Morgunblaðið - 01.02.1969, Síða 13

Morgunblaðið - 01.02.1969, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. FEBRÚÁR 1969 13 Astæðurnar fyrir þátttðku Noregs Eftir Cuttorm Hansen varaformann þingflokks norskra jafnaðarmanna áframhaldandi Á sl. ári fóru fram miklar og almennar umræður víðs vegar um Noreg um áfram- haldandi þátttöku landsins í Atlantshafsbandalaginu. Hér fer á eftir athyglisverð grein eftir Guttorm Hansen, vara- formann þingflokks norskra jafnaðarmanna og formann norsku Atlantshafsnefndar- innar síðan 1966, en hann hefur haldið erindi um NATO víða í Noregi og þá einkum á meðan áframhaldandi aðild landsins að NATO var til um ræðu í Stórþinginu í fyrra. í greininni hér á eftir skýr- ir Hansen frá þeim umræðum, sem áttu sér stað í Noregi, og metur gildi þeirra, er hann telur hafa verið mjög mikils vert. Ennfremur fjallar hann almennt um öryggismál Noregs og kannar þær ástæð- ur, sem hann telur liggja til grundvallar áframhaldandi þátttöku lands síns í NATO, en einnig hvort aðrir mögu- leikar séu raunhæfir í varnar málum landsins. Þá kannar hann viðhorfin í þessum mál- um nú með tilliti til innrásar- innar í Tékkóslóvakíu á sl. ári. Opinberar umræSur í Noregi um Atlantshafsbandalagið náðu hámarki í júní 1968, en miklar umræður höfðu átt sér stað um það um veturinn og vorið. 13. og 14. júní var Hvít bók frá ríkisstjórninni um áframhaldandi þátttöku Noregs í NATO til um ræðu í Stórþinginu f lok tveggja daga umræðna bar einn af þing- mönnum stjómarandstöðunnar fram tillögu um, að Noregur segði sig úr NATO eins fljótt og unnt væri eftir 24. ágúst 1969. ASeins 6 af 150 þingmönnum greiddu atkvæði með þessari til- lögu. Yfirnæfandi meirihluti þingmanna veitti þannig ski'lyrð- islaust Hvítu bókinni samþykki sitt, en niðurstöður hennar voru þessar: „Áframhaldandi þátttaka í Nato mun halda við þeirri stefnu til tryggingar öryggi Nor egs, sem afmörkuð var 1949 af ríkisstjórninni og Stórþinginu og ríkisstjórnin hefur síðan fylgt og notið þar mikils meiri hluta í Stórþinginu. Ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar, að ekkert það sé fyrir hendi við núverandi kringumstæður, er réttlæti það, að lagðar séu fram tillögur um breytingu á stöðu Noregs gagn- vart hinu vestræna varnarbanda lagi. KÖNNUN UMRÆÐNANNA Þýðir þetta, að mikill meiri- hluti fólks í Noregi sé fylgjandi sama ástandi og áður? Slíka á- lyktun kýnni að mega draga af atkvæðagreiðslunni í Stórþing- inu, en könnun á umræðunum um NATO 1967—1968 sýnir, að skoðanir voru miklu margbreyti legri en svo og að sú almenna tilhneiging, sem kom fram í um- ræðunum, einkenndist alls ekki af því, að menn væru fylgjandi sama ástandi og áður. Þær voru þvert á móti ríkar af tilfinningu fyrir breytingum og nýjum hug- myndum, hve reiðubúnir menn voru til þess að hugsa til fram- tíðarinnar með skapandi hugar- fari og umfram allt af áhuga á því að draga úr spennu í sam- skiptum austurs og vesturs. Margt hefur breytzt frá því í júní og ég mun síðar snúa mér að því ástandi, sem skapazt hef- ur eftir innrás VaPsjárbanda- lagsríkjanna í Tékkóslóvakíu 21 ágúst. En fyrst langar mig til þess að taka til athugunar um- ræðurnar um NATO, eins og þær þróuðust um veturinn og vorið fram ti'l þess, að atkvæðagreiðsl- an fór fram í Stórþinginu 14. júní. f mörg ár beindist athygli al- mennings ekki í verulegum mæli að þátttöku Noregs í NATO. Að- eins fámennur hópur fólks, sem andvígt var þátttöku í NATO, reyndi stöðugt að fá því fram- gengt, að aðild Noregs yrði rædd opinberlega með tilliti til þess að ganga úr bandalaginu, en hlaut litlar undirtektir. Síð- ari hluta vetrar 1968 hófust NATO af ástæðum, sem ekki er erfitt að gera sér grein fyrir. Tuttugu ára tímabili óriftaníegr ar aðildar að NATO lýkur 24. ágúst 1969 og af þeirri ástæðu var hvatt til opinskárra og hleypidómalausra umræðna bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar og Stórþingsins. Frá þeim degi geta aðildarríkin sagt sig úr banda- laginu samkv. samningi þess með eins árs fyrirvara. Það var því mjög eðlilegt, að spurningin um áframhaldandi þátttöku Nor- egs yrði tekin til umræðna. MIKILSVERÐAR UMRÆÐUR Hreyfing, sem Kallaði sig „Nor egur úr NATO“ var stofnuð af fólki með mismunandi pó'litískar tilhneigingar og al'l margir menntamenn og forystumenn æskulýðsfélaga tóku þátt í henni. Allan veturinn og vorið áttu al- mennir fundir sér stað um allt landið og voru þeir að nokkru skipulagðir af stjórnmálaflokk- unum en að nokkru af öðrum að- ilum. Sjónvarp og útvarp fluttu röð af þáttum um NATO, margir bæklingar og bækur voru gefn- ar út og aragrúi af greinum í b'Iöðum og tímaritum, Ég ætla nú að minnast stuttlega á þau atriði sem aðallega voru tekin fyrir og bæta við nokkrum sjón- armiðum frá eigin brjóstl. Meginskoðun mín er sú, að þessar umræður hafi í heild ver ið mjög mikils verðar. Þátttak- endur í þeim skiptust á upplýs- ingum og þannig gafst fólki með mismunandi skoðanir tæki- færi til þess áð leggja það til málanna, sem því bar í brjósti og bera saman sín rök og ann- arra. Þessar umræður leiddu einnig í ljós, að mikil þörf er á því, að fræða almenning bet- ur um NATO. Eftir fremur æs- ingakenndar og tilfinninga- INATO kenndar umræður í fyrstu, urðu þær hófsamari og ýkjur og lýð- skrum áttu sér þar engan vett- vang. Snemma í þessum umræðum var eftirfarandi spurning borin fram: Hvað merkir dagsetning- in 24. ágúst 1969 í raun og veru? Sú skoðun virðist útbreidd — hvort sem einhverjir hefðu stutt að því að ásettu ráði eða ekki — að árið 1969 yrðu aðildarríkin að endurnýja þátttöku sína, ef þau vi'ldu halda áfram að vera í NATO. Smám saman varð unnt að gera það ljóst, að þ@ð sem byrjar 1969 er aðeins rétturinn til þess að segja sig úr banda- laginu með eins árs fyrirvara. Land, sem vill halda áfram þátt töku sinni eftir framangreindan dag þarf ekki að staðfesta hana eða gera neinar aðrar ráðstaf- anir. Ég vil lík bæta því við, að rétturinn til þess að segja sig úr bandalaginu er auðvitað ekki takmarkaður við árið 1969 heldur viðheldur gildi sínu hve- nær sem er eftir 24. ágúst það ár. Svo framarlega sem mér er kunnugt um, hefur ekkert NATO ríki komið fram með til- lögu um annað óriftanlegt aðild artímabil. Norska ríkisstjómin hefur ekki gefið neinum ástæðu til þess að halda, að hún hafi í hyggju að skuldbinda Noreg fyr ir lengra tímabil en eitt ár í einu. ÖRYGGI ÞJÓÐARINNAR Spurningin um öryggi Nor- egs — þar á meðal aðrir mögu- leikar en NATO — varð mið- punktur umræðnanna. Það varð mjög augljóst, að áhuginn beind ist að því, hvaða öryggisráðstaf anir ættu að koma í staðinn fyr- ir NATO, ef Noregur gengi úr bandalaginu. Þessari spurningu er ekki unnt að ýta auðveld- lega til hliðar né heldur er það skynsamlegt að teygja hana á langinn fyrir umræður siðar og fullyrða, að það sem máli skipti nú, sé að ganga úr NATO. Fólk vísaði því beinlínis á bug að hlusta á þess konar röksemdir. Persónulega er ég glaður yfir, að þetta viðhorf kom svo greini lega í ljós, sökum þess að það sýnir að flest fólk telur öryggi þjóðar okkar mikið alvörumál. Jafnvel þó að suimir haldi á- fram að vera í vafa um NATO með núverandi fyrirkomulagi, þá eru þeir ekki reiðubúnir til þess að leggja út í ævintýri, sem hafa myndi í för með sér, að Noregur — að því er öryggi snert ir — tæki sér eins konar frí fram til 1970, á meðan aðrir deila um aðrar lausnir. Samtímis ættum við, sem erum fylgjandi áfram- haldandi þátttöku í NATO eftir 1969, að hafa í huga þá stað- reynd, að lifandi áhugi er fyrir hendi á annarri lausn á meðal þeirra, sem í alvöru gagnrýna núverandi stefnu Noregs í ör- yggismálum. HLEYPIDÓMALAUSIR EN VAKANDI Umræðurnar um aðrar lausn- ir fela það ekki nauðsynlega í sér, að Noregur eigi að ganga úr NATO. Þær þýða það, að þær miklu breytingar og sú mik- ilvæga þróun, sem átt hefur sér stað í alþjóðamálum, geri athug un á öðrum möguleikum nauð- synlega. Innan NATO-ríkjanna hafa þær raddir komið fram, sem fylgjandi eru, því, að Atl- antshafsbandalagið verði endur- sklpulagt. Við skulum framar öllu vera hleypidómalaus og taka þátt í þessum umræðum. Ég myndi t.d. vilja nefna skýrslu um evrópskt öryggis- kerfi, sem utanríkismálastofnun Frakkl. hefur komið fram með. Án þess að ég vilji taka afstöðu með eða á móti þessari sérstöku áætlun, finnst mér það athyglis- vert, að núverandi norðurhli’ð NATO virðist alls ekki hafa ver ið tekin með. Þetta sýnir okkur, hvað gæti gerzt, ef við — sem þjóð — værum ekki reiðubúin til þess að taka þátt í umræðun- um og áætlanagerðum um aðrar lausnir á öryggisvandamálinu. ÁN UNDIRBÚNINGS í sambandi við þær umræður sem nú fara fram um öryggi okkar, hefur því verið haldið fram, að Noregur búi ekki leng ur við hernaðarlega hættu, þ.e. a.s. að sovézk árás á Noreg sé ó- hugsandi. Af þessari ástæðu get um við endurskoðað öryggismála stefnu okkar og treyst á þá til- hneigingu til þess að draga úr spennunni milli austurs og vesturs, sem nú verður vart í Evrópu. Svarið við þessari rök- semd er samt sem áður það, áð öryggismálastefna verður ekki framkvæmd undirbúningslausit, né heldur getur ríki einfaldlega lagt öryggismál á hilluna sem mönnum finnst, sem dregið hafi úr pólitískri spennu. „Öryggismálastefna" í norsk- um skilningi þess hugtaks merk ir stefnu, „sem miðar að því að koma í veg fyrir að hindra önn- ur lönd í því að freista þess að þröngva vilja sínum upp á okk- ur, annað hvort með því að beita okkur ofbeldi eða með pólitísk- um þvingunum, sem byggjast á möguleika á beitingu ofbeld- is.“ Þessa skilgreiningu gaf Ol- av Brudtland fyrir skömmu í bók sinni „Endurmat á öryggis- málastefnunni" og er að mínu viti góð skilgreining. Noregur getur ekki í ljósi þessarar skil- greiningar grundvallað öryggis- málastefnu sína á óljósri tilfinn ingu fyrir minnkandi spennu, enda þótt hreinn hernaðarlegur viðbúnaður kunni að vera eitt- hvað minni, þegar svo er ástatt. Landfræðileg lega Noregs hef ur gert landið miklu mikilvæg- ara nú frá hernaðarlegu sjón- armiði séð, heldur en hún vax, er við gengum í NATO 1949. Á meðan umræðurnar stóðu yfir, heyrði ég hið gagnstæða sagt, þ.e.s. að hernaðarlegt mikilvægi okkar væri minna en áður. Ekk ert gæti verið ósannana. Flota- aukning Sovétríkjanna á Norð- ur-íshafinu sl. 5—6 ár svo og þróun bætts eftirlits og aðvör- unarkerfis eru hvort tveggja mikilvæg atriði, sem gera Nor- eg hernaðarlega mjög mikilvægt land. í þessu sambandi langar mig til þess að skírskota til ummæla utanríkisráðherra Finnlands í Nordisk Kontakt (No. 6, 1968): .... Þróun síðustu ára í hern- aðartækni hefur valdið því að strandsvæðin á Norður-Kalott- en — en annar hluti hans til- heyrir Noregi en hinn Sovét- ríkjunum — hafa stöðugt orðið mikilvægari frá hernaðarlegu sjónarmiði. Þetta á framar öllu Guttorm Hansen öðru við um hernaðarleg flug- skeyti og uppsetningu þeirra varðandi stefnu gagnvart skot- mörkum og fyrir eftirlit með rat- sjám. í minna mæli skiptir spurn ingin um venjulega flotaher- tækni þar einnig máli“. BEZTA STEFNAN Svo framarlega sem ég fæ séð. er eina stefnan, sem veitt get- ur Noregi nauðsynlegt athafna- frelsi og varðveitt fullveldi landsins, sú, sem nú er fylgt, og hefur í för með sér aðild að varnarbandalagi. Fyrirkomulag bandalagsins getur verið með mjög mismunandi hætti. Þeir at- burðir kunna að eiga sér stað, sem þvinga okkur til þess að fara aðrar leiðir eða við kunn- um jafn vel að leita þeirra sjálf- viljug. En núverandi ástand fel ur ekki í sér neina vissu fyrir slíkum breytingum. Harmel skýrslan hafði að geyma könnun á stefnu sjálfs NATO og endur- mat á núverandi verkefnum bandalagsins. Þessi skýrsla var samþykkt á ráðherrafundi Atl- antshafsbandalagsins í desember 1967 og eina skynsamlega túlk- unin á umræðum ráðsins er sú, að aðildarríkin 15 hafi í hyggju að halda bandalaginu áfram eft- ir 1969. Þetta var líka niður- staða Hvítu bókarinnar, sem ríkisstjórnin gaf út, um áfram- haldandi þátttöku Noregs í NATO. ÁHRIF AF TÉKKÓSLÓVAKÍU Umræðurnar um aðild okkar að NATO mótuðust allan tím- ann af minnkandi spennu, sem að því er haldið var fram, átti sér stað í Evrópu. Þetta kom fram í umræðunum, í blaðagrein um, í útvarps og sjónvarpsút- sendingum og þó einkum í um- ræðunum í Stórþinginu í júní. Ástandið í Evrópu virtist, eins og það kom fyrir þá, hafa tekið á sig sérstakan svip og sú spurn ing var oft lögð fram, hvort unnt væri að koma á öryggis- kerfi, sem næði til Evrópu allr- ar. Innrásin í Tékkóslóvakíu 21. ágúst gjörbreytti þessari mynd og varpar efa á þau sjónarmið, sem komu upp snemma í fyrra sumar. Margt fólk virðist vona enn, að það eina sem breyta þurfi sé tímataflan, þ.e.s. að þróunin í Evrópu hafi verið taf- in en ekki stöðvuð fullkomlega. Það er enn of snemmt að dærna um þetta atriði. Við vit- um enn ekki, hvað innrásin raun verulega mun boða eða til hvers hún mun leiða. Afleiðingarnar strax á eftir urðu þær að minnsta kosti, að Sovétríkin hafa komið í veg fyrir, að aust- ur og vestur nálgist hvort ann- að, og hafa gert það erfiðara að viðhalda gagnkvæmum samskipt um. Líklegt, er að minni ríkin innan Varsjárbandalagsins verði nú hikandi við að koma á tengsl um, sem Sovétríkin telja hættu leg fyrir öryggi sitt. Umræður í Noregi um NATO munu að sjálf sögðu verða fyrir áhrifum af því sem gerðist í Mið-Evrópu í ág- Framhald á bls. 17 Tidemand, varnarmálaráðherra Noregs og John Lyng utanríkis' ráðherra á NATO ráðstefnu sem haldin var ekki alls fyrir löngu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.