Morgunblaðið - 11.02.1969, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.02.1969, Qupperneq 27
MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1969. 27 I Jónas Kristjánsson, ritstjóri,| Setti námskeið Blaðamannafé- lags Islands í gærkvöldi í \ Menntaskólanum í Hamra-j hlíð. Þá kynnti ívar H. Jóns-í son, ritstjóri, fyrirkomulag og; námsefni og síðan fiutti Vil-' hjáimur Þ. Gíslason, fyrrver- andi útvarpsstjóri, fyrri hlutai fyrirlesturs um blaðaútgáfu á J Islandi. Námskeiðið stendurl til aprílloka og eru þátttak-^ endur 30 talsins. Þessi mynd var tekin 1 blaðamannanámskeiðinu i' I gærkvöld5 og á fremsta bekk ( I sitja Árni Gunnarsson, frétta- maður, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, fyrrv. útvarpsstjóri, og' 1 Jónas Kristjánsson, ritstjóri. Viljo skattírjáls Sonning- verðlaun Mtal. hefur borizt svohljóð- andi fréttatilkynning frá Rithöf undasambandi íslands: Á fundi í stjóm Rithöfunda- sambands íslands 6. febr. s.l. var eftirfarandi- á'iyktun ein róma samþykkt: Stjóm Rithöfundasambands fs lands skorar á hið háa Alþingi að gera ráðstafanir til, að Hall dór Laxness fái notið Sonning- verðlaunanna án skattafrádrátt- ar. f þessu sambandi er vert að minnast þess, að hið háa Alþingi veitir Halldóri Laxness árleg heiðurslaun, sem verið hafa 100 þúsund krónur að undanförnu. Væri næsta lítill heiður að því fyrir íslendinga að láta hann greiða margfalt hærri fjárhæð til ríkisins af heiðursfé, sem önn- ur þjóð sæmir hann fyrir verk sem varpia ekki síður ljóma á nafn fsliands en skáldsins sjálfs. Auknar hafísrann- sóknir nauösynlegar HAFÍSRÁÐSTEFNUNNI lauk sl. laugardag, en hún hefur stað- ið yfir í Reykjavík undanfarnar tvær vikur. Nánar verður sagt frá erindum síðasta fundar ráðstefn- unnar í blaðinu á morgun. f greinargerð um Hafísráðstefn- una, sem Mbl. barst í gær frá stjómarnefnd Hafísráðstefnunn- ar segir svo í niðurlagi: „Öllum er ljóst, að auknar rannsóknir og aukin þjónusta hefur kostnað í för með sér, en ráðstefnan tel- ur vandséð hvernig unnt sé að verja opinberu fé í sambandi við hafíshættu skynsamlegar en með því að efla rannsóknir og þjón- ustu, sem þær geta leitt til“. íslandsklukkan — í Vesturheimi í vor ÞBGAR sýningum lýkur á „Fiðlaranum á þakinu“ í Þjóð- leiklhúsinu í vor mun hópur leik ara taka sig upp og halda til Vest urheims með sýningu á íslands- klukkunni eftir Halldór Laxness. Er ætlunin að sýna „íslands- kiukkuna“ í Íslendingabyggðum vestra og verður þetta í fyrsta skipti, sem íslenzkur leikflokkur sýnir í Vesturheimi. Hefur Þjóð- ræknisfélag íslendinga vestra sýnt mikinn áhuga á að fá heirn- sókn frá Þjóðleikhúsinu. Leikétr- arnir, sem eru mjög margir verða flestir þeir sömu og á sýn- ingum á leikritinu í vetur og fyrra. NATO GÆTI SÖKKT MIÐJARÐARHAFSFLOTA RÚSSA — á örtáum mínútum, segir Healey varnamálaráðherra Breta í viðtali Bonn 10. febrúar — NTB V ARN ARMÁL ARÁÐHERRA Breta, Denis Healey, heldur því fram í viðtali við þýzka blaðið Der Spiegel, að hersveitir NATO gætu sökkt öllum sovézkum her- skipum á Miðjarðarhafi á fáein- um minútum, ef strið brytist út þar. Healey segir í viðtalinu, að sovézki flotinn á Miðjarðarhafi sé engin teljandi ógnun á meðan NATO eigi öflugri flugher. Hann segir, að meginhlutverk herskip- anna sé ekki annað en fylgjast með ferðum vestrænna herskipa og líkir þeim við fótboiltakeppni, þar sem ákveðinn leikmaður er settur til að gæta hættulegs and- stæðings. Healey segir, að Sovét- ríkin hafi í mesta lagi 20 herskip á Miðjarðarhafi, önnur séu birgðaskip. í viðtalinu lét fréttamaðurinn þá skoðun í ljós, að sovézki ílot- Gufuaflsstööin I Námaskarði og dieselstööin á Akureyri — teknar í notkun innan skamms - HÖFUÐSTÖLL Framhald af bls. 28 ur koma eftir á og það sem greitt er á sama tíma er oft fyrir mismunandi löng atvinnuleysis- tímabil hvers bótaþega. Með þessu getur upphæð greiðslna verið mjög breytileg frá einum mánuði til annars. Á siðasta efnahagsreikningi 32. desember 1967 er höfuðstóll sjóðsins 1115.6 milljónir króna og hefur hann því aukizt á ár- inu 1968 um það bil 185 milljón ir króna. Verðbréfaeign sjóðsins nam við árslok ’67 712.2 mffl- jónum króna, en fjármunir sjóðs ins hafa verið lánaðir til ým- issa atvinnuframkvæmda út um land. Á árinu 1967 hafði verð- bréfaeign sjóðsins aukizt um 183.2 milljónir króna. Úthlutunarnefndir atvinmu- leysisbóta eru nú um 80 víðs vegar um land. Akureyri 10. febrúar. Aður en langt um líður ætti Norðurlandi að vera tryggð það mikil raforka að ekki þurfi að grípa til rafmagnsskömmtunar þótt vatnsrennsli minnki í Laxá. Einhvem næstu daga verður ný 3000 kíólwatta díselstöð á Odd- eyri reynd og fyrir lok þessa mánaðar er gert ráð fyrir að hægt verði að taka í notkun jarðgufurafstöðina í Námaskarði, en hún á að geta framleitt 2500 kílóvött. Báðar þessar stöðvar áttu að vera kommiar í gang, en vegna óhappa dróst að svo gæti orðið. Eins og menn minnast gerðist það fyrir jól að gufan brauzt út úr vegg borho'lunnar í Náma- skarði og kom upp skammt frá og olli gufugosi. Gekk erfiðlega eftir það að beizla gufuna í bor- hoilunni þannig að hægt væri að fóðra holuna, en nú hefur það tekizt og er fóðrun lokið, en frostið undanfarið hefur tafið fyrir því að hægt væri að ganga endanlega frá holunni. Allar vélar eru komnar í rafstöðina Skipaður bókoMltrói STEFÁN JÚLÍUSSON forstöðu- maður Fræðslumyndasafns ríkis- ins héfur verið skipaður bóka- ful'ltrúi frá 15. marz að telja, að því er segir í fréttatilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Jafnframt segir að staða for- stöðumanns Fræðslumyndasafns ríkisins hafi verið auglýst laus til umsóknar með umsóknarfresti til 7. marz nk. og lítið verk eftir við að ganga frá þeim. Eins og fyrr segir er stöðin byggð með það fyrir augum að framleiða 2500 kílówött, en gufu orkan, sem nú er fyrir hendi er ekki nægjanleg og er því áform að að bora aðra holu í sumar, bæði fyrir rafstöðina og kísil- iðjuna. Dieselrafstöðin á Akureyri átti að fara í gang fyrir jól, en þá brotnaði í henni stykki og hef ur verið beðið eftir nýju. Það er nú komið og verður rafstöð- in reynd eftir nokkra daga. Þá mun þess verða skammt að bíða að gengið verði frá áætl- unum um stækkun orkuvera við Laxá. Sv. P. FALSAÐI 0G SELDI ÁVÍSANIR — að upphœð um 80 þúsund krónur RANNSÓKNARLÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær 21 árs konu fyrir ávísanafals. Hafa þeg ar komið fram í bankaútibúum fjórar ávísanir, hver að upphæð 7000 krónur, sem kona þessi fals aði og seldi, en við yfirheyrslur greindi hún frá tveimur öðrum, samtals að upphæð 7000 krónur, sem hún falsaði og seldi í tiltekn um verzlunum. Þá kvaðst kona þessi að auki muna eftir 10-15 öðrum ávísun- um, sem hún hefur falsað svo og selt á ýmsum stöðum, og seg- ir hún meðalupphæð þeirra hafa verið 3-4000 krónur. Ávísanaeyðublöðin komst kon- an yfir, þegar hún fór inn í mannalausa skrifstofu fyrirtækis í Reykjaví'k og einnig tókst henni þá að komast yfir stimpil þessa fyrirtækis og notaði hún hann á allar ávísanirnar. Smygl í tveim skipum 176 FLÖSKUR af áfengi og 25 þúsund sígaret'tur fundust við tolllei't um borð í Mánafossi sl. láugardag og sama dag fundust 170 flöskur af áfengi um borð í togaranum Röðli, sem var að koma frá útlöndum. Þrír skip- verjar á Röðli gáfu sig fram sem eigendur að áfenginu og a.m.k. einn skipverji af Mánafossi hefur gefið sig fram sem eiganda vín- fanga og vindlinga sem þar fund ust. Var í gær enn verið að leita í Mánafossi, en búizt við að mál- ið kæmi til rannsóknarlögregl- unnar í dag. ÁTTRÆÐUR maður varð fyrir bíl á Miklubraut á sunnudaginn. Hlaut maðurinn slæma byltu og var fluttur í Slysavarðstofuna og þaðan í sjúkrahús. Maðurinn var á leið yfir götuna, þar sem gangbrautarmerki er, þegar óhappið varð. * inn á Miðjarðarhafi væri nógu sterkur til að koma í veg fyrir að Vesturveldin gætu gripið til íhlutunar, til dæmis til stuðnings ísrael, en Healey kvaðst draga það mjög í efa. Hann sagði, að sovézki flotinn væri minni en sá ítalski og enginn fótur væri fyr- ir því að hann væri nýtízkulegur og fullkominn. Aðeins fáein sov- ézku herskipanna væru nýtízku- leg, önnur ekki og þau hefðu enga aðstoð frá fluigvélum. Jón Siguiðsson ó Yztafelli lótinn JÓN Sigurösson bóndi og rithöf- undur á Yztafelli í Suður-Þing- eyjarsýslu andaðist í sjúkrahús- inu á Akureyri í gær. Jón fæddist á Yztafelli 4. júní 1889 og var bóndj þar frá 1917, að undans-kildum árunum 1934— 1937 er hann var skólastjóri Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði. Hann lét mikið til sín taka í félagsmálum, var í stjórn fjölmargra félaga og á ár- unum 1923—1933 ferðaðist hann um landið og flutti fyrirlestra um samvinnumál. Þá var hann mikilvirkur rithöfundur og skrif aði fjölda bóka auk greina í blöð og tímarit. Jón kvæntist árið 1918 Sigríðj Helgu Frið- geirs'dóttur frá Þóroddsstað í Kinn. Hólf milljón ó hólfmiða MÁNUDAGINN 10. febrúar var dregið í 2. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2000 vinningar að fjárhæð 6,8010,000 krónur. Hæs'ti vinningurinn, 500,000 krónur, komu á hálfmiða núm- er 11,598. Tveir miðar voru seld- ir í umboðinu á Eyrarbakka, einn á Stokkseyri og sá fjórði á Siglufirði. 100,000 krónur komu á hálf- miða númer 2,784. Voru allir fjórir hálfmiðarnir seldir í um- bo'ði Helga Sivertsen í Vestur- veri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.