Morgunblaðið - 11.02.1969, Síða 13

Morgunblaðið - 11.02.1969, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 196«, 13 Stjornmál má ekki einoka eins og í Sovétríkjunum segir Per Olov Enquist — Gagnrýn- endur tala oft ofar höfðum okkar HANDHAFI bófcmenntiaverð- launa Norðurlandaráðs 19-69, Per Olov Enq.uist, sagði í samtali við Dagens Nyheter, daginn sem verðlaunaúthlut- un fór fnam, að sér hefði komið mjög á óvart, að hann skyldi hljóta verðlaunin að þessu sinni, og bætti við: ,Ú*ar sem Per Olof Sundman hlaut verðla.unin í fyrra, hvarflaði það ekki að mér að Svíi gæti einnig fengið þau í ár. En peningarnir koma sér vel og geta framfleytt starfi mínu nokkur næstu árin.“ Per Olov Enquást skýrði frá því, að hann hefði unnið að verðlaunabókinni í rúm tvö ár, tekið viðtöl við fólk og skrifað jafnframt. Hann var spurð.ur um verk, sem hann hefur í smíðum nú, en vildi fátt um það segja og gaf ekki upp um hvað sú bók fjallaði: „Það er varla að ég viti það sjálfur. Ég vinn og vinn og sé svo til hvað út úr því kemur“. f dönskum blöðum sem Mbl. hafa borizt er rætt um verðlaunaúthlutunina og bók Enquists. Þannig segir Jens Kistrup í Berlings-ke Tidende m. a.: Valið var rétt. Má raunar næstum segja, að það hafi verið ákveðið fyrirfram. Því að engin bók á Norður- löndum var jafn sjálfsögð til Norðurlandaráðs verðlauna og „MálaMðarnir“ eftir Per Olov Enquist — áhrifaríkasta og metnaðarfyllsta bók haustsins á Norðurlöndum, söguleg stjórnmálaheimild, í senn persónulegt og nútímalegt skáldverk, tilraun til að nálg- ast veruleikann á nýjan hátt. Heimildarskáldsaga um ó- möguleik sannleikans.“ í Information er vitnað til ritdóms eftir Johan Vogt, prófessor, sem birtist í því blaði 2'5. janúar, þar sem Vogt hafði talið „Málalið- ana“ athyglisverðustu sögu- legu skáldsögu samtímans. Hann bætir því við, að Enquist sé því ákaflega mót- fallinn, að bók hans sé tekin einum málstað til tekna í stjórnmálaumræðu. H a n n spyrji sig sjálfan, hvort þessi afstaða hans sé ekki nokkurs konar flótti. í lok greinarinnar í In- formation segir, að úthlutun- arnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs hafi með vali sínu í ár lagt áherzlu á mikilvægi þjóðfélags- og stjórnmálabókmennta, s e m aftur leiði til þess, að hefð- bundnari bókmenntagreinar hverfi í skuggann. í auglýsingu sem útgefandi „Málaliðanna", Norstedts för- lag, birtir daginn eftir verð- launaveitinguna, er tekinn upp eftirfarandi kafli úr dómi um bókina eftir Tage Erland- er, forsætisráðherra Svía: „Bókmenntaviðburður árs- ins er tvímælalaust bók Per Olov Enquists, „Málaliðarnir“. Ekki aðeins fyrir þá sök, að hún er snilldarleg lýsing á sögulegum viðburðum, heldur einnig vegna þess, hve Ijóst bókin lýsir tilurð stjórnmála- ákvörðunar frá grundvallar- sjónarmiði“. í skeyti, sem Mbl. hefur borizt frá AP, segir, að Per- Olov Enquist hafi svarað nokkrum spurningum um bók sína í sjónvarpi í Stokkhólmi. Þar sagði hann m. a., að sjón- armið hans bæru keim af sjón armiðum siðfræðingsins og hreintrúarmannsins, sem ef til vill ætti ræt.ur að rekja til þess, að hann er uppalinn á pres'tsheimili. Hann kvað „Málaliðunum" fyrst og fremst ætlað að lýsa stjórn- málaöngþveiti, en þetta hefði mörgum gagnrýnendum sézt yfir. „Gagnrýnendur tala oft að nokkru leyti ofar höfðum Per Olof Enquist okkar“, sagði Enquist og bætti því við, að margir les- endur hefðu skilið bókina öðruvísi en gagnrýnendur. í sjónvarpsviðtalinu vék Enquist einnig að stjórnmála- skoðunum sínum, og hvernig hann hefði snúizt til sósíal- isma. Hann kvaðst aðhyllast sósíalisma fyrir þá sök, að hann þyrði að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og hann mælti með stjórnmálahlut- deild. „Það er grundvallarskilyrði að leikmenn í stjórnmálum geti haldið aftur af atvinnu- stjórnmálamönnunum. Stjórn mál mega aldrei verða einok- uð af atvinnustjórnmálamönn um þannig, að fjöldinn sé hlutlausir og aðgerðalausir á- horfendur, eins og í Sovét- ríkjunum,“ sagði Enquist að lokum. Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs eru ekki fyrstu verðlaun, sem Per Olov Enquist þiggur. Árið 1965 hlaut hann BLM-verðlaun- in, 1966 Bókmenntaverðlaun Svenska Dagbladets og nú í janúar hlaut hann Skáld- sagnaverðlaun bókmenntaefl- ingar, að upphæð 15.000,- sænskar krónur. -JOHNSON Framhald af hls. 1 hann hafi fylgt þrátt fyr ir ýmis vonbrigði og erfið- leika. „Ég harma það mjög að vestur-evrópsk samvinna þró aðist ekki áfram í forsetatíð minni. Ástæðan er ein- faldlega stjórn sú, sem ríkj- um ræður í Frakklandi," seg ir Johnson, en bætir síðan við að hann hafi trú á því, að sá dagur komi að Frakk 'land muni enn á ný verða leiðtogi í stefnunni að sam- ■ einaðri V-Evrópu. Um sambúðina við Sovét- ríkin segir Johnson m.a.: „Við höfum átt við erfiðjeika að stríða. En berið þau saman við vandamál Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. Bandalag okkar við vestræn ríki hef- ur losnað í reipunum, sökum þess hversu árangursríkt það hefur verið“. „En vandamál okkar eru smámunir einir ef þau eru borin saman við hina ofsa legu deilu Rússlands og Kína, þar sem um er að ræða raunverulegar landkröfur, auk svívirðinga sem fljúga á milli.“ Síðan segir Johnson, að það séu tveir meginþættir sem ákvarðanir forseta Bandaríkjanna mótist af, um leið og hann er. setztur í for- setástólinn. „Annarsvegar er um það að ræða, að Banda- ríkin hafa í fórum sínum kjarnorkuvopn, sem að sprengimætti svara til 30.000 smálesta af TNT á hvern jarðarbúa. Hinsvegar er um það að ræða, að Sovétríkin eru eina 'landið auk okkar, sem hefur svipaðan eyðilegg ingarmátt. Kjarnorkumáttur þeirra er eilítið minni, ef litið er á stærðina, en venjuleg- ur maður mundi ekki gera ýkjamikinn greinarmun á því, hvort hann væri sprengd ur í loft upp af 15,000 tonn- um af TNT eða 30,000 tonn- um af sama sprengiefni." Síðan segir Johnson, að hversu reynt sé á þolinmæði Bandaríkjanna hversu marg- ar grunsemdir vaknd, þá verði Bandaríkin að finna leið til friðsamleggrar sambúðar við Sovétríkin. Hann nefnir síðan tilraun ir sínar til að „byggja brýr“ milli þjóðanna, sen segist brátt hafa týnt tölunni á þeim spámönnum, sem spáð hefðu því að það mundi mis- takast vegna styrjaldarinnar í Vietnam. „En í hléum, sem urðu á spádómi þeirra, lukum við merkilegustu samningagerð- run mílli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna allt frá því að kalda stríðinu lauk: Við gerð um samning um bann við kjarnorkuvopnum í geimnum, samning um gagnkvæm ræð- ismannaskipti sem var fyrsti gagnkvæmi samningurinn milli þessara tveggja þjóða frá 1933, samning um loft- ferðaréttindi og það sem mestu máli skipti: Við sömd- um um að frekari dreifing kjarnorkuvopna yrði bönn- uð.“ „Til viðbótar þessu hefur verið samþykkt að reyna að semja um að takmarka eld- flaugavopnabirgðir beggja þjóðanna." Síðan segir Johnson, og víkur nú að Tékkóslóvakíu: „Ég hafði ákveðið að til- kynna um fund við Sovétleið togana til þess að hefja þess ar samningaviðræður, er skriðdrekar þeirra héldu inn í Tékkóslóvakíu.“ Johnson segir, að innrás- in í Tékkós'lóvakíu hafi skað að vonir heimsins og Banda- ríkjanna. „Ég er þeirrar skoð unar að athöfn þessi muni að endingu reynast sjálfseyði- legging. í þá hálfu öld, sem við höfum búið við kommún- isma í heiminum, hefur ekk- ert tvístrað og reitt til reiði kommúnistaflokka utan komm únistaríkjanna sjálfra, og inn rás þessi.“ Síðan segir Johnson að ef heimurinn eigi að lifa af ann an áratug' án þess að svæð- isbuindin vandamál leiði til allsherjar eyðileggingar, telji hann að breytingar innan So vétríkjanna sjálfra muni hjálpa til við að draga úr spennu og kvíða mannkyns gagnvart þeim. Johnson fjállar mjög um Vietnam í þessum endurminn ingum sínum, en hér verður aðeins stiklað á því stærsta. Hann segir að kommúnistar hafi verið að færa sig mjög upp á skaftið í SA-Asíu 1965. Um það leyti, að monsún- vindamir hafi haldið inn- reið sína hafi hryðjuverk kommúnista stóraukizt í S- Vietnam. Svo árangursrík hafi herferð þeirra verið, auk þess sem stórar sveitir úr fastaher N-Vietnam hafi ver ið komnar inn í landið, að sérfræðingar hefðu talið að ef ekkert yrði að gert, myndi kommúnistar ráða ríkjum í S-Vietnam er regntímanum væri lokið. Hér hafi og fleira komið til. Tveir þriðjuhlutar Laos hafi verið hernumdir af herj um kommúnista undir stjórn N-Vietnam og sá her hefði þá enn verið að sækja á. Chen Yi, utanríkisráðherra Kína hefði lýst því opinber- lega yfir, að það væri ætlun in að Thailand yrði næst í röðinni. Vorið 1965 hefðu skæruliðasveitir verið byrjað ar að athafna sig í NA-Thai landi. Þar við hefði bætzt að Kínverjar hefðu verið áð undirbúa Kommúnistaflokk Indónesíu og hrifsa völdin í þessu fimmta mannflesta ríki. heims, sem byggi á eyjum, sem hefðu gífurlega hernað- arþýðingu. Haustið 1965 hafi kommún istair látið til skarar skríða. Hermenn frá N-Vietnam hafi hleypt nýju lífi í styrjaldim ar í Laos og S-Vietnam. „Sú staðreynd að þeim tókst ekki það sem þeir ætluðu sér, breytir ekki því, hver ætlun kommúnista var, né heldur af leiðingunum sem streymt hefðu um Asíu og Kyrrahaf eftir sigur þeirra", segir Johnson. Hann segir síðan, að sér hafi verið ljóst, að ef fram- sókn þeirra yrði ekki heft í S-Vietnam, yrði það naumast fyrr en þeir kæmu að Ind- landi. „Það var þá, sem ég sagði við bandarísku þjóðina: „Við óskuðum ekki eftir því, að gerast verðir við hliðið, en það er ekki um neina aðra að ræða.“ Hann segir síðan, að um þrjá kosti hafi verið að velja. » f fyrsta lagi að kalla heim allt bandarískt herlið með þeim beztu skilmálum, sem fá anlegir hefðu verið, en slíkt hefði mjög orðið til þess að auðmýkja Bandaríkin og spillt fyrir áhrifum þeirra í heimsmálum. í öðru lagi að halda áfram eins og áður, þ. e. með takmörkuðum liðs- styrk Bandaríkjamanna, t.d. 75,000 mönnum, vonast til að „hepnin væri með Qkkur á sama tíma og okkur var ljóst að aðstaða okkar mundi lík- lega verða veikari, eða í þriðja lagi: Að auka verulega við her Bandaríkjanna til baráttu við Viet Cng í suðri og N-Vietnama í norðri, og hefja samtímis harða baráttu * fyrir því, að samningar yrðu teknir upp.“ „Við ákváðum að beita flug her okkar gegn N-Vietnam og okkar eigin her í styrj- öldinni á jörðu niðri.“ „Þessi ákvörðun var ekki tekin á einum degi“, segir forsetinn. Hann segir að mál ið hafi verið í athugun í margar vikur og allir hugsan legir mögulieikar hafi verið at hugaðir. „Það síðasta sem ég vildi verða, var að verða „forseti á styrjaldartímum", segir Johnson, en segir nokkru síð ar: „En sagan hagaði því svo, að ég stóð andspænis þeirri ógnþrungnu ákvörðun um hvort gripið skyldi í taum- ana í SA-Asíu eða láta und- an síga. Ég komst ekki hjá því að taka þessa ákvörðun, og ég gat ekki slegið henni á frest.“ Mikil snjókoma í New York — Fjórar Loftleiðavélar veðurtepptar — Nota flugvélarnar sem hótel New York, 10. febrúar. — GEYSIMIKIL snjókoma byrjaði í New York um :hádegi á sunnu- dag. Ein afleiðingin er sú, að flugumferð hefur lagzt niður og á Kennedyflugvelli eru um 2000 strandaglópar sem komast ekki burt þaðan í bráð, hvorki með flugvélum né bifreiðum því að allir vegir að vellinum eru lok- aðir vegna snjóa. Flugfélögin hafa gert sitt bezta til að fólkinu líði vel, og t. d. er verið að laga kaffi og smyrja brauð allan sólarhringinn. Erfið- ast er að finna svefnpláss fyrir þennan fjölda. Gripið var til þess ráðs að búa um suma í flug- skýlum, bílum, rútum og þegar allt annað þraut var flugvélun- um breytt í gistihús. Hundruð bíla sitja fastir í snjónum í nánd við flugvöllinn og víðar, og ekki er annað fyrirsjáanlegt en nota verði þyrlur til að koma þeim verst stöddu til hjálpar, og varpa niður matarbirgðum annarsstað- ar. Morgunblaðið hafði samband við Sigurð Magnússon, fulltrúa hjá Loftleiðum, og sagði hann, að fjórar vélar þeirra hefðu lok- azt inni í New York, en ein væri í Keflavík. Þeim hefði verið sagt að Kennedy-flugvöllur yrðf opn- aður á morgun (þriðjudag) og ef svo færi myndi vélin, sem er hér, fara til New York og þær í New York halda áfram sínu áætlunarflugi eins fljótt og _ hægt væri. - í STUTTU MÁLI Saloniki 9. febrúar, NTB. TVEIR hermenn voru í dag dæmdir til tuttugu og tveggja ára fangelsis fyrir herrétti í Sal- oniki, Þeim var gefið að sök að hafa haft á prjónunum samsæri um að steypa grísku herforingja- stjórninni. Tveir hermenn aðrir voru dæmdir til tíu og sex ára fangelsis. Fjórmenningarnir lýstu yfir sakleysi við réttar- höldin, en kváðust hafa verið beittir þvingunum og pynding-* um við yfirheyrslur. Miami 10. febr., AP. — Farþega- flugvél með 82 innanborðs var snúið af leið í dag og neydd til að fljúga til Kúbu. Vopnaður maður ógnaði flugfreyjunni með byssu og hótaði að skjóta hana, ef ekki væri farið að fyrirmæl- um hans og stefnt til Havana. Þetta er þrettánda vélin sem rænt er síðan um áramót.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.