Morgunblaðið - 11.03.1969, Side 18

Morgunblaðið - 11.03.1969, Side 18
18 MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1069. inni, t.d. vörugeymslu á Selt]arn arnesi, vörugeymslubus við Skerjaf.jörð, bílageymski við Öskjuhlíð og geymslurými í húsi Kr. Kristjánssonar við Suður- landsbraut. Er nú stefnt að því að nota vörugeymsluihúsin við höfnina sem uppskipunanhús en hins vegar Skúlaskála og Borgarskála fyrir tollvöru- geymslustarfsemi, og fyrir vörur sem geyma þarf til langs tima. Frá hinu nýja vörngeymsluhúsi á Austurbakka, sem hlotið hefur nafnið Faxaskfli. — Ljósm : Sv. Þorm. Stórbætt vörugeymslurýmí Eimskipafélagsins — Ný hœð í Faxaskála fekin í notkun AÐSTÆÐUR Eimskipafélags ís- lands í vörugeymslumálum hafa verið algjörlega óviðunandi um langt skeið og félaginu til hins mesta tjóns og viðskiptavinum þess tii óhagræðis. Félagið hef- ur því stöðugt unnið að þvi að koma þessum málum í betra horf og stóð það um langan tíma í samningum við Hafnarstjórn Reykjavíkur um lóð við höfn- ina undir vörugeymsluhús með öllum nýtizku útbúnaði. Fékk Eimskipafélagið 9.500 fermetra lóð við Reykjavíkurhöfn og jafnframt fyrirheit um stór at- hafnasvæði í Sundahöfn. Er fyrirhugað að reisa þar vöru- geymslur, svo fljótt sem auðið er. Framkvæmdir við nýja vöru- geymsluhúsið á Austurbakka við Reykjavíkurhöfn hófust í febrú ar síðastliðið ár og er húsíð reist í tveimur áföngum. Fyrri áfangi er nú langt kominn á veg og var neðri hæð hans tekin í notk un í desember, en efri hæðin var tekin í notkun í gær. Er það samkvænvt áætlun. Hafa þá verið teknir í notkun um 700 fermetrar af hinu nýja húsi, en vonir standa til að húsið verði fullsmíðað á þessu ári. Óttarr Möller forstjóri og Sig- urlaugur Þorkelsson, blaðafull- trúi buðu blaðamönnum í gær að skoða hin nýju húsakynni. Að því tilefni sagði Óttarr að saman lagt flatarmál geymsluhúsa Eim skips væri nú rúmlega 30.000 fermetrar. Við eðlilegan inn flutning kvaðst hann þó búasit við að þyrfti um 50.000 fermetra. Það fer hins vegar ekki milli mála, að smíði nýja vörugeymslu hússins, sem búið verður öllum nýjasta og nýtízkulagasta útbún aði til vörumóttöku og afhend- ingar, bætir verulaga aðstöðu fé lagsins og auka hagræði við gkipta 'inanna. Til viðbótar hefur Eim'kirafélagið tjkið- á leigu geymslurými i nýja tollhúsinu á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn og er flatarmál þess um 4000 fermetrar. Við vöruafgreiðslu hafa nú 300 manns fasta vinnu hjá Eim- skipafélaginu, en alls vinna hjá félaginu um 750 manns. Samtim- is því, sem aðstæður hafa batn- að við Reykjavikurhöfn, hefur Eimskip getað lagt niður vöru- geymalur, sem liggja fjarri höfn- Unnt er að lyfta vörunum upp um lúgu á gólfi efri hæðar- innar. Hið nýja geymslurými í tollstöð inni, sem Eimskip hefur tekið á leigu. Starísheiti sjúkraþjólfara ó Norðurlöndum DAGANA 22.—23. febrúar var haldinn í Oslo fundur formanna norrænna sjúkraþjálfara. Frá fs- landi sótti fundinn formaður fé- lags íslenzkra sjúkraþjálfara, Sigríður Gísladóttir. Samband félaga norskra sjúkraþjálfara stóð fyrir fundinum að þessu sinni og var hann haldinn á Grand Hotell í Oslo. Meða] þess, sem rætt var á fundinum var menntun og fram- haldsmenntun sjúkraþjálfara, þjálfun aðstoðarfólks, þörfin fyr- ir sjúkraþjálfara í dag og á næstu árum. Einnig var rædd tillaga Norð- urlandaráðs um sameiginlegan vinnumarkað fyrir sjúkraþ álf- ara, sem Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð standa að. f tillögu Norðurlandaráðs er m. a. lagt til að notað verði sam- eíginlegt starísheiti á Norður- löndum. Launamál, með hliðsjón af launum annarra gambærilegra stétta, voru einnig rædd og at- huga skal möguleika á nánari samvinnu með tilliti til nám- skeiða fyrir sjúkraþjálfara, en þau hafa verið haldin um langt árabil. Félag íslenzkra sjúkraþjálfara Reykjavik. Féltsg áhugamanna um siávarútvegsmál FUNDUR verður haldinn 1 Sigtúni við Austurvöll miðviku- daginn 12. marz kl. 20.30. FUNDAREFNI : 1. Ávarp: Gunnar Friöriksson, form. félagsins. 2. Framsöguerindi: Sjávarútvegur á tímamótum, Már Elísson, fiskimálastjóri. 3. Frjálsar umræður. Allir áhugamenn um viðgang sjávarútvegsins eru hvattir til að mæta á þessum fyrsta fræðslu- og útbreiðslu- fundi í hinu nýstofnaða félagi og gerast félagsmenn. Árgjald 200 krónur — Mætið stundvíslega. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.