Morgunblaðið - 11.02.1969, Page 24

Morgunblaðið - 11.02.1969, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1969. og datt. Drengurinn dustaði af henni rykið, hjálpaði henni á bak aftur og útskýrði fyrir henni hárri raustu, hvað hún hefði gert skakkt. Það var ánægjulegt að horfa á þetta. Lísu varð hugsað til Símonar og telpunnar með rauða hjólið. Henni hefði þótt svo gaman að sjá þau saman. Hún hlakkaði til þess tíma er hún gæti farið með hann í heimsóknina til afa norð- ur í landi. Þá fengi hún tæki- færi tia að hvíla sig rækilega. Þau mundu bæði hafa gott af því. Samt vissi hún það þegar, að áður en fríinu væri lokið, yrði hún farin að hlakka til næstu flugferðar og eins Símon til að hitta aftur gkólafélagana sína. Enda var það hvorttveggja fyrir beztu. Þegar hún kom aftur heim, var klukkan ekki nema hálfníu og hún var búin að öllu, sem hún þurfti að gera fyrir næsta dag. Hún óskaði þess að vita eitthvað meira um þetta flóttamannaflug. Kannski Benny væri á áhafnar- skránni. Hún hefði gjarna viljað tala við hann, en vissi ekki heim ilisfangið hans fyrir víst. Hún vissi bara að foreldrar hans ráku einhverja krá einhversstaðar. Loksins hringdi hún í stöðina spurðist fyrir. Um 'leið spurði hún, hvort nokkur gæti gefið henni áhafn- arskrána. Símastúlkan sagði að þarna væri staddur vélamaður, sem kynni að vita hverjir ættu að fara. Hún fékk samband við hann. Hann sagði að flugstjóri yrði MeCall, en vissi ekki, hver hinn flugmaðurinn yrði. Hún spurði um þjónana og fékk tvö nðfn sem hún kannaðist ekkert við, og svo Joy Francis. Auk sjálfs hans, bætti hann við. Hún þakkaði honum og hringdi af. Það var þýðingarlaust að hringja í Benny héðanaf. En hversvegna tvær flugfreyjur? Það var alveg óvenjulegt. Hvað snerti Blake McCall, þá mundi hún ekki fá að sjá mikið til hans. Þetta var engin við- hafnarferð og þau yrðu að snúa aftur um hæl í Sidney og fljúga vélinni tómri til baka og setja Tokið eítir — tnkið eftir Hausta tekur í efndhagsflifi þjóðarirmar þess vegna gkal engu fleygt en allt nýtt. Við kaiupuim alls konar gerðir húsgaigina og húsmuna þó þau þuirfi viðgerða-r við, sivo sem búffetsikápa, boirð, sftóla, kluik'k'ur, speglla, blómasúlur, rok'ka, prjóna og snældustokka og márgt fl. FORNVERZLUNIN Laugaivegi 33 __________________bakhúsið, s'imi 10059, heima 22926. ^JVIelrose’s te^ Melföse’s te^ ^gleðuryður kvöldá ogmorgna^ Hvað er betra á morgnana eða á mæðusömum vinnudegi? Lífgar hugann og léttir skapið. Og hvað er betra á kvöldin? Örvar samræður og rænir engan svefni. Notalegur og hagkvæmur heimilisdrykkur. Fljótlagað, fæst í þægilegum grisjupokum. hana til eftirlits, áður en seinni ferðin samkvæmt samningum yrði farin. Hún yrði að reyna eftir mætti að koma sér saman við Joy Francis, þar sem þær mundu áreiðanlega verða að vera sam- an í herbergi, hvar sem stað- næmzt yrði. 8. kafli Lísa var komin snemma á stöð- ina og fór þegar út í flugvél- ina ásamt vélamanninum. Henni hnykkti við þegar hún leit inn í káetuna, því að öll stóru, þægi- legu sætin voru horfin en í þeirra stað komin bakbein og lítt fóðruð bekkjasæti. Stjórn- borðsmegin tóku bekkirnir fjóra í sæti, en þrjá bakborðsmegin. Skemmtilegu tjöldin, sem áð- ur höfðu verið fyrir gluggum og útskotum voru líka horfin og jafnvel e'ldhúsinu hafði verið breytt. Hún velti því fyrir sér til hvers þessir risastóru hita- brúsar ættu að vera. 28 Áhöfnin tók að tínast um borð. Annar þjónninn var afskaplega ungur útlits, en hinn var gamall og reyndur. Þetta gat verið heppilegra en ýmislegt, sem hún hafði áður komizt í kynni við, hugsaði hún. Hún gat ekki alltaf búizt við að hafa Benny og Joe með sér. Hún var enn að velta því fyr- ir sér, hvort Joy Francis ætti að fara þegar hún leit út og sá hana koma gangandi við hliðina á McCall flugstjóra. Flugstjórinn bar farangurinn hennar, auk síns eingin farang- urs, en sjá'lf virtist Joy eiga fullt í fangi með að rogast með sjúkrakassann. Lísa varð sjálfri sér sárgröm, er hún fann, að VIPPU - BÍtSKÚRSHURÐIH Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smlðaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síðumúja 12 - Sími 38220 VANDERVELL Vélalegur De Soto BMC — Austin Gipsy Chrysler Buick Chevrolet, flestar tegundir Dodge Bedford, dísil Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, dísil Thomas Trader Mercedes-Benz, flestar teg Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Þ. Jónsson & Co. Sími 84515 og 84516. Skeifan 17. þarna var nokkuð sem hún sjálf hafði gleymt. Joy leit sem snöggvast inn í káetuna og rak upp óp. — Ænei! Þetta er alveg eins og einhver andstyggðar langferðabíll. Reyn ið ekki að segja mér, að þessir veslingar eigi að sofa á þessum sætum! Æ, halló, Þú ert Lísa Brown, er ekki svo? — Stendur heima. — Þetta verður hreinasta skrauthýsi í samanburði við búð irnar sem sumt þetta fólk hefur hírzt í, sagði Blake. — Halló, Brown flugfreyja! Hvernig eruð þér í pó'lskunni? Vonandi alveg eins og innfædd eða er það ekki? Ég hef heyrt, að annað mál skilji farþegarnir ekki. Þér verð ið bara að gretta yður, ef þér skiljið þá ekki. Þetta lítur út fyrir að ætla að verða skemmti- leg ferð, eða hitt þó heldur!. Hann gægðist inn í eldhúsið og hnyklaði brýnnar til Lísu. Hann sagði henni, að á Lund- únaflugvelli kæmi sérstakur mat ráðsmaður, sem mundi gefa fyrir mæli um, hvernig flóttamennirn ir skyldu fæddir. Þær Joe þyrftu ekki annað en hafa eftir- 'lit með því, hvað kæmi um borð af birgðum. Hann tók upp tösk- una sína og var kominn hálfa leið fram í stjórnklefann, þegar hann sneri sér við og kom aftur. — Hvernig líður honum Sím- oni? spurði hann. — Ágætlega og tsækkar með degi hverjum, sagði Lísa. — Ég hef heyrt að hann Fras er sé farinn að hafa eitthvað mikinn áhuga á honum, hélt hann áfram, lágt. — Það er líka gott fyrir svona strák að vera á sveita bæ. Hann gæti komizt í verri vist. -- Hún roðnaði upp í hársrætur undir augnatilliti hans og sagði með ákafa: — Þér virðist hafa mikinn áhuga á að skipuleggja skyldleika fólks. En yður skjátl- ast bara þar, er ég hrædd um. Hann hló og hristi höfuðið og gekk burt. Hún stóð eins og negld, kyrr á staðnum, ofsareið og gröm, og reyndi að finna eitthvað mein- 'legra, sem hún hefði getað sagt við hann. En það var þessi hlát- ur hans að vandræðum hennar, sem var gremjulegast. í dyrun- um kallaði hann aftur til henn- ar: — Verið kát! Gallinn á yður er sá, að þér takið sjálfa yður álltof alvarlega. Þar eð Joy Francis var svo miklu eldri í starfi en Lísa, kom það í hennar hlut að skipa fyr- ir verkum. Því varð Lísa hissa þegar Joy sagði: — Er þér sama þó að þú sjáir um áhöfnina, þangað til við komum til Napólí? Ég á við, að þú lætur þjónana gera öll skítverkin en ég verð bara að leggja mig. Komst ekki 11. FEBRÚAR Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Ekki er ólíklegt, að þú komizt að einhverju, sem þér hefur lengi leikið hugur á að fá að vita. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Nú er hver síðastur að athuga fjármálin og koma reiðu á þau. Tviburarnir, 21. maí — 20. júní Kannski væri hyggilegra fyrir þig að athuga allar aðstæður í einhverju áhugamáli, sem þú hefur verið að skipuleggja, áður en þú aðhefst nokkuð frekar. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Kaupin, sem þú ert um það bil að gera þarf að athuga betur áður en þú lýkur við samningana. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Ekki væri úr vegi að láta eitthvað af hendi rakna, áður en þú festir fé þitt til langs tíma. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Garnalt fólk, sem þú þekkir þarfnast þín nauðsynlega. Þú ætt- ir líka að athuga, hvernig ættingjarnir hafa það. Vogin, 23. sept. 22. okt. Nú hefur blásið svo byrlega fyrir þér um hríð, að þér er alveg óhætt að slá af með heimtufrekjuna, og bíða átekta. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Nú eru freistingarnar á hverju strái, en reyndu að standast þær, því að þá munu allir verða svo hamingjusamir í kringum þig- Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Þú ert ánægður með sjálfan þig, og kannski full ástæða til, en láttu ekki sjálfstraustið hlaupa neitt með þig, á því hefur ýmsum orðið hált. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Það er að rætast úr öllum þínum málefnum, en aðhald þarftu, og þvx fyrr, sem þú gerir þér það ljóst, þeim mun betra fyrir alla. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Ólíklegt er að þér áskotnist það, sem þú vildir fá frá vissum aðilum, en vertu samt óhræddur, því að tii er Guð. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Ef þú heldur, að það sjái ekki aUir þeir, sem máli skiptir að hafi augun lokuð, hverskonar svikamyllu þú hefur í huga, þá skjátlast þér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.