Morgunblaðið - 01.02.1969, Side 10

Morgunblaðið - 01.02.1969, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAH 1969 Blaðamaður Morgunblaðsins skrifar frá Bandaríkjunum „Edward Moore Kennedy þeir síðustu veria fyrstir' :-S£>-2S •• lÍTSALA - ÚTSALA Útsalan er byrjuð. — 20—50°]o afsláttur SÓLVEIG Laugavegi 69 — Hafnarstræti 15. Madison Wisconsin 27. jan. ÞEGAR flokksþing Demó- krata 1960 lauk og John F. Kennedy hafði verið útnefnd ur forsetaefni færði hann öll- um nánustu fylgismönnum sin um Iitla gjöf að launum. Yngsta bróður sínum gaf hann .sígarettuhylki úr silfri sem bar áletrunina „Edward More Kennedy — þeir síðustu verða fyrstir." John F. Kennedy í kosningaleiðangri. sagði oft um þennan bróður sinn að hann væri bezti stjórn málamaðurinn í fjölskyldunni. Margir hafa síðan velt því fyrir sér, hvort foretinn hafi ekki átt við að sú stund myndi renna upp er Edward flyttist búferlum til 1600 Penn sylvania sem forseti Banda- ríkajnna. „ÞAÐ LÁ VIÐ ..." Þegar Robert Kennedy var myrtur sl. vor beindust þeg- ar í stað augu allra að Ed- ward, eða Teddy, eins og hann er oftast kallaður í blöðum, sjónvarpi og öðrum frétta- stofnunum. Samkvæmt æva- gamalli hefð Kennedyættar- innar var það nú skylda hans að taka upp merkið. Hann var þá 36 ára að aldri. Svo ung- ur maður hefur aldrei gegnt forsetaembættinu hingað til að minnsta kosti. Þegar Demó kratar þinguðu í Chicagó sl. sumar hófu nokkrir dyggir Kennedymenn atkvæðasmölun fyrir sinn mann. Þetta gekk svo langt að Eugene McCart- hy, sá furðulegi maður, bauðst til að draga sig í hlé, ef Teddy gæfi kost á sér. Stóri pabbi, James Daly borgar- stjóri Chicagó, hét stuðningi sínum ef ungi maðurinn á- kvæði sig strax. Ungi maður inn var ekki alveg ósnortinn af öllu þessu tilstandi og var í stöðugu símasambandi við menn sína. Hann vildi fá að vita, hvort hér væri á ferð- inni raunveruleg hreyfing. Það reyndist ekki og allir vita hvað Demókratar fengu í jóla gjöf. Daginn eftir tók Ed- ward á móti móður sinni sem var að koma frá Evrópu og sagði þá við hana, „Mamma, það lá við að þú fengir enn einn frambjóðanda." MIKILVÆGT SKREF. Rose Kennedy á enga son í Hvíta Húsinu um þessar mundir, en flestir eru nú þeirr ar skoðunar að ævintýrið sé ekki enn úti. Fyrir nokkr- um vikum rufu allar sjónvarp og útvarpsstöðvar hér í landi dagskrár sínar til að skýra frá því, að Edward Kennedy hefði verið kjörinn aðstoðar- leiðtogi Demókrata í Öldunga deildinni með því að sigra Suðurríkjamanninn Russel Long með 31 atkvæði gegn 27. Þetta var fyrsti raunveru legi sigur Teddys. Næstu daga kepptust allar inn- lendar og erlendar frétta- stofurnar svo og stjórnmála- fréttaritarar, sem eitthvað mega sín, við að túlka þenn- an sigur Kennedys. Öllum bar þeim þó saman um að hér hefði hann stigið mikilvægt skref á brautinni til Hvíta hússins. Ekki voru þó allir sammála um mikilvægi sigurs ins. Að vísu er það rétt, að Kennedy er nú kominn inn í innsta valdahring flokksins, en störf hans í þinginu eru mjög bindandi og hann kem- ur ekki til með að hafa mörg tækifæri til að ferðast um landið til að halda ræður og láta fólkið sjá sig. Slíkt hef- ur hingað til verið talið hvað mikilvægast fyrir þá, sem láta sig dreyma Um æðsta embætti landsins. HANN HLÓ. Sumum kann kannski að finnast það heldur snemmt að fara að kíkja í kristalskúl- una áður en núverandi for- seti ef almennilega búinn að koma sér fyrir í Hvíta hús- inu. Aðrir benda á, að Ed- ward sé ekki nema 36 ára að aldri og að þar að auki eigi hann engan erfðarétt til forsetaembættisins. Enn aðrir segjast alveg vera búnir að fá nóg af Kennedyum og þeim harmleik, er þeir hafa leikið aðalhlutverkin í und- anfarin ár. Hvað sem öllu þessu viðvíkur, þá held ég að við verðum að reikna með að innst í hugskoti Kennedys sé lítill áttaviti, sem stöðugt vísi í áttina til hins svo mjög sér stæða bústaðar. En hvað seg- ir svo maðurinn, sem orsakar allar þessar vangaveltur. Eft- ir að hann hafði verið lýstur sigurvegari vísaði hann á bug á fundi með fréttamönnum öll um staðhæfingum og orðrómi um að þetta væri persónuleg ur sigur hans eða áfangi. Hann sagðist líta á þetta sem merki um að starfsbræður sín ir í öldungadeildinni vildu framsæknari og róttækari for ystu innan deildarinnar á kom andi þingi. Sagan segir að af blaðamannafundinum loknum hafi Kennedy haldið til skrif stofu sinnar og horft á kvöld fréttirnar í sjónvarpinu, þar sem ýmsir þjóðkunnir menn létu í ljós álit sitt á sigri hans. Meðal þeirra var Russ- el Long, sem meðal annars ráðlagði Nixon forseta að gæta sín vel á hinupi unga keppinauti. Þá á Kennedy að hafa hlegið hógværlega. Edward Kennedy á uppleið. SfMAREIKNINGUR UPP Á 3 MILLJÓNIR. Edward Kennedy er yngsti leiðtogi Öldungadeildarinn- ar í sögu Bandaríkjanna og öðlast nú í fyrsta skipti þau völd og áhrif, sem ’ löngum hafa verið tengd nafni fjöl- skyldu hans. Það var skarp- skyggni hans sem stjórnmála manns er réði úrslitum um á- kvörðunina og að nú væri Edward Kennedy ásamt eiginkonu og syni. rétti tíminn til að láta til skarar skríða. Það þurfti hug- rekki til að leggja til atlögu við einn valdamesta mann Öldungadeildarinnar, en hefir sem formaður fjármálanenfdar deildarinnar verið óvæginn við þá starfsbræður sína, sem staðið hafa gegn honum. Hug rekki hefur þó aldrei skort meðal Kennedyanna og þar var Edward enginn undan- tekning. Kennedyvélin fræga var sett í gang og sagt er að símareikningurinn einn hafi hljóðað upp á 3 milljónir ísl. kr., er yfir lauk. Edmond Muskie hafði áður verið bú- inn að hugleiða að sækjast eftir embættinu sjálfur, en hann þorði ekki að hætta á ósigur og lýsti stuðningi við Kennedy. Muskie hafði líka aðra ákvÖrðun í huga, að fara í kynningarferðalag innan- lands og utan til að sýna sig og sjá aðra, með 1972 í huga, og það hefði hann ekki get- að gert sem þingleiðtogi. Mus kie er talinn líklegasti keppi nautur Kennedys 1972 þ.e.a. s. ef....? Það þarf enginn að efast um að hér vann Kennedy mikinn persónulegan sigur Það er líka eins víst að hann mun ekki láta 'hér við sitja á framabrautinni. Möguleik- ar hans til forsetaembættisins hafa stóraukizt, því að þau völd, sem hann nú hefir, gera honum kleift að taka ákvarð- anir og framkvæma hluti, er hann hefði aldrei getað sem venjulegur öldungadeildar- þingmaður. Hann hefur aðeins átt sæti þar í 6 ár og er nr. 23 hvað aldurstiga snert- ir. Hér er líka annað athygl- Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.