Morgunblaðið - 11.02.1969, Side 19

Morgunblaðið - 11.02.1969, Side 19
MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1969. 19 Reykjavíkin, gamalt fiskiskip og Gjöa, skip Amundsens. Skipamðdel á sýningu í GÆR var opnuð sýning á skipa módelum hjá Kristjáni Guð- mundssyni að Týsgötu 3. Er hér um að ræða fimm gömul skipamódel smíðuð eftir myndum, og hefur Sigurður Þor- steinsson frá Neðri-Miðvík í Norður-fsafjarðarsýslu gert þau. Hann flutti til Reykjavíkur 1945, - ARSSKYRSLA Framhald af bls. 10 námu stórframkvæmdir um 20 prs. fjármunamyndarinnar í heild. Þessar framkvæmdir munu halda áfram á fyrri hluta ársins 1969, en lúkning þeirra síðla sumars mun leiða af sér verulega minnkun byggingar- starfsemi. önnur fjárfesting at- vinnuveganna og íbúðabygging- ar munu sennilega haldast á fremur lágu stigi, með tilliti til hins óvissa útlits á efnahags- sviðinu. Raunveruleg útgjöld op inberra aðila munu sennilega aukast eitthvað, en einkaneyzla mun minnka enn frekar af völd- um lækkunar raunverulegra ráð stöfunartekna. Á þessum for- sendum eru líkur á litlum vexti þjóðarframleiðslunnar. Kann því vaxandi hjöðnunaráhrifa að gæta í þjóðarbúskapnum, eink- um á síðari helmingi ársins, eft Ný mál Jón Þorsteinsson (A) hefur lagt fram á Alþingi frv. um breytingu á vinnulöggjöfinni og eru meginatriði þess þessi: 1. Frestur til að boða vinnu- stöðvun er lengdur úr 7 sólar- hringum í 20 sólarhringa. 2. Sáttasemjara er skylt að taka vinnudeilu til meðferðar í síðasta lagi 10 sólarhringum áð- Ur en vinnustöðvun er ætlað að koma til framkvæmda. 3. Sáttasemjara er heimilað að fresta því um allt að 4 sólar- hringa, að vinnustöðvun hefjist, ef hann hefur í hyggju að bera fram miðlunartillögu eða aðrar sérstakar ástæður eru fyrir hendi að hans dómi. 4. Sáttasemjara er heimilað að krefja Efnahagsstofnunina Hag- stofu íslands og aðrar opinberar stofnanir skýrslna um ýmiss konar málefni, er máli kunna að skipta til lausnar á vinnudeilu. 5. Breytt er reglunum um þátttöku í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu til þess að styrkja aðstöðu sáttasemjarans, en jafnframt í því skyni að örva menn til þátttöku í slíkum at- kvæðagreiðslum og draga úr lík- unum á því, að almennt þátt- tökuleysi í atkvæðagreiðslunni verði miðlunartillögu að falli. ólafur Jóhannesson (F) og nokkrir aðrir þingmenn Fram- sóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um einkarétt íslands tii land- grunnsins en stjórnarfrv. um þetta efni var einnig lagt fram í gær (sjá frétt á baksíðu). og hefur verið hér síðan. A'llt er þetta tómstundavinna, og hinir mestu kjörgripir, og allir til sölu. Sýningin er opin daglega frá kl. 1—6 (að undanskildum sunnu deginum 16/2). Aðgangur er ókeypis. ir að stórframkvæmdunum lýk- ur, en þá mun sennilega hætta þar störfum um það bil 1 prs. mannaflans í heild. Úr innflutningi ætti að draga mjög verulega á árinu 1969. Varla verður nokkur innflutn- ingur skipa og flugvéla. Stjórn arvöldin búast við, að innflutn- ingur vegna stórframkvæmd- anna muni minnka um 25—30 prs. í erlendum gjáldeyri, en fjármagns til þess innflutnings er aflað erlendis frá. En af völd um nýafstaðinnar gengisfelling- ar og samdráttar í almennri eft- irspurn ætti annar innflutningur einnig að dragast verulega sam- an. Viðskiptajöfnuðurinn gagn- vart útlöndum ætti því að batna mjög, ef þær vonir um nokkra aukningu útflutningsins rætast, sem bundnar eru við eðlilega aukningu bolfiskaflans og nokkra aukningu síldaraflans frá hinu sérstaka aflaleysi árs- ins 1968. Samt sem áður eru lík ur á, að nokkur viðskiptahalli haldist á árinu 1969, sennilega á milli 500 og 1000 millj. króna á hinu nýja gengi, og auk þess þarf að sjá fyrir háum greiðsl- um af erlendum lánum. Með þeim lántökum erlendis sem þegar hef ur verið séð fyrir, kann þó að reynast unnt að komast hjá rýrn un gjaldeyrisstöðunnar á árinu 1969. Þessi viðhorf valda miklum vanda við stjórn efnahagsmála. Þrátt fyrir nýafstaðna gengis- breytingu er útlit fyrir, að greiðslujöfnuðurinn út á við haldi áfram að vera örðugur. Viðskiptajöfnuðurinn kann að koma út með halla, enda þótt sá halli verði miklu minni en hann var árið 1967 eða 1968. Spá þessi er háð verulegri óvissu, svo sem jafnan er um allar áætlan- ir um fiskafla og afurðaverðlag. Niðurstaðan gæti orðið hagstæð ari, en einnig verða menn að verða við óhagstæðari niður- stöðu búnir. Þýðingarmikið atr- iði eru greiðslur vegna er- lendra lána, en þær hafa orðið ti'ltölulega mun þungbærari en áður, þar sem útflutningstekjur hafa lækkað. Með tilliti til hins lága gjaldeyrisforða munu veru legar erlendar lántökúr reynast nauðsynlegar, jafnvel þótt við- skiptajöfnuðurinn færist nær jafnvægi. Meiri háttar breyting greiðslujafnaðarins til batnaðar hlýtur því að verða meginatriði f’efnunnar í efnahagsmálum enda þótt til þess þurfi að beita að haldi í peninga málum og fjár- málum. En þar sem þegar hefur orðið töluverð hjöðnun í efnahagslífinu, verður að taka tillit til áhrifa stjórnar peninga mála og fjármála á atvinnu- ástandið. Kann að reynast nokkurt svigrúm til sveigjan leika á þessum sviðum, einkum í peningamálum, að því til- skyldu að náð verði staðfestu kaupgjalds og að því marki, sem greiðslujöfnuðurinn batnar. Þetta svigrúm hlýtur hins vegar að vera takmarkað, þar sem uði h’lýtur að verða mjög þung hættan á versnandi greiðslujöfn á metunum. í þessu efni er það augljós- lega grundvallaratriði, að hækk un framleiðslukostnaðar eftir gengisbreytinguna verði haldið í algjöru lágmarki. Reynsla fyrstu tólf mánaðanna eftir geng isfellinguna í nóvember 1967 hef ur sýnt ljóslega að áhrif geng isbreytingar á samkeppnisað- stöðu atvinnuveganna og kaup- getu neytenda geta rýrnað ört af víxlhækkunum verðlags og kaupgjalds er fýlgja sjálfkrafa verðlagsuppbótum á kaupgjald og búvöruverð. Aðlögun raun- verulegra tekna að hinni óhag- stæðu aðstöðu út á við er vissu lega sársaukafull. Það er því mikilvægt, að fullur og almenn- ur skilningur allra hlutaðeig- andi aðila sé vakinn á nauð- syn slíkrar aðlögunar og á þeirri staðreynd, að gengisfelling krón unnar er grundvallaraðgerð til þess að ná því marki.“ Frá Viðskiptamálaráðuneytinu, 10. febr. 1969). - ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 26 það ómjúk faðimlög, en losaði um aðra leikmenn á línunni. Með skipulaginu á varnar- leiknum vann Hilmar Björnsson landsliðsþjálíari stóran sigur. Það eitt úr af fyrir sig að Jörgen Pedersen skyldi ekki skora nema eitt mark segir sína sögu. Og þegar á heildina er lit- ið er það auðséð, að þetta unga islenzka lið á framtíðina fyrir sér. Með sömu samstillingu og það hefur sýnt í þessari ferð, spái ég því, að það eigi eftir að vinna stóra sigra og ná mjög langt. Mörkin í landsleiknum skor- uðu: ísland: Geir Hallsteinsson 7 (1 úr vítakasti), Jón Hjaltalín Magnússon 2, Sigurbergur Sig- steinsson 2 og Ólafur Jónsson 2. Danmörk: Gravesen 5 (4 úr vítaköstum), Verner Gaard 2, Bent Jörgensen 2, Per Svendsen 3, Palle Nielsen 2, Jörgen Ped- ersen 1, Svendsen 1 og Gert Andersen 1. - LITIÐ INN í? Framliald af bls. 16 nokkurn ramma, en hann er þannig: Fimmtuadaga verður op- ið frá kl. 9—11,30 fyrir lö ára og eldri. Ætlunin er, að þá verði m.a. ýmiss konar tónlistarkynn- ingar — og kemur þá diiskótekið að góðum notum. Mætti t. d. nefna þjóðlaga-, jazz- og blues- kynningar og kynningar á klass- ískri tónlist o.fl. Föstudaga verð ur opið frá 8-1 fyrir 16 ára og eldri. Mun þá diskótekið einung- is starfrækt, en af og til munu verða kynntar nýjar hljómsveit- ir. Laugardaga verður opið frá 8-1 fyrir 16 ára og eldri. Þá munu vinsælar hljómsveitlr leika fyrir dansi og framframt verður diskótekið í gangi, þann- ig að diskótek og nljomisveit skiptast á. Einnig munu ætíð vera einhver skemmtiatriði þessi kvöld. Á sunnudögum verð ur opið frá 3-6 síðdegis fyrir unglinga 13-15 ára. Hljómsveit og diskótek skiptast á. Og um kvöldið verður svo opið frá 8-1 fyrir 15 ára og eldri. Hljómsveit, diskótek og skemmtiatriði verða á sunnudagskvöldum. Önnur kvöld verður húsið leigt skólum og félagasamtökum fyrir skemmt anir og samkomur. Um fjármiálin er það að segja, að borgarsjóður hefur lagt fram fé til breytinga og tækjakaupa. Verð aðgöngumiða og veitinga er stillt í hóf, en þó er talið að húsið geti staðið undir hinum daglega rekstri og jafnvel greitt niður tækin“. Einn ágætasti kunnáttumaður um málefni unglinga, áhugamál þeirra og annað, er Andrés Indr- iðason og er hann í húsnefndinni. Hefur hann verið tengdur ungl- ingum og þeirra málefnum um nokkurra ára skeið sem blaða- maður, útvarps- og sjónvarps- maður. Taldi Pétur það mikið lán, að geta leitað til sliks manns í sambandi við þessa starf semi. Að lokum sagði Pétur Svein- bjarnanson: „Einkunnarorð húss- ins eru þau, að ungt fólk sæki staðinn, að ungt fólk starfi á staðnum og að ungt fólk skemmti á staðnum“. Þá bar að þá Styrmi Gunnars- son, formann Æskulýðsráðs, og Steinþór Ingvarsson, fram- kv.stj. hússins. Báðir höfðu þeir í mörgu að snúast, en gáfu sér þó tíma til að segja nokkur orð. Styrmir kvaðst hafa orðið mjög undrandi, er hann sá hinn fjölskrúðuga klæðaburð ungu stúlknanna, en engar reglur eru um klæðnað gesta. Steinþór hafði miklar áhyggjur út af loftræst- ingunni, sem var afleit, en hann kvaðst vona að hún yrði endur- bætt fyrir næstu helgi. Tókum við nú að búast til heimferðar. Gengum við út sal- inn og niður í anddyrið. Þar var að finna kassa fyrir atkvæða- seðla í kosningum um nafn á staðinn. Á atkvæðisseðlinum eru 20 nöfn, en þó finnst okkur vanta tvö nöfn, þjóðlieg og að merkingu nátengd starfseminni: Villingaholt og Gaulverjabæ. Hurfum við síðan á brott, ánægð- ir og kátir. En einhver hefur þó ekki verið algjörlega ánægður með staðinn, því að klukkan 2 e.m., e rstarfsfólkið var að taka til uppi á lofti, braut einhver stóra og þykka rúðu í anddyrinu. Ef til vill má segja, að fall sé fararheill og að þetta verði eina alvarlega skemmdar- verkið í húsakynnunum. Það er a.m.k. von okkar, að reyvískir unglingar sjái sóma sinn í að ganga vel og þrifalega um þenn- an nýja samkomustað. - GEIMSKIP Framhald af bls. 3 mestu klaufar, já hreinir þorskhausar! Hvað er að? er spurt úr öllum áttum. Það sem er að, er að við erum allir svo heimskir að slíkt er 'alls ekki leyfilegt, rumdá í Titaranum. Það sem að er, er að flaugin vegur nákvæmlega níu þúsund sex hundruð og tuttugu og fimm kíló. Rúm- mál flaugarinnar er slíkt, að 'jafnmikið rúmmál af vatni rnundi vega tuttugu og átta þúsund kíló — en þar af leiðir að flaugin hlýtur að ■fljóta. Þetta var hárrétt". Og þessvegna fundu þeir tunglfar ana heila á húfi. Þeir biðu hinir rólegustu í kúlunni ■sinni. Þannig var frásögn Jul- •es Vernes fyrir meira en 100 árum. Einn af geimförunum þrem ur, sem fyrstir komust raun- •verulega til tunglsins, Frank Borman, hefur að undanförnu verið í 19 daga ferð til 8 Evrópulanda, ásamt konu sinni og tveimur sonum. Hann ikom fyrst til Frakklands, þar sem hann vakti mikla athygli 'og hitti fyrsta daginn Jean Jules Verne, sem fyrr er sagt. - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 14 Rannsóknarnefndin skoðaði sæg af ljósmyndum og tókst að útskýra margar þeirra mynda, sem áður höfðu verið taldar sanna tilveru fljúgandi diska. Árið 1957 tók hermað- ur nokkur ljósmynd af fljúg- andi diski yfir Forf Belvoir herstöðinni í Virginíu. Fóru sérfræðingar nefndarinnar á staðinn og sýndu tæknifræð- ingum þar myndina. Sáu tæknifræðingarnir strax að „diskurinn“ var raunar reyk- hringur frá sprengingu, en þess konar hringir myndast þegar TNT sprengiefni er not að til að sprengja blöndu af dísilolíu, benzíni og hvítum fosfór. Ljósmyndasérfræðing- ur frá Raytheon félaginu var fengin til að rannsaka ljós- myndir, sem rakari einn í Ohio hafði tekið í garði sín- um af fljúgandi diski. Mynd- irnar voru tvær, og sagði rak- arinn að tæpar tvær mínútur hefðu liðið milli töku mynd- anna. Réðu sérfræðingarnir það af skugga á myndunum að rúm klukkustund hefði liðið milli töku myndanna, og að rakarinn hefði skýrt rang- lega frá þvi í hvaða röð þær voru teknar. ÓSKÝRANLEGT Rannsóknarnefndin viður- kennir að hún geti ekki gef- ið eðlilegar skýringar á tveim ur myndaseríum af fljúgandi diskum. Er önnur tekin í Ore- gon árið 1950, hin í Kaliforn- íu fimmtán árum seinna. Það eru sérstaklega myndirnar frá Oregon, sem nefndin á erfitt með að útskýra, en þó segir í áliti hennar að hugsanlega geti verið um gabb að ræða. Ókennilegir fljúgandi hlut- ir hafa oft komið fram í rat- sjám, og tók rannsóknarnefnd in þá hlið til sérstakrar at- hugunar. Fékk hún sérfræð- inga frá Stanford stofnuninni í lið með sér, og gat gefið eðlilegar skýringar á mörg- um fyrirbrigðum. Enga skýr- ingu var þó unnt að finna á atburði, er gerðist í Colorado í maí 1967. Þá var farþega- þota að koma inn til lending- ar við Colorado Springs, og va;- fylgzt með ferðum henn- ar í ratsjám flugvallarins. Sáu flugvallarstarfsmenn allt í einu eitthvað á ratsjárskerm- inum, sem nágaðirf þotuna og fór fram úr henni. Gat rann- sóknarnefndin enga skýringu gefið á þessu. Sum fyrirbæranna hefur verið auðvelt að útskýra, eins og þegar um 30 manns þóttust hafa séð fljúgandi disk að næturlagi í Colorado fyrir réttu ári. Var „diskurinn" bú- inn ljósum og sýndi furðulega flugfimi. Einnig þóttust áhorf endur hafa séð verur um borð í disknum, og voru þær að sjálfsögðu ekki jarðneskar. — Tveimur dögum seinna kom í Ijós að tveim skólapiltar höfðu að gamni sínu sent upp loftbelg fylltan hituðu lofti, og var kerti um borð í belgn- um til að hita loftið. Vísindamennirnir í rann- sóknarnefndinni segja í álits- gerð sinni að nóg sé komið af upplýsingum og gabbi varð andi fljúgandi diska, sem sann að hafi verið að eigi ekki við sök að styðjast. Telur nefndin því sjálfsagt að hætta við frekari rannsóknir og fjárveit ingar til rannsókna. Er það sameiginlegt álit nefndarinn- ar að þótt hún hafi rannsakað sögusagnir um fljúgandi diska allt að 21 árs gamlar, hafi ekkert það komið fram, sem réttlætt geti framhald rann- sóknanna. - MINNING Framhald af hls. 18 aldrei heyrði ég hann hallmæla neinum og vissi hann ávallt bet- ur sínar ávirðingar en annarra. Um árabil bjó hann með syst- ur sinni ,Jakobínu Thorarensen, sem reyndist honum góð systir og bar hann mjög fyrir brjósti Votta ég henni samúð mína og fjölskyldu minnar, einnig börn- um hans og öðrum ástvinum. Kæri vinur, ÓIi Thor, við and- látsfregn þína setti okkur hljóða vini þína. En við vitum hvert leið þín liggur, á Drottins fund, og að þú munir eiga góða heim- von. Þessvegna biðjum vér Guð: Degi hallar, hjá oss sértu, hjálp oss vertu, þegar síðust nálgast nótt. Guðmundur Ilraundal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.