Morgunblaðið - 22.02.1969, Page 18

Morgunblaðið - 22.02.1969, Page 18
18 MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1969. Prjdnastofan Iðunn sýnir í Höfn EITT af þeim ellefu fyrir- tækjum, sem aetlar að sýna á kaupstefnunni Faáhion Week í Bella Centret í Kaupsmanna- höfn í næsta mánuði er Prjóna stofan Iðunn á Seltjarnar- nesi. Frá hinum þátttakend- unum sögðum við í miðviku- dagsblaði, en þá féll Iðunn niður. Hér með bætuim við úr því. Prjónastofan Iðunn h.f. er til húsa í nýrri, stórri bygg- ingu, sem blasir við þegar ek- ið er eftír Nesveginum út á Seltjarnarnesið, en húsið er nr. 1 við Skerjabraut. Þetta fyrirtæki reka þeir feðgarnir Þorsteinn Guðíbrandsson og Njáll Þorsteinsson, og hafa rekið prjónastofuna í hart nær 20 ár, eða frá 1950. Þeir fram- leiða peysur úr gerviefnum, Akríl og Lismeran og prjóna einnig úr ull, sem kemur frá Ástralíu, um Belgíu. Nýja verksmiðjuhúsið var byggt fyrir tveimur árum. Þar vihna nú um 20 manns að sfaðaldri, en bætt er við fólki síðari hluta árs, að því er Njáll sagði okkur. — Við erum búnir að koma okkur upp góðu húsnæði hér, sagði Njáll ennfremur. Hús- næði er ekki fuilnýtt og við vinnum í rauninni ekki nema með hál'fum afköstum, því að- eins er unnið í dagvinnu. Ef markaður opnast fyrir fram- leiðshwia, þá getum við þess- vegna aukið afköstin. Prjónastofan Iðunn hefur selt mikið af alls konar peys- um, á börn og fuLlorðna, á ís- lenzkum markaði, en um út- flutning hefur ekki beint ver- ið að ræða. Þátttakan í sýn- ingunni í Kaupmannahöfn er því fyrsta tilraun til að færa út kvíarnar. — Við gerum okk ur engar sérstakar vonir, sagði Njáll, en við ætlum að gera tilraun með að 'taka þátt í þessari sýningu og vita hvar við stöndum. Ætlunin er að sýna peysur úr gerviefnum — 2-3 gerðir af dömujökkum og peysur úr akríl. Efnið í peysurnar er keypt frá Danmörku, en unn- ið úr því hér. Þetta er í raun- inni samskonar þráður og dakron og þessháttar efni, en framleiðendur nefna þau ****,1*’«*~~ Prjónastofan Iðunn er í nýju fallegu verksmiðjuhúsi á Seltjarnamesi. Jakki úr akríl, sem Prjóna- stofan Iðunn ætlar að sýna < Kaupmannahöfn. ýmsum nöfnum. Mynztrin koma frá Þýzkalandi og á sum um þeirra fær Iðunn einka- rétt. Slík mynstur verða not- uð á sýningarpeysurnar í Kaupmannahöfn. í prjónastofunni eru nýjar mjög vandaðar prjónavélar. T.d. skoðuðum við eina sem var að prjóna í lengjum tilsniðnar erm- ar með líningum, og Njáll segir okkur að hún spari 15% í efni, með því að prjóna ermarnar svona nákvæmlega, svo ekkert fari í afganga. Hann segir að slíka uppbygg- ingu þurfi að gera með góðum fyrirvara, því biðtími eftir vélum sé 3-4 ár, en það sé erf- itt, vegna þess hve lán fást seint og því verði að grípa til rekstrarfjárins í uppbygging- una. Á aftur að sneiða af Líf- eyrissjóði togaramanna? Þegar Lífeyrissjóður togarasjó manna var stofnaður með 5. millj króna framlagi úr Ríkissjóði, ef ég man rétt, var okkur togara- sjómönnum sagt að 6 prs. fram- lag útgerðarmanna á móti 4 prs. frá okkur væri 6 prs. kauphækk un. Því trúðu fáir aðrir en þeir sem höfðu pólitíska afstöðu, eða gátu horft 10 til 30 ár aftur eða fram í tímann. Samningarnir voru samþykkt- ir með tilliti til ofanritaðs og JOIS - MWILLE glerullareinangrunin Fleiri og fleiri r.ota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappírnum, enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 1V\" frauð- plasteinangrun og fáið auk þess álpappír rneð! Jafnvel flugfragt borgar sig Sendum um land allt — Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. - Sími 10600. þeirra kjarabóta, sem með fylgdu. Ástæðan fyrir stofnun lífeyris- sjóðs var að hálfu þáverandi Ríkisstjórnar og trúnaðarmanna sjómanna og útgerðarmanna trú á að lífeyrissjóðurinn væri hjálp til að halda þeim, sem kunnu vel til verka á skipinu um borð, en það var vindhögg eins og flestir vita, sem um borð í skip- unum voru á þeim tíma. For- ystumennirnir, sem voru ráðgef- andi voru að mínu áliti ekki færir um að gefa ráð vegna lé- icgs sambands við þá, sem raun verulega mynduðu þann kjarna, sem þeir töldu að samanstæði af mönnum, sem verið hefðu 10 til 30 ár á togara, en saman- stóð í meirihluta af mönnum, er höfðu 1 til 10 ár um borð, auk þess sem ekki var gert nógu vel við þá, sem lengst höfðu verið um borð í sjóðslögunum til þess að sjóðstofnunin lengdi starfs- tíma þeirra á skipunum. Þar eð ég hygg að flestir togarasjómenn viti hvað þetta þýddi fyrir okk- ur þá og nú tel ég óþarft að fjölyrða frekar um lögin. SAMKOMUR K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10.30 f.h. sunnudagaskól- inn við Amtmannsrst., drengja deildirnar í Langagerði 1 og í félagsheimilinu við Hlaðbæ í Árbæjarhverfi, barnasam- koma í Digranesskóla við Álfhólsveg í Kópavogi. Kl. 10.45 f. h. drengjadeildin Kirkjuteigi 33. Kl. 1.30 e.h. drengjadeild- irnar við Amtmannsstíg og drengjadeildin við Holtsveg. Kl. 8.30 e.h. almenn sam- koma í húsi félagsins við Amt mannssfíg. Jónannes Sigurðs- son, prentari, talar. Kvenna- kór K.F.U.K. syngur. Allij- velkomnir. Fyrir nokkrum árum var nafni lífeyrissjóðs okkar breytt mieð lagasetningu í Lífeyrsisjóð togana sjómanna og undirmanna á far- skipum. Þetta var geirt án þess að við værum að spurðir og okkur sagt af atvinnu-forustu- mönnum okkar að það væri okk ar hagur að leggja fram stofn- fé til nafnbreytingarinnar, ásamt því að kippa undirmönnum far- skipanna inn í okkar lífeyris- sjóð, mönnum sem að því er virtist töldust ekki hæfir til að vera í sameiginlegum lífeyris- sjóði með yfirmönnum sínum, er um langan tíma fyrir sambræðsl una höfðu haft sinn eigin líf- eyrissjóð, lífeyrissjóð, sem út- gerðir farskipanna hafa byggt upp með sínu framlagi og fram lagi yfirmannanna. í þeim sjóði, eða sjóðum, var fyrir hendi fé, sem hefði mátt nota sem stofn- fé fyrir lífeyrissjóð undirmanna á farskipunum, enda eðlilegast, að undirmenn þeirra skipa fylgdu yfirmönnum sínum í sameignleg- um lífeyrissjóði eins og á tog- urunum. En hörmungin varð sú að togaraútgerðarmenn og sjó- menn, sem um árabil höfðu af mörgum verið taldir betlarar og mein á þjóðarlíkamanum, voru notaðir til að leggja fram stofn- fé sem „Óskabarn Þjóðarinnar“ og hin farskipafélögin hefðu átt að leggja til, en ekki útvegur og sjómenn, sem flestir bölvuðu. nema forystumenn þjóðarinnar á Sjómannadaginn, en hann er held ur ekki nema einu sinni á ári. Það sem að ofan er ritað kann að virðast langur formáli miðað við fyrirsögnina, en hverja sögu verður að rekja sem hún er. Nú standa yfir samningar milli út- gerðarmanna og sjómanna á báta flotanum, það er á fiskiskipum allt að 500 rúmlestir og eru ekki talin togarar. Eitt helzta kröfumál sjómanna er stofnun lífeyrissjóðs, og það sem við togarasjómenn óttumst er að líf- eyrissjóður okkar og þar rneð það fé, sem útgerðarmenn og sjó menn togaranna hafa í hann lagt verði aftur skert og tekinn miklu stærri biti en í fyrra sinnið. f dag er lífeyrissjóður okkar næst stærsti lífeyrissjóður landa manna á eftir sjóði opinberra starfsmanna og að mínu áliti fylli lega fær um að veita sjóðþegum sínum sömu réttindi og opinber- ir starfsmenn hafa í sínum sjóð;, en á það skortir mikið. Ef þeim mikla fjölda, sem á bátunum eru yrði bætt við sjóðþeganna, sem fyrir eru, yrði sú stóra upp- hæð, sem nú er í sjóðnum senni lega óvirkari en 5 millj. króna stofnféð forðum. Jafnframt hyrfi sú rýrnaða kauplhækkun, sem stofnun sjóðsins gaf fyrir 10 ár- urn og við togarasjómenn yrðum að fá hana atfur frá togaraút- gerðarmönnum, þótt þeir séu lítt færir um að inna þá greiðslu af hendi. Sá maður, sem vinnur í landi og er félagi í lífeyrissjóði fær úr sjóðnum 65 til 70 ára gamall og lög um okkar sjóð voru mið- uð við 65 ára, sem er minnst 15 árum of hátt, ef tekið er til- lit til fjarvista sjómanna frá heim ilum sínum o.fl. Togarasjómaður sem byrjað hefur starf sitt 16 til 20 ára gamall er búinn að vera 30 til 34 ár um borð fimmtugur og þá búinn að þjóna þjóð sinni að fullu og á á þeim aldri fyllilega skilin full eftir- laun miðað við starfsmann í landi með sína 365 daga heima á ári í stað þeirra 60—80, sem togara sjómaður er í landi ár hvert. Það hefur nægilega oft verið illu að okkur togarasjómönnum vikið án þess að við höfum kvart að til muna þó að ekki sé hirt af okkur í einu lagi 10 prs. af kaupi okkar síðastliðin 10 ár. Þið forystumenn þjóðar og sam taka okkar látið ykkur nægja að hafa einu sinni skorið sneið af lífeyrissjóði okkar og leyfið okkur að halda því sem eftir er. Gísli Hjartarson. AUGLVSINGIR 5ÍIV1I 22*4‘SO BRIDGE I DAG, laugardag, hefst íslands mótið í bridge í tvímennings- keppni. Spila’ð verður í Domus Medica. Fyrsta umferð hefst kl. 13.30 í dag, en önnur og þriðja umferð verða spilaðar á morg- un kl. 14 og kl. 20, og mótinu lýkur annað kvöld. Þátttakendur eru 188. Spilað verður í 4 riðlum, einum í meistaraflokki og þremur í I. flokki. Þátttakendur eru frá þessum stöðum: Selfossi, Hvera gerði, Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, Akranesi, Akureyri og 6 félögum í Reykjavík. Meðaj þátttakenda eru 1»- landsmeistarar sl. árs, þeir As- mundur Pálsson og Hjalti Elías- son. Þá er meðal þátttakenda Sigurður Kristjánsson frá Siglu- firði, sem nú er 80 ára gamall og árum sarnan var me'ðal okk- ar beztu spilara og varð einu sinni íslandsmeistari í tvímenn- ingskeppni og spilaði þá á móti syni sínum Vilhjálmi. Auk þess ara eru flestir okkar beztu spil- ara og m.a. þeir spilarar, sem ætft hafa á landsliðsæfingum í vetur. Sveitakeppni Islandsmótsins hetfst 29. marz n.k. Hvítobandið verður endur- hæfingnrstöð ÁKVEÐIÐ hefur verið, að byggíng sú, þar sem Hvítaband- ið var til húsa, skuli notað í sam bandi við geðdeild Borgarspítala. Er ráðgert, að þar munl sjúkl- ingar, sem eru á batavegi og í endurhæfingu, hafa fastan sama stað. Ekki hefur endanlega verið ákveðið, nær þessi deild tekur til starfa. Reynt verður að hraða fyrirhuguðum breytingum sem mest, og ætti deildin að vera komin í gagnið í sumar, ef allt gengur eftii’ áætlun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.