Morgunblaðið - 04.03.1969, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 196».
21
Aðlaga ber kennsluhætti að börnunum
- en ekki börnin að kennsluháttunum
Fió iyrsta fundi Kennslutækni um skólnmól
Ásgeir Guðmundsson, formaður Kennslutækni setur fundinn.
KENNSLUTÆKNI, félag tiltölu-
lega fámenns hóps barna- og
gagnfræðaskólakennara í Reykja
vik, efndi til almenns borgara-
fundar um skólamál á laugardag-
inn. Var fundurinn lialdinn í Haga
skóla og þar verða einnig þrír
aðrir fundir, sem ráðgert er að
halda í þessum mánuði. Á fund-
inum á laugardaginn var tekið
til umræðu „Skólaganga 6 ára
barna“ og var fundurinn allfjöl-
sóttur. Áður hefur Kennslutækni
efnt til umræðufunda um skóla-
mál. Var það í maímánuði í fyrra
og komu þá fram eindregnar ósk
ir um áframhaldandi umræður.
Fundurinn á laugardaginn og fyr
irhugaðir fundir verða til þess
að mæta þeim óskum.
Ásgeir Guðmundsson, kennari,
formaður félagsins setti fundinn
á laugardaginn. Hann gat þess
að 6 ára börn hefðu lent utan
við skólakerfið og því væri brýnt
mál að unnt yrði að gera eitthvað
fyrir þau. Hann bauð fundargesti
velkomna og sérstaklega fóstr-
ur, sem fjölmenntu á fundinn.
Því næst gaf hann frummælend
um orðið. Valborgu Sigurðardótt
ur, skólastjóra og Högna Egils-
syni, skólastjóra.
Frú Valborg Sigurðardóttir,
skólastjóri talaði fyrst. Hún kvað
vandræðaástand ríkja fyrir 6 ára
börn. Fyrir þau væri hvergi stað
ur utan heimilisins. Þau væru
of gömul til þess að vera gild í
dagheimilum borgarinnar og of
ung til skólagöngu. Hins vegar
þurfa þau einhverja skólagöngu,
þótt þau væru enn á leikaldri,
eða á umróta og breytingaskeiði
eins og hún orðaði það.
Valborg Sigurðardóttir kvað
börn á þessum aldri hafa mikla
hreyfiþörf og þurfa mikið leik-
rými. Þau þurfa að losna úr svo
föstum tengslum, sem þau hefðu
verið við heimilin, vegna gífur-
legrar starfs- og leikþarfar.
Venjuleg barnaheimili eru ekki
nægilegt verksvið fyrir þau.
Mikið hefur verið talað um að
lækka skólaskylduna í 6 ára ald-
ur og hefur það átt mikinn hljóm
grunn meðal fólks. Frú Valborg
sagði hins vegar, að ekki mætti
fella námsefni 7 ára barna allt
niður á stig 6 ára barna. Leik-
þörf 6 ára barna væri mun meiri
en 7 ára.
í Bretlandi hefja börn skóla-
göngu 5 ára og í Svíþjóð eru leik-
skólar fyrir 6 ára börn, þar sem
leikur og skapandi starf eru í há-
vegum höfð. í Danmörku hafa ver
ið gerðar tilraunir með svokallaða
börnehaveklasser og þar kynn-
ast börnin skólakröfunum, áður
en kröfur formlegs náms segja
til sín. Við þetta fæst meira sam
hengi í skólagönguna. Mistök í
upphafi geta haft alvarlegar og
varanlegar afleiðingar á náms-
getu barnsins síðar meir.
Frú Valborgu var tíðrætt um
störf fóstrunnar. Oft kvað hún
börnin eiga við félagslega erfið-
leika að etja, vegna mismunandi
félagslegrar stöðu þeirra, er þau
koma í skólana. Glögg og at-
hugul fóstra á að sjá afbrigði-
lega galla með börnunum og get
ur hún þá tilkallað hlutaðeig-
andi sérfræðing, sálfræðing eða
uppeldisfræðing, sem síðan að-
stoðar barnið. Mismunandi þroski
barna getur orðið þeim fjötur
um fót við námið, þótt gáfur
kunni e.ð vera fyrir hendi.
Markmið kennslu 6 ára barna
er að sjálfsögðu, að fullnægja
fróðleiksfýsn barnsins og aðstoða
þau. Leikurinn myndar hins veg
ar kjarnann, frjálsir leikir og
starf.
Börnin byrja með því að teikna.
Teikningin er þeim skemmtilegt
tjáningarform, en eftir því, sem
þau þroskast komast þau að raun
um að þau geta ekki tjáð sig til
fullnustu með þessu formi. Þá
vaknar spurningin um það, hvern
ig eigi að teikna hinar ýmsu
setningar. Allt fram að þessu
stigi hefur fóstran barnið með
höndum og hún vinnur að því
að efla traust barnsins á eigin
sköpunarmætti og sjálfstæði. Inn
tak kennslunnar er, að þekking
fæst með reynslu ekki með orð-
um.
Á sama hátt og lagður er grund
völlur að lestrarkennslu, er unnt
að efla áhuga barnanna á töl-
um og undirbúningur undir
reikningskennslu og stærðfræði-
kennslu g«tur hafizt. Nauðsyn-
legt er að barnið skili tölu hluta
í raun, ekki ímyndaðar tölur.
Er þá unnt að láta barnið spreyta
sig á því, hve margir séu í bekkn
um, hve mikið af hvoru kyninu
o.s.frv. Frú Valborg Sigurðardótt
ir sagði að lokum, að ekki mætti
fórna leik- og starfsþörf barns-
ins vegna formlegrar lestrar-
kennslu. í þessu verður fóstur-
starfið að vera til grundvallar.
Síðari frummælandinn var
Högni Egilsson, skólastjóri ísaks
skóla. Högni kvað ekki unnt að
ræða skólagöngu 6 ára barna eina
sér, hún væri hluti af skólagöng
unni í heild. Hann kvað hlutverk
foreldra ekki fara minnkandi í
þjóðfélaginu og ábyrgð þeirra
mikil. Samband heimila og skóla
þarf að vera náið og hvatti hann
til þess að foreldrum yrði leið-
beint áður en börn þeirra kæm-
ust á skólaskyldualdur. Síðan
skýrði Högni frá tilraunum og
íannsóknum erlendis, og vegna
þjálfunar barna t.d. í Svíþjóð,
sagði hann, að þeim börnum færi
mjög fækkandi þar í landi, sem
þyrftu sérþjálfunar við í námi
— einkum lestrarnámi.
Högni sagði, að sama náms-
efni hæfði ekki öllum börnum.
Skólaganga 6 ára barna ætti að
byggjast á rannsókn og grein-
ingu og sérhæft fólk ætti að
annast það. Ekki mætti aðlaga
börnin að kennsluháttum, held-
ur yrði að aðlaga kennsluhætt-
ina að börnunum. Högni spurði
síðan hvort ástæða væri til að
6 ára börn hefðu skólagöngu.
Hann svaraði ekki spurningunni,
en sagði, að á Norðurlöndunum
miðaðist skólaganga barna við 7
ára aldur, í Þýzkalandi og Frakk
landi 6 ára eða jafnvel 5 ára og
í Bretlandi 5 ára. Svíar og Norð-
menn athuga nú þörf 6 ára barna
fyrir kennslu og kvað hann var-
hugavert að lækka skólaskyld-
una niður í 6 ára aldurinn að
órannsökuðu máli. Þó kvað hann
hluta þess námsefnis, sem 7 ára
börn hafa, gjarnan koma til
greina fyrir 6 ára börn, en mark
mið kennslunnar hlyti að breyt-
ast.
f Bandaríkjunum hefst kennsla
við 6 ára aldur og nú er til at-
/Jhugunar, hvernig unnt sé að
færa skólaskylduna niður fyrir
það mark. Högni sagði, að brýn
nauðsyn væri nú á að athuga
þessi mál. Tækifæri til þess
kæmi ekki aftur, ef það væri
ekki nýtt nú.
Mælendaskrá var opnuð að
loknum framsöguerindum. Fyrst
ur kvaddi sér hljóðs Helgi Þor-
láksson, skólastjóri. Hann fagn-
aði því, að Kennslutækni skyldi
efna til þessa fundar. Hann kvað
fátt mikilvægara en einmitt for-
skólann. Hann fagnaði framsögu
erindunum og skýrði einnig frá
því, að nú væri starfanndi nefnd,
sem ynni að rannsókn á málum
þessum. Ætti hann sjálfur sæti
í nefndinni svo og framsögumenn
báðir. Fræðslustjóri Reykjavíkur
borgar setti nefndina á stofn.
Helgi skýrði frá reynslu, er
hann hefði af forskólum fyrir 6
ára börn í Esbjerg í Danmörku.
Kennsla þessi hefði hafizt 1912
og væri skólinn í frjálsu formi —
ekki skyldunámsskóli. Þrátt fyr-
ir það, er aðsókn að skólanum
nær 100% og er árangur hans
mjög jákvæður, s.s. raunar alls
staðar, þar sem slíkar tilraunir
hafa verið gerðar. í Danmörku
kvað hann fóstrur nær eingöngu
sjá um börnin.
Næstur tók til máls Guðmund
ur Magnússon og hvatti hann til
þess að ekki yrði flanað að hlut-
unum. Orðtækið: „Flýttu þér
hægt“, ætti hér að hafa í háveg-
um. Hann kvað það mjög vara-
samt að taka inn í skólana 6 ára
börn, þar sem of breitt bil myndi
myndast milli elztu bekkja skól-
ans og hinna yngstu. Þó mætti
gera tilraunir við þá skóla, þar
sem ekkert gagnfræðastig væri.
Hann tók undir orð Högna Egils-
sonar um foreldrarfræðsluna og
kvað þar vera um að ræða mjög
athyglisverða hugmynd að ræða.
Þá kvaddi sér hljóðs Haukur
Helgason, skólastjóri. Hann kvað
aðalvandamáilð að börnin væru
mjög mismunandi undir skóla-
göngu búin. í sjö ára bekk kæmu
þau frá misjöfnum kennurum og
mjög væri athugavert hvort ekki
væri unnt að brúa bilið milli
barnakennara og fóstra. Hann
kvaðst þakklátur allri aðstoð frá
fóstrum og vildi hann að aðstaða
þeirra væri jöfnuð.
Stefán Edelstein, skólastjóri,
tók næstur til máls. Hann skýrði
frá reynslu sinni, sem hann hafði
hlotið í Ungverjalandi, en þar
eru börn strax tekin í skóla 3ja
ára gömul og síðan eru þau í
þessum skóla búin undir nám í
barnaskólum, sem tækju við
þeim við 6 ára aldur. Með þessu
skapaðist samfelld skólaganga og
börnin vendust skólanum frá
blautu barnsbeini. Þá kvað hann
tónlist vera aðalþráð í þjálfun
barnanna, sem mjög hjálpaði
barninu til þess að ná tilfinn-
ingarlegu jafnvægi.
Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri
þakkaði fyrir það tækifæri að
fá að sitja og hlusta á umræð-
ur. Hann minntist á nefndina,
sem áður hafði verið nefnd og
sagði síðan, að 6 ára aldurinn,
sem orðið hefði útundan í skóla-
kerfinu ætti heimtingu á því að
hið opinbera gerði eitthvað fyrir
hann. Hann sagði, að um 1500
börn væru á þessu skeiði. Nokkur
hluti þeirra ætti möguleika á því
að komast í ísaksskóla og í Landa
kotsskólann og því væru alls um
1200 börn, sem skólarnir þyrtfu
að taka á móti. Ef vel ætti að
tfara þyrfti að skipta þessum
börnum í 60 bekkjardeildir og
ekki yrði komizt af með minna
en 30 kennara og fóstrur. Hann
kvað fjármunaskort ekki hamla
þessari framkvæmd, heldur væri
skortur kennara mun tilfinnan-
legri. Nefndin á að skila áliti
að vori.
Svava Sigurjónsdóttir ræddi
um tilraun með nýtízkulegan
skóla í Frakklandi, sem hún hefði
haft tök á að kynnast. Börnin
koma í skólann 2ja ára gömul
og við hlið þess skóla er skóli
fyrir eldri börn. Þau væru því í
nánum tengslum við börn, sem
komin væru lengra og kynntust
því sem áhorfendur skólaháttum
hinna stálpaðri. í þessum skóla
eru engin aðlögunarvandamál og
hefur tilraunin gefizt mjög vel.
Er Svava kom hingað heim full
hugmynda, mætti hún mjög lok-
uðum börnum að því er henni
fannst og sagði hún brýna nauð-
syn á að eitthvað yrði gert börn
unum til aðstoðar.
Guðmundur Magnússon kvaddi
sér aftur hljóðs og spurði, hvort
réttlætanlegt væri að skylda 6
ára börn til þess að ganga í skóla
á meðan ekki væri unnt að veita
miklum hluta sveitabarna kennslu
nema að hálfu leyti við borgar-
börn.
Fleiri tóku til máls á fundin-
um, Björgvin Jósteinsson, Ásta
Hansdóttir, Helgi Elíasson, Þrá-
inn Guðmundsson, og að lokum
Ásgeir Guðmundsson, formaður
Kennslutækni, sem sleit fundin-
um, þakkaði fjörugar umræður
og minnti á fundinn 12. marz í
Hagaskóla, en þá verður fjall-
að um tungumálakennslu í barna
skólum.
Allt á sama stað.
BIFREIÐASALA
EGILS
Til sölu notaðar bifreiðir.
Willys 1946 í góðu lagi.
Willys 1965.
Renault R 10, lítið ekinn.
Renault RS 1963.
Ford Bronco 1966, klæddur
Simca 1000 ’63, nýupptekin
vél.
Citroen DS 19, 1967. Tilboð
óskast.
Volkswagen rúgbrauð ’63,
útb. samkomulag.
Opel Caravan station 1964
og 1965.
Benz 300 1955.
Hillman IMP 1966.
Hillman IMP 1965.
Zephyr 4 1962.
Fiat 850 1967.
Humber Super Snipe 1960.
Fiat 1100 Salonn 1967.
Landrover 1951.
Cortina 1965.
Willy’s jeep 1955.
Willy’s jeep 1964 með
Egilshúsi.
Landrover 1962, bensín.
Saab 1966.
Tökum vel með farnar bif-
reiðir í umboðssölu. Úti
o(g inni sýningarsvæði.
Egili Vilhjálmsson hf.
Laugav. 116. Sími 22240.
Frá fundinum í Hagaskóla — Ljósm. Kr. Ben.