Morgunblaðið - 11.03.1969, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1969.
Á
Með Loftleiðum
í fótspor Leifs
LOFTLEIÐIR áttu
25 ára afmœli í gœr
Áður en rætt verður um
stofnun Loftleiða má á það
minna, að 16 árum eftir að Wil-
bur Wright flaug í 3'/2 sek-
úndu fyrsta flugtækinu, sem
þyngra var en andrúmsloftið,
stofnuðu fslendingar fyrsta
flugfélag sitt. Er það mjög
merkflegur vitnisbnrður um
framsýni þeirra, sem þar komu
við sögu. Hins er einnig skylt
að minnast, að skammlífi fyrstu
tveggja íslenzku flugfélaganna,
og byrjunarörðugleikar hinna
tveggja, sem síðar komu til
sögu, áttu fyrst og fremst ræt-
ur að rekja til vantrúar alls
þorra manna og forráðamanna
þjóðarinnar á því, að flugvélin
mydni nokkurn tíma hafa hag-
nýta þýðingu í samgöngumál-
um íslendinga. Með komu hnatt
flugmannanna bandarísku árið
1924 og þeirra langferðamanna
í lofti, sem síðar áttu viðkomu
á íslandi, varð mörgum ljóst,
að hin aldagamla einangrun ís
lands væri rofin, að landið
væri orðið nauðsynlegur ófanga
staður flugvéla í förum milli
íslands og Ameríku.
Með hernámi Breta árið 1940,
og síðar hersetu Bandaríkja-
manna, varð staða íslands í
hinni nýju veröld flugsam-
gangnanna enn augljósari en
fyrr. Enda þótt hersetan dræpi
flugviðleitni íslendinga í nokk
urn dróma, þá varð hún þó til
þess, að flugvélin gerðist jafn
náttúrulegt fyrirbæri og bif
reiðin, og flugvallagerð hins er
lenda herliðs jók á þá fullvissu,
að hið nýja samgöngutæki
myndi fljótlega verða snar þátt
ur í lífi þjóðarinnar. Ungir
menn tóku að hugleiða hvaða
ráðum þeir gætu beitt til að
komast inn á þá braut, sem ver
ið var að marka, og fyrir þvi
leituðu állmargir til útlanda á
síðari árum styrjaldarinnar og
hófu þar flugnám.
í þeim hópi ungra íslend-
inga, sem stunduðu nám í flug-
skóla í Winnipeg voru þrír
Reykvíkingar, A'lfreð Elías-
son, Kristinn Olsen og Sigurð-
ur Ólafsson. Að flugprófum
loknum gengu þeir í þjónustu
kanadíska flughersins og önn-
uðust þar kennsluæfingar. Þeir
ákváðu árið 1943 að sniúa heim
til íslands, og til tryggingar
því að þeir fengju þar flug-
störf keyptu þeir þriggja sæta
sjóflugvél af Stinson gerð, og
höfðu hana með sér út til ís-
lands.
Þegar heim kom varð aug-
ljóst, að Flugfélag íslands hafði
ekki bolmagn ti‘l að ráða þá
þremenninga til viðbótar því
starfsliði, sem fyrir var. Þá
skaut upp þeirri hugmynd,
hvort ekki væri unnt að stofna
nýtt flugfélag og tryggja með
því í fyrsfcu lotu vinnu flug-
mönnunum þrem og siðar fleir
um, ef heppnin yrði með. Var
nú leitað til vina og venzla-
manna og er loforð voru feng-
in um fjárframlög var boðað
til fundar í skrifstofu Sigurð-
ar Ólasonar hæstaréttarlög-
manns, föstudaginn 10. marz
1944, félagið stofnað og því val
ið nafnið Loftleiðir.
Á framháldsaðalfundi var
fyrsta stjórnin kosin, en hana
skipuðu Alfred Elíasson, Krist
inn Olsen, Kristján Jóhann
Kristjánsson, ólafur Bjarna-
son og Sigurður Ólafsson. Krist
ján Jóhann var kjörinn stjórn-
arformaður og gegndi hann
því starfi til 15. október 1953,
en þá tók við sú stjórn, sem
nú stýrir félaginu. Formaður
hennar er Kristjén Guðlaugs-
son, en auk hans eru í stjórn-
inni Alfreð Elíasson, Einar
Árnason, Kristinn Olsen og Sig
urður Helgason.
Fyrsta flugið var farið með
Stinsonvélinni til ísafjarðar 7.
apríl frá Vatnagörðum, þar sem
fyrsta bækistöð félagsins var.
Eftir það var haldið uppi far-
þega- og póstflugi og síðar
fékk félagið vinnu við síldarleit,
og kom sér þá upp skýli við
Miklavatn í Fljótum. Byrjunin
spáði svo góðu, að ákveðið var
að kaupa aðra flugvél, og í árs-
lok 1944 átti félagið eina Stin
son-flugvél og aðra af Grumma
gerð, en samanlagður sæta-
fjöldi þeirra var 10.
Hér fer á eftir skrá um sæta
fjölda flugvéla Loftleiða, mið-
að við lok þeirra ára, sem
greind eru:
1944 10 sæti
1948 169 —
1952 84 —
1956 216 —
1960 272 —
1964 753 —
1968 1196 —
Nú eru í eigu félagsins fjór-
ar flugvélar af gerðinni Doug-
'las DC 6B og fimm Rolls Royce
flugvélar.
Fyrsta árið voru fluttir 484
farþegar, en árið sem leið voru
þeir 183, 375.
Á fyrstu árum innanlands
flugsins jókst farþegatalan allt
til ársins 1949, en þá varð hún
14,079. Keyptar voru flugvélar
af Anson, Grumman, Catalina,
og Douglas gerðum, og flugi
var haldið uppi til ýmissa staða.
Samkeppnin um innanlandsflug
'leiðir harðnaði, og er ákveðið
var að skipta flugleiðunum
filli félaganna töldu forráða-
menn Loftleiða að hlutur
þeirra væri ekki lífvænlegur,
og ákváðu því að selja þann
flugkost sinn, sem notaður
hafði verið til innan'landsflugs-
ins. Var síðasta innanlandsflug
ferðin farin 3. janúar 1952, og
lauk með því, að þessu sinni,
þætti Loftleiða í innanlands-
flugi á íslandi. Höfðu þá alls
verið fluttir innanlands 77,662
farþegar frá því er fyrsta flug
ið var hafið frá Vatnagörðum
árið 1944.
Árið 1946 var afráðið að
kaupa flugvél til millilanda-
flugs og festi félagið þá kaup
á Skymasterflugvél í Banda-
ríkjunum. Hingað kom flugvél-
in í júnímánuði 1947 og 17. júní
var fyrsta millilandaflug Loft-
leiða hafið frá íslandi og var
haldið til Kaupmannahafnar.
Næstu árin skiptust á skin
og skúrir í millilandaflugsögu
Loftleiða. Félagið hélt uppi ó-
reglubundnum flugferðum, fór í
leiguflug flutti stundum far-
þega aðra leið en vörur hina,
reyndi með misjöfnum árangri
að hasla sér völl í hinni hörðu
sámkeppni um flugleiðirnar á
Norður-Atlantshafinu. Geta
ber frá þessu tímabili um ferð,
sem farin var til Bandaríkj-
anna 25. ágúst 1948, en hún
var farin í tilefni þess, að fé-
lagið hafði fengið heimild flug
málastjórnar Bandaríkjanna og
íslands til að ha'lda uppi áætl-
unarflugferðum til og frá
Bandaríkjunum.
Á tímabilinu frá 8. apríl til
6. maí 1951 gerðist sá eftir-
minnilegi atburður, að 12 manna
Stjórn Loftleiða. Frá v. Sigurð ur Helgason, Alfreð Elíasson, framkvæmdastjóri, Einar Árnason,
Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður og Kristinn Olsen.