Morgunblaðið - 11.03.1969, Síða 2

Morgunblaðið - 11.03.1969, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1969. S jávarútvegur á fímamótum verður umrœðuefnið á fyrsta úthreiðslu- fundi Fél. áhugamanna um sjávarútv.mál FÉLAG áhugamanna um sjáv- arútvegsmái heldur fyrsta út- breiðslufund sinn í Sigtuni á morgun, miðvikudag kl. 20.30. Már Elísson, fiskimálastjóri flyt ur þar framsöguerindi, sem nefn ist „Sjávarútvegur á tímamót- um“, en að því búnu verða frjáls ar umræður. Félag áhugamanna um sjáv- arútvegsmál var stofnað 15. febr úar sl., en tilgangur þess er að vinna að hvers konar framför- um á sviði sjávarútvegs, sem stuðlað geti að hagstæðri þróun hans og kynna þýðmgu hans fyrir þjóðinni. Er félaginu ætl- að að vera eingöngu fræðslu- og útbreiðslufélag, og mun því ekki standa fyrir atvinnurekstri í neinni mynd. Kennslutækni- fnndnr n morgun KENNSLUTÆKNl efnir til ann- ars fundar um skólamál annað kvöld kl. 20.30 í Hagaskóla. Fyrsti fundurinn, sem haldinn var fyrri helgi fjallaði um skóla- göngu 6 ára bama og var hann fjölsóttur. Fundurinn annað kvöld fjallar um tungumála- kennslu á barnaskóium, og eru framsögumenn Ragnar Georgs- son, skólafulltrúi og Haukur Ágústsson, kennari. Útbreiðslufundurinn anna'ð kvöld er sá fyrsti af mörgum, sem félagið hyggst halda og er gert ráð fyrir að þeir verði a.m.k. mánaðarlega. Meðal þeirra mála sem stjórn félagsins hyggst taka til umræðu á fundunum eru: fjár festingamál og fjármagnsþörf sjávarútvegsins, nýting og vinnsla sjávarafurða og vöru- vöndun — endurnýjun og efling togaraflotans — markaðsskömmt un og markaðsöflun — hafrann- sóknir og fiskileit — veiðitækni og vinnslutækni — félagsleg upp bygging sjávarútvegsins — skóla- kerfið og atvinnuvegirnir. Mun félagið fá framámenn á hverju sviði til að flytja framsöguer- indi, en að þeim loknum verða almennar umræður. Á fundi, sem stjórn félagsins hélt með blaðamönnum í gær kom fram að í framtíðinni er gert ráð fyrir að fundimir geri ályktanir um þau mál, sem þar eru tekin fyrir. Félagsmenn eru nú á annað hundrað og lagði stjórnin áherzlu á það að starfs- svæ’ði félagsins væri allt land- ið og það væri opið öllum ein- staklingum, sem áhuga hefðu á sjávarútvegsmálum, þótt störf þeirra væru ekki tengd þeim. Stjórn félagsins skipa þessir menn: Gunnar Friðriksson, for- maður, Eyjólfur ísfeld Eyjólfs- son, varaformaður, Ingimar Ein arsson, ritari, Jóhann J. E. Kúld, gjaldkeri og aðrir í stjórn eru Loftur Júlíusson, Jón I>. Árna- son og Guðlaugur Tryggvi Karls son. Dræm sala hefur verið í bílum og allmargir óseldir bílar eru nú í ýmsum vörugeymlum. Leyfisgjald af bifreiðum úr 90% í 60% Bifreiðainnflytjendur telja lœkkunina of litla til að valda söluaukningu MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá fjármálaráðu neytinu þar sem segir, að gefin hafi verið út reglugerð, og iækki leyfisgjald af bifreiðum með henni úr 90% í 60%. Vegna þess arar nýju reglugerðar leitaði Morgunblaðið til fjögurra bif- reiðainnflytjenda, og spurði þá, hvaða áhrif þessi lækkun hefði á verð einstakra bifreiða og á söluna almennt. Þeim ber sam- an um, að lækkunin væri of lítil til að hafa veruleg áhrif á söluna á bifreiðum. Töldu tveir að raunhæfast hefði verið að felia leyfisgjaldið niður með öliu. Fréttatilkynning fjármálaráðu neytisins fer hér á eftir: « NATO, loftferða- og iöndunarsamningur, og önnur mál til umræðu við ráðamenn í Kanada Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, segir frá ferð sinni til V-íslendinga JÓHANN Hafstein, dóms- málaráðherra, kom um helgina heim úr heimsókn til Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi, en þangað var honum og konu hans boðið vegna 30 ára afmælis Þjóðræknisfélags- ins. Ráðherrann hitti fjölda Vestur-íslendinga að máli, auk þess sem hann ræddi við nokkra ráðherra í kana dísku stjórninni, og har þá m.a. á góma aðild Kanada að Atlantshafsbandalaginu loftferðasamningurinn milli landanna, Iöndunar- samningur, iðnþróun og fleira. Morgunblaðið hefur áður skýrt frá ýmsu í sambandi við ferðina vestur um haf, en spurði Jóhann Hafstein í gær frekari frétta. Sagðist honum svo frá: „Eftir heimkomuna er mér efst í huga þakklæti í garð Vestur Islendinga fyrir af- bragðs móttökur, og var það okkur hjónum mikil ánægja að eiga þess kost, að hitta svo margt fólk af íslenzku bergi brotið og finna hlýju þess til gamla heimalandsins. Sér- staklega verð ég að láta í ljós þakklæti til Grettis L. Jóhannssonar a'ðalræðismanns fslendinga í Winnipeg og konu hans, en þau hjón báru okkur á höndum sér. Sama má segja um forseta Þjóð- Jóhann Hafstein. ræknisfélagsins Sr. Philip M. Pétursson og konu hans, og reyndar væri ástæða til að nefna ýmsa aðra, því alls stað ar mætti okkur sama hlýjan og góðvildin. ÞJÓÐRÆKNISÞINGID Hámark ferðarinnar var Þjóðræknisþingið, sem stóð í þrjá daga, og samtímis kvöld samkomur, sem deildir Þjóð- ræknisfélagsins í Winnipeg, Frón og Icelandic Canadian, stóðu fyrir. Þessar samkomur voru haldnar í Lúthersku kirkjunni og þar gafst tæki- færi til að hitta fjölmargt fólk og ræða við þa'ð, og ánægju- legt að verða var við ein- lægan áhuga þess á íslandi og velferð lands og þjóðar. Þá fórum við að Gimli, skoð uðum þar gamalmennaheim- ilið, sem íslendingar reistu og hafa rekið af eigin rammleik, enda er þar allt rammíslenzkt. Annað gamalmennahæli heimsóttum við í Selkirk, rétt vi'ð Winnipeg. Það er einnig rekið af íslenzkum Kanda- mönnum. Þá vil ég minnast á ís- lenzka kennarastólinn við Manitoba háskóla, en Vestur íslendingar söfnuðu á sínum tíma fé til að koma honum á fót og standa straum af rekstri hans. Prófessor þar í íslenzk- um fræðum er nú Haraldur Bessason, og leyndi sér ekki að mikill fengur hefur verið að honum fyrir Vestur íslend inga, enda hefur hann unnið ómetanlegt starf í þjóðræknis málum samhliða kennslu í háskólanum. KANADA OG NATO Á heimleið höfðum við nokkurra daga viðdvöl í höf- úðborginni, Ottawa. Þar var Pétur Thorsteinsson, sendi- herra og kona hans. Við sendi herrann áttum þar viðræður við ráðherra og áhrifamenn, suma af íslenzku bergi brotna eins og Thorson, dómara, fyrrum ráðherra, og senator- ana Thorvaldson og Bene- diktson. Við áttum viðræður við Mitchell Sharp, utanríkisráð- herra, Turner dómsmálaráð- herra og Pepin, iðnaðarmála- ráðherra. í þessum vi'ðtölum bar á góma ýmis málefni, sem snerta löndin sameigin- lega, bæði loftferðasamning- ur við Kanada og hugsanleg löndunarréttindi vegna síld- veiða við austurströnd Kan- ada, og ræddi ég ýmis iðnþróunarmál við iðnaðar- málaráðherrann, svo sem fram leiðslu á þungu vatni, ál- bræðslur og stálskipasmíðar, en Kanadamenn eiga í þeim efnum vi'ð engu minni erfið- leika að etja en við, svo að í bili eru ekki fyrir hendi mögu leikar á því að selja þeim fiskiskip. Nckkuð hefur verið á huldu um afstöðu stjórnar Trudeaus til Atlantshafsbandalagsins og lék mér því hugur á að kynn- ast viðhorfum utanríkisráð- herrans. Skoðanir hans voru mjög eindregnar, þ.e. að Kan- ada eigi ekki annarra kosta völ en byggja varnarkerfi sitt upp innan Atlantshafsbanda- lagsins. Annars mun Kanada stjórn gera nánari grein fyrir afstöðu sinni til varnarmála á næstunni í sambandi við 20 ára afmæli NATO’s 4. apríl n.k., sagði Jóhann Hafstein að lokum. Gefin hefur verið út reglu- gerð þar sem leyfisgjald af bif- reiðum er lækkað úr 90% í 60%. Gjöld af jeppabifreiðum eru lækkuð úr 30% í 15% og gjöld af leigubifreiðum og kennslubif reiðum, sem áður var 30% ér lækkað í 15%, en þeir bifreiða- stjórar, sem hafa leiguakstur og ökukennslu að aukastarfi skulu greiða 45% gjald við tollaf- greiðslu í stað 60%. Þá hefur ennfremur verið ákveðið að láta lækkun þessa ná til allra bifreiða, sem tollaf- greiddar hafa verið eftir geng- isbreytingu með hinu hærra leyf isgjaldi og geta innflytjfndur snú ið sér til tollstjórans í Reykja- vík með endurgreiðslubeiðni. Þá ræddi Morgunblaðið við forstö'ðumenn fyrirtækjanna Sveinn Egilsson og co, Vökuls h.f. Heildverzlunarinnar Heklu og véladeildar SÍS. Þórir Jónsson hjá Sveini Eg- ilssyni og Co sagði, að þessi lækkun þýddi um 7—8% lækk- un á heildarverði fólksbifreiða og um 6—7% lækkun á jepp- um. Kvað hann t.a.m. Ford Cor- tínu lækka úr 315 þús. krónum í 288 þúsund, en það væn of lítið til að hafa nein úrslita- áhrif á söluna. Sigurður Markússon hjá Véla- deild SÍS sagði, að við þessa reglugerð lækkaði Vauxhall Viva úr 267 þús. krónum í 242 þús.krón ur, eða um 9%, Chev- elle til leiguaksturs lækka'ði úr 556 þúsund krónum í 525 þús- und krónur, eða um 6%, Impala til eínkanota lækkaði úr 829 þús und krónum í 753 þúsund eða um 9%. Taldi hann, að þessi 6—9% lækkun væri of lítil mið að við þá miklu hækkun sem varð á þeim við lækkun geng- isins. Ingimundur Sigfússon hjá Heklu tjáði Mbl. að Volkswag- en 1200 mundi nú lækka úr 230 þúsundum í 205, VW-1300 lækk- aði úr 255 þúsundum í 230 þús- und krónur, Landrover (bensín vél) úr 332 þúsundum í 308 þús- und og dieseljeppinn úr 370 í 343 þúsund krónur. Jón H. Magnússon hjá Vökul tjáði okkur, að þar lækkaði fólks bíll af ger'ðinni Plymouth úr 787 þúsund kr. í 537 þúsund krónur, og sagði hann, að lækkunin hefði þurft að verða talsvert meiri til að hún hefði raunhæf áhrif. Spilokvöld í Hafnnrfirði SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélai anna í Hafnarfirði verður Sjálfstæðishúsinu næstkoman fimmtudagskvölð kl. 8,30. Spi uð verður félagsvist og góð kvöl verðlaun veitt. — Kaffi verði framreitt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.