Morgunblaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1969. Rússar eyða sjöfalt meira í kjarnorkuvopn en Bandaríkin: Reiðubúnir að halda áfram vígbúnað- arkapphlaupi, vilji Rússar ekki hætta — sagði Malvin Laird, varnarmálaráðher ra Bandaríkjanna Wasíhmgton, 9. febrúar — AP • Melvin Laird, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudaginn, að síaukinn víg- búnaður Rússa gæti orðið til þess að Bandaríkin héldu áfram uppbyggingu gagn-eldflauga- kerfis. • Ráðherrann sagði, að Rússar eyddu um sjöfalt meira fé í kjarnorkuvopnabúnað en Banda- ríkin, miðað við brúttófram- leiðslugetu landanna. • Hann sagði einnig, að ef ein- hver mistök yrðu í sambandi við fjárnotkun vamarmálaráðu- neytisins, yrðu mistökin þau að of miklu væri eytt. • Hann þykir þar með hafa tek ið harða og ákveðna stefnu og gefa í skyn, að ef Rússar hyggist halda áfram vígbúnaðarkapp- hlaupinu muni Bandaríkin sízt gefa þeim eftir. • Ráðherrann kvaðst einnig áiíta, að um 1970 verði Kínverjar færir um að senda kjarnorku- sprengjur heimsálfa á milli með eldflaugum. Þessar yfirlýsingar voru gefn- ar í fréttaviðtalsþætti við CBS- sjónvarpið, sem nefnist „Face the Nation“, sem gæti útlagzt eitthvað á þessa leið: „Augliti til auglitis við þjóðina“. Ráðherr- ann sagði þar, að undanfarna 24 mánuði hefðu Rússar verið að herða vígbúnaðarkapphlaupið, og gerðu enn. Á sama tíma sem Bandaríkin hefðu ókveðið að reyna að draga úr kapphlaup- inu með því að hætta við upp- setningu gagneldflaugakerfis, hefðu Rússar aukið mjög fjár- framlög til slíks kerfis. Slíkt væri ekki hægt að una við og ef Rússar sýndu ekki meiri vilja til að takmarka kjarnorkuvopna- búnað yrðu Bandaríkin að hefja framleiðslu nýrra eldflauga. Laird s-agði, að Rússar eyddu sjöfalt meira fé til kjarnorku- vígbúnaðar en Bandríkin, ef mið að væri við brúttó framleiðslu- getu landanna tveggja. Rússar eyða um fjórum dollurum í eld- flaugavarnir, fyrir hvern einn sem Bandaríkin eyða, og um þremur fyrir hvern einn sem Bandaríkin eyða í kjarnorkuiárás arvopn. Miðað við að fram- leiðslugeta Sovétríkjanna er að- eins um helmingur af framleiðsiu getu Bandaúkjanna, telur ráð- herrann að láta muni nærri að þeir eyði sjöfalt meiru. Laird sagði einnig, að Banda- ríkjamenn yrðu líka að hugsa til Kinverja þegar þeir byggðu upp varnir sínar, því hann bygg- ist við að þeir gætu sent kjarn- orkusprengjur heimsálfa milli um 1970. fyrirrúmi, MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Atvinnu- málanefnd ríkisins. Birtist hún í heild hér á eftir: „Á ráðstefnu þeirri, sem hald- in var með atvinnumálanefndum héraðanna dagana 27. — 29. jan úar, voru settar reglur um starf semi atvinnumálanefndanna. Þá hefur Atvinnumálanefnd ríkis- ins á fundum sínum að undan- förnu tekið frekari ákvarðanir um starfsemi sína. Megintilgangur með starfsemi atvinnumálanefndanna er að út- rýma því atvinnuleysi, sem nú hefur orðið, og efla heilbrigðan „Sentinel“-eldflaugavarnakerf- ið sem Bandaríkin hafa hvað mest rætt um að setja upp, er fyrst og fremst hugsað sem vörn gegn hugsanlegri eldflaugaárás frá Kína. Það kæmi hinsivegar að litlum notum gegn hinum full- komnu árásarflaugum Rússa. atvinnurekstur svo að atvinna sé betur tryggð í landinu í framtíð- inni. Mun Atvinnumálanefnd rík isins gera tillögur til ríkisstjórn- arinnar, fjárfestingarsjóða, ann- arrra lánastofnana og annarra að ila um aðgerðir í þessu skyni eft ir því, sem tilefni gefst til. Þá mun nefndin veita lán af þeim 300 milljón kr., sem gert er ráð fyrir, að hún hafi til ráð- Stöfunar, til að auka atvinnu í fyrirtækjum, sem nú er starfandi, hefja að nýju rekstur atvinnu- tækja, sem ekki hafa verið starf- rækt að undanförnu, og stuðla að útvegun nýrra atvinnutækja, Slopp naumlegn MAÐUR slapp naumlega, þegar strætisvagn ók aftan á bíl hans á Grensásvegi í fyrrinótt. Hlaut maðurinn þó einhver meiðsl og var fluttur í Slysavarðstofuna og þaðan í Borgarsjúkrahnsið. Vélin í bíl mannsins hafði stöðvazt einhverra hluta vegna og fór maðurinn út til að kanna rmálið, en vélin er aftur í bíln- um. Bar þá þar að strætisvagn og náði maðurinn rétt að forða sér undan, áður en strætisvagn- inn ska-11 aftan á bílnum, en mun samt hafa klemmzt eitthvað þegar það á við. Lán verða veitt til arðbærra atvinnuframkvæmda, er leiða til sem mestrar atvinnu- aukningar, en geta ekki fengið nægilegt fjármagn frá fjárfest- ingarsjóðum og öðrum lánastofn- unum. Lánin verða veitt sem stofnlán vegna nýrra fram- kvæmda og meiriháttar endur- bóta á tækjum og mannvirkjum og til að bæta fjárhagslega upp- byggingu fyrirtækja. Þegar það er nauðsynlegt til að fyrirtækin geti aukið atvinnu í starfsemi sinni. Um lánskjör hefur enn ekki verið tekin ákvörðun. Gert Framhald á hls. 12 á millL Lán til atvinnufyrirtækja sitja í segir í fréttatilkynningu Atvinnumálanefndar ríkisins AF ERLENDUM VETTVANGI Flóttamcaðurinn Liao Ho-shu — og mannránið í Haag árið 1966 ÞAQ vakti að vonum mikla athygli þegar sendifulltrúi Kína í Haag, Liao Ho-shu, flýði sendiráð sitt að morgni föstudagsins 24. janúar og baðst hælis sem pólitískur flóttamaður í Bandarikjunum. Er talið að Liao sé mjög fróð ur um njósnastarfsemi Kín- verja í Evrópu, og geti gefið handarísku leyniþjónustunni þýðingarmiklar upplýsingar þar að lútandi. Liao kom til Washington á vegum leyniþjónustunnar, CIA, 4. þessa mánaðar, og hef ur verið yfirheyrður þar síð- an, en ekkert látið uppi um niðurstöðurnar. Hinsvegar er bersýnilegt að Kínverjar ótt- ast að Liao eigi eftir að gera þeim mikið ógagn, því þeir hafa sent stjórnum Bandaríkj anna og Hollands harðorð mót mæli, og sakað stjórnirnar um að hafa hvatt Liao til flótt- ans. Hafa kínversk yfirvöld varað þessar tvær ríkisstjórn- ir við afleiðingum þess ef Liao verður ekki skilað aftur í hendur Kínverja án tafar. Telja sérfræðingar um mál- efni Kína að harka yfirvalda þar í þessu máli stafi af því að Liao sé talinn áhrifamesti maðurinn, sem afneitað hefur Pekingstjórninni frá því kommúnistar tóku völdin í Kína árið 1940. Liao er ekki eini „diplómat- inn“, sem flúið hefur Kína og er þess skemmst að minn- ast að í júlí 1966 flýði Miao Chen-pai sendiráði Kína í Damaskus og hlaut hæli í Bandaríkjunum. Var Miao sér fræðingur í málefum Araba, og bjó yfir margvíslegum upp lýsingum, sem gagnlegar voru bandarísku leyniþjónustunni. Meðal annars er talið að hann hafi fullvissað leyniþjónust- una um að Kínverjar ætluðu sér ekki að gerast beinir að- ilar að styrjöldinni í Vietnam. Flótti Liaos frá sendiráðinu í Haag rifjar upp annan at- burð frá júlí 1966. Gerðist sá atburður einnig í Haag um svipað leyti og Miao var að flýja sendiráðið í Damaskus, og var hann á forsíðum flestra dagblaða. Það var þegar verk- fræðingurinn Hsu Tzu-tsai fannst illa slasaður hinn 16. júli fyrir framan hús þriðja ritara kínverska sendiráðsins í Haag. Hsu var í Haag til að sitja alþjóðaráðstefnu verk- fræðinga, og var einn af níu fulltrúum Kína á ráðstefn- unni. Bjó sendinefndin í húsi ritarans. Þegar komið var að Hsu liggjandi á götunni, var hann þegar í stað fluttur inn í sendi ráðshúsið, en síðan kallað á lögreglu, sem flutti hann í sjúkrahús. Þar kom í Ijós að Hsu hafði hlotið höfuðkúpu- brot, skaddast á hrygg, og nokkur rif höfðu brotnað. Ekki gafst þó læknum tæki- færi til að kanna meiðslin ít- arlega, því skyndilega birtust nokk.ir starfsmenn kínverska sendiráðsins við sjúkrabeðið, rændu Hsu og fluttu hann til sendiráðsins. Var þessi mann ránssveit frá kínverska sendi- ráðinu undir stjórn Liao Ho- shu þáverandi annars ritara sendiráðsins, þess sama sem nú hefir strokið til Bandaríkj- anna. Verður þetta strokmál að sjálfsögðu kannað í yfir- heyrslunum, og jafnvel talið hugsanlegt að Liao verði á- kærður fyrir manndráp, því að verkfræðingurinn Hsu and aðist í kínverska sendiráðinu rétt eftir áð honum var rænt frá sjúkrahúsinu. Eftir að Li- ao og félagar hans höfðu Hsu á brott með sér fársjúkan frá sjúkrahúsinu í Haag, sneri hollenska utanríkisráðuneyt- ið sér til Li En-chiu sendifull- trúa Kínverja og krafðist þess að Hsu yrði skilað tafarlaust til sjúkrahússins. Neitaði Li sendifulltrúi að verða við þeirri kröfu, en þegar utan- ríkisráðuneytið ítrekaði kröf una sagði Li að Hsu væri lát- inn. Lík Hsu var flutt í sjúkra- hús til líkskoðunar og sagði talsmaður lögreglunnar hol- lenzku síðar að komið hefði í ljós áverkar á líkinu, er bentu til þess- að Hsu hefði dottið niður „úr talsverðri hæð“, en ekkert benti til þess að hon- um hefði verið misþyrmt. Aðgerðir kínverska sendi- ráðsins leiddu til þess að hol- lenzka utanríkisráðuneytið óskaði eftir því að Li sendifull trúi yrði kvaddur heim til Kína, þar sem ekki væri tal- ið að hann væri lengur æski- legur flultrúi lands síns í Hol landi. Var Li gert að hverfa úr landi innan sólarhrings, og gerði hann það ásamt fjöl- skyldu sinni. Málinu var þó ekki þar með lokið, því hollenzk lögreglu- yfirvöld kröfðust þess að fá að yfirheyra félaga Hsu úr verkfræðinganefndinni. Neit- aði sendiráðið, og var þá sett ur lögrgeluvörður við íbúðar- hús nefndarinnar. Meðan á þessu gekk lýstu kínversk yfirvöld því yfir í Peking að sendifulltrúi Hol- lands í Kína, Gerrit Jongejans væri „persona non grata“, og að honum hefði verið vísað úr landi. En með tilliti til um sáturs lögreglunnar um kín- verska sendiráðið í Haag, á- kvað stjómin í Peking að neita Jongejans um brottfar- arleyfi frá Kína. Stóð þetta þóf í rúma fimm mánuði, en þá loks fengu hollenzk lög- regluyfirvöld heimild til að yfirheyra verkfræðingana átta í Haag, og fóru yfirheyrslurn- ar fram í kínverska sendiráð- inu. Neituðu verkfræðingarn- ir allri vitneskju um málið, og var þeim heimilað að halda til Kína. Fóru þeir þangað 30. desember, og sama dag var Jongejans sendifulltrúa gefin vegabréfsáritun til að halda heimleiðis. Liao Ho-shu sendifulltrúi hækkaði í tign eftir ránið úr sjúkrahúsinu, og hafði tekið við stjórn sendiráðs Kína þar í borg þegar hann ákvað að gerast pólitískur flóttamaður. Kann hann áreiðanlega frá mörgu að aegja, og eru við- brögð kínverskra yfirvalda skiljanleg. Li En-chiu þáverandi sendifulltrúi Kína og kona hans við brottfórina frá Haag í júlí 1966.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.