Morgunblaðið - 01.02.1969, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.02.1969, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1969 "Oltglefiandi H.f. Árvakmr, ReykjavÆk. FxBmkvœmdastj óri Haraidur Sveinsaan. Ritsbjórax‘ Sigurður Bjamason frá Vigur. Maitlííh'fas Joihanness'en. Eyjólfur Koonráð Jónsson. Kitstjómarfullteúi Þorbjöm Guðmundssott. Fxéttaisitjóri Bjöxn Jóíhannsson!. Auglýsingia'stj óri Áxni Garðar Kristinsson. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 19-109. Auglýsingar Aðalstrœ'ti 6. Sími 22-4-80. Áskxiftargj'ald kr. 160.00 á mánuði innanílands. í lausasölu kr. 10.00 eintakið. KL OFNINGUR í KOMMÚNISTA - FLOKKNUM TTfiklar deilur standa nú yfir innan Kommúnistaflokks ins og eru bersýnilega að rætast spár þeirra, sem sögðu að kommúnistar mundu hefja innbyrðis deilur, þegar átökin við Hannibal Valdi- marsson sameinuðu þá ekki lengur. Er ljóst að mjög víð- tæk og djúpstæð óánægja er með þá skipan mála, sem komið var á, á flokksþingi Kommúnistaflokksins í nóv- embermánuði sl- Höfuðátökin nú eru milli valdaklíku Einars Olgeirs- sonar, sem tryggði sér undir- tökin í flokknum á flokks- þinginu í nóvember og ráða- manna Sósíalistafélags Reykjavíkur en telja má full- víst, að Brynjólfur Bjama- son, hin,n gamalreyndi for- ustumaður kommúnista, standi að baki uppreisn Sós- íalistafélagsins. Á fundi í Sósíalistafélaginu fyrir skömmu var lagt fram uppkast að breyttum lögum félagsins, sem gerir ráð fyrir því, að Sósíalistafélagið verði gert að landssamtökum sósíal ista og virðist þetta vera skref í áttina að því marki að endurreisa Sósíalistaflokk inn. Jafnframt var vísað til athugunar stjómar félagsins tillögu um að hefja útgáfu blaðs, sem túlkaði sjónarmið félagsmanna. Þessar tiltektir bera þess öll merki, að að- standendur Sósíalistafélags Reykjavíkur hyggist vera til- búnir til framboðs í næstu kosningum en alla vega er talið fullvíst, að atkvæði þeirra kjósenda, sem Sósíal- istafélagið hefur áhrif á, muni ekki falla á framboðs- lista hins endurskipulagða Kommúnistaflokks. Þessi þróun mála er Komm únistaflokknum mjög hættu- leg vegna þess, að meðlimir _ Sósíalistafélags Reykjavíkur hafa jafnan verið sá kjami, sem starfsemi og fylgi flokks ins í Reykjavík hefur byggzt á. Hættan á klofningi Komm- únistaflokksins af völdum þessara aðila er því ekki vandamál, sem forustumenn Kommúnistaflokksins telja léttvægt heldur getur það skipt sköpum um framtíð flokksins yfirleitt sem áhrifa afls í íslenzkum stjómmál- um. Atburðarásin undanfamar vikur bendir ótvírætt til þess, að samtök kommúnista á Is- landi séu smátt og smátt að liðast í sundur í smáa og ein- angraða hópa. Framvinda þessara mála á næstunni mun vekja óskipta athygli og þá ekki sízt hversu til tekst um innrás Sósíalistafélagsins í verkalýðssamtökin, en ein þeirra samþykkta, sem Sós- íalistafélagið hefur gert að undanförnu er einmitt að hefjast handa um „liðsstofn- un“ innan verkalýðsfélag- anna, og er því alveg ljóst, að Sósíalistafélagið hyggst grafa undan fylgi Kommún- istaflokksins í verkalýðsfélög unum. HLÆGILEGUR SKRÍPALEIKUR Frá áramótum hefur komm- únistablaðið haft uppi broslega tilburði í sambandi við fyrirspurn Mbl. um það, hvort Sósíalistafélag Reykja- víkur væri til eða ekki og ef það væri til, hvort tilteknir áhrifamenn í Kommúnista- flokknum hefðu sagt sig úr því félagi um áramótin svo sem þeim har skv. lögum flokks þeirra. Fyrst í stað lýsti kommún- istahlaðið yfir því, að Sósíal- istafélag Reykjavíkur væri ekki til, starfsemi þess hefði verið hætt um leið og Sósíal- istaflokkurinn var lagður niður og meðlimaskrá félags- ins þurrkast út sjálfkrafa. Hins vegar taldi blaðið, að ef starfandi væri félagsskapur með þessu nafni væri þar um um ný félagssamtök að ræða, sem væri meðlimum Sósíal- istafélags Reykjavíkur óvið- komandi- Sósíalistafélag Reykjavík- ur var ekkert sérlega hrifið af þessari yfirlýsingu komm- únistablaðsins og lýsti því yfir, að starfsemi þess hefði aldrei hætt og mundi halda áfram. Sú yfirlýsing var birt með tilheyrandi útúr- snúningum í kommúnista- blaðinu og varð það til þess, að stjórn Sósíalistafélagsins UTAN ÚR HEIMI Flugvélaránin eru kostnaöarsöm BANDARÍSK flugrfélög hafa komið sér upp góðum sam- böndum á Kúbu tii að tryggja Fidel Castro forsætisráðherra greiðslu fyrir alla þjónustu við farþega, sem þangað koma tiineyddir með flugvélum, er rænt hefur verið. Þegar flugvél er rænt og hún neydd til að lenda á Kúbu, verður viðkomandi flugfélag að greiða um 2.500— 3.000 dollara í lendingargjöld, fyrir eldsneyti, veðurþjónustu, og mat og gistingu fyrir far- þegana. „Við greiðum reikningana eins fljótt og auðið er,“ segir talsmaður National Airlines. Bandarísk yfirvöld hafa samið við svissneska sendiráð- ið í Havana um að bandarísk- ar flugvélar, sem rænt hefur verið, megi „lenda núna — grei'ða seinna“. Þegar fLugvél er rænt, hefur utanríkisráðu- neytið í Washington samband við svissneska sendiráðið í Havana, og tilkynnir sendi- ráðið þá kúbönskum yfirvöld- um að það tryggi greiðslu fyrir alla fyrirgreiðslu, er fliug vél og farþegum verður veitt. Sendiráðið fær svo reikninga og sendir þá til bandaríska utanríkisráðuneytisins, sem af hendir þá sfðan viðkomandi flugfélagi. „Gjöldin eru sanngjörn," segir talsmaður bandartska utanríkisráðuneytisins. „Eru þau svipuð gjöldunum, sem tekin eru fyrir flugvélar, er þurfa að hafa fyrirvaralausa viðkomu á bandariskum flug- völlum — þótt reikna megi með að fæði og gisting séu í lægra flokiki á Kúbu.“ Ekki kemur öllum farþeg- um saman um kosti Castros sem gestgjafa þegar hann fær þessa óvæntu gesti. „Við þurft um að hanga á flugvellinum við Havana í 15 klukkustund- ir, eða fram undir miðnætti," segir Marguerita Eaeker, er hún minnist höimsóknarinnar. „Svo var okkur troðið upp í langfer'ðabifireið, sem flutti okkur til Varadero, og þar þurftum við að gista í þriðja flokks hóteli." Samferðamað- ur hennar var Jim Hatler, og á hann betri endurminningar frá Kúbu. „Við fengum svo sannarlega góðan mat,“ segir hann, nautasteik 1 hádegis- verð, steik eða humar í kvöid- verð, og reykt svínslæri með egig'jum í morgunverð. Flugvélaránin kosta flugfé- lögin meira en greiðslurnar til Kúbu, því ránin valda breytinguim á áætlunum auk þess sem dýrt er að senda aukavélar til Kúbu til að sækja farþegana. Talsma’ður Eastern Airlines áætlar að kostnaðurinn nemi 7.590— 10.090 dollurum við hvert flugvélarán þegar allt er talið, og segir að Castro gæti hæg- lega dregið úr þessum auka- kostnaði félaganna, ef hann kærði sig um. „Ef þeir vildu vera sanngjarnir, gætu þeir tekið við flugvélaræningjun- um, en leyft flugvélunum að halda strax áfram heim,“ sagði hann. Castro heldur því fram að flugvöllurinn við Havana sé eklki gerðuir me’ð það fyrir augum að þotur fullskipaðar farþegum geti hafið sig á loft þaðan. Er þotunum því flogið heim til Bandaríkjanna án farþega, en þeir fluttir til flug vallar við Varadero og sóttir þangað með smærri flugvél- um. Enginn heldur því fram að Castro noti flugvélaránin sem féþúfu, því vitað er að hann hefur lítið meiri mætur á ræningjunum en fiugfélög- in. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins kva'ð'st ekki geta staðfest frásögn, sem nýlega birtist í dagblaði í Montreal þess efnis að flug- vélaræningjar, sem ekki eru pólitískir flóttamenn, hljóti fimm ára fangelsisdóm á Kúbu. „Við vitum hinsvegar," sagði hann, „að strax og vél- arnar lenda, handtaka kúb- anskir hermenn ræningjana og flytja þá í fangelsi þar sem þeim er haldið í að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Eftir það er ræningjunum haldið í stofufangelsi um óákveðinn tíma, og „stóri bróðir“ fylgist nái'ð með þeim.“ Mörg flugfél'ögin hafa snúið sér til alþjóðasamtaka flug- félaga, IATA, og fyrir milli- göngu samtakanna skorað á Sameinuðu þjóðirnar að gera ráðstafanir til að draga úr Framh. á bls. 16 gaf út nýja yfirlýsingu, þar sem skýrt var tekið fram, að félagið hefði aldrei verið lagt niður og í því vaíru allir fé- lagsmenn, sem ekki hefðu sagt sig úr því með löglegum hætti. Eítir þessa yfirlýsingu brá svo við, að nokkrir áhrifa- menn og konur í Kommún- istaflokknum gáfu út yfirlýs- ingu um, að þessir aðilar hefðu ekki verið meðlimir Sósíalistafélags Reykjavfkur frá áramótum. Rökstudd ástæða er til að ætla, að þessi yfirlýsing, sem birtist fyrir nokkrum dögum hafi verið það fyrsta, sem stjórn Sós- íalistafélags Reykjavíkur barst til eyrna um, að þetta fólk teldi sig ekki meðlimi í félaginu og að félagsstjórn- in telji hæpið að líta heri á þessa yfirlýsingu sem löglega úrsögn úr félaginu. Verður fróðlegt að sjá, hver við- brögð stjórnar Sósíalista- félags Reykjavíkur verða við þessari yfirlýsingu. AUMLEG FORUSTA ¥ þessu máli er þó frammi- staða forustumanna kommúnistaflokksins aumust. Þeir hafa horft upp á það óátalið frá áramótum, að ýms ir háttsettir trúnaðarmenn flokksins, þ.á.m. alþingis- menn þverbrytu lög flokks- ins. Loks fyrir nokkrum dög- um mannaði framkvæmda- nefnd Kommúnistafl'okksins sig upp í, að birta aðvörun til flokksmanna sinna um, að þeir mættu ekki vera meðlim ir í öðrum stjómmálasamtök- um. Nú er ljóst, að þeir sem undirrituðu yfirlýsinguna, sem afneitaði Sósíalistafélag- inu, voru a.mk. fram að þeim tíma félagsmenn í Sósíalista- félaginu og eru það líklega enn. Alla vega er fullvíst, að tveir miðstjórnarmenn komm únistaflokksins, þeir Ólafur Jensson og Páll Bergþórsson eru enn fullgildir meðlimir í Sósíalistafélagi Reykjavíkur. Ætlar forusta Kommúnista- flokksins að láta þetta óátal- ið?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.