Morgunblaðið - 11.02.1969, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.02.1969, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1969. — Sjómannasíðan Framhald af bls. 11 um af félagslegum ástæðum rétt að halda áfram sarginu með styrkjum, en það er auðvitað allt önnur hlið málsins. Verðið Fiskveiðar og fiskmarkaðir er hvort öðru háð. Það er þrýst á háða enda. í fyrsta lagi er um að ræða áhrif til breytinga á afla vegna breyttra lífsskilyrða í sjónum svo sem minni eða meiri átu og gróðurs, en að hinu leytinu verða breytingar á eftirspurn á mörkuðum. Aukið aflamagn á einingu getur leitt til offramboðs, sem þá fellir verðið oft mjög snöggt á mörkuðum og veldur sjávarútvegi tjóni, þó að það hljómi andkannalega að góð ur afli geti orsakað skaða fyrir atvinnuveginn. Aukin eftirspurn eftir fiski, máski vegna þess að kjötverð er tiltölulega hátt, getur leitt til aukins ágóða fyrir sjávarútveg- inn og fiskiðnaðinn, en getur líka að lokum verkað neikvætt, vegna síaukins kostnaðar við stöðugt stórfelldari og kostnað- arsamari veiðiaðferðir sem síðan hafa áhrif á fiskigengdina. Þró- unin í fiskveiðum má líkja við stóra hringrás, svo sem eins og þessa:. Mikil eftirspurn — hærra verð — Miki'll ágóði — offjárfesting — Lítill ágóði eða tap. minnk andi veiðar. Fiskiskortur og hringurinn byrjar á ný með aukinni eftirspurn hærra verði. Crundvallaratriði Þau frumatriði, sem hafa mest áhrif á fiskveiðar eru: 1) Líffræðileg: Þar eru að verki náttúruöfl, sem hafa áhrif á lífsskilyrðin í sjónum og vaxt- arskilyrðin. b) eyðing af völd- um veiðanna og öðrum eyðandi ytri orsökum 2) Hagræn: a) frumatriði, sem hafa áhrif á kostnaðinn við veið- arnar. b) atriði, sem hafa áhrif á eftirspurnina. Ef eitthvað af ofannefndum lið um breytist hefur það áhrif á það endanlega markmið fisk- veiða að ná sem mestum mismun milli þess sem í veiðarnar er lagt og hins, sem fyrir þær fæst. Línuriti'ð, sem hér fylgir á að lýsa sambandinu sem er á milli þessara tveggja megin sjón armiða. Dæmið er ekki valið frá neinni sérstakri útgerð he'ldur þannig að það sýni samband það, sem er Topuzt hefur hestur úr girðingu á Kjalarnesi, 2ja vetra rauðgrár, tví- stjörnóttur að lit. Þeir sem geta gefið uppl. um hann gjöri svo vel að hringja í síma 30178. Hestamannafélagið FÁKUR. Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni í Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að I filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKL á milli ofannefndra þátta. Það er gert ráð fyrir því, til að gera dæmið einfaldara, að sjávarafl- inn af hinu tiltekna svæði sé seldur í héraði sem sótt er frá. Einnig er gert ráð fyrir frjálsri verðmyndun og ekki reiknað með niðurgreiðslum eða styrkjum né öðrum slíkum félagslegum að- gerðum. Þegar um einhverjar slíkar aðgerðir er að ræða þá dylja þær sannleikann enbreyta honum þó ekki og sú staðreynd kemur fyrr eða síðar í Ijós, að allir nefndir þættir hafa áhrif hver á annan. Sóknareining Grunnkarfan sýnir hlutfalls- þyngd aflans gegn heildarsókn- inni og er það meðaltal ákveð- ins tíma. Sóknin er hér mæld, til að gera dæmið einfaldara, sem meðaltala svonefnds „standards" eða staðlaðrar skipaeiningar á fiskislóðinni. Auðvitað er ekk- ert til sem kallazt getur „stand- ard“, veiðiskip, en þó má finna nothæfa meðalviðmiðun í stærð þeirra skipa, sem sækja ákveðið hafsvæði. f þessu línuriti er gert ráð fyr ir að 50 standard skip veiði í meðalárferði samanlagt 1800 tonn á viku en 150 samskonar skip ekki nema 3.400 tonn. Ef skipa fjö'ldinn ykist upp í 180, þá leiddi það af sér eins og neðsta karfan sýnir snökkt minnkandi heildarafla eða ekki nema 2.600 tonn á viku og veldur þessu minnkandi aflamagni of mikil sókn. (Ef tekið væri lengra tímabil, myndi lögun körfunnar vafalaust breytast. Hér er aðeins leitað eft ir meðallagi á gefnum tíma). Lítum nú á markaðinn og ein- kenni hans, eins og þau eru sýnd vinstramegin á línuritinu. í því dæmi kemur í ljós, að 1000 tonna meðallöndun á viku selzt PiLTAR = ef þi<? pIqlt tmnustum p'd > éq hrinqtné / tyirr<M temowsrof) \ /// Póstscndum. Knútur Bruun hdl. Lögmonnsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940. að meðaltali á 50 sterlingspund. Þegar aflamagnið sem landað er hefur tvöfaldast og er orðið 2000 tonn er verðið komið niður í 32 sterlingspund og þannig heldur áfram þar til segja má að markaðurinn sé yfirfullur (Brotna línan liggur um 3.400 magnið og þar er komið niður í 9 sterlingspund tonn- ið (Auðvitað eru sveiflurnar meiri á markaðnum en hér er sýnt og hin beina lína í línu- ritinu er því aðeins dæmigerð). Ef margfaldað er saman verð og heildarafli, þá fæst hlutfall milli heildarsóknar og heildar- verðmætis. í ljós kemur að heild arverðmætið er mest, þegar sótt er á aðeins 60 skipum. Sé aftur fyrst og fremst miðað við ágóð- an af útgerðinni, kemur í ljós að hann er mestur, ef sótt er á 50 skipum. Línan eða karfan, sem sýnir. heildarkostnaðinn tekur til að rísa mjög skarpt eftir að ákveðnu marki er náð en þá hef- ur vinna og efni til útgerðar ver ið orðið dýrara en áður var (oft vegna þess, að um leið og fer að halla undan leitar afkastamesta fólkið úr útgerðinni. Þýð.) Þegar komin eru 150 skip í sóknina, er heildarafla- magnið mest en allur flotinn er farinn að tapa vegna efhlaðins markaðar og vaxandi kostnaðar. Ný tœkni Ef tekið væri lengra tímabil myndi það auðvitað, eins og áð- ur segir, breyta línuritinnu og leiða ýmislegt anna'ð í ljós að því er varðar sóknina. Þá gæti haft áhrif ný tækni, sem verkaði bæði á afla og kostnað, eða lífsskilyrði í hafinu, eins og straumabreytingar. — Einnig myndi línurit yfir langan tíma sína meiri breytingar á njarkaði til dæmis samfara nýjungum í pakkningu. Rúmið leyfir ekki í þessari grein að farið sé ýtar- legar en hér er gert í þessi atriði. Markmiðið með því að hafa greinina eins einfalda og hér hef ur verið gert er það, að sýna leikmanni ljóslega það samband, sem er á milli skilyrða í sjón- um og skilyrða í rekstri. Þegar fjallað er um ofveiði, eða það, hvað sé bezta eða árang ursríkasta sóknin verður að taka fullt tillit til kostnaðar og verð- lags ekki síður en skilyrðanna í sjónum. LÆRIÐ ENSKU í ENGLANDI í hinum nýtízkulega PITMAN SCHOOL OF ENCLISH Hægt er að velja um sex 4ra vikna sumarskóla í júlí, ágúst og september 1969, sem veita tækifæri til að sameina enskunám og yndislegt sumarleyfi í einni af fjórum hinna brezku borga, London, Cambridge, Edinburgh og Oxford. SKRIFIÐ EFTIR BÆKLINGUM 1969, sem veita yður einnig upplýsingar um hin nýju 8 vikna enskunámskeið sem byrja í janúar, marz, apríl, júní, ágúst og október hjá Pitman School. (Viðurkennd af U. K. Department of Education and Science). Viðbótamámskeið, um al- þjóðaverzlun, banka- og viðskiptastjóm eru einnig í boði. Skrifið til N. Steve, B.A., Principal, The Pitman School of English, 46 Goodge Street, London, WIP 240, England. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA 20 — 50^0 AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM VERZLUNARINNAR KVENSKÖR KVENSKÖR BARNASKÖR OG KARLMANNASKÓR SÚLVEIG LEÐURFATNAÐUR AÐ LAUGAVEGI 69 AÐ HAFNARSTRÆTI 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.