Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL.AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1969. Ökumaður er ekki skaðabótaskyldur — ef farþegar vifa um ölvun hans HÆSTIRETTUR staðfesti í gær dóm, sem kveðinn var npp í bæj arþingi Reykjavíkur í snmar, þess efnis, að sá, sem af fúsum vilja setzt upp i bíl hjá ökumanni, sem hann getur haft grun um að sé óhæfur til að aka vegna áfeng isneyzlu, geri það á eigin ábyrgð og fyrirgeri með því rétti sínum til bóta, ef út af bregður. Málavextir voru þeir, að 5. ágúst 1965 var bíl ekið á brúar- stólpa með þeim afleiðingum, að ökumaður (hér eftir stefndi) og farþegi (hér eftir stefnandi) slös uðust báðir nokkuð. Kvöldið fjrrir slysið höfðu stefndi og stefnandi setið að drykkju í bíl stefnda, ásamt fleira fólki. Skömmu eftir mið- nættið sofnar stefndi og þegar hann vaknaði um fjórum tímum seinna, var stefnandi farinn úr bílnum. Stefndi kvaðst hafa áð- ur en hann sofnaði fundið til lít- illa áfengisáhrifa en engra, þeg- ar hann vaknaði. Skömmu eftir að stefndi vakn aði ók hann af stað og mætti eftir dálitla stund stefnanda, tölu vert drukknum, og settist stefn- andi upp í bílinn. Skömmu síðar lenti bíllinn á brúarstólpanum. Stefnandi krafðist bóta og dyggði dómkröfur sínar á því, að stefndi hafi átt alla sök á slys inu með óvarlegum akstri undir áhrifum áfengis. Benti stefnandi á, að þegar hann settist upp í bíl stefnda, hafi hann verið það ölv- aður, að hann hafi ekki veitt ástandi stefnda athygli. — Stefndi krafðist sýknu í málinu. Samkvæmt vitnisburði og læknisvottorði var talið sannað, að stefndi hafi verið undir áhrif um áfengis, þegar slysið varð og þótti mega rekja orsakir þess til gálauslegs aksturs stefnda undir þeim kringumstæðum. í forsendum dómsins segir: „Stefnandi vissi, að stefndi hafði tekið þátt í víndrykkjunni nóttina fyrir slysið. Stefnandi mátti því gera ráð fyrir, að stefndi væri óhæfur til að aka bifreið árla morguninn eftir. Úr því að stefnandi allt að einu sett ist af frjálsum vilja upp í bif- reið stefnda við þessar aðstæður. gerði hann það á eigin áhættu og hefur með því fyrirgert rétti sínum til bóta. Það breytir eigi þessari niðurstöðu, þótt dóm- greind stefnanda kunni í um- rætt sinn hafa verið skert sakir ölvunar. Úrslit málsins verða því þau, að sýkna ber stefnda af dómkröf um stefnanda." Þannig lauk ökuferðinni. Drukkinn í „vinstri-villu 44 DRUKKINN ökumaður slasaðist þegar „vinstri-viHan“ greip hann á Laugavegi um helgina. Að Iokinni skoðun í Slysavarð- Mál litla drengsins verður sent Sakadómi — Yfirlýsing barnaverndarnefndar — Drengurinn á batavegi LÍÐAN litla drengsins, sem fyrir helgina var tekin af heimili sínu Frysting hafin á loðnu til Japans Vestmannaeyjum, 3. marz. FRYSTING loðnu á Japansmark- að hófst í Vestmannaeyjum í dag en eins og Morgunblaðið hefur frá skýrt var fyrir skömmu sam ið um sölu á 750 tonnum af frystri loðnu til Japans. Undanfarna daga hefur verið fylgzt með gæðum loðnunnar með frystingu í huga, en þeim skilyrðum samningsins, að a. m. k. 50% loðnunnar væru hrygna og 20% af þyngd hennar hrogn, hefur loðnuaflinn ekki fullnægt þar til í dag. í dag var samkvæmt niðursrtöð um athugana liðlega 70% af afl- anum hrygna og þyngd hrogn- anna 22%. Hverju frystihúsi hefur verið skammtað visst magn til fryst- ingar og er skammturinn 35 tonn á hvert hús. Hjá Fiskiðjunni voru fryst liðlega 20 tonn í dag á Japansmarkaðinn. — A.J. Shólonefnd Biofrolonds- söfnunor sett ú fót SETT hefur verið á stotfn skóla- netfnd, sem gangast mun fyrir kynningarstarfsemi á ástandinu í Biafra innan skólanna. Einnig mun skólanefndin verða fram- kvæmdanefnd söfnunarinnar og héraðsnefndum til aðstoðar við skipulag og framkvæmd lands- söfnunarinnar. Skólanefndin er Sprengjukost nð sovézku sendirúði Canberra, Ástralíu 3. marz. AP. ÓTTASLEGNIR sovézkir sendi- ráðsstarfsmenn þustu fákiæddir út úr sovézka sendiráðinu í Can- berra árla í morgun, eftir að fjórum benzínsprenjum hafði ver ið kastað í áttina að bygging- unni. Slys urðu engin á þeim sovézku og skemmdir ekki á hús inu. Talið er að innflytjendur frá Sovétríkjunum hafi staðið fyrir tilræðinu. Ástralíustjórn hefur formlega beðizt afsökunar á atburðinum. þannig skipuð: Ólafur G. Guðmundsson, for- maður Stúdentafélags Háskóla íslands; Ari Ólafsson, forseti Nemendaráðs Menntaskólans við Hamrahlíð í Reykjavik; Björn Þórarinsson, inspector scholae Menntaskólans á Akureyri; Gunnar H. Hálifdánarson, forseti Nemendafélags Verzlunarskóla fslands; Ólafur Sigurjónsson, formaður Skólafélags Kennara- skóla íslands og Þorlákur Helga- son inspector scholae Menntaskói ans í Reykjavík. Bíafra-landssöfnun til styrktar bágstöddu fólki í Biafra muri standa fram að páskum, en meg- inátakið verður helgina 15.—16. þessa mánaðar. Stetfnt er að því að gefa öllum landsmönnum kost á að styrkja landssötfnunina og i því skyni er áformað að heim- sækja allar fjölskyldur á land- inu. Skrifstotfa söfnunarinnar er að Hverfisgötu 4 í Reykjavik, símar 14790 og 22710. Skrifstof- an er apin frá klukkan 9 til 7 alla virka daga, og veitir hún allar upplýsingar varðandi söfnunina. (Fréttatilkynning frá Biafra- landssöfnun). með merki verulegra líkams- áverka og fluttur í sjúkrahús, var í gærkvöld eftir atvikum góð, að því er dr. Björn Björnsson, frkvstj. Bamaverndarnefndar, tjáði Morgunblaðinu. Engar að- gerðir hafa verið gerðar á drengn um enn og verður beðið með þær, þar til hann hefur jafnað sig betur en eins og skýrt hefur verið frá var drengurinn m.a. brotinn á báðum handleggjum. Mál drengsins var í gær sent Sakadómi Reykjavikur til rann- sóknar. — Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi tilkynning frá Bamavemdamefnd um mál þetta: „Vegna skrifa dagblaðanna um meinta misþyrmingu á barni, þykir bamaverndarnefnd rétt að taka fram eftirfarandi: Fimmtudaginn þ. 27. febrúar sl. var starfsfólk barnaverndar- nefndar Reykjavíkur kvatt á heimili hér í borginni vegna meintrar misþyrmingar á bami. Þegar þar var komið, kom í ljós, að fimm ára drengur bar þess merki að hafa orðið fyrir veru- legum líkamlegum áverkum. Annað barn, yngra, var á heim- ilinu, en það var óskaddað. Ráð- stafanir voru gerðar þegar í stað til þess að flytja drenginn á Slysavar’ðstofuna, en þaðan var hann fluttur á Bamaspítala Hringsins. Ennfremur kom lög- reglan á staðinn og tekin var lög regluskýrsla. Það skal tekið fram vegna skrifa um hið gagnstæða, að drengurinn reyndist við athugun iækna vera í eðlilegum holdum og bar ekki merki um áberandi næringarskort. Hann var með marbletti víða um kroppinn og bar þess merki að hafa verið bundinn á höndum og fótum. Þá var hann brotinn á báðum hand- leggjum, en ekki er fullkomlega ljóst, hvernig það hefur borið að. A'ð svo komnu verður ekkert um það fullyrt, hvern hátt dreng urinn hefur hlotið þá áverka, sem hér um ræðir, en málið hefur verið sent embætti Saka- dóms Reykjavíkur til rannsókn- ar (Frá Barnavemdarnefnd Reyk javíkur). stofunni var maðurinn fluttur í Landsspítalann. Hann hafði rif- brotnað og hlotið slæma áverka í andliti og á höfði. Maður þassi hatfði teikið á leigu Valíkswagen'bíl og féikk ihann sér neðan í þvd, áður en hann hóf akstuirirm. Á Lauga/vagi, innan við Nóa- tún, greip „vimstri-villan" hann og ók hann beint í veg fyrir ieiiguibíl, sem kx>m nióur Lauga- veginn. Árekstuirinin varð mjög harður og staeammdust báðiir bil- arnir milkið, eins og meðifylgj- andi mynd ber með sér. Engan sakaði í lieiguibílinum. Þrú bílnr í úrehstri Keflavík, 3. marz. HARÐUR árekstur var á gatna- mótum Hafnargötu og Flugvall- arvegar um nónbil á sunnudag. Lentu þar þrjár bifreiðar saman og skemmdist ein þeirra mjög mikið og kona í annarri skarst mikið í andliti og á fæti. Hún var flutt í Sjúkrahús Keflavík- ur. Hálka var mikil. Tildrög slyssins voru það að fólksbifreið úr Reykjavík kom flugvallarveg og ætlaði út á Hafn argötu. Vörubifreið var á leið frá Keflavík í Njarðvíkur og skall fólksbifreiðin á vörubifreiðinni við gatnamótin, kastaði henni yf- ir á vinstri vegarhelmnig, þar sem hún varð fyrir jeppabifreið, sem var á leið til Keflavíkur. Kon an, sem slasaðist var farþegi í jeppabifreiðinni. Lögreglan telur að fólksbifreið in sé gjörónýt. SAMÚÐAR- KVEÐJUR TIL ÍSRAELS VEGNA fráfalls forsætisráð- . 1 herra ísraels, Levi Eskhols, skal bent á, að þriðjudaginn I | 4. marz n.k. liggur frammi í | , ræðismannsskrifstofu ísraels, i Óðinsgötu 4, kl. 10-12 f.h. og I kl. 2-5 e.h. bók þar sem þeir I I er votta vilja samúð sína geta | . ritað nöfn sín. Reynsluflug Con- corde tókst vel Toulouse, Frakklandi, 2. marz. NTB, AP. FRANSK-brezka hljóðfráa Con- cordevélin fór í fyrsta reynslu- flug á sunnudag og gekk að ósk- um. Vélin var 27 mínútur á lofti, eða mun skemur en ráð hafði verið fyrir gert áður. Concorde- vélin flaug hraðast 460 km á klst. á reynslufluginu, en hún mun ná rösklega 2300 km. hraða á klst. Þegar vélin verður tekin í not- kun styttist flugtími yfir Atlants haf um allt að helming. Farþega- rými er fyrir um 140. Concordevélin er 58 metra löng og hefur geyma fyrir 29.300 Kópavogur ARSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður hadin föstu- Idaginn 7. marz n.k. í Sjálfstæðis húsinu við Borgarholtsbraut og hefst kl. 9 síðdegis. — Nánari upplýsingar og miðapantanir i síma 4-07-08 kl. 5—7 e.h. lítra eldsneytis og knúin um 160 þúsund hestöflum. Flugmað- ur í jómfrúrferðinni var franski flugmaðurinn Tercat. Bretar og Frakkar búast við að selja fljótlega um 250 vélar af Concordegerð og færa þeim í aðra hönd um 340 miHjarða króna. Áætlað er að Concorde geti hafið áætlunarflug árið 1973, og verða Bretar og Frakk- ar þá að minnsta kosti fimm til sjö árum á undan Bandaríkja- mönnum, en smíði Boeinghljóð- fráuvélar þeirra er enn ekki haf- in. Réðst á leigu- bílstjóra DRUKKINN maður réðist að tveimur leigubílstjórum á sunnu dagsmorgun og veitti þeim báð- um nokkra áverka svo þeir urðu að leita læknishjálpar. Lögregl- an tók manninn í sína vörzlu. HANDTEKINN f FRANKFURT RANNSÓKNARLÖGREGLUNNI í Reykjavík barst á laugardag skeyti frá Interpoi i París, þar sem sagði, að íslendinfgur sá, sem Interpol hefði verið að svipast um eftir að beiðni Rannsóknar- lögreglunnar hefði verið hand- tekinn í Frankfurt í Þýzkalandi. í skeytinu sagði, að maðurinn hefði verið með talsvert af gjald eyri á sér, þegar hann var hand- tekinn, og uppvíst hefði orðið, að hann hefði komið um 60 þúsund krónum íslenzkum í geynislu í hóteli í Luxemburg. í skeytinu óskaði Interpol eftir frekari fyrirmælum í málinu. Rannsóknarlögreglan óskaði eftir því í svarskeyti, að maður- inn yrði fluttur til Luxemburg, þangað sem íslenzkir rannsókn- arlögreglumenn myndu svo sækja hann. Ekki hafði í gær borizt svar Interpol við þeirri beiðni. Eins og Morgunbliaðið skýrði frá falsaði og seldi þessi maður fjórar ávísanir samtals að upp- hæð 272 þúsund krónur og tókst honum að kömast af landi brott, áður en uppvíst vnrð athæfi hans. Maður þessi hefur áður svikið út fé. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.