Morgunblaðið - 11.02.1969, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.02.1969, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1909. 15 Jóhann Hjálmarsson skriíar um BÓKMENNTIR ffl r ® Svu ENN á ný hefur sænskur rit- höfundur fengið bókmenntaverð laun Norðurlandaráðs. Höfund- urinn sjálfur, Per Olov Enquist, er eftir viðtali í Dagens Nyheter að dæma jafn forviða og margir aðrir bókmenntamenn á Norður- löndum. Enquist, sem fær verð- launin fyrir skáldsögu sína Le- gionarerna (Málaliðarnir), var nýbúinn að taka við á'litlegum verðlaunum í heimalandi sínu, veittum 'af Litteraturfrámjandet og nema þau 15.000 s. krón- um. Nafni hans Sundman fékk líka meiriháttar sænsk verðlaun í fyrra um svipað leyti og Norður landaráðsverðlaunin. Sænskir skáldsagnahöfundar virðast því ekki á flæðiskeri staddir, að minnsta kosti ef þeir finna gaml ar blaðaúrklippur á háaloftinu hjá sér til að nota í skáldsögur, eins og Indriði G. Þorsteinsson sagði bæði í gamni og alvöru í útvarpsþætti Ólafs Jónssonar um bækur á sunnudaginn. Úthlutunin virtist ekki koma Indriða á óvart, enda hefur hann illan bifur á Svíum að hætti margra merkra manna hérlendis, ekki síst rithöfunda, en Matt- hías Johannessen átti bágt með að skilja hvers vegna gengið var framhjá einu höfuðskáldi Evrópu að hans áliti, Dananum Thor- kild Björnvig. Hann taldi einn- ig að báðar íslensku bækurnar, sem til álita komu: Márus á Vals Gunnar Ekelöf hamri og meistari Jón, eftir Guð mund Gíslason Hagalín og Þjóf- ur í Paradís eftir Indriða G. Þorsteinsson, hefðu getað risið undir verðlaununum. En að sjálf sögðu vildu þeir Indriði og Matt- hías ekki bera brigður á ágæti skáldsögu Per Olovs Enquists, því hvorugur mun hafa lesið bók ina. Ólafur Jónsson benti rétti- lega á að verðlaunaveitingin er ekki einskorðuð við skáldskapar- verk heldur koma til greina hvers kyns bókmenntir, t. d. eins og ritgerð Olofs Lagercrantz um Dante. Umræður þeirra félaga um skáldskap og heimildaleg skáld- skaparverk voru fróðlegar og hvetjandi og gáfulegar eins og vænta mátti. T.d. sagði Matthías, að sér þætti lítið annað skáld- skapur en ljóðlist en margt bók- menntir annað en skáldskapur og Indriði vildi líka skipa ljóð- inu í fyrsta sæti á eftir skáld- sögunni. í sambandi við heimilda skáldskap, dokumentarisma, sem Ólafi Jónssyni varð tíðrætt um, minntist Matthías Johannessen m.a á bandaríska rithöfundinn Truman Capote, sögu hans: Með köldu blóði. „Svona hafa fslend- ingasögur verið skrif aðar, finnst mér“, sagði Matthías, en Ólafur Jónsson taldi rétt að benda á, að bækur þeirra Enquists og enn Sundmans væru ólíkar. Sund- man hefði lært af Snorra, gengi upp í söguefninu, en saga En- quists fjallaði meira um hann sjálfan, tæki upp pólitíska um- ræðu, væri „vísindaleg rann- sókn“. Það kom fram í umræddum út- varpsþætti, sem er ekki veigalít- ið atriði þótt flestum sé það ljóst, að skandinavískar bækur hafa verið teknar til ítarlegrar um- ræðu áður en þær eru bornar fram, hafa fengið jákvæða stund um hástemmda gagnrýni, en ís- lenskar bækur eru aftur á móti þekktar af fáum utan íslands og Per Olof Sundman berast dómnefndarmönnum í hand riti í misjöfnum þýðingum. „Það er sama hvað þýðing er vönduð, verkið verður ekki sama“, sagði Indriði G. Þorsteinsson, en Matthías Jo- hannessen kvaðst hlakka til að lesa þýðingu Ivars Eskelands á skáldsögu Guðmundar G. Haga- líns. Matthías kom með þá djarf mannlegu tillögu til að hnekkja Bernadottevaldinu að fá Færey inga í nefndina, því þeir kynnu íslensku. Það kom líka fram, að nauðsyn væri að greiða fyrir þýðingum með fjárframlögum af opinberri hálfu, það væri ekki verkefni Norðurlandaráðs eða dómnefndarinnar. Per Olov Enquist Matthías Johannessen taldi það ekki aðalatriði hvaða bók fengi verðlaunin, heldur hitt að með samkeppninni kynntist fólk óneitanlega merkilegum ritum, sem annars yrði hljótt um. Einn- ig að sumar íslensku bókanna hefðu komist á skandinavískan markað fyrir tilstilli Norður- landaráðs. Þarna er að sjálf- sögðu tæpt á mjög þýðingarmiklu atriði, og þá eru ekki síst gerð ar strangar kröfur til dómnefnd- armanna okkar Helga Sæmunds- sonar ritstjóra og Steingríms J. Þorsteinssonar, prófessors. Reynd ar tíðkast það meðál Skandinava, að skipt sé um menn í nefndinni, ekki alltaf hafðir þeir sömu. Eyvind Johnson Vald þeirra er kannski stundum meira en þeir geta risið undir? Jafn ágætur rithöfundur og Indriði G. Þorsteinsson sýndi mikið lítillæti með því að segja, að okkar bækur hafi ekki verið nógu góðar til þess að hljóta verðlaunin. Um það má deila endalaust, en nokkrar afiburða- bækur hafa flotið með héðan að heiman. Ólafur Jónsson nefndi tvö dæmi: Paradísarheimt, eftir Halldór Laxness og ljóðabókina Lauf og stjörnur, eftir Snorra Hjartarson. Honum hefði verið óhætt að nefna fleiri. „Ég held að enginn útlendingur geti gert sér grein fyrir hvers konar töfra maður Halldór Laxness er“, sagði Indriði, en Matthías áleit, að Tarjei Vesaas dómnefndin hefði ekki treyst sér að veita nóbelsverðlaunahöfundi lægri gráðu. Þættinum lauk með þessum athyglisverðu orðum Matthíasar Johannessens: „Ef við fáum ekki verðlaunin fyrir ein- hverja bók, þá fáum við þau fyrir íslenska menningu, er það ekki venjan?“ Þetta er að vísu hættuleg skoð un, en raunsæ. Að vera enda- laust litli bróðir norrænnar sam- vinnu er frekar ókostur en bók- menntalegur ávinningur. Reynsl an hefur sýnt það. Við getum Johan Borgen ekki endalaust látið Skandinava tileinka sér íslenskar fornbók- menntir með bros á vör, en litið um leið hornauga íslenskar nú- tímabókmenntir. Vel á minnst! Matthías taldi sjálfsagt, að dóm- nefndarmenn væru allir læsir á íslensku. Hvers vegna ekki? Þá væri málið ef til vill leyst? Að minnsta kosti eru gerðar þær kröfur til okkar manna, að þeir lesi skandinavísku bækurnar á frummálunum. Ég hef gerst fjö'lorður um þennan útvarpsþátt vegna þess að þar kom svo margt fram, sem nauðsynlegt er að- við hugleið- um. Vonandi særir það engan að endurtaka hann við tækifæri, vegna þess að margir eru syfjað- ir á sunnudögum. Ég álít þenn- an þátt Ríkisútvarpsins góða hug mynd og gagnlega, og sama er að segja um háskólaspjall Jóns Hnefils Aðalsteinssonar, flutt annan hvern sunnudag og oftast með vönduðu efni. Bókmenntaverðlaun Norður landaráðs voru fyrst veitt 1962. Níu höfundar hafa fengið þau vegna þess að einu sinni var þeim skipt milli tveggja: Heine- Olof Lagercrantz sens og Lagercrantz. Fimm Svi ar hafa nú hlotið verðlaunin; auk 01ofs Lagercrantz, Eyvind Johnson, Gunnar Ekelöf, Per Ol of Sundman og Per Olov En- quist; tveir Norðmenn: Johan Borgen og Tarjei Vesaas; einn Finni Váinö Linna, og William Heinesen, sem er kallaður dansk ur rithöfundur vegna þess að hann skrifar á dönsku, en er Fær eyingur. Dómnefndina skipa tíu menn, tveir frá hverju landi og velja þeir tvær bækur hver. At- kvæðagreiðsla mun vera flókin, greidd atkvæði tvisvar eða þrisv ar. íslenskar og finnskar bækur mega vera eldri en norsku, dönsku og sænsku bækurnar, Váinö Linna sem alltaf eru frá árinu á undan. Það gefur íslendingum tækifæri til að koma bókunum út í Skand inavíu, svo þær þurfi ekki að berast dómnefndarmönnum í handritum, og þyrfti að endur- skoða það mál sem fyrst. Eins og fyrr er sagt horfir það öðru- vísi við að fá bækurnar nýlegar og ferskar, lesa um þær gagn- rýni og fylgjast með viðtökum þeirra meðal lesenda og bók- menntamanna. Dómnefndarmenn fá að vísu íslensku bækurnar sendar geri ég ráð fyrir ásamt þýðingunum. Og svo er það vanda málið, sem ekki er lítilvægast, að fá snjalla þýðendur til starfa geta borgað þeim vel svo þeir hafi nægan tíma. Ég hef nýlega nefnt helstu þýðendur íslenskra skáldverka hér í blaðinu, og mér er kunnugt um að það eru sam- viskusamir hæfi'leikamenn. En ekki sakaði, að fleiri bættust í hópinn. Ljóðabækur verða auð- vitað seint færðar á skandinav- ískar tungur án þess að margt glatist. Ég nefni aðeins tvö ljóð skáld, sem ég geri ráð fyrir að erfitt sé að þýða á skandina- vísk mál, þá Snorra Hjartarson og Hannes Pétursson, sem báðir hafa átt bækur í samkeppninni. En er ekki kominn tími til að hugleiða hvort rétt sé að sömu mennirnir verði einráðir um val íslenskra bóka. Mér skildist það af fyrrnefndum útvarpsþætti að eitthvað svipað hefði hvarflað að mönnum í því sambandi. En varla er ástæða til að óttast að þeir Helgi Sæmundsson og Stein grímur J. Þorsteinsson haldi ut an með annað en gjaldgenga vöru? Val þeirra í ár verður ekki deilt um. Við getum verið stolt af bókum þeirra Hagálíns og Indriða. Ekki verður að svo komnu máli fjallað um þær bækur, sem Skandinavar sendu til keppninn ar. En væntanlega mun verða gerð grein fyrir þeim í Morgun- blaðinu. Jóhann Hjálmarsson. -r BORGARSTJÖRN Framhald af bls. 5 fyrir þá, en láta þeim síðan dag inn frjálsan. Rétt væri þó að út- vega dvalarstað, sem þeir dveld ust á, annað hvort til athugun- ar eða til langframa. Þá ræddi Páll einnig um þann vanda, sem skapast víða í borg- inni, þar sem þessir umkomuleys ingjar sækja á. Sagði hann að við hefði legið, að Hafnarbúð- ir yrðu að loka matsölu sinni vegna ásóknar þessara manna. Sigurjón Björnsson (K) sagði, að þessar umræður hefðu verið hinar fróðlegustu og sér ti'l mik illar ánægju, að þessi vandamál væru rædd í borgarstjórninni. Hér væri um að ræða vandamál sem þyrfti að leysa. Borginni bæri að vísu ekki beinlínis að sjá um hæli fyrir þetta fólk, sem ráfaði um göturnar að leita sér að skýli, en vandamálið snerti hana mjög. Félagsmálaráð hefði mjög fjallað um þessi mál og væru þau ekki óviðráðanleg, hópurinn væri ekki nema 30 ti'l 40 manns. Sumir þessara manna væru ólæknandi, og þyrfti gæzluhæli fyrir þá til langframa. Að lokum bar Sigurjón fram ofangreinda til- lögu, sem var samþykkt sam- hljóða. Bezta auglýsingablaðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.