Morgunblaðið - 22.02.1969, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.02.1969, Qupperneq 1
32 SIÐUR 44. árg. 56. tbl. LAUGARDAGUR 22. FEBRUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins öryggisvörðurinn skaut til bana á Ziirichflugvelli sl. þriðju dag. 1 baksýn er Volkswagenbíll sá, er Arabamir höfðu á leigu. Félagar hans, tveir menn og ein stúlka, voru hand- tekin, og nú er leitað þriggja annarra, sem taldir eru hafa verið í vitorði með tilræðismönnunum. — Sjá fleiri mynd- ir á bls. 3. EFTA lítur jákvætt á óskir okkar íslendinga — varðandi niðurfellingu tolla á íslenzk- um iðnvarningi — spáð erfiðleikum varðandi kröfuna um tollaafnám á fiski Genf 21. febrúar. — NTB Fríverzlunarbandalag Evrópu, EFTA, mun að líkindum koma til móts við óskir íslands um að tollar á iðnaðarvörum fslendinga verði niður felldir þegar í stað, ef landið gerðist aðildarríki að bandalaginu. End anleg ákvörðun um þetta bygg- ist þó á því, hvað fsland getur boðið á móti, að því er upplýst er í fastaráði EFTA. Er fsliand sneri sér til EFTA í sl. mánuði óskuðu íslendingar þess, að þau lönd, sem þegar eru fyrir í bandalaginu, felldu niður al'la tolla af íslenzkum iðnvarningi jafnskjótt og landið öðlaðist aðild, en hinsvegar fengi fsiland tíu ára aðlögunartíma til þess að fella niður tolla á inn- fluttum iðnvörum frá hinum að- ildarríkj unum. Heimildir, sem standa EFTA- ráðinu nærri, sögðu í gærkvöldi að Fríverzlunarbandalagið mundi líta jákvæðum augum á þessar óskir íslendinga er næstu viðræður við íslendinga eiga sér stað á miðvikudag í næstu viku. Hinsvegar hefur mikilvægasta krafa ÍSlands, um niðurfellingu á tollum af fiskafurðum, ekki talið að í því efni kunni áð verða að í því efni kunni að verða um erfiðleika að ræða. Fiskur og sjávarafurðir nema lun 90 prs. af útflutningi ís- lands. Óskir fslendinga þess efnis, að Búizt við vopnaskaki Sovétmanna umhverfis Berlín — ef forsefakjör Vesfur-Þýzkalands fer þar fram 5. marz Moskvu, 21. febr. AP. SOVÉTRÍKIN kunngerðu í dag að þau myndu gangast fyrir miklum heræfingum í Austur-Þýzkalandi í byrjun næsta mánaðar, og er við því búizt að það verði á sama tíma og kjör nýs forseta V- Þýzkalands er ráðgert í V- Berlín. Hin opinbera frétta- tilkynning, sem birt var af Tass, tiltók ekki nákvæma dagsetningu né nefndi Berlín og að þær yrðu „í mið- og vestur hluta Þýzka Alþýðulýðveldisins“. Heræfingum þessum verður stjórnað af Ivan Yakubobsky, marskálki, æðsta yfirmanni her- afla Varsjárbandalagsríkjanna, og verða þær haldnar, sivo notuð séu orð Tass, „í samræmi við áætlanir um herþjálfun herfor- ingjaráðs sameiginlegs herafla Varsjárbandalagsríkjanna“. Tilkynningin var nægilega öljós til þess, að inn í rammann má fella hvers kyns hernaðarað- gerðir og æfingar, þar með tald- ar þær, sem myndu verða til þess að öllum landleiðum til V- Berlínar yrði lokað, og að æfing- ar herflugvéla færu fram yfir borginni og nágrenni hennar. Heræfingar af þessu tagi hafa löngum verið hefðbundinn vani Sovétmanna á spennutímum. Minna má á heræfingar þeirra við landamæri Tékkóslóvakíu vikurnar fyrir innrásina í það land 21. ágúst sl. Tilkynningin um heræfingaxn- ar sigldi í kjölfar viðræðna þeirra Brezhnevs, aðalritara sov- ézka kommúnistaflokksins og Walter Ulbricht, forseta A-Þýzka lands í Moskvu fyrir fimm dög- um. Bæði Sovétríkin og A-Þýzka- land hafa formlega mótmælt áformum V-Þjóðverja um að for setakjör fari fram í BerMn og hafa varað við „afleiðingunum", sem ekki hafa verið nánar til- greindar. Zurich, Beirut, Moskvu 21. febrúar. —AP —NTB. Svissneska 'ögreglan óskaði eftir liðveizlu Interpol (Alþjóða lögreglunnar) í dag í leit sinni að þremur Aröbum, sem grunað ir eru um að hafa verið í vit- þeir geti áfram haldið viðskipt- um við Sovétríkin, sem m.a. taka til olíiukaupa, mun ekki mæta andstöðu neinna þeirra landa, 9em fyrir eru í EFTA, að því er fram er haldið í Genf. orði með Aröbunum þrem og stúlkunni, sem árásina gerðu á Boeingþotu E1 A1 flugfélags- ins ísraelska á flugvellinum i Zurich sl. þriðjudag. Einn til- ræðismannanna var skotinn til Framhald á bls. 13 Interpol leitar þriggja Araba — sem taldir eru hafa verið í vitorði með árásarmönnunum á Ziirich-flugvelli á nafn. Engu að síður er fullkomin ástæða til að ætla að heræfing- arnar verði haldnar í samfoandi við kosningarnar í V-Bierlín 5. marz n.k., og í skjóli æfinganna væri hægt að framkvæma ýmis- legt er kæmi V-Berlínarbúúm illa í einangrun sinni. Tass sagði, að heræfingarnar yrðu haldnar „snemma í marz“ Skýrsla forsœtisráðherra um efnahagsm álin: „FORSJÁ 0G HYGGINDI EDA UPPLAUSN 0G VANDRÆÐI" Gefur ekki kost á sér Karachi, 21. febrúar, —AP. AYUB Khan, forseti Paki- stan, tilkynnti í útvarpsræðu í dag, að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs þegar kjörtímabili hans lýkur í janú- ar á næsta ári. Forsetinn beindi þeim tilmæl um til stjómarandstöðunnar að hún kæmi til fundar við sig að ræða nýja stjómarskrá, en kvaðst ella myndu Ieggja sitt eigið frum varp fyrir þjóðina. Þessi tilkynning forsetans er afleiðing fjögurra mánaða stöð- ugra óeirða í liandinu, og marg Framhald á bls. 13 — þjóðartekjurnar hafa minnkað um 17°Jo síðast liðin tvö ár ríkisstjórnin hefur gert margþátta ráð- stafanir til aðstoðar atvinnuvegunum — Það er alltaf erfitt að fá minni hlut, en maður hefur áður búið við, en það er óhjá- kvæmileg staðreynd að það verða menn að gera nú og spurningin er því þessi: Vilja menn gera það á þann veg, að allt lendi í upplausn og vandræðum, eða viija þeir gera það af forsjá og hyggind- um, þannig að við getum sem fyrst komizt úr þeim erfið- leikum, sem við erum í og sótt fram til betri og hlóm- legri tíma. Þannig lauk Bjarai Bene- diktsson forsætisráðherra yfir- gripsmikilli ræðu er hann flutti á Alþingi í gær um efnahags- málin. í ræðu sinni rakti ráð- herra orsakir efnahagserfiðleik- anna og aðgerðir ríkisstjórnarinn ar til þess að greiða úr þeim. Kom fram í ræðu ráðherra, að þjóðartekjumar hafa undanfarin tvö ár minnkað um 17% og eru nú svipaðar að raunverulegum verðmætum og þær voru á ámn- um 1962—1963. Skerðing þjóðar- teknanna stafar af tvennu, miklu minni afla en áður og verðfalli á erlendum mörkuðum sem hefur verið allt að 52%. Minnkaðar Bjami Benediktsson þjóðartekjur og framleiðsla hafa síðan eðlilega leitt til samdráttar í öðrum atvinnugreinum þar sem mjög náið samband er milli þeirra og útflutningsatvinnuveg- anna. Ráðherra sagði, að rikisstjórn- in hefði gert margháttaðar ráð- stafanir allt árið 1968 til þess að draga úr atvinnuleysi og hefði beitti sér fyrir margþátta stuðn- ingi við atvinnuvegina. Gengis- fellingin í haust hefði verið við það miðuð að skapa útflutnngs- atvinnuvegunum lífsskilyrði og væri augljóst að hún væri til stór felds hags fyrir sjávarútveginn, svo og margar iðnaðar- og þjón- ustugreinar. Einnig hefði hún stuðlað að minnkuðum innflutn- ingi, og þar með batnandi gjald- eyrisstöðu. Þá benti ráðherra á, að nú hefði verið stofnað til atvinnu- málanefnda er fjölluðu um at- Framhald & bls. U

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.