Morgunblaðið - 04.03.1969, Page 20

Morgunblaðið - 04.03.1969, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 196«. Marzelína Nielsen Minning Af eilífðarljósi birtu ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. E. Ben. ÖLL tilveran er líf í mismun- ar.di myndum, líf, sem háð er breytingum og stefnir á æ'ðri leiðir. Gróður jarðar fölnar og hnígur að foldu að hausti, en birtist aftur í nýjum og fegurri skrúða að vori. Hið ytra form hverfur sjónum okkar um sinn, en lífið heldur áfram eigi að síð- ur í nýrri mynd. Þetta er mér efst i huga, er ég minnist móðursystur minnar, frú Márzelínu Nielsen, Hagamel 38 hér í borg, en hún lézt í Lands- spitalanum hinn 21. febrúar s.l., 70 ára að aldri. Hafði hún nokk- ur undanfarin ár kennt van- heilsu, sem stöðugt ágerðist, unz yfir lauk. Sýndi hún mikið þrek og æðruleysi í sjúkdómsbaráttu sinni og vildi sem minnst um ræða, enda var hún gædd slik- um lífskrafti og orku, á meðan hún naut fullrar heilsu, að í ná- vist hennar virtist allur dauði órafjarlægur. Marzelina var fædd að Brekku í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði hinn 12. maí 1898, dóttir hjón- anna Friðriks Pálssonar og Ólaf- ar Árnadóttur, sem þar bjuggu. Atvikin höguðu því svo, enda þótt við værum bæði Eyfirðing- ar, að ég kynntist ekki Marze- línu móðursystur minni fyrr en ég var kominn á fullorðinsár, eða þegar ég hóf nám í Háskóla íslands haustið 1941, en hún var þá gift og búsett í Reykjavík, en ég þar svo að segja öllu og öllum ókunnugur. Er skemmst frá að segja, að hún og fjöl- skylda hennar tók mér þegar opnum örmum, og hefði hún Hafnarfjörður Til sölu 2ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi við Álfaskeið. Sérgeymsla og frystihólf í kjallara. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, HRL. I.innetsstíg 3, Hafnarfirði, sími 50960, kvöldsími sölumanns 51066. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 44., 46. og 49. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1968 á húseigninni Silfurtúni, Gerðahreppi, þing- lesin eign F.inars Daníelssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og Tómasar Tómassonar, hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 7. marz 1969, kl. 3.00 e.h. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Landsbanlka íslands, Inimheimfcu rí'kissjóðs, Jóns Ólafssonar, hdl., Sparisjóðs Reykjavíikur og négrennis og Jóns Gr. Sigurðssionar, hdl., verður húseignin Sæ- kambnr, Seltjarnarnesi, þirnglesin eign Sveinbjöms Gísla- sonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eign- ininá sjálfri fimimtudaginin 6. marz 1969, kl. 4.00 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 13., 15. og 17. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1968. Sýslumaðurinn í Gullbringn- og Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 34., 36. og 38. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1968 á húseigninná Nönniustíg 8, Hafnarfirði, þinglesin eign Friðriiks Ág. Helgasonar, fer fram etftir kröfu bæjargjaidkerans í Hafnarfirði og Landsbanka ís- lanids, á eigninni sjálíri fimmtudaginn 6. marz 1969, kl. 2.00 e.h. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. naumast getað verið mér betri, þó að ég hefði verið hennar eig- in sonur, og hélzt umhyggju- semi hennar og tryggð við mig og fjölskyldu mína alla tíð sí’ð- an. Eftir að móðursystir mín gift- ist eftirlifandi eiginmanni sín- um, Hirti Nielsen, kaupmanni, sem reyndist henni traustur og góður lífsförunautur, var heim- ilið og fjölskyldan henni fyrir öllu. Eigi að síður var hún fé- lagslynd og óþreytandi að leggja góðum málum líð utan heimilis, er hún mátti því við koma, og er mér kunnugt um, að hún innti af höndum mikið og óeig- ingjarnt starf í Kvenfélagi Nes- kirkju til eflingar kirkju sinni. En á heimilinu var hennar starfs vettvangur fyrst og fremst, og leyndi sér ekki, að hún gerði sér fulla grein fyrir mikilvægi hús- mó'ðurstarfsins, enda mátti öll- um ljóst vera, sem komu inn á heimili þeirra hjónanna, að þar stjórnaði mikil húsmóðir, svo frábær myndar- og menningar- bragur var þar á öllum hlutum, og voru þau hjónin bæði mjög samhent um að skapa þennan heimilisbrag. Þá var Marzelína ekki síður mikil móðir, um það vitna börn þeirra hjóna, þau Sophus, Svala og Erna, sem öll eru nú uppkom- in og hið mesta myndar- og manndómsfólk. Enda ríkti um bamauppeldið sami einhugur með þeim hjónunum sem í öðr- um efnum yfirleitt. Marzelína hafði stórbrotna skapgerð og ákveðnar skóðanir á mönnum og málefnum, og hirti hún ekki ætíð um að haga svo orðum sínum sem hver vildi heyra, en heilsteypt var hún, drenglunduð og hjartahlý og mikill vinur vina sinna. Hún fann sárt til með þeim, sem höll- um fæti stóðu í lífsbaráttunni, og hygg ég, að hægri höndin hafi ekki alltaf vitað, hvað sú HOOVER verkstæðið er flutt af HVERFISGÖTU 21 að LAUGAVEGI 89, sími 20670. Jörð til sölu Jörðin Skálá í Sléttuhlíð, Skagafirði er til 'sölu með eða án ábúðar. Semja ber við eigandann, JÓIIANNES SIGURÐSSON. Simi um-Fell. Efnalaug, hraDhreinsun eða sölutnrn óskast til kaups. — Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtu- dagskvöld merkt: „Atvinna — 2917“. Aðallundur verður haldinn mánudaginn 10. marz kl. 8.30 í Domus Medica. Fu n d a r e f n i : 1. Nýir félagar teknir inn. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. HÆTTA Á NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams MDU OMITONE SMALL DETAIL,OLD CHUM...I LACK ROHDO HASN'T ALWAYS BEEN A , SISN PAINTER,TROy.1 HE'S REALLy A FINE ARTIST/ ■ /THE NECESSARy IN6RED1ENT CALLED w ORIStNALITY/ WHAT BRINGS VOU HERE, DANNy? LOOKIHG FOR CUT RATE PROTEST Hvaffa ferffalag er á þér Danny, ertu að leita aff mótmælaspjöldum með afsláttar- verffi? Ekki alveg Robin. 2. mynd Rondo hefur veriff skiltamálari alla sína ævi, Troy, hann er í rauninni frábær listamaður. Þú gleymir einu smáatriði, gamli vinur — mig skortir tilfinnanlega sjálfstæða sköpunarhæfileika. (3. mynd) Ég á miklu auffveldara meff aff eftirapa verk annarra listamanna ... því miffur eru dómstólarnir lítiff hrifnir af því, þeir kalla það fölsun. vinstri gerði, ef hún vissi af ein- hverjum, sem var hjálpanþurfi. Næmt auga óg eyra hafði Marzelína fyrir öllu því, sem fagurt var. Sérstaklega var hún mikill unnandi fagurrar tónlist- ar, og hygg ég, að engin tónlist hafi þó hrifið hana meir en fag- ur söngur, enda hefur tónlistar- og sönggáfa verið mjög ríkjandi í ætt hennar. Þessi fáu or'ð eiga ekki að vera nein æviminning um móð- ursystur mína, heldur eru þau fyrst og fremst til þess ætluð að færa henni, nú á kveðju- stund, þakkir mínar og fjöl- skyldu minnar fyrir órofatryggð hennar, vinsemd og hlýju í okk- ar garð, jafnframt því að óska henni fararheilla til nýrra heim- kynna. Hún efaðist ekki um, að líf væri að loknu þessu, og ég efast heldur ekki um, að henni verði að trú sinni, og að sá upphim- inn sé bjartur og fagur, sem nú breiðir móti henni faðminn. Ég sendi eftirlifandi eigin- manni, Hirti Nielsen, börnum, tengdabörnum og skylduliði öllu, innilegar samúðarkveðjur. Valgaxður Kristjánsson. FRÚ Marzelína Nielsen andaðist á Landsspítalanum 21. febrúar. Fyrir rúmum 40 árum kynnt- ist ég þessari geðþekku og gerð- arlegu konu. Hafði hún og kon- an mín verið vinkonur um ára- bil áður. Síðan hefir vináttan haldizt milli heimila okkar öll árin og aldrei borið skugga á. Traustari og betri vin en hana var ekki hægt að kjósa sér. Með nokkrum orðum vii ég kveðja þessa vinkonu okkar hjóna og votta henni vir'ðing og þökk fyrir órofa tryggð og vin- áttu. Frú Marzelína var mikilhæf kona í meðlæti, en meir þó er á móti blés. Hún var glöð og frjáls lynd í viðmóti, hjartahlý og skörungur í allri gerð. Fáir voru fljótari til hjálpar þeim er höll- ”.m fæti stóðu og munaði þá um tiltektir hennar. Margir eru þeir sem nutu örlætis hennar, upp- örfunar og einlægni og þakka henni og blessa að leiðarlokum. Frú Marzelína var gift Hirti Nielsen fyrrverandi bryta, nú kaupmanni hér í borg, góðum dreng, sem allir kunna vel að meta og virða sem til þekkja. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og eru öll börnin hin mannvænlegustu, virtir og góðir borgarar og ber barnalán- i'ð foreldrum og heimili fagurt vitni. Bæði voru hjónin samvalin í gestrisni og var oft fjölmennt af ættingjum og vinum á hinu fagra heimili þeirra og er þaðan margra ógleymanlegra ánægju- stunda að minnast. Bjart er yfir minningu þess- arar mætu konu og blessunar- óskir frá hinni fjölmennu vina- sveit fylgja henni til hinna nýju heimkynna. Eiginmanni og börnunum send um við hjónin dýpstu samúðar- kveðjur. Ólafur A. Guffmundsson. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóffkútar púströr o. fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN LaTgavegi 168. - Simi 24180 Annast allnr MYNDATÖKUR Ljóismyndastofa funnaró ^n^imaróóonar Stigahlíff 45, Suffurveri. Simi 34352.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.