Morgunblaðið - 11.02.1969, Page 16

Morgunblaðið - 11.02.1969, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1909. ÞAJD var þröng á þingi við and- dyri hins nýja skemmtistaðar unga fólksinis, þegar blaðamenn Mbl. komu að um ellefu leytið á laugardagskvöldið. UppseLt var, en margir, sem keypt höfðu miða fyrr um kvöldið, vildu komast inn. Aldurstakmarkið þetta kvöld var miðað við 16 ár og var krafizt nafnskírteina eða ann- arra löglegra skilríkja við inn- ganginn. Allmörgum unglingum var vísað frá, þar er skilríkin voru ófullnægjandi eða aldurinn of lágur. Er inn var komið tók önnur raun við, það var að koma yfirhöfnum í fa'tahengið. Um þá Á slóðum œskunnar í UMSJÁ Stefóns Halldóissonai og Trausta Valssonar Lítið inn í ? hlið málsins sáu tvær yngismeyj ar, og á meðan þær reyndu að finna snaga, gátu gestir skemmt sér við að skoða sjáifa sig í spé- speglum, sem áður skreyttu segil salinn í Tívolí, eða litið í blað það, sem gefið var út um kvöld- ið og afhent gestum, en þar standa m.a. þeissi orð borgar- stjórans í Reykjavík: Við opnun þessa skemmtistað- ar fyrir unga fólkið læt ég í ljós þá ósk, að æskufólk í Reykjavík megi eiga hér margar ánægjustundir. Geir Hallgrímsson. Með það í huga gengum við upp stiga á aðra hæð og inn í danssalinn. Skuggsýnt var inni og hávær popmúsík glumdi úr hátölurum í miðjum salnum. Fjölmennnt var á dansgólfinu og hristu unglingarnir sig eftir brezkri músík af hljómplötum. Plötuspilinu stjórnaði sá ágæti útvarpsmaður, Pétur Steingríms- son, og var hann einmitt að ljúka við að flytja TOP 20 vinsælda- listann brezka. Strax á eftir kom fram þjóðlagaflokkurinn Nútímaböm og flutti hann nokk ur lög við góðar undirtektir. Því næst komu Hljómar og Shady og léku fyrir dansi. iSöngkonan Kristín Ólafsdóttir, söng einnig nokkur lög með hljómsveitinni. Þannig leið kvöldið og virtust allir skemmta sér vel. Þó var ekki laust við að unglingarmr væru nokkuð þvingaðir, en það líður sjálfsagt frá, þegar þeir hafa vanizt staðnum. Allmargir myndatökumenn voru á staðnum og festu helztu atburði á filmur. Náðum við tali af einum þeirra, Sigurgeiri Sigur iónssyni. Kvaðst hann vera að taka myndir fyrir skemmtistað- inn og ætti hann heiðurinn af ljósmyndum þeirn, sem skreyta veggi staðarins ásamt allmörgum listaverkum, sem unnin eru af nemendum Myndlistarskólans. Fleiri Ijósmyndir eru væntanleg- ar og vafalaust einnig ný lista- verk frá ungu listafólki. Gengum við þá inn í eldlhús, sem er til hliðar og atftan við sviðið. Þar náðum við tali af Þórólfi Beck, landsliðsmanni í knattspymu, en Þóróltfur var einn af dyravörðum hússins þetta kvöld. Hann kvaðet binda miklar vonir við þennan stað og taldi ekki eðlilegt, að ungt fólk innan tuttugu og eins árs færi á vínveitingastaði. Hann kvað starfið líflegt og skemmtilegt og unglinganna fyllsta hróss verða. Hann hefði mikið heyrt talað um hin mörgu og erfiðu unglinga- vandamál, en þeir unglingar, sem hefðu heimsótt staðinn, hefðu á allan hátt hagað sér eins og bezt væri á kosið. Álit hams á þeim hefði breyzt mjög og þeir virtust ekki vera neitt vanda- mál. Þá ræddum við við Pétur Sveinbjarnarson, en hann er í húsnefndinni ásamt þeim Ragn- ari Kjartanssyni, sem er formað- ur, og Andrési Indriðasyni. Pét- ur sagði m.a: „Á síðasta borgarstjórnar- fundi var samþykkt sú tillaga, að Æekulýðsráð hefði heimild til að veita 15 ára unglingum aðgang að danshúsum, ef um vínlausar dansskemmtanir væri að ræða. Þessari heimild mun verða beitt tvo daga í viku, fimmtudaga og sunnudaga, en annars er aldurs- takmarkið miðað við 16 ár. Hús- nefndin hefur gert dagskránni Framhald í bls. 19 PÉTUR PLÖTUSNÚÐUR Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ röibbuðum við við Pétur Steingrímsson, plötusnúð, og spurðum hann hvernig diskó- tekið hefði gengið. „Á laugardagskvöldið gekk ekki of vel, byrj unarörðug- leikar voru nokkrir og sífelld- ar trutflanir voru vegna ijós- og kvikmyndatöku. Þó virtust unglingarnir ánægðir. En á sunnudaginn gekk allt mjög vel. Unglingarnir dönsuðu mikið og var ekki að sjá ann- að en að þeim þætti alveg eins gaman að dansa eftir plöt um eins og eftir hljómsveit. En þó munaði mjóu að illa færi, þegar öryggi fór í diskó- teksmagnaranum. Ekki var til varaöryggi í húsLnu, svo að ég varð að hringja í konuna mína og biðja hana að senda nokkur öryggi til mín í leigu bíl. Hún sendi eitt þúsund stykki! En ef að ekki hefði tekizt að gera við bilunina, þá hefðu Dúmbó og Guðmund ur Haukur vafalaust spilað meira í staðinn". Hvernig er háttað plötukaup um fyrir diskótekið? ,,Ég hef keypt nokkuð af tólf laga plötum hér í verzlun um, og einnig fáum við send- ar plötur frá Bretlandi með flugvélum Flugfélags ís- lands, þannig að diskótekið á alltatf allar plötur í TOP 20 vinsældarlisitainum brezka. Við fáum líka listann sjálf- an um leið og munum ljós- prenta nokkur eintök af hon- um og hengja hér upp“. Ætlarðu að halda áfram í þessu startfi? „Eiginlega er allt óráðið enn. Ég verð hér a.m.k. fyrst um sinn, en hvort ég ílengist í starfinu, get ég ekkert sagt um“. AF ÓVIÐRAÐANLEGUM or- sökum gafst okkur ekki tími til þess að spjalla við gesti staðarins á sunnudagskvöldið. Húsfyilir, 500 manns, hafði verið kvöldið áður, en nú var öHu færra — eitthvað hátt á þriðja hundrað. Þá hafði hit- inn inni í húsinu verið óbæri- legur, en núna hafði loftræst- ingin undan; unglingarnir virtust líka óþvingaðri en kvöldið áður. Eitt sáum við þó, sem ekki hafði breytzt. Það voru stúlk- urnar; þær voru jafnfallegar og daginn áður. Svo fallegar, að okkur kom ekki saman um, hvaða blómarós við skyld um taka tali. Hefði þetta ör- ugglega endað með einvígis- áskorun okkar á milli eða að minnsta kosti háa rifrildi, ef ljósmyndara okkar hefði ekki orðið svo starsýnt á eina yng- ismeyna. „Ef ég fæ ekki að mynda hana þessa, þá er ég farinn," sagði hann. Og ljós- myndaralausir hefðum við verið eins og fiskar á þurru landi, svo að við króuðum þessa myndarstúlku af. Ekki reyndist hún vera gestur þarna, heldur starfsstúlka staðarins og kvaðst heita Helga Gylfadóttir. Tvítug og við nám í verzlunardeild Verzlunarskóla íslands. — Hvemig ég byrjaði hérna? Það var bara hringt í mig og ég beðin að hjálpa héma til, sjálfsagt vegna þess ar ég hef unnið hjá Æsku- lýðsráði áður, bæði í Saltvík og eins við Fríkirkjuveginn. En ég hef alls ekkert á móti því að ílengjast hérna. Síður en svo. — Mér finnst að mörgu leyti skemmtilegra að vinna niður á Frikirkjuvegi en hérna. Þar sem sá staður er miklu minni kemst maður í nánari kynningsskap við krakkana. En mér finnst staður sem þessi alveg tilvalinn fyrir æskuna. Ef imglingarnir skemmta sér ekki hér, þá veit ég ekki, hvað hægt væri áð gera. — Það vinna hérna sjö stelp ur og svo dyraverðirnir. Fram kvæmdastjórinn er sá eini, sem er fastráðinn. En það er Helga Gylfadóttir of lítið, þegar húsfyllir er, eins og í gær. — Nei, ég held ég vildi ekki hatfa leiktæki eins og t.d. „bob“ héma. Hér verður aldrei lát á músíkinni; annað hvort er diskótekið í gangi eða einhver hljómsveitin að spila. Ég er ánægð með stað- eins og hann er núna. — Ég held, að það sé eng- inn undir áhrifum hérna. En ég er hissa á því, hváð ungl- ingamir kaupa mikið af sígar ettum. Það er sama hvort þeix eru 15 ára gamlir eða nítján ára. Áður en við gátum spjallað meira saman, var Helga þotin. Framkvæmdastjórinn hafði kallað á hana. En ljósmyndarinn okkar var aftur kominn með „störu“ og til þess að eiga ekkert á hættu — það er nefnilega aldrei að vita, hvaða afleiðingar svona og svo hef ég stundum verið niður á Fríkirkjuvegi. — Mér lízt mjög vel á stað- inn, og ég er viss um, að jafn- aldrar mínir munu sækja hapn mikið. — Ég er hrifnust af diskó- tekinu og innréttingunni.. Hún er svo nýstárleg. Stól- arnir vekja mikla athygli; það sagði mér einhver, að þeir væru lóðafoelgir. Þeir eru alla vegana mjög þægilegir. Matthildur Guðmundsdóttir augnaráð geta haft í för með sér — ákvó'ðum við þegar í stað að ná tali hennar. Því að auðvitað var það stúlka, ævintýraprinsessan holdi klædd, sem truflað hafði hjartastarfsemi ljósmyndar- ans. Þetta var hún Matthildur Guðmundsdóttir, 16 ára í „Gaggó Aust“, eins og hún orðaði það. — Nei, ég fer ekki mikið á böll. Helzt á skóladansleiki Magnús Arnason — Svo er allt svo ódýrt. Það hefur sko örugglega mik- ið að segja, því að ungt fólk hefur ekki eins mikið af pen- ingum núna og áður...... Og enn var ljósmyndarinn kominn með „störu“, svo að við þökkuðum fyrir okkur í flýti. Eftir miklar fortölur, komum vfð honum í skilning um, að við yrðum að hafa jafn rétti í þessum málum og taka ungu piltana tali líka. Hann setti á sig snúð, en við sett- umst niður hjá Magnúsi Ama- syni, 16 ára gömlum lands- prófsnemanda. — Auðvitað kem ég tij að dansa maður, hvað heldurðu annað? — Ég hef oftast nær skemmt mér í Las Vegas. En þar er ekki nærri því eins skemmtilegt og hérna. Enda er ég hér innan um jafnaldra mína; í Las Vegas er maður svo lítill innan um eldri krakkana. — Ég dvaldist í Englandinu í sumar og kynntist þar nokkrum dansstö'ðum, sem líkjast þessum. En það verð ég að segja, að þessi er miklu snyrtilegri og viðkunnanlegri en staðirnir ytra. — Jú, mér finnst að koma ætti á leiktækjum hér. Keilu- splin (bowling) yrðu t.d. afar vinsæl. Það er ég sko viss um. — Það „drekka" alltof marg ir unglingar á mínu reki. Ég ætla að vona, að þessi staður eigi eftir að draga eitthvað úr áfengisneyzlu unga fólks- ins. Þáð voru lokaorð þessa unga mannns. Ljósmyndarinn okkar, sá mæti maður, virtist nú upp- gufaður með öllu. Og ljós- myndaralausir gátum við ekki haldið áfram, svo að við náð- um í frakka okkar og yfirgáf- um þessa glaðlyndu æsku, sem skemmti sér prýðilega án áfengis. En daginn eftir fréttum við, að ungur maður með mynda- vél á öxlinni og stúlku við arminn hefði sézt á gangi vest ur Miklubrautina. Sjálfsagt er þa'ð einhver bölvuð vitleysa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.