt kirkju sinnar með gjöfum: Erlendsína Helgadóttir frá Litlabæ kr. 4.000, Jón Helgason frá Litlabæ kr. 2.000, Sigurjón Jónsson frá Hátúni kr. 2.000, Jónína Magnúsd. frá Ásláks- stöðum kr. 1.000, fullorðið ferm- ingarbarn úr Njarðvík kr. 1.000, annað fullorðið fermingarbarn, Njarðvík kr. 1.000. Áður á árinu bárust kirkjunni minningargjafir: Frá Þorsteini Jónssynj rithöfundi kr. 25.000 til minningar um konu sína, Gróu Árnadóttur Þorsteinssonar prest á Kálfatjörn, en hún lézt 15. des. 1967. Frá börnum Símonar Símonarsonar og Gróu Guð- mundsdóttur, til minningar um foreldrana kr. 20.000. Samkvæmt ósk gefenda var báðum þessum stóru og höfðing- legu gjöfum varið til nýrra bekkja í kirkjuna og sem áður á árinu 1967 hafðj verið gefið til, var þeirra gjafa getið fyrir það ár og voru bekkirnir í fyrsta sinn notaðir við afmælið. Einnig bárust kirkjunni eftir- taldar gjafir: Við undirritaðir gefum hér með kr. 10.000 — tíu þúsund — í orgelsjóð krkjunnar til minn- ingar um hjónin Einar Einars- son og Margréti Hjartardóttur, síðast til heimilis að Bergskoti á Vatnsleysuströnd. Höfða, 5. júlí 1968. Þórarinn Einarsson og Guðrún Þorvaldsdóttir, börn og fósturbörn. Við undirritaðar gefum hér með kr. 2000.00 — tvö þúsund — í orgelsjóð Kálfatjarnarkirkju til minningar um Aðalstein Jó- hannsson frá Litlu-Fellsöxl. Borgarnes. 5. júlí 1968. Unnur Þórarinsdóttir frá Höfða, Gunnþórunn Aðalsteinsdóttir, Jóhanna Aðalsteinsdóttir. Blóm og heillaskeyti bárust frá kirkjum og einstaklingum. Áheit á árinu frá: Guðmundur Valdimar kr. 600 Ingu — 200 Guðrún Þorvaldsdóttir — 50 Fyrir allar þessar gjafir, vin- semd og hlýhug til kirkju og safnaðar Kálfatjarnarsóknar færum við gefendum hugheilar þakkir með ósk sm farsælt ár og framtíð alla. Fyrir hönd kirkju og safnaðar. Sóknarnefnð Kálfatjarnarsóknar. Arétting leiðréttingnr VÍSVITANDI misskilnángur Halldórs Ki'ljans Laxness held ég það hljóti að vera, að ég teldi það sérstaklega bera vott um lítið vit og lítinn drengskap hjá horiiuim, að hanin í Gérplu sinni lætur þverrandi tungl vera á lofiti nóttina fyrir Stikla- staðabardaga. Hitt tel ég aftur á móti stafa af litlu viti og litl- um drengsikap að Hti'ls.virða það, sem þó er mikilsvert, -og áitti ég eingöngu við það með heiti greinar minnar. Sérstaklega þykir mér þó vera lítill dreng- skapur þeirra, sem gera slíkt einkum, þegar þeir halda sig stamda í stkjóli sér meiri manna, og vona ég að H.K.L. þurfi ekki að taka þau orð til sín. Um það að tungl sjádst ekki á lofti næsitu nótt á uindam sól- myrkvadegi, kemur víst engum í hug að deila, né heldux hitt, að þverramdi gengur það eklki undir skömmu fyrir dögun. Verður því þar með elkki hrund- ið, að H.K.L. hafi orðið nokikuð á með því að láta þar vera á annan hátt, og tel ég það aiuð- vitað ekiki ainnað en meánlitla glópsku, sem stórgkáld hefði þó átt að geta varazt. Annars veitir hin stjarnfræðiiega niðurstaða fuilla vissu fyrk því að bardaig- inn stóð einmitt þann 31. ágúst, og skiptir þá munkadagsetninig- in 29. júlí engu máii í því sam- 'bandi. Er miklu líklegra að slíkt sikolist til í meðförum en atburðirnir sjálfir í mimni manna. Auk vísu Sighvats virð- ist Snorri Sturluson hafa haft greinilegar heimildir um myrkv- unina, því að hann getur þess, hvenær dags hún gekk yfir og hversu hún varð til þess um stu.nd að tefja fyrir því að Daigs- hríð hæfist. Ber hér enn sam- an frásögn Snorra og hinni stjarnfræðillegu niðurstöðu. Og þegar svo gætt er að þeirri helgi, sem Ólafur Haraldsson I hlaut svo mjög fram yfir alla aðra konunga í Noregi og á Norðurlöndum — mig furðaði lengi á því að nafni hams Tryggvaison skyldi ekki hljóta hana alveg eins — þá verður það einnig til stuðninigs hinu sama, Likllegra Hr ekkert en einmitt það, að samtímum sól- mynkvunarinnar og fallls hans hafi upprunalega átt mikinm eða jafnvel mestan þátt 1 þeirri helgi. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöffum SPEGLAR Fjölbreytt úrval SPEGLA með og án umgerðar í for- stofur, baðherbergi etc. Margar stærðir fyrirliggjandi eða allt að 300 centimetra lengd. w LUDV STOI IG 1 IRJ k Á Speglabúðin Laugavegi 15. Sími 19635. /Vuglýsing eftir framboðslistum í lögum félagsins er ákveðið að kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs og varamanna skuli fara fram með allsherjaratkvæðagreiðslu og viðhöfð listakosn- ing. Samkvæmt því auglýsist hér með eftir framboðslistum og skulu þeir hafa borizt kjörstjórninni í skrifstofu félagsins eigi siðar en miðvikud. 29. janúar kl. 17 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Hverjum fram- boðslista skulu fylgja meðmæli minnst 23ja fullgildra félagsmanna. KJÖRSTJÓRNIN. ÚTSALAN er i BREIÐFIRÐINGABÚÐ KÁPUR, TELPNAKÁPUR, DRAGTIR, SÍÐBUXUR, PEYSUR, JERSEYKJÓLAR, CRIMPLENEKJÓLAR, KVÖLDKJÓLAR, TÆKIFÆRISKJÓLAR, TELPNAKJÓLAR, BLÚSSUR. mm xrn* . • Laugalæk, sími 33755. Gl*OllSl IHIl Suðurlandsbraut 6, sími 83755, ______________________Laugavegi 31, II. hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.