Morgunblaðið - 22.02.1969, Síða 14

Morgunblaðið - 22.02.1969, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 19©9. Oflug Biafrasöfnun fram að páskum 500-750 þúsund létust í Biafra í desember Framkvæmdanefnd Biafra- söfnunar kvaddi fréttamenn á sinn fund á Biskupsstofu í gær og skýrði þar frá fyrir- huguðum aðgerðum, en nú á föstunni verður efld víðtæk fjársöfnun til styrktar bág- stöddum í Biafra. Styrjaldar- átök og hungursneyð hefur nú staðið þar hátt á annað ár og sér ekki fyrir endann á þeim hörmungum. Af völdum styrjaldar og hungursneyðar létust í júlí sl. 186 þúsund manns í Biafra, í ágúst 310 þús., 260 þús. í september, 200 þús. í október, 300 þús. í nóv- ember og í desember er talið að látist hafi 500 til 750 þús. manns. Þörfin fyrir aðstoð er því mikil og stefnt að því, að gefa landsmönnum öllum kost á því að leggja eitthvað Bóku- og múl- verkuuppboð I — fyrirhuguð hjá Sig. Ben. SENN líður að því að bóka- og listaverkauppboðin hefjast að nýju eftir nokkurt hlé. Sagði Sig urður Benediktsson, er Mbl. leit- aði frétta hjá honum, a'ð hann á- formaði að halda bókauppboð upp úr mánaðamótum. Sigurður sagði að sér hefðu þegar borizt nokkrar mjög góðar myndir til sölu, og sagði ennfremur að þeir sem ætluðu að láta sig selja á þessum uppboðum þyrftu að hafa samband við sig mjög bráðlega. Aðspurður sagði Sigurður að svo virtisd sem engin lækkun hefði orðið á góðum listaverkum, — enda ættu þau fremur að hækka í verði en hitt, sagði Sig- urður. af mörkum. Meginátak söfn- unarinnar verður gert 15. og 16. marz. í ávarpi, sem dreift hefur verið vegna Biafrasöfnunarinnar, segir á þessa leið: Biafra er fjarlægt land. En þær hörmungar, sem hafa verið leiddar yfir fólkið í því landi, rísa yfir allar fjarlægðir og neyð arópin berast heimsskauta milli. Líknarstoínanir hafa reynt að hjálpa, Rauði krossinn og kirkju leg hjálparsamtök. tslendingar hafa tekið þátt í þessari við- leitni og ber að þakka það, sem þegar hefur verið gert. En það er almennur skilningur á því, að vér þurfum að gera betur og getum betur gert. Þess vegna hefur verið stofnað til víðtækra samtaka um almenna landssöfn- un til þess að afla matvæla handa nauðstöddu fólki í Biafra, einkum börnum. Söfnun þessi mun standa yfir fram að páskum, en meginátakið mun verða 15. og 16. marz. Vér undirrituð heitum á alla landsmenn að leggja þessu máli lið. Sigurbjörn Einarsson (sign.) biskup tslands. Jón Sigurðsson (sign.) form. Rauða kross Islands. Jónas B. Jónsson (sign.) skátahöfðingi. Ragnar Kjartansson (sign.) form. Æskulýðssambands Islands. Helga Magnúsdóttir (sign.) form. Kvenfélagasambands tslands. Söfnunin, sem nú er hafin, mun standa fram að páskum. í byrjun verður lögð megináherzla á að kynna ástandið í Biafra og jafnframt unni'ð að skipulagsstarf semi. Ýmis félagssamtök og ein- staklingar hafa heitið stuðningi við framkvæmd söfnunarinnar, sem verður byggð á sjálfboða- starfi eftir því sem kostur er. Ríkisstjórnin hefur fallizt á að veita fjárframlag til að standa undir óhjákvæmilegum kostnaði og fer því hvert gjafaframlag óskert til líknarstarfsins. Söfn- unarfé mun varið til kaupa á matvælum, einkum íslenzkri skreið, en með samvinnu við al- þjóðlegar hjálparstofnanir reynt að tryggja að matvælin berist til fólks á hungursvæ'ðunum. í framkvæmdanefnd söfnunar- innar hafa verið skipaðir: Ólafur Egilsson, lögfræðingur, Pétur Sveinbjarnarson, umferðarfull- trúi, frú Hrefna Tynes, Sr. Jón Bjarman, æskulýðsfulltrúi, og Ilungruð börn í Biafra. Sigurbjörn Einarsson, biskup. Framkvæmdastjóri verður Sig- mundur Böðvarsson, lögfræðing- ur. Aðsetur söfnunarinnar er að Hverfisgötu 4 í Reykjavík, sími 2 2 7 1 0. Fréttatilkynningu frá fram- kvæmdanefnd lýkur með þessum orðum: Síðan athygli fór að beinast að hörmungum fólk-ins í Biafra hafa ýmsir aðilar hérlendis lagt fram myndarlegan skerf til hjálp ar hinum bágstöddu, a'ðallega fyrir forgöngu Rauða krossins. Einnig hafa m.a. íslenzkir flug- menn lagt sig í hættu þar syðra við að koma matvælasendingum á leiðarenda. Þörfin fyrir aðstoð er nú sízt minni en áður og er því vonazt til að með þessu nýja átæki verði náð til allra þeirra, sem enn hafa ekki lagt af mörk- um það sem þeir gætu en vilja taka þátt í stuðningi íslenzku þjóðarinnar við þa'ð fólk — ekki sízt konur og börn — sem nú þjáist í Biafra. A blaðamannafundi á Biskupsstofu í gær. Frá vinstri: Sigurbjörn bjarnarson, umferðarfulltrúi, Sigmundur Böðvarsson, lögfræðingur, og Erlendur Sigmundsson, bisku psritari. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Einarsson, biskup, Pétur Svein Ólafur Egilsson, lögfræðingur, Þingsályktunartillaga Cuðlaugs Císlasongr: Kannaðir möguleikai á að auka farskipaflotann — með tilliti til siglinga erlendis GUÐLAUGUR GÍSLASON hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um athugun á auknum siglingum. Er tillaga þingmannsins svohljóðandi: Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa þriggja eða fimm manna nefnd til athugunar á, hvort mögulegt sé og hagkvæmt fyrir íslendinga að koma sér upp auknum skipa- stól til vöruflutninga milli er- lendra hafna til atvinnuaukn- ingar ojg gjaldeyrisöflunar. Ef svo telst, skal nefndin athuga sérstaklega, eftir hvaða leiðum því yrði helzt við komið, og þá einnig, hvaða stærð skipa væri talin arðvænlegust og bezt henta. í greinargeið tillögu Guðlaugs segir m.a.: Stjórnvöld og aðrir hafa gert sér fulla grein fyrir, að skjóta verður fleiri stoðum undir at- vinnulíf og gjaldeyrisöflun þjóð- arinnar, og eru þegar hafnar margháttaðar framkvæmdir til að svo megi verða. Tillaga sú, sem hér er flutt, miðar í sömu átt. Vitað er, að aðrar þjóðir afla sér verulegs er- lends gjaldeyris eftir þessari leið, auk þess sem það veitir sjó- mönnum þessara þjóða arðvæn- lega atvinnu. ís'lendingar hafa frá fyrstu tíð verið sjófarendur og siglingamenn góðir. Er þeim það í blóð borið. Er því ekki nokkur ástæða til að ætla annað en að sjómenn okkar væru full- komlega færir um að leysa af hendi það hlutverk, sem þeim er ætlað í þessu sambandi, ef fjárhagslega væri mögulegt og arðvænlegt gæti talizt að koma þeirri atvinnugrein á fót, sem hér um ræðir. Hvaða rekstrarfyrirkomuiag bezt mundi henta, ef til kæmi, verður að athugast mjög vand- lega. Kæmu þar að sjálfsögðu til greina þau skipafélög, sem fyrir eru, stofnun almennings- hlutafélaga eða einstaklingar, sem yfir fjármagni hefðu að ráða eða fjármagn gætu útvegað. En gera verður ráð fyrir, að hér yrði um það mikið stofnfjár- framlag að ræða, að sérstök fyrirgreiðsla hinsf opinbera væri nauðsynleg í sambandi við láns- fjárútvegun. Umhugsun um þetta mál hlýt- ur að leiða hugann að hinu sér- stæða framtaki Loftleiða hf, sem að langmestu leyti byggja hinn stórfellda rekstur sínn á flutn- ingj erlendra farþega þjóða og heimsálfa milli. Þeir menn, sem þar hafa verið og eru að verki, hafa unnið þjóðþrifaverk og bor- ið hróður þjóðarinnar vítt um veg. Gefur þetta sérstæða fram- tak ástæðu til að ætla, að ís- lendingar geti einnig orðið virkir þátttakendur á því sviði, sem hér um ræðir. Sú staðreynd! blasir við, að ísléndingar hafa byggt upp nútímaþjóðfélag sam-j bærilegt öðrum menningarþjóð-' félögum, en það útheimtir aftur j á móti, að neyta verður allra ráða til þess að gera grundvöll þjóðartekna og gjaldeyrisöflunar eins traustan og fjölbreyttan og frekast er kostur á. í samræmi við það er þessi tillaga flutt. Fn leyfi iró fnstnstörium FORSÆTPSRÁÐUNEYTIÐ hef- ur í dag veitt Jónasi H. Haralz leyfi frá störfum forstjóra Efna- hagsstofnunarinanr til þess að hann geti starfað :em ráðunaut- ur Atvinnumálanefndair ríkisins. Þá hefur Torfa Ásgeirssyni ver- ið veitt leyfi frá störfum skrif- stofustjóra Efnahagsstofnunar- innar til þess að hann geti starf- að :em ráðunautur meftntamála- j ráðuneytisins við gerð mennta- ( málaáætlana. Jafnframt hefur Bjarni Bragi Jónsson, ihagfræð- ingur, verið settur forstjóri Efna- hagsstofnunarinnar. 20. febrúar 1969. Aðnliundur Grlkklcnds- kreyiingnrinnm AÐALFUNDUR Griikklaaids- hreyf.nigarin.mar verður haldinin í Biáa sainum (2. hæð) í Hótel Sögu miðvilbudaginin 26. febrúar kl. 20,30. Auik venjuiegra aðal- funidarstarfa verður lögð fram til samlþykkbar og rædd stefniuyfir- lýsimig hneyfinigarininiar, siem suið in er eftú yfirlýsinigum Grikk- landáihreyfjniga á No-rð'urilöndum. Enráremiur verður rætt um sam- koim/ulhald í tiiefni aif þjóðhátíð- ardagi Grikkja 25. marz og um sérstaka Grikklandsivilku dagana 14. til 21. apríl, em þá muinu GriikJklandsihreyfiingar um öll Norðurlönd efna ti'l fuinda og mótmæla. Loks verð'ur á aðal- fuindiniuim á miðvikudaigin.n flutt ur fyr.rlestur aftir Andreas Pap andreo'U, sem hanin fflutti á al- þjóðilegri ráðstefinu í Princeton- hásikóla í Band'aríkjun/um í des- ember sl. Félagar Grikklands- hreyfimgarin'nar eru hvattir ti/1 að fjölmeinna á miðvikuda'giam.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.