Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1969, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1969. Tryggvi Guðmunds- son — Minning F. 9/10 1914. D. 15/2 1969 Kveðja frá samstarfsfólki. t Eiginmaður minn Þorkell Sigurðsson vélstjóri, Drápuhlið 44, lézt laugardaginn 1. marz 1969. Anna Þ. Sigurðardóttir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi Jón Vaagfjörð Kirkjuvegi 14, Vestm.eyjum andaðist í Sjúkrahúsi Vest- manaeyja 2. marz. Börn, tengdabörn og bamabörn. t Rannveig Þórðardóttir frá Eilífsdal, andaðist 2. þ. m. Jarðarför- in auglýst síðar. Vandamenn. t Faðir minn, tengdafaðir og afi Sveinn J. Sveinsson frá Stóru-Mörk ver'ður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 5. marz kl. 13.30. Bjöm Haraldur Sveinsson Kolbrún Jónasdóttir og böm, Úthlíð 13. ÞEGAR sú harmafregn barst, að vinnufélagi okkar, Tryggvi Guð- mundsson, hefði látizt af slysför- um laugardaginn 15. f. m., setti okkur hljóð. Að hann, sem hafði kvatt okkur þrem stundum áð- ur, kátur og hress að vanda, skuli ekki vera lengur meðai okkar, því er bágt að trúa. Það sýnir okkur enn einu sinni, að eng- t Útför eiginmanns míns Einars Jónassonar frá Hjalteyri, sem lézt 23. febr., verður gerð frá Fossvogskirkju í dag þriðjud. 4. marz kl. 3 e.h. Kristín Kristjánsdóttir. t Útför mannsins míns og brðður okkar Matthíasar Asgeirssonar, verður gerð fimmtudaginn 6. marz kl. 1.30 frá Dómkirkj- unni. Ásta Asgeirsdóttir, Asgeir Ásgeirsson, Ragnar Asgeirsson. t Hjartanlega þökkum vi'ð öll- um þeim, sem auðsýndu okk- ur og fjölskyldum okkar samúð og hluttekningu við andlát og útför föður okkar, Brands Einarssonar, frá Suður-Götum í Mýrdal. Sveitungum hans þökkum við sérstaklega, hvernig þeir af rausn og myndarskap heiðr- uðu minningu hans. Ólöf Brandsdóttir Einar Brandsson Arni Hálfdán Brandsson. t Faðir okkar Jóhann Hallgrímsson matsveinn, frá Akureyri, verður jarðsunginn í Foss- vogskirkju miðvikudaginn 5. þ.m. kl. 3 e.h. Blóm vinsam- lega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Sigurpála Jóhannsdóttir Lilja Jóhannsdóttir Þorstína Jóhannsdóttir Hjördis Jóhannsdóttir Kristján Jóhannsson Bragi Jóhannsson. t Hjartans þakkir fyrir samúð og hjálpsemi við fráfall og útför Haraldar Karlssonar Skarðshlíð 10, Akureyri. Jónina Jónsdóttir Karl Herbert Haraldsson Haraldur Haraldsson Jónina Karlsdóttir Heiðar Arnason Dagný Guðmundsdóttir Ragnheiður Karlsdóttir. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu MARZELÍNU NIELSEN sem andaðist 21. febrúar s.l. fer fram frá Neskirkju í dag kl. 3 e.h. Hjörtur Nielsen böm og tengdabörn. inn ræður sínum næturstað. Þetta eiga ekki að vera nein eftirmæli, þar sem lífsferill hans er rakinn, heldur nokkur kveðju orð frá okkur, sem höfum unnið með honum í daglegu starfi í lengri eða skemmri tíma síðast- liðin tíu ár. Tryggvi var í allri framkomu prúðmenni hið mesta, traustur og góður félagi, reglusamur og stundvís svo af bar. Hann var t Þökkum þeim sem sýndu okkur samúð við fráfall eig- inmanns míns, föður, tengda- föður og afa Einars Ásgeírs Þórðarsonar. Margrét Marteinsdóttir, böm, barnabörn og tengdabörn. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð við fráfall og jarðarför móður minnar Jónu Jóhannsdóttur. Jóhann Sveinsson. t Hjartans þakkir fyrir vin- semd og vir'ðingu við andlát og útför Jóhannesar W. C. Mortensen. Sérstakar þakkir til Rakara- meistaraféiags Reykjavíkur. Ennfremur þökkum við lækn um og hjúkrunarliði Borgar- spítalans. Sigriðor Bjarnadóttir og fjölskyida. og góður verzlunarmaður, hafði góða lund og var snyrtimenni hið mesta. Tryggvi átti sín hugðarefni, hafði m.a. mikið yndi af tónlist og var mjög músikalskur. Mik- ill áhugama'ður var hann um skógrækt og skrúðgarðarækt, en þar naut sín vel hans meðfædda snyrtimennska. Það er mikið skarð fyrir skildi, þegar slíkur maður er burt kvaddur á bezta aldri, en huggim er harmi gegn, þar sem er minningin um góðan félaga og vin. Mikill er söknuður í hugum vina og vandamanna við fráfall hans. En sárastur er söknuður eiginkonu, sem svo óvænt ef við- skila við sinn trygga lífsföru- naut. Við vottum eiginkonu hans, Rögnu Jónsdóttur, aldraðri móð- ur og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. F. 9/11 1914. — D. 15/2 1969 MINNING Hljóður ég stend harmi sleginn. Fljótt hefur sköpum skipt. Svift er af sviði í sjónhending starfsglöðum dreng og dáðríkum. Áfram skal halda þótt andbyr mæti. — Oft leynist vá á vegum. — Auðna mun ráða hvar endar lei'ð. Greiðist hver skuld a gjalddaga. Man ég þig vinur í minningu geymi, "V>ðvild þína, gleði og gjafmildi. Hvar sem þú fórst um foldar vang varst þú að jafnaði veitandi. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Helgu Þórarinsdóttur Vallargötu 15, Keflavik. Egill Eyjólfsson og hörn. t Innilegustu þakkir fyrir sýnda hluttekningu og samúð við andlát og útför eiginmanns míns Júlíusar Kemp skipstjóra. Fyrir hönd barna, foreldra, systkina og annarra vanda- manna. Þóra Kemp. Heiður sé þinn himinn hlýtt þér andi blærinn. Blessun yfir nýjum brautum. Friðarins guð sá er fögnuð veitir leiði þig í höfn á lífsins strönd. Höskuldur Egilsson. LAUGARDAGINN 15. febrúar barst okkur hjónunum sú harmafrétt, að vinur okkur, Tryggvi Guðmundsson, hefði látizt af slysförum, ásamt sam- eiginlegum vini okkar allra, Einari G. E. Sæmundssen, skóg- arverði. Það myrkvaðist fyrir sjónum við þessa voveiflegu frétt, er lífi hans lauk me'ð svo hörmulegum hætti. Maður, sem unni lífinu og vann í þágu þess, að fegra allt og bæta, svo til fyrirmyndar var. Þeir sem áttu því láni að fagna að umgangast Tryggva Guðmundsson, og koma á hið fagra heimili, sem þau hjónin höfðu búið sér með snyrtimennsku og glæsibrag, verða þær stundir ógleymanleg- ar. Margar slíkar stundir veittu þau vinum sínum og venzlafólki. Við þökkum því liðnar stimdir. Margur maðurinn skráir lífssögu sína svo að hún er ekki alltaf auðlesin, það fer eftir kynnum og skapferli. Vinir Tryggva þekktu hann sem mann hiklausan og fúsan. Hann var vanda’ður maður í öllum verkum sínum. I huga hans ríkti vorið. Þannig var hans hinzta för farin með vor í sinni, út í náttúruna í leit að nýj um lífssprota til uppfyllingar á lifi sínu. Hann unni gróðri. Að ganga um gróðurland, eins og Heið- mörk, gaf lífinu gildi í hans aug- um. Að kunna að sjá og skynja hinn íslenzka gróður er ekki öll- um gefið, en hann gerði það, og sú snerting við móður náttúru fyllti huga hans fögnuði. Því fóru þeir vinirnir yfir landamær- in með vor í huga. Guð blessi þeim heimkomuna. Tryggvi Guðmundsson var fæddur að Garðshorni í Krækl- ingahlíð við Eyjafjörð þann 9. nóvember 1914. Foreldrar hans voru Guðmundur Tryggvason skipstjóri og Magdalena Bald- vinsdóttir kona hans. Tryggvi ólst upp í föðurhúsum að Garðs- horni og vann þar að búi for- eldra sinna á sínum uppvaxtar- árum ásamt móður sinni og systr um, en faðir hans stundaði sjó- inn öll þau ár sem þau bjuggu í Garðshomi. Ungur fór hann í Alþýðuskólann á Laugum og Hjartanlegar þakkir færi ég ykkur öllum sem heiðruðuð mig með skeytum, gjöfum og heimsókn að Garðaholti í til- efni af fimmtugsafmæli mínu. Aðalheiður Georgsdóttir Katrínarkoti. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför mannsins míns Sigurðar Sæmundssonar frá Hvassahrauni. Sérstakar þakkir til lækna hans, systranna og hjúkrunar- liðs á Hafnarfjarðarspítala, fyrir góða umönnun. Kristrnn Þórðardóttir Þórður E. Sigurðsson Ólafía Auðunsdóttir Eiías S. Sigurðsson Haildóra Aðalsteinsdóttir Hulda G. Sigurðardóttir Björgvin Jónsson Guðmundur Kr. Sigurðsson Gunnar I. Sigurðsson og barnaböm. Lokað í dag, 4. marz, kl. 12—4 vegna jarðarfarar. VERZLUN O. ELLINGSEN H.F. Verzlunin verður lokuð í dag vegna jarðarfarar frú Marzelínu Nielsen. Hjörtur Nielsen h.f. Templarasundi 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.