Morgunblaðið - 22.02.1969, Qupperneq 3
MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969.
3
Amman, Tel Aviv, 21. febrúar.
— AP —
• Skæruliðasamtök sem berjast
fyrir frelsun Palestínu hafa lýst
því yfir að það hafi verið menn
úr þeirra hópi sem komu fyrir
sprengju í einni stærstu kjörbúð
Jerúsalem í dag.
• Tveir menn létu lífið og tíu
særðust, auk þess sem tjón fyrir
um 80 þúsund dollara varð á
verzluninni.
• Skæruliðasamtök þessi lýstu
því einnig yfir á sinum tima að
þau bæru ábyrgð á árásinni á
ísraelsku farþegaflugvélina í
Ziirich.
Hér sézt Boeing 126 þotan á flugvellinum í Zurich skömmu eftir
árásina.
Arabisku tilræðismennirnir og stúlkan, sem var í hópi þeirra.
Efst til vinstri: Mohammed Abu El-Haja, t.h. Ibrahim Tewfik.
Að neðan t.v.: Amina Dahbour og t.h. er Abdel Mohsen Hassan
Úöur byssumaöur
ti 3, sœrð/ 6 og framdi svo sjálfsn o ð
Wasihimgtoin, 21. febrúiar. AP
ÞRÍTUGUR svertingi skaut þrjá
menn til bana og særði sex lög-
regluþjóna í dag, áður en hann
var yfirbugaður. Lögreglumenn-
imir komu á vettvang þegar
kona nokkur ilkynnti um skot-
hríð í nágrannahúsi.
Þá var ave,ritinginin þegar búdmn
að sikjóta tvær 'konwir sem voru
í húsimu með boinum. Öninur lézt
samstuindis em himmi túlkst að
re.ka út.
Hainm var vopmaðu'r riffli og
tókist einnig að leiggja af velli
forviitimin vegfaramda. LögregSiu-
menniimir sðtutu táragasisprenigj-
um inn í húsið og gerðu svo inn-
ras. Þeir fumdu svertingjanm
dauðainm í baið'herberigimi og er
talið að hamn hafi sj'á’lfur s'kot-
ið siig. Áður hafði hainrn sært sex
lögregluiþjóraa, scm sóttu að hom
um, með h'agilíaibyssu.
„Tel að meiri tíð
indi fylgi á eftir"
— segir Björn Jónsson um úrsagnir félaga
úr Alþýðuhandalaginu á Akureyri
i*
’ a
til að koma á
íót almennings-
hlutaíélögum
UM HELMINGUR félaga í AI
þýðubandalaginu á Akureyri
hafa sagt sig úr því og voru
úrsagnirnar lagðar fram á
stjórnarfundi fyrr í þessari
viku.
Þjóðviljinn skýrði frá þes^p
í gærdag og notaði tilefnið til
árása á þá Björn Jónsson og
Hannibal Valdimarsson. —
Sagði Þjóðviljinn m.a. um
Björn Jónsson, að hann væri
að gefast upp fyrir norðan og
væri þessi atburður undan-
fari þess að Björn yfirgæfi sitt
gamla kjördæmi fyrir norðan
en reyndi í þess stað að verða
sér úti um þingsæti í Reykja-
vík.
Morgunblaðið ræddi við
Björn Jónsson í gær um úr-
sögn hans úr Alþýðubandalag
inu á Akureyri og persónu-
legar árásir Þjóðviljans á
hann.
Björn Jónsson sagði, að
hann hafi aldrei verið í hin-
um nýja stjórnmálaflokki,
sem ber nafnið Alþýðubanda-
lagið. Samhykkt hafi verið á
fnndi í féJaginu á Akureyri
að taka upp viðræður við for
ystumenn liins núverandi AI
þýðiubandalags um inngöngu
félagsins í það.
„Það hefur aldrei hvarflað
að mér að ganga í þennan
nýja stjómmálaflokk“ sagði
Björn „og geri ég ráð fyrir
að eins sé með það fólk, sem
nú hefur sagt sig úr Alþýðu-
bandalaginu á Akureyri. Og
raunar fleiri eru sama sinnis.
Það er auðsætt, að þessarúr
sagnir úr Alþýðubandalaginu
á Akureyri eru aðeins merki
um þá úrsagnarskriðu, sem er
að hefjast innan Alþýðu-
bandalagsins, og mun koma
fram á fylgi þess. Ég tel, að
meiri tiðindi muni fylgja á
eftir en þessi“.
Um árásir Þjóðviljans sagði
Bjöm Jónsson:
„Ég er orðin svo vanur per
sónulegum árásum Þjóðvilj-
ans á mig, að ég tel þær ekki
til tíðinda, og hið sama gildir
um árásirnar á Hannibal
Valdimarsson og skoðana-
bræður okkar.
Þíóðviljinn segir, að ég ætli
að gefa upp mitt gamla kjör-
dæmi og vilji fá þingsæti í
Reykjavík. Það ætti sjálfsagt
að vera mér gleðiefni, að Þjóð
viliinn telur mig tryggan með
að fá bingsæti í Reykjávík,
of é"' v’’> En ég vil taka fram,
að verði ég í fr imboði í næstu
knsningum, þá verður það
að siáJfsöirðu í mínu gamla
irjörd^mi og hvergi annars
staðar“. •
En þegar stór almenningshluta
félög taka að rísa er brýn nauð-
syn að á stofn verði sett kaup-
þing, þar sem menn geta verzlað
með hlutabréf sín. Annað mikil
vægt hlutverk kaupþingsins er að
hafa eftirlit með rekstri fyrir-
tækjanna, og gæta þess að skrá
ekki önnur hlutabréf en þau, sem
telja verður sæmilega öruggt að
I kaupa. Kaupþingið yrði þannig
trygging fyrir almenning. Eins
og kunnugt er hefur Seðlabank-
inn lagaheimild til að koma á
fót vísi að kaupþingi. Er það
stjórnin nokkuð hafa athugað
það mál, og standa vonir til þess
að ekki líði á löngu, áður en liaf-
izt verður handa um að koma á
fót vísi að kaupþingi. Er það
mjög nauðsynlegt, því að skiln-
ingur vex nú óðfluga á nauðsyn
þess að upp rísi mörg og öflug
almenningshlutafélög, til þess að
hrinda í framkvæmd verkefnum
á sviði atvinnulífsins, og enginn
efi er á því, að fjöldi íslend-
inga er fús að taka þátt í rekstri
mikilvægra atvinnufyrirtækja.
VELJUM ÍSLENZKT
STAKSI IIWIi
Almenningsþáttaka
í atvinnurekstri
Mjög færist nú í vöxt, að stofn
uð séu hlutafélög með almenn-
ingsþátttöku, einkum víða úti
um land, þar sem atvinnulíf hef-
ur ekki verið nægilega traust, en
menn gera sér grein fyrir nauð-
syn þess að snúa bökum satnan
og renna stoðum undir öflug at-
vinnufyrirtæki. Hefur hvert al-
menningshlutafélagið af öðru ver
ið stofnað að undanförnu, og
fyllsta ástæða er til að ætla, að
þetta rekstrarform muni ryðja
sér til rúms í meiriháttar at-
vinnurekstri hérlendis í næst-
unni. En til þess að rekstur al-
menningshlutafélaga nái tilætl-
uðum árangri, þarf minniháttar
lagabreytingar, sem væntanlega
verður unnið að að fá framgengt
fljótlega. [.
||J
Skynsamlegar reglur
þarf að setja
En rétt er að undirstrika, að
þeir sem einbeita sér fyrir stofn-
un almenningshlutafélaga, þurfa
að huga vel að skipulagi þessara
félaga, því að gamla hlutafélaga-
löggjöfin er ófullkomin, og þess
vegna þarf að gæta lýðræðis-
legra og skynsamlegra reglna í
samþykktum hlutafélaganna
sjálfra. Um þetta rekstrarform
hefur raunar allmikið verið rætt
og ritað á undanförnum árum,
svo að vonandi verður komizt
hjá alvarlegum mistökum, sem
bæði gætu skaðað þá, sem þátt
tækju í slíkum félögum, og eins
málefnið.
Stofnun kaupþings
nauðsynleg
Hér sjást vopn þau, sem arabísku hermdarverkamennirnir
beittu gegn Boeingþotu ísraelska flugfélagsins E1 A1 á Zúrich
flugvelli.
Þeir œttu að hafa lcert af reynslunni að:
Við sit jum ekki auðum hönd
um ef á okkur er ráðizt
— Sagði yfirmaður ísraelsku lögreglunnar, eftir sprenglngu
í kjörbúð, sem varð tveim að bana
• Geysileg reiði ríkir í Israel
og þykir flestum mælirinn nii
vera fullur. Krefjast mörg dag-
blöð grimmilegrar hefndar.
Kjörbúðin var full af fólki
sem var að kaupa inn til helgar
innar, þegar sprengjan sprakk.
Tveir ungir ísraelar létu þegar
lífið og um tíu lágu særðir á
gólfinu. Eins og hendi væri veif-
að var allt öryggiskerfi landsins
komið í gang. Herjeppar óku um
allar götur, landamæraeftirlit var
hert og varðstöðvar á herteknu
svæðunum efldar.
Hinir særðu voru í skyndi flutt
ir í sjúkrahús og sprengjusérfræð
ingar finkembdu það sem eftir
var af kjörbúðinni. Eftir .nokkra
leit fundu þeir a'ðra minni
sprengju í sælgætiskassa.
Aðrir sprengjusérfræðinigar
höfðu nokkru áður fundið dyna-
mitsprengju í nánd við brezka
sendiráðið og vax hún gerð óvirk.
Þetta atvik er ekki ósvipað því
sem kom fyrir á opnu markaðs-
torgi í október síðastliðnum. Þá
fylltu arabiskir skæruliðar bíl af
sprengiefni og skildu hanm eftir
í mannfjöldanum. I það skipti
biðu tólf bana og yfir fimmtíu
sær'ðust.
Yfirmaður lögreglunnar í Jerú
salem, sagði að verknaðurinn
væri því svívirðilegri sem hér
væri alls ekki verið að gera árás
á hernaðarlega mikilvægan stað,
þetta væri aðeins viðurstyggileg
morð á óbfeyttum borgurum.
Hann kvað tilræðið vera tengt
árásinni á farþegavélina í Ziirich.
„Arabarnir fremja þessa glæpi
í þeirri trú a'ð við munum ekki
svara í sömu mynt. Við munum
ekki beita sömu aðferðum og
þeir, en þeir ættu nú að vera
búnir að læra af reynslunni að
við sitjum ekki auðum höndum
ef á okkur er ráðizt".
Þegar síðast fréttist höfðu um
16'0 Arabar verða teknir til yfir-
heyrslu, en aðeins einn verið
handtekinn.